Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir rúmu ári hefðu fæstir þor-að að spá því að brasilíska landsliðið í knattspyrnu myndi ná svo langt. Liðið hafði átt í miklu basli í undankeppni heimsmeist- aramótsins og brasilíska knatt- spyrnusambandið hafði skipt þrisvar um þjálfara og Luiz Felipe Scolari var nýtekinn við landslið- inu. Þrátt fyrir að Scolari hafi mætt miklum mótbyr í upphafi, þar sem liðið tapaði m.a. fyrsta leiknum undir hans stjórn fyrir Úrúgvæ, tókst honum með naumindum að stýra liðinu inn á heimsmeistara- mótið. Frammistaðan í undan- keppninni gaf hinni knattspyrnu- elskandi þjóð þó litla ástæðu til þess að vera bjartsýn fyrir heims- meistaramótið og brasilískir fjöl- miðlar gagnrýndu Scolari fyrir að velja ekki hinn gamalreynda sókn- armann Romario í landslið sitt fyr- ir keppnina, en hann hafði leikið einkar vel með liði sínu Vasco da Gama. „Fyrstu þrír mánuðirnir voru mjög erfiðir því ég var ekki tilbú- inn og það var hreinasta helvíti þegar við töpuðum fyrir Úrúgvæ,“ segir Scolari þegar hann lítur eitt ár aftur í tímann. Liðið hefur hins vegar sprungið út á heimsmeistaramótinu og leik- ið liða best og á nú möguleika á að bæta fimmta heimsmeistaratitlin- um í safnið. Scolari segir að liðið hafi þegar sannað sig á mótinu. „Jafnvel þótt við vinnum ekki á sunnudaginn verða strákarnir meistarar í mínum augum því ég veit einn hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum til þess að ná svo langt á mótinu,“ segir Scolari. Hann er hæfilega bjartsýnn fyr- ir leikinn. „Þjóðverjar eru með vel skipulagt lið og við berum mikla virðingu fyrir þeim. Ég vil að mín- ir leikmenn verði eins ákveðnir og Þjóðverjar í baráttunni um bolt- ann því þá geta einstakir leikmenn skapað eitthvað óvænt,“ segir Scolari. Liðið endurheimtir einn besta mann keppninnar, miðjumanninn Ronaldinho, fyrir úrslitaleikinn en hann tók út leikbann gegn Tyrkjum í undanúrslitum. Hið hættulega sóknartríó Ronaldo, Rivaldo og Ronaldinho hefur því sameinast aftur og er til alls lík- legt, en leikmennirnir þrír hafa skorað 13 af 16 mörkum liðsins á mótinu. Þeim til trausts og halds verða m.a. hinir sókndjörfu bakverðir, Roberto Carlos og Cafu, fyrirliði liðsins. Cafu mun setja nýtt met í leiknum því hann verður fyrsti leikmaðurinn sem tekur þátt í þremur úrslitaleikjum á heims- meistaramóti. Hann kom inn á sem varamaður þegar Brasilíu- menn lögðu Ítali íúrslitaleiknum árið 1994 og fyrir fjórum árum lék hann allan leikinn þegar liðið tap- aði fyrir Frakkalandi á heimavelli Frakka. Cafu segir mikilvægt að leik- menn haldi einbeitingu í úrslita- leiknum. „Það væri sorglegt ef við misstum einbeitingu nú þegar við höfum lagt svo mikið á okkur til þess að komast svona langt í keppninni. Við verðum að ljúka verkefninu af sömu fagmennsku og við höfum sýnt hingað til,“ seg- ir Cafu. Brasilíski snillingurinn Rivaldo hefur loks náð sér á strik með landsliðinu, en hann hefur oft ver- ið gagnrýndur í heimalandinu fyrir að leggja sig ekki fram í leikjum liðsins. Rivaldo á möguleika á að verða markahæsti maður keppn- innar því hann hefur skorað fimm mörk til þessa, einu færra en sam- herji hans Ronaldo sem er marka- hæstur. En hann stefnir að fleiri titlum á mótinu. „Ég vil helst af öllu vinna heimsmeistaratitilinn og ef ég yrði valinn besti leikmaður mótsins yrði það líka mikill heiður fyrir mig,“ segir Rivaldo. Rivaldo notaði tækifærið á blaðamannafundi fyrir leikinn og svaraði gagnrýnisröddum heima fyrir sem ekki höfðu trú á liðinu fyrir mótið. „Margir töldu fyrir að við værum ekki sigurstranglegir en við þögðum og einbeittum okk- ur að því að bæta leik okkar. Enn einu sinni erum við komnir í úr- slitaleikinn og við hyggjumst hampa heimsbikarnum,“ sagði Rivaldo. Líkleg byrjunarlið eru þannig – nöfn, félagslið, aldur og landsleik- ir: Brasilía 3-5-2 Marcos, Palmeiras 28/22 Lucio, Leverkusen 24/22 Edmilson, Lyon 25/18 Roque Junior, AC Milan 25/23 Cafu, Roma 32/110 Kleberson, Paranaense 23/10 Gilberto Silva, Mineiro 25/13 Rivaldo, Barcelona 29/65 R. Carlos, Real Madrid 29/90 Ronaldinho, París SG 22/29 Ronaldo, Inter 25/63 Þýskaland 3-5-2 Kahn, Bayern 33/51 Linke, Bayern 32/40 Ramelow, Leverkusen 28/29 Metzelder, Dortmund 21/12 Frings, Werder Bremen 25/14 Hamann, Liverpool 28/45 Schneider, Leverkusen 28/15 Jeremies, Bayern 28/39 Bode, Werder Bremen 32/39 Klose, Kaiserslautern 24/18 Neuville, Leverkusen 29/35 Brasilíumenn stefna á fimmta heimsmeistaratitilinn Reuters Luiz Felipe Scolari, þjálfari Brasilíumanna, ræðir hér við markahrókana Ronald- inho, Rivaldo og Ronaldo á æfingu í gær. Umræðuefnið hefur örugglega ekki verið Romario, sem Scolari skildi eftir heima, þrátt fyrir mik- inn þrýsting. Þrautagang- an á enda? ÞRÁTT fyrir að það sé ekki óvenjuleg sjón að sjá Brasilíumenn leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu kemur það eflaust fjölmörgum á óvart að liðið skuli leika við Þjóðverja – en það voru ekki margir sem reiknuðu með að þýska liðið kæmist alla leið á HM, þar sem fyrir keppnina heltust margir af sterkustu leikmönnum Þýskalands úr lestinni vegna meiðsla. Þau hafa verið þung skrefin hjá brasilíska liðinu undanfarið ár vegna brösótts gengis liðsins, en búast má við að þau verði öllu léttari er leikmenn ganga inn á Yoko- hama-leikvanginn í Japan í dag.  NÝR Íslandsmeistari í holukeppni karla verður krýndur í dag því sig- urvegari sl. árs, Haraldur H. Heim- isson úr GR, tapaði í 16-manna úrslit- um keppninnar í gær. Guðmundur I. Einarsson lagði Harald, 2:1.  BRASILÍSKI lansdliðsþjálfarinn Luis Felipe Scolari ætlar að hætta þjálfun liðsins að loknu HM en hann stýrir liði sínu í úrslitum keppninnar í dag gegn Þjóðverjum. Scolari til- kynnti leikmönnum sínum ákvörðun sína í gær.  ÁKVÖRÐUN Scolaris kemur mjög á óvart og hefur formaður knattspyrnusambands Brasilíu, Ric- ardo Teixera, sagt að allt verði gert til þess að Scolari haldi áfram sem þjálfari liðsins. Tímasetning ákvörð- unar Scolaris þykir vægast sagt und- arleg þar sem liðið leikur til úrslita í dag á HM.  FORRÁÐMENN enska úrvals- deildarliðsins Leeds segja að sam- band verði haft við sex aðila sem komi til greina sem næstu knatt- spyrnustjórar liðsins. David O’Leary var sagt upp störfum á dögunum og telja enskir fjölmiðlar líklegast að Martin O’Neill sem stýrir nú Celtic í Skotlandi en var áður hjá Leicester taki við Leeds.  SEPP Blatter, formaður FIFA, sagði í gær að of mörg lið væru í bestu deildum Evrópu og það þyrfti að fækka leikjum í deildarkeppnum víðsvegar um Evrópu. Blatter sagði að álagið á leikmenn væri of mikið og því þyrftu forsvarsmenn deildana að skoða sín mál gaumgæfilega á næstu misserum. Blatter sagði ennfremur að FIFA myndi grípa inní ef ekkert yrði gert á þessum vettfangi. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.