Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á VEGUM ríkisstjórnar George W.Bush Bandaríkjaforseta er nú unn-ið að mótun nýrrar hernaðarstefnusem ætlað er að bregðast við nýju hættumati hryðjuverkaógnarinnar eftir 11. september. Stefnan nýja felur í sér fráhvarf frá grundvallarkenningum kalda stríðsins, sem kváðu á um fælingu í krafti gereyðing- arvopna og viðleitni til að halda aftur af út- þenslustefnu heimskommúnismans. Hug- myndafræði kalda stríðsins mun víkja fyrir nýrri kenningu, sem menn vestra eru þegar teknir að nefna „Bush-kenninguna“, þeirri fullyrðingu að réttlætanlegt sé að fyrra bragði og í varnarskyni að ráðast gegn hryðjuverkamönnum og óvinveittum ríkjum, sem ráða yfir kjarnorku-, efna- eða sýkla- vopnum. Sjálf siðmenningin kalli á slíkar varnir. Embættismenn upplýsa að hernaðarstefn- an nýja verði kynnt í haust og að hún verði liður í nýrri heildaráætlun um hvernig tryggja beri öryggi bandarísku þjóðarinnar. Starfsmenn þjóðaröryggisráðs forsetans munu vinna að útfærslu þessarar nýju nálg- unar. Varist með árás Mesta athygli vekur að hernaðarstefnan nýja mun í fyrsta skipti kveða sérstaklega á um réttmæti þess að gripið verði til „íhlut- unar vegna varna þjóðarhagsmuna“ og hernaðaraðgerða í „forvarnarskyni“. Þetta þýðir að hernaður gegn ríki eða hópum, sem virðast hafa ákveðið að ráðast gegn Banda- ríkjunum eða teljast ógnun við heimsfriðinn, verður framvegis talinn valkostur við form- lega mótun viðbragða og varnaráætlana. Að vísu hefur sá möguleiki oftlega verið ræddur í Bandaríkjunum hvort fara beri með hern- aði gegn tilteknum ríkjum í þeim tilgangi að uppræta getu þeirra til árása; á síðari árum hefur einkum verið rætt um Írak í þessu viðfangi. Nýmæli má hins vegar telja þá áherslu, sem lögð er á „forvarnargildi“ slíkra hernaðaraðgerða auk þess sem ógnin er nú beinlínis tengd alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Bush forseti vék lauslega að hernaðar- stefnu þessari í frægri ræðu í janúarmánuði er hann lýsti því yfir að Íran, Írak og Norð- ur-Kórea mynduðu „öxul hins illa“ í heimi hér. Sagði forsetinn að ríkjum þessum yrði ekki gefinn kostur á að ógna Bandaríkjunum með því að hóta notkun gereyðingarvopna. Forsetinn fjallaði síðan nánar um þessi um- skipti í sögulegri ræðu, sem hann flutti fyrr í mánuðinum í West Point-herskólanum. Og umskipti geta þetta að sönnu talist. Embættismenn segja að svo róttækt frá- hvarf frá hefðbundinni hernaðarlegri hugsun vestra muni hafa í för með sér einhverjar djúpstæðustu breytingar í sögu herafla og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Nú þegar er hafin í Bandaríkjunum lífleg umræða um ná- kvæmlega hvaða breytingar muni fylgja nýrri hernaðarstefnu og hvort kenningin um „árásir í forvarnarskyni“ til að verja sið- menninguna geti talist raunhæf. Síðustu 50 árin eða svo hefur herfræði kalda stríðsins mótað varnaráætlanir Bandaríkjamanna. Hún kvað á um fæling- armátt kjarnorkuvopna og nauðsyn þess að hefta útbreiðslu heimskommúnismans. Grundvallarhugsunin var sú að óvinur myndi ekki ráðast á Bandaríkin því gerði hann það ætti hann yfir höfði sér gagnárás, sem hann fengi með engu móti svarað. Þessi hugmyndafræði heyrir nú sögunni til. Embættismenn, sem vinna að mótun stefnunnar nýju, segja í samtölum við bandaríska fjölmiðla að árás hryðjuverka- manna á Bandaríkin 11. september síðastlið- inn kalli á að horfið verði frá fælingarkenn- ingunni sem þungamiðju hernaðarstefnu Bandaríkjanna. (Hér er „hernaðarstefna“ notað sem þýðing á hugtakinu „strategic doctrine“, sem er illþýðanlegt á íslensku enda málið fátækt þegar slík efni eru til um- fjöllunar. „Varnarstefna“ eða „herfræði- kenning“ kæmu einnig til álita.) Hugmyndin um fælingu í krafti yfirþyrmandi getu til endurgjalds eigi augljóslega ekki við þegar hin ófyrirsjáanlega ógn hryðjuverkanna sé annars vegar. Hryðjuverkamenn hafi t.a.m. hvorki land né borgara að verja og flestir þeirra virðist öldungis tilbúnir til að fórna lífi sínu í nafni málstaðarins. Við blasi að tæpast hefði reynst unnt að koma í veg fyrir árásina á Bandaríkin 11. september í krafti hótunar um viðbrögð og þar með valdbeit- ingu. „Við verðum að ráðast að óvininum þar sem hann er staddur, gera áætlanir hans að engu og takast á við helstu ógnina áður en hún kemur upp á yfirborðið,“ sagði Bush forseti í West Point. Kallar á bætta upplýsingaöflun Herfræðinga og ýmsa þá sem starfa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna greinir hins vegar á um ágæti árása í forvarn- arskyni til að hindra aðgerðir hryðjuverka- manna eða uppræta gereyðingarógn. Hin nýja kenning Bandaríkjastjórnar hefur einn- ig kallað fram blendin viðbrögð innan Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði á fundi með fulltrúum hinna að- ildarríkjanna 18 í Brussel á dögunum að bandalagið gæti ekki lengur „beðið eftir óvé- fengjanlegum sönnunum“ áður en látið væri til skar- ar skríða gegn hryðju- verkamönnum eða ríkjum, sem ógnuðu öðrum með því að ráða yfir kjarn- orku-, efna- eða sýkla- vopnum. Sumir sérfræðingar á sviði varnarmála telja að hótun um „árásir í for- varnarskyni“ (hér er leit- ast við að þýða á íslensku hugtakið „preemptive strike“ en orðið „hindr- unarárás“ kemur ef til vill einnig til álita) hafi í för með sér að hættan á skyndilegri mögnun óvissu- eða spennuástands aukist til muna. Báðir aðilar kunni að telja nauðsynlegt að grípa til aðgerða á undan óvininum verði slík hugmyndafræði innleidd. Með þessu skapist þrýstingur á að beita vopnum áður en þau verði eyðilögð. Kenningin um ágæti slíkra árása í forvarnar- eða hindrunarskyni feli því almennt í sér aukna hættu á að vopnin verði látin tala. Gæti slík hótun t.a.m. orðið Saddam Hússein Íraksforseta hvatning til að beita gereyðingarvopn- um þeim, sem hann kann að ráða yfir, áður en þau verða eyðilögð? Þeir sem hallir eru und- ir forvarnarárásir viður- kenna að sú herfræði feli í sér að bæta beri alla upp- lýsingaöflun bandarískra leyniþjónustustofnana og breyta þurfi starfsaðferð- um þeirra. Michele Flournoy, sem forðum starfaði sem sérfræðingur á sviði útbreiðslu gereyð- ingarvopna við varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna, segir að árás í forvarnarskyni komi aðeins að tilætluðum notum sé ráðist á vopnabúr óvinarins áður en spenna hefur náð að komast á alvarlegt stig. Að öðrum kosti geti óvinurinn komið upp vörnum til að verja þau vopnakerfi eða einfaldlega flutt þau til og dreift þeim til að tryggja getuna til að svara slíkri árás. Flournoy, sem nú starfar við Rannsóknarmiðstöð í herfræði og alþjóðamálum („Center for Strategic and International Studies“), kveðst hins vegar hlynnt forvarnarárásum til að koma í veg fyrir að ríki sem styðja hryðjuverkamenn komist yfir kjarnorku-, efna- eða sýklavopn. „Í sumum tilfellum kann forvarnarárás í þeim tilgangi að uppræta getu óvinarins til að beita gereyðingarvopnum að vera eini möguleikinn til að koma í veg fyrir stór- fellda og skelfilega árás á Bandaríkin,“ sagði hún á dögunum í grein sem birtist í banda- ríska dagblaðinu The Washington Post. Flournoy telur hins vegar að forvarnarárás- ir eigi að vera valkostur forsetans og hers- höfðingja hans en ekki kjarni nýrrar stefnu. Ætla má að einmitt þetta atriði verði kjarninn í þeim rökræðum, sem fram munu fara um ágæti þeirrar nýju hugmyndafræði, er í ráði er að innleiða. Leynilegur liðsafli Lítt er horft til kjarnorkuvopna þegar for- varnarárásir eru annars vegar. Frekar huga menn í Bandaríkjunum nú að því hvernig beita megi hefðbundnum vopnum til að finna og eyðileggja vopnabúr. Um leið er spurt hvaða tegundir eldflauga koma myndu að mestum notum í þeim tilgangi. Á hinn bóg- inn mun stefnan nýja tæpast fela í sér að útilokað verði að kjarnorkuvopnum verði beitt til að koma í veg fyrir ógnun eða árás af hálfu óvinaríkis eða hryðjuverkahópa. Beiting slíkra vopna kann að koma til álita gegn sérstyrktum skotmörkum svo sem neð- anjarðarbyrgjum. Jafnframt telja sérfræðingar varnarmála- ráðuneytisins að árásir úr lofti muni tæpast duga í öllum tilfellum. Hugmyndin er sú að komið verði á fót sérstökum leynilegum liðs- afla. Safnað verði saman sveitum úr öllum deildum heraflans þar sem nýtt verði til fullnustu geta þess liðsafla og tækjabúnaðar til að leynast óvinunum. Með öðrum orðum er horft til torséðra flugvéla, sem ekki koma fram á ratsjám, sérsveita og kafbáta, sem í ráði er að breyta til að þeir geti flutt slíkan liðsafla auk þess að skjóta stýriflaugum á skotmörk á landi. Hernaðarstefnan nýja felur einnig í sér nýja nálgun í hernaði Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Bandaríkjamenn haft tilhneigingu til að líta svo á að skyndiárásir og leynilegar aðgerðir séu á einhvern hátt óheiðarlegar og feli í sér littla reisn. Er þá nærtækt að horfa til þess hvernig Banda- ríkjamenn brugðust við árásinni á Pearl Harbour í síðari heimsstyrjöldinni og árás- unum á New York og Washington 11. sept- ember. „Huglausir óvinir“ ráðist með þeim hætti á Bandaríkin en Bandaríkjamönnum sæmi lítt að beita sömu aðferðum. Þessu vilja Rumsfeld varnarmálaráðherra og und- irsátar hans breyta. Hin nýja öld sé öld hinnar ófyrirsjáanlegu ógnar og slíkt kalli á ný viðbrögð, aukinn sveigjanleika, fleiri val- kosti og aukna getu á hernaðarsviðinu. Ráð- ast beri beint gegn ógninni áður en hún nái að vinna skaða; hugmyndir um reisn og virðuleika á sviði hermennsku eigi ekki við í slíkum tilvikum. Ný ógn, ný kenning Verkefnið hefur verið skilgreint og ekki verður annað sagt en það sé risavaxið. „Öll þau ríki, sem fylgja herskárri stefnu og styðja hryðjuverk munu fá að gjalda fyrir það,“ sagði forsetinn í West Point-ræðunni. „Við munum aldrei sætta okkur við að ör- yggi Bandaríkjanna og friður á jörðu sé háð- ur vilja nokkurra geðsjúkra hryðjuverka- manna og harðstjóra.“ Þarna er komið fram hið hugmyndafræði- lega inntak „Bush-kenningarinnar“ um rétt- mæti árása að fyrra bragði í varnarskyni. Um sumt minnir hún á Truman-kenninguna, sem leit dagsins ljós 12. mars 1947. Þá flutti Harry Truman Bandaríkjaforseti fræga ræðu, sem hafði að geyma hugmyndir og gildismat er reyndust hornsteinar utanrík- isstefnu Bandaríkjanna allt til loka kalda stríðsins. Við þetta tækifæri lýsti Truman forseti yfir því að Bandaríkjamenn myndu styðja frelsið af fullum þunga og ekki líða að það yrði heft sökum utanaðkomandi þrýst- ings eða fyrir tilstuðlan vopnaðara minni- hlutahópa. Ræða Trumans var viðbrögð Bandaríkjamanna við ógninni nýju, ógn heimskommúnismans. Sú ógn hélt velli í 44 ár. Nú hefur Bush forseti boðað að hern- aðaraðgerðir að fyrra bragði, þ.e.a.s. í for- varnarskyni, séu réttlætanlegar til að verja siðmenninguna gegn villimennskunni. Í West Point-ræðunni sagði Bush forseti: „Í hinum nýja heimi, sem nú blasir við okkur, verður öryggi aðeins tryggt með aðgerðum. Og þessi þjóð mun grípa til aðgerða.“ „Bush- kenningin“ Reuters George W. Bush flytur ræðu sína í West Point-herskólanum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, telur að árásir að fyrra bragði á hryðjuverkahópa eða óvinveitt ríki, sem ráða yfir gereyðingarvopnum, séu réttlætanlegar til að verja sið- menninguna. Ásgeir Sverrisson segir frá kenningunni nýju og þeirri herfræði sem hún hvílir á. asv@mbl.is ’ Við munum aldreisætta okkur við að öryggi Bandaríkj- anna og friður á jörðu sé háður vilja nokkurra geðsjúkra hryðjuverkamanna og harðstjóra. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.