Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 21
Norska húsið í Stykkishólmi er 170 ára um þessar mundir. „Heldra heimili í Stykkishólmi á 19. öld“ og kennir þar ýmissa grasa. Þar er „kabinett“ Árna, setustofa eða bláa stofan, skrif- stofa Árna, svefnherbergi gömlu frú Steenbach, tengdamóður Árna, sem dvaldi á heimilinu í nokkur ár, barnaherbergi, tónlistarherbergi, gestaherbergi og stássstofa eða græna stofan. Í risinu er nú opin safngeymsla. Gestir geta skoðað sig um þar, en þar má finna hluti úr sýslunni frá ýmsum tímum. Þar er einnig hægt að glöggva sig á þeim miklu viðum sem húsið er byggt úr. Nú standa yfir framkvæmdir við Norska húsið. Skipta á um klæðn- ingu á suðurhlið hússins en byrjað er að skipta um þakefni á húsinu. Setja á timburþak á húsið, eins og það sem var á því þegar það var byggt fyrir 170 árum. Áætlað er að verkinu muni ljúka um mitt sumar. Einnig verður tekin inn hitaveita í húsið auk þess sem von- ir standa til að hægt verði að vinna að fyrirliggjandi verkefnum innan- húss og ljúka þar með endurgerð hússins sem staðið hefur yfir í 31 ár. Fjölhæfur maður sem stundaði merkar veðurathuganir – En hver skyldi þessi stórhuga maður vera sem ákvað að reisa þetta mikla hús? Árni Ó. Thorlacius fæddist árið 1802 og var af efnafólki kominn. Hann fékk góða menntun í Dan- mörku og Noregi þar sem hann nam verslunarfræði, nýmál, sigl- ingafræði o.fl. Hann stundaði verslun og útgerð fyrstu árin sem hann bjó í Stykkishólmi en dró sig út úr þeim rekstri eftir nokkur ár. Eftir það einbeitti hann sér að landbúnaði. Hann átti Grunna- sundsnes og var um áratugi um- boðsmaður jarðeigna konungs á svæðinu og innheimti leigur af jörðum í eigu konungs. Heimildir segja að Árni hafi verið mikill at- gervismaður, selaskutlari frábær, fimleikamaður mikill og karl- menni, sundmaður ágætur og enn- fremur hin besta skytta. Árni beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum og var öflugur í sjálfstæðisbaráttunni. Hann var mikill bóka- og fræðimaður og var fyrsti bókavörður Amtsbókasafns- ins í Stykkishólmi. Hann studdi við bakið á vini sínum Sigurði Breiðfjörð og gaf meðal annars út Númarímur á eigin kostnað og til- einkaði Sigurður Árna rímurnar fyrir vikið. Einnig er talið að Árni hafi aðstoðað unga vinnukonu, Júl- íönu Jónsdóttur frá Akureyjum, við útgáfu ljóðabókarinnar „Stúlka“, en Júlíana varð fyrst ís- lenskra kvenna til að gefa út ljóða- bók. Þekktastur er Árni þó fyrir veð- urathuganir sínar sem hann stund- aði í um hálfa öld, frá 1845. Hann fékk senda mæla og skráði mæla- stöður á þar til gerð blöð. Við þessar athuganir Árna er enn stuðst. Árni var kvæntur Önnu Magda- lenu Steenbach (1807–1894). For- eldrar hennar voru norskir en hún ólst upp á Flateyri þar sem faðir hennar var faktor hjá verslun Henkels. Anna var annáluð hús- freyja og rak stórt heimili þar sem marga innlenda og erlenda gesti bar að garði. Þau hjón eignuðst ellefu börn og af þeim komust fimm til fullorðinsára, Daníel (f. 1828), Anna Magdalena Guðrún (f. 1829), Ólína Agústa (f. 1831), Jos- ephine Antonía (f. 1834) og Ólafur Þorleifur (f. 1837). asdish@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 21 VISA tilbo› Danmörk 5.000kr. afsláttur á mann í 1-2 vikur Billund Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 19. ágúst 29. júní – 6. ágúst. Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Snjólaug Guð- mundsdóttir sýna glerverk og flókamyndir. 29. júní – 6. ágúst. Guðfinna Hjálmarsdóttir myndlistarkona sýnir verk sem gerð voru sér- staklega fyrir Norska húsið. Hún er barnabarnabarn Árna og Önnu Thorlacius. 10. ágúst – 1. sept. Lárus og Jón Svanur Péturssynir. Sýning um endurgerð Norska hússins 1978-1987. 10. ágúst – 1. sept. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður sýnir verk sín. Helgar í september. Listakon- ur úr Galleríi Sneglu verða með fjölbreytta sýningu. Norska húsið verður opið dag- lega í sumar milli kl. 11 og 17 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Dagskrá Norska hússins í sumar aukna öryggistilfinningu. Eins er hin margvíslega fræðsla um m.a. þjálfunarfræði, næringarfræði, slök- un, áhættuþætti og hjartasjúkdóma mjög gagnleg,“ segir Magnús. Hver sendir hjartasjúklinga á Reykjalund? „Það eru hjartaskurðlæknar og hjartasérfræðingar á hjartadeildum eða stofum úti í bæ. Og einnig heilsu- gæslulæknar í vissum tilfellum.“ Hverjir hafa mest gagn af endur- hæfingu? „Það eru sjúklingar sem hafa ver- ið mjög veikir og misst mikið þrek. Þeir læra að byggja upp þrek sitt á nýjan leik með æfingum sem eru hjólaæfingar undir eftirliti þjálfara þar sem horft er á hjartalínurit á skjá, gönguæfingar, leikfimi og æf- ingar í tækjasal – auk þess sem sund er að verða stór þáttur í meðferðinni með tilkomu nýju sundlaugarinnar. Einnig leggjum við mikla áherslu á breytta lífshætti og erum með fræðslu og námskeið í reykingavörn- um, streitustjórnun, slökun og fræðslu um þjálfun og hjartasjúk- dóma.“ Á hvaða stigi sjúkdómsins kemur fólk til meðferðar á Reykjalundi? „Flestir af skornu sjúklingunum koma eftir sex vikur frá aðgerð og dvelja hér að jafnaði í fjórar vikur. Þeir sem hafa farið í kransæðaút- víkkun koma gjarnan eftir tvær til þrjár vikur og þeir sem hafa fengið kransæðastíflu koma fjórum til sex vikum eftir áfall.“ Þjálfun skilar hjartabiluðum miklu Hverjar eru helstu nýjungar í end- urhæfingu hjartasjúklinga nú um stundir? „Þjálfun hjartabilaðra, sem áður þótti ekki hyggileg. Þegar ég var í námi og kom til starfa á hjartadeildir lágu hjartasjúklingar yfirleitt í sex vikur í rúminu og fengu hjálp við allt. Þá voru raunar önnur lyf notuð. En smám fór þetta að breytast og þróun í meðferð hjartasjúklinga hefur ver- ið margvísleg, m.a. mikið komið af nýjum lyfjum og eins hefur þróun í rannsókn og meðferð verið gífurleg. Þess vegna lifa miklu fleiri hjarta- sjúklingar eftir áfall. Sjúklingar með hjartabilunareinkenni hafa verið sendir í sívaxandi mæli í þjálfun, þar sem rannsóknir hafa sýnt að hún gagnast þeim mjög vel. Margir úr þessum hópi létust af sínum sjúk- dómi áður en nú hjálpa lyf og full- komnari læknisþjónsta til við að halda þeim á lífi.“ Hvernig gengur að fjármagna þessa starfsemi? „Við höfum úr litlu að spila til framþróunar og viðhalds tækja og erum nokkuð háð góðvilja líknar- félaga í þeim efnum. Fyrir einu og hálfu ári breyttist rekstur Reykja- lundar á þann hátt að við hættum að vera með daggjöld en fengum nýjan þjónustusamning við heilbrigðis- ráðuneytið. Áður þurftum við að hafa sjúklinga alla daga ársins í öll- um rúmum en með nýja þjónustu- samningnum þurfum við að skila ákveðnum afköstum en getum hliðr- að til með hvenær það er gert. Á hjartadeildinni fara nú allir heim um helgar.“ Einna stystir biðlistar eftir endurhæfingu á hjartadeildinni Hvað eru langir biðlistar núna eftir meðferð á hjartadeild Reykjalundar? „Biðlistar á Reykjalundi eru mjög mislangir eftir deildum og langstyst- ir á hjartadeildinni – en þó þarf sumt fólk að bíða svo mánuðum skiptir eft- ir að það er tilbúið í endurhæfingu.“ Í lokin Magnús – er ekki margt eft- irminnilegt sem gerist í svona starfi? „Jú vissulega. Við förum t.d. á sex vikna fresti í fjallgöngur með hjarta- sjúklingana og ég man eftir einum sem var svo himinlifandi að hafa komist á toppinn á Helgafelli að hann gat þess sigri hrósandi að þetta væri hans fyrsta fjallganga. Mér eru líka minnisstæðir sjúklingar sem hafa verið óstarfhæfir af kvíða og hræðslu, en hafa komist til vinnu eft- ir dvölina hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.