Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ákærður fyrir líkamsárás RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef- ur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðar- lagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis eftir göngu- stíg í Mosfellsbæ og á tvo pilta sem þar voru á gangi. Við ákeyrsluna slasaðist annar pilturinn talsvert á hné og hinn togn- aði í baki. Segir í ákæru að maðurinn hafi með þessu stefnt lífi eða heilsu piltanna á ófyrirleitinn hátt í augljós- an háska. RAGNHEIÐUR Traustadóttir, fornleifafræð- ingur og aðstoðardeildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafns Íslands, stjórnar nú uppgreftri á hinu gamla biskups- og menntasetri á Hól- um í Hjaltadal, sem var fyrr á öldum einn helsti þéttbýliskjarni landsins. Uppgröfturinn er ein umfangsmesta fornleifarannsókn hér á landi um árabil. Á mánudag tekur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra fyrstu „múrskeiðsstung- una“, en múrskeið er meðal helstu verkfæra fornleifafræðinga. Fékk hæsta styrk úr Kristnihátíðarsjóði Ragnheiður segir að Hólarannsóknin sé á vegum Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafnsins. „Þetta er ein þeirra rannsókna sem fengið hafa styrk úr Kristnihá- tíðarsjóði. Hún er þverfagleg og yfirgrips- mikil,“ segir hún. Verkefnið fékk hæsta styrk- inn úr sjóðnum, 11 milljónir króna, þegar fyrst var úthlutað úr honum nýverið. Að sögn Ragnheiðar verður hópurinn, sem er skipaður fjölda innlendra og erlendra sér- fræðinga og vísindamanna á flestum sviðum menningarsögulegra rannsókna, við uppgröft til 20. ágúst næstkomandi. Ráðgert er að verkefnið taki alls fimm ár. Hún segir að núna verði fyrst og fremst grafnar upp húsbyggingar. „Hérna var þorp á sínum tíma, með 60 húsum, sem gegndu mis- munandi hlutverkum, þegar mest var í kring- um kirkjuna. Einnig gerum við ráð fyrir að finna gríðarlegan fjölda gripa, enda er mjög stór öskuhaugur rétt við bæjarhólinn sjálfan. Þar eru góð varðveisluskilyrði,“ segir hún. Rannsóknarstofu hefur verið komið upp á Hólum og segir Ragnheiður að öll aðstaða til rannsókna og úrvinnslu sé til fyrirmyndar. Alls 35 þátttakendur auk heimamanna 15 manna hópur frá bandaríska háskólanum UCLA er staddur í Skagafirði við uppgröft. Vinna hópsins gengur út á að þróa tæki til að mæla á yfirborði; jarðsjá, viðnámsmælitæki og leiðnimælingatæki. Vísindamenn í hóp Ragnheiðar eru 15 tals- ins, auk þess sem fjöldi heimamanna tekur þátt í verkefninu. Ragnheiður segir að takmarkaðar fornleifa- rannsóknir hafi farið fram á staðnum áður, en forkannanir benda ótvírætt til þess að Hólar séu auðugir að fornleifum og að varðveislu- skilyrði í jörð séu góð. Miklar vonir eru því bundnar við þennan fornleifagröft, sem standa mun í fimm ár samkvæmt áætlunum. Einn sögufrægasti staður Íslands Samkvæmt Landnámu nam Hjalti Þórðarson Hjaltadal og bjó á Hofi en heimildir greina fyrst frá byggð á Hólum um miðja 11. öld þeg- ar þar var reist kirkja og síðan í tengslum við stofnun biskupsstólsins 1106. Þar stóð fyrsti skóli Norðurlands, skóli Jóns Ögmundssonar. Á Hólum sat Jón Arason, síðastur kaþólskra biskupa Hólastóls. Um er að ræða einhvern sögufrægasta stað Íslands og hefur verið búið þar samfellt frá því að landið byggðist. Fornleifauppgröftur hafinn á Hólum í Hjaltadal Ein umfangsmesta rannsóknin um árabil Morgunblaðið/Ragnheiður Traustadóttir Fornleifagröftur á Hólum í Hjaltadal var undirbúinn síðasta sumar. JÓHANNA Skaptason, Vestur-Ís- lendingur búsett í Winnipeg í Kan- ada, var á ferð hér á landi á dög- unum og notaði þá meðal annars tækifærið til að ganga frá og lag- færa leiði Valtýs Guðmundssonar (1860–1928), fyrrum alþingismanns og prófessors í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu. Við leiði Valtýs liggja einnig þrjú önnur leiði sem þurftu lagfær- ingar við, leiði konu hans, Önnu Jó- hannesdóttur, systur hennar og móður þeirra. Móðir Jóhönnu, Jóhanna Guðrún Símonardóttir Skaptason, og Valtýr voru hálfsystkin, sammæðra, en Jó- hanna Guðrún var fædd í Kanada, fjórum árum eftir að fjölskyldan flutti frá Íslandi. Faðir Jóhönnu, Joseph Skaptason, var hins veg- arfæddur í Húnavatnssýslu en flutti með foreldrum sínum vestur til Kanada þegar hann var ungur drengur. Jóhanna, sem er 82 ára, segir að þegar hún hafi verið að vaxa úr grasi í Winnipeg hafi hún oft á tíð- um heyrt móður sína segja sögur af Valtý sem hún leit mjög upp til en hún bjó um tíma hjá bróður sínum og konu hans í Kaupmannahöfn. Valtýr hafi einnig skrifað þeim mörg bréf til Kanada sem hafi varðveist fram á þennan dag. Hún nefnir að móðir sín hafi alla tíð verið mjög virk í ýmiss konar fé- lagsstarfi í Kanada og meðal ann- ars komið að stofnun góðgerðar- og hjálparsamtaka árið 1916 sem kennd eru við Jón Sigurðsson. Þeg- ar hún hafi verið hér á landi árið 1958 hafi hún einnig haft frum- kvæði að því að Kristín Jónsdóttir listmálari málaði mynd af Valtý Guðmundssyni, bróður hennar, sem nú hangir uppi í Alþingishúsinu og er jafnframt síðasta portrett mynd málarans. Þá lét hún í sömu ferð reisa legfstein Valtýs við hlið grafar konu hans, systur hennar og móður þeirra. „Þegar ég kom hingað árið 1992 sá ég að að svæðið í kringum leiðin fjögur þarfnaðist viðgerðar,“ segir Jóhanna. Hún segist hafa einsett sér að snúa aftur og ganga frá leið- unum. Því verki sé nú lokið sem sé einkar ánægjulegt fyrir hana. Vestur-Íslendingur lagfærir leiði Valtýs Guðmundssonar alþingismanns og prófessors Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna Skaptason við leiðin fjögur í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Leiði Valtýs Guðmundssonar er lengst til hægri. Einsetti sér að snúa aftur og ganga frá leiðunum FERÐAÚTGJÖLD Íslendinga er- lendis lækkuðu um 20 prósent á síðasta ári þegar tekið er tillit til gengis gjaldmiðla og erlendra verðlagsbreytinga, en með því fæst magnbreyting. Í Hagvísi Þjóðhagsstofnunar kemur fram að útgjöldin hafi lækkað um 15 prósent á fyrsta ársfjórðungi og var það minnsta lækkunin, en mesta lækkunin var á síðasta ársfjórðungi eða 25 pró- sent. Þá segir að tölur um fjölda Ís- lendinga sem fóru utan á síðasta ári liggi ekki fyrir en talið sé að þeim hafi fækkað nokkuð. Ferða- útgjöld Íslendinga erlendis höfðu vaxið árin á undan í samræmi við aukin ferðalög til útlanda. Í Hagvísi segir að mikill sam- dráttur á síðasta ársfjórðungi geti bent til að dregið hafi úr haust- ferðum Íslendinga og jafnframt að innkaup hafi minnkað í haustferð- um, en einnig sé rétt að hafa í huga að á liðnu hausti hafi Smára- lind opnað með fjölda verslana og þar með hafi aukist verðsam- keppni við erlendar verslanir.                    ! "   #     $ $$ $$$ $%  $ $$ $$$ $%  $ $$ $$$ $%  $ $$ $$$ $% 20 prósenta lækk- un á ferðaútgjöld- um Íslendinga Uppkaup á einkafram- kvæmdum athuguð STARFSHÓPUR á vegum bæjar- stjóra Hafnarfjarðar verður skipaður á næstu dögum en hann mun sjá um endurskoðun einkaframkvæmda- samninga sem bæjarfélagið hefur gert. Mun hópurinn meðal annars taka upp viðræður við eigendur þeirra húseigna, sem bæjaryfirvöld hafa skuldbundið sig til að leigja, varðandi uppkaup eða aðrar mögu- legar breytingar á samningsákvæð- um. Þetta kemur fram í bókun Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra á fundi bæj- arráðs síðastliðinn fimmtudag. Tals- verðar umræður voru um uppkaup einkaframkvæmdarsamninga á fund- inum í kjölfar þess að lagt var fram svar bæjarstjóra við fyrirspurn full- trúa Sjálfstæðisflokksins varðandi málið. Höfðu sjálfstæðismenn m.a. óskað eftir sundurliðun á útreikning- um sem styðja fullyrðingar um hag- kvæmni uppkaupa slíkra samninga, áætlun um hversu mikil fjárbinding bæjarsjóðs yrði ef af þessum kaupum yrði og upplýsingum um hversu lak- ari lánakjör áætlað væri að bæjar- sjóður mundi fá eftir uppkaup einka- framkvæmdarsamninganna. Í svari bæjarstjóra kom m.a. fram að ekki væri tímabært að svara í smá- atriðum þessum spurningum en slík svör yrðu kynnt um leið og niðurstöð- ur starfshópsins lægju fyrir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.