Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 31                                   ! "                 !  ! "            #      $  %   !    #              ! &       #$%&' ( '  $     %) "  * ( '   +,  (  -, $ ,('   .'' # '  /   0  1  2 ( '  (3 , # #,  ,  ( '    &  &,&   &,& 4 (     ) ,                    !    " ## $ %                 !" #" $    %       &   #'( # )   "  # " *+"+!" ,                    +*-*+**!!.+  //      (              &   '   (&   '     &   '   &   '  ) &   *   &   *   +, * +  +, - ✝ Inga Jóna Stein-grímsdóttir fæddist á Akureyri 28. desember 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á Ak- ureyri aðfaranótt 20. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Steingrímur Guðmundsson skrif- stofumaður á Akur- eyri, f. 11. júlí 1916, d. 1. janúar 1987, og Hallgerður Jónas- dóttir talsímavörður á Akureyri, f. 27. nóvember 1927, d. 2. ágúst 1997. Alsystkini Ingu Jónu eru: Þorgeir, f. 15. desember 1948, og Elsa Ax- elsdóttir, f. 16. júlí 1951. Elsa var ættleidd. Hálfsystkini Ingu Jónu, samfeðra, eru: Ingibjörg Stein- grímsdóttir Göring, f. 16. septem- ber 1939, d. 2.janúar 2000, Guð- mundur, f. 21. mars 1942, Unnur, f. 8. apríl 1943, og Aðalbjörn, f. 11. ágúst 1945. Inga Jóna ólst upp á skurðlæknir, f. 7. maí 1967. Synir þeirra eru Gunnar, f. 21. febrúar 1993, Steingrímur, f. 2. febrúar 1995 og Eyvindur, f. 23. maí 1998. Þau eru búsett í Kanada. Inga Jóna varð ekkja, er Gunnar maður hennar fórst af slysförum 26. ágúst 1973, þá voru þau búsett í Ytri- Njarðvíkum. Hinn 22. mars 1975 gekk Inga Jóna að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Steingrím Einars- son sjómann frá Drangsnesi, f. 25. apríl 1941. Foreldrar hans eru Ein- ar Jónsson, f. 14. júlí 1914 og Hólm- fríður Pálmadóttir, f. 28. ágúst 1919, þau eru búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Inga Jóna og Stein- grímur stofnuðu heimili á Akur- eyri og eignuðust einn son, Gunnar Einar guðfræðinema, f. 18. desem- ber 1974. Maki hans er Erla Valdís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, f. 27. júlí 1974. Sonur þeirra er Steingrímur Ingi, f. 12. júlí 2001. Þau eru búsett í Reykjavík. Inga Jóna var lengstum húsmóð- ir og fékkst mikið við ýmiskonar hannyrðir, en starfaði þó einnig við verslun og þjónustu, fiskvinnslu og var um tíma kokkur til sjós. Útför Ingu Jónu verður gerð frá Akureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 1. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Akureyri og hlaut sína grunnskólamenntun þar. Árið 1963 giftist hún Gunnari Kristins- syni járnsmið og kaf- ara frá Hrollaugsstöð- um í N-Múlasýslu, f. 9. nóvember 1940, d. 26. ágúst 1973. Foreldrar hans voru Kristinn Magnússon, f. 24. júní 1889, d. 7. janúar 1958, og Friðgerður Gunnarsdóttir, f. 4. ágúst 1909, d. 11. júní 1994. Saman stofnuðu Inga Jóna og Gunnar heimili í Reykjavík og börn þeirra eru: 1) Steingrímur rafmagnsverk- fræðingur, f. 18. júní 1964. Maki hans er Sigrún Sigurðardóttir meinatæknir, f. 13. maí 1962. Dæt- ur þeirra eru Sif, f. 29. apríl 1987, og Saga, f. 4. september 1991. Þau eru búsett í Kópavogi. 2) Hallgerð- ur þroskaþjálfi og hársnyrtir, f. 15. mars 1968. Maki hennar er Þor- steinn Gunnarsson heila- og tauga- Það er skelfileg tilhugsun að hugsa til þess þegar fólk á besta aldri er kallað burt í blóma lífsins. Ég kynnt- ist Ingu á haustmánuðum fyrir tæp- um 10 árum þegar ég og Gunnar son- ur hennar fórum að fella hugi saman. Hún tók mér strax opnum örmum og áður en langt um leið var ég flutt inn á heimilið og við Inga orðnar bestu vin- konur og kom það fyrir að fólk héldi að ég væri dóttir hennar en ekki tengdadóttir. Mér er minnisstætt þegar ég útskrifaðist úr Verkmennta- skólanum á Akureyri, þá bauðst Inga til að halda smá kaffiboð fyrir þá allra nánustu en úr varð 50 manna veisla þar sem hver hnallþóran á fætur ann- arri var á borðum að ógleymdu smurða brauðinu sem hún var þekkt fyrir. Inga hafði mikið yndi af því að útbúa mat og veitingar og því fannst henni það svo ánægjulegt að geta gert þetta fyrir mig. Inga lét ávallt velferð barna sinna skipa fyrsta sæti hjá sér og var hún boðin og búin til að veita aðstoð sína hvort sem hún var fjárhagsleg eða andlegur stuðningur. Barnabörnin áttu hug hennar og hjarta og var hún ávallt tilbúin til að ferðast landshluta á milli til þess að gæta þeirra. Einnig sóttu barnabörnin mikið í að koma norður til Ingu ömmu og dvelja hjá henni. Síðastliðinn vetur dvöldust Inga og Steini hjá okkur Gunna frá janúarbyrjun fram að páskum og gættu litla nafna síns sem nú er að verða eins árs. Ingu fannst oft og tíðum einmana- legt að vera ein heima þegar Steini var úti á sjó og því kom hún mikið suður og dvaldi hjá okkur. Þá var oft mikið hlegið og ýmislegt bardúsað og mikið útbúið úr tréföndri sem Inga gaf svo til vina og vandamanna. Inga var einnig mikill dýravinur og tók hún hreinlega ástfóstri við hund- inn okkar, hann Gáska, og var það ósjaldan sem hann fékk eitthvað gott þegar hann kom í heimsókn. Inga hlakkaði mikið til efri áranna og að verða gömul við hliðina á honum Steina sínum. Þau ætluðu sér að vera dugleg að koma í heimsóknir til barna sinna og barnabarna og ferðast sam- an til fjarlægra staða. Nú kveðjum við góða og trúfasta konu sem markaði djúp spor í lífi allra þeirra sem hana þekktu. Elsku Inga, þín verður sárt saknað, Guð geymi þig. Erla. Ég vil í nokkrum orðum minnast tengdamóður minnar, Ingu Jónu Steingrímsdóttur, sem varð bráð- kvödd hinn 20. júní aðeins 55 ára gömul. Andlát hennar kom eins og reiðarslag, enda kenndi hún sér einskis meins að morgni, veiktist skyndilega og lést í svefni um nóttina. Mér eru minnisstæð okkar fyrstu kynni fyrir 17 árum þegar ég fór í mína fyrstu heimsókn til Akureyrar. Inga og Steini tóku höfðinglega á móti okkur og síðar um kvöldið fórum við út að borða og skemmta okkur á Hótel KEA. Eftir þetta var eins og við hefðum alltaf þekkst og áttum við saman margar góðar stundir. Inga hafði einstakt lag á börnum og var hún í miklu uppáhaldi hjá börnum okkar. Hún átti auðvelt með að um- gangast fólk og fór ekki í manngrein- arálit. Inga var einnig mikill húmor- isti og það var stutt í hláturinn þegar við sátum og spiluðum á kvöldin, en það var eitt af hennar aðal áhugamál- um. Hún var einnig frábær kokkur. Líf Ingu var á köflum erfitt og að- eins 26 ára gömul, tveggja barna móðir, missti hún fyrri eiginmann sinn, Gunnar Kristinsson, af slysför- um. Síðar giftist hún Steingrími Ein- arssyni sjómanni sem gekk eiginkonu minni, Hallgerði, í föðurstað. Inga Jóna og Steingrímur eignuðust eitt barn, Gunnar Einar. Steingrímur reyndist Ingu Jónu, börnunum og síð- ar barnabörnunum afbragðsvel enda einstakt ljúfmenni. Fyrir nokkum vikum fóru Hall- gerður, eiginkona mín, og börn okkar í heimsókn til Íslands og dvöldu í nokkra daga hjá afa og ömmu í Móasíðu. Það voru góðir dagar þar sem m.a. var farið í skemmtilega veiðiferð sem lifir lengi í minningunni. Ekki óraði nokkurn fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem þau sæju Ingu ömmu á lífi. Á morgun verður Inga Jóna lögð til hinstu hvílu. Ég minnist hennar með hlýju og söknuði og þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Þorsteinn Gunnarsson. Nú eru rétt fjórir áratugir síðan ég sá Ingu Jónu Steingrímsdóttur fyrst. Þá hafði hún nýlega komist í kunn- ingsskap við Gunnar bróður minn en seinna varð hún kona hans. Það sam- band bar góðan ávöxt. Tvö sérlega mannvænleg börn, þau Steingrím og Hallgerði. Þegar upp er staðið er fátt betri auður en góð börn sem standa sig vel. Gunnar vildi fá góðan mat og því svaraði hún með því að gerast af- burða kokkur, þótt ung væri. Hún fór ekki að rífast heldur lagði sig fram til þess að gera öðrum til hæfis. Sambúð þeirrra Gunnars varð skemmri en hún hafði kosið. Hann fórst af slysför- um eftir tíu ára sambúð. Eftir fráfall Gunnars urðu samfundir okkar Ingu færri. Seinni maður hennar er Stein- grímur Einarsson. Með honum eign- aðist hún soninn Gunnar sem er hinn ágætasti drengur. Þannig er full ástæða til þess að halda að ágæti barna hennar sé ekki síst frá henni komið. Þótt árin yrðu ekki mörg fékk hún að reyna sitt af hverju. Seinast hitti ég hana aðeins fjórum dögum fyrir andlát hennar. Þá var ég staddur á Akureyri og hafði nauman tíma. Ég hringdi samt í hana og sagði henni hvenær ég myndi vera laus. Á upp gefnum tíma beið hún í bílnum fyrir utan og sagði þegar ég hafði heilsað henni: „Þú kemur í kaffi.“ Þegar við komum heim til hennar stóð kaffið á borðinu ásamt glæsilegu smurðu brauði að dönskum hætti. Við spjöll- uðum saman meðan ég drakk kaffið. Hún var hress og glöð. Aðeins fjórum dögum seinna var hérvist hennar lok- ið. Það sannaðist hér að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Guð blessi minningu hennar. Einar Kristinsson. Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur og komin á góðan stað. Þetta gerð- ist svo snögglega og það er sárt að hugsa sér að við getum aldrei aftur faðmað elsku ömmuna okkar. Þú og afi tókuð alltaf vel á móti okkur og hugsuðu svo vel um okkur. Þegar afi var úti á sjó komum við oft til þín til Akureyrar, til þess að þú værir ekki ein. Það var mjög notalegt að vera hjá þér og þú varst alltaf svo góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Það var gaman að vera hjá þér og svo margt sem við brölluðum sam- an. Á veturna kúrðum við saman fyrir framan sjónvarpið. Á sumrin sátum við úti á palli og létum sólina skína á okkur. Á haustin fórum við saman í berjamó og þegar við komum heim fengum við okkur ís og bláber eftir kvöldmatinn. Við hlökkuðum líka alltaf til að fara í útilegurnar með þér og afa í tjald- vagninum. Elsku amma, okkur langar svo að kúra hjá þér núna og við söknum þín svo mikið. Það var svo margt sem að við átt- um eftir að upplifa saman. Við mun- um alltaf hugsa til þín og við erum mjög þakklátar fyrir allar góðu stundinar sem við áttum með þér. Þínar Sif og Saga. Gættu vináttunnar! Ekkert er fegurra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi. Vini geturðu tjáð hug þinn allan og veitt honum fyllsta trúnað. (Ambrosius.) Elsku vinkona. Þú fæddist á einum af dimmustu dögum ársins, hinn 28. desember og kveður nú þetta jarðlíf á björtustu dögum þess. Þannig minn- umst við þín, allrar þessarar birtu sem þú stráðir í kringum þig. Fyrstu kynni okkar fyrir tæpum 40 árum voru að við bjuggum í húsi, sem kallað var Rósenborg, í ein 3 ár og vorum hvor með sína íbúð á sama gangi en inngangur og snyrting sam- eiginleg. Við urðum strax góðar vin- konur og oftast var opið inn til okkar og þetta eins og eitt heimili. Menn- irnir okkar voru oft í burtu, vinnandi út um land og við heima með börnin. Á kvöldin sátum við oftast saman með handavinnu, útvarpið og gripum oft í spil. Ég dáðist að því hvað þú varst öllum góð, sem voru þér nærri. Pabba þínum, sem var þá orðinn sjúklingur, Bassa bróður þínum, sem var ung- lingur á þessum tíma og kom mikið til þín. Ung stúlka, sem þú þekktir og hafð- ir unnið með, skrifaði þér á þessum tíma, sagðist vera ófrísk, unnustinn búinn að yfirgefa hana, en fyrir átti hún tveggja ára barn. Hún væri nú svo bágstödd að hún yrði að gefa barnið sem hún gekk með. Strax bauðstu henni að koma og dvelja hjá þér í þess- ari litlu 35 fermetra íbúð með barnið, en sjálf varstu með lítinn dreng og mann. Þú sýndir henni alla þá um- hyggju og nærgætni sem hægt var undir þessum erfiðu kringumstæðum. Dvaldi hún hjá þér í marga mánuði og var barnið gefið góðu fólki, víðsfjarri. Eftir fá ár skildi svo leiðir okkar og þið hjónin og sonur fluttuð til Reykja- víkur. Þar fæddist ykkur svo dóttir og allt lék í lyndi. Þá verður þú fyrir þeirri þungu sorg að Gummi maður- inn þinn ferst við köfunarstörf og þú orðin ung ekkja með tvö lítil börn. Þá komstu aftur norður og fórst að vinna sem starfsstúlka á FSA. Við hittumst þá á ný. Þú fékkst mikinn áhuga á að fara í sjúkraliðanám og hvattir mig eindregið til að sækja um líka, börnin farin að stálpast. Við sóttum svo um í ársbyrjun 1973. Því miður breyttust hagir þínir þannig að þú hættir við, en ég fór og hef ég oft þakkað þér þau gæfuspor. Þú hefðir orðið góður sjúkraliði, umhyggjusöm, gefandi og góð stúlka. Þú fórst aftur suður, en nokkru seinna kemur þú aftur norður og þá með nýjan mann, sem var góður lífsförunautur og börnum þínum frá- bær fósturfaðir. Saman eignist þið svo son. Trú þín á Guð var mikil og oft höf- um við farið á fyrirbænastundir sam- an. Nú er yngsti sonur þinn langt kominn með guðfræðinám við HÍ. Margir hafa notið góðs af kærleika þímumog umhyggju. Móður þína ann- aðist þú af mikilli alúð, vitjaðir hennar daglega, þegar heilsa hennar brást síðustu árin. Það var gæfa foreldra þinna að eiga dóttur sem þig. Allt lék í höndunum á þér hvort sem var matur eða hannyrðir. Heimilið ber þess glöggt merki, heklaðir dúkar, útsaum- ur og fallegar gardínur. Í nokkur ár leystir þú og Hulda kokkinn á Akur- eyrinni af og var rómaður maturinn ykkar. Til þín var gott að koma og ég ávallt velkomin, gat leitað með alla mína gleði og sorgir. Þinn stóri faðmur var svo undurmjúkur og þín hrjúfa rödd svo hljómfögur í mínum eyrum. Árið 1996 var ég í húsnæðishraki eftir skilnað. Undireins bauðst þú mér að koma í bílskúrinn til þín, þið höfðuð breytt honum í fínustu gestastofu, stóra og bjarta. Ég var líka bíllaus, en það var nú ekki vandamálið, ég gat bara farið á næturvaktir á þínum bíl, ekki notaðir þú hann á nóttunni. Ég fékk annað húsnæði nálægt vinnustað, en svona fallegt boð gleymist ekki. Í um 15 til 16 ár höfum við spilað bridge á veturna, þú, ég Villý og Edda. Þar varstu líka bráðskörp og slyngur spilamaður. Við þökkum þér allar þessar ánægjustundir. Á tölvu lærð- irðu fljótt og gerðir mjög fallega heimasíðu, sem hægt var að fara inn á og skrifa í gestabók. Börnum þínum farnast vel, myndarleg og vel mennt- uð. Þú hvattir þau áfram af lífi og sál. Þeirra framtíð var þér allt og þú upp- skarst eins og þú sáðir. Ég get talið upp endalaust margar þínar góðu gerðir, t.d. bláberin sem þú komst með þegar mér var illt í bakinu og margt og margt. Læt þetta nægja. Við, sem vorum svo lánsöm að kynnast þér, stöndum nú eftir harmi slegin. Horfin, dáin, fórst að sofa, vaknaðir ekki aftur, aðeins 55 ára, fullfrísk. Elsku Inga, þakka þér allt og allt. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til eiginmanns þíns, barna, tengdabarna, barnabarna, Bassa bróður og annarra ættingja og vina. Þeirra er missirinn mestur. Guð varð- veiti ykkur öll, huggi og styrki. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona, Helen Þorkelsson. INGA JÓNA STEIN- GRÍMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.