Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 30
AFMÆLI 30 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG SKAL játa að égfylgdist lítið með þeirrideilu sem risið hafðimilli formanns Byggða-stofnunar og forstjóra þessarar sömu stofnunar. Mein- ingamunur um ákvarðanir og stjórnsýslu, valdabarátta milli tveggja ráðríkra einstaklinga. Eitthvað sem mundi leysast af sjálfu sér. Enda hafa ríkistofnanir þann eiginleika að geta kyngt svona rifrildum innan í kerfinu, þaggað þau niður eða haldið þeim í skefjum, sam- kvæmt því viðhorfi að ríkisstofnanir eru einkamál þeirra, sem þar vinna, og almenn- ingi óviðkomandi, eftir því sem kaup- in hafa gerst á eyr- inni, svo lengi sem elstu menn muna. Bréfin sem fóru á milli ráðherra og forstjórans fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mér og sjálfsagt fleirum, enda þótt þau væru birt á breiðsíðum Moggans. Ráðherrann var að senda forstjór- anum áminningarbréf, forstjórinn að svara fyrir sig. Fyrir lá að for- maður Byggðastofnunar var ekki par sáttur við vinnubrögð for- stjórans, þann- ig að mörg spjót stóðu á þeim góða manni. Svo gerist það einn, tveir og þrír, að út er gef- in fréttatilkynning um að bæði for- stjórinn og formaðurinn hætti störfum hjá Byggðastofnun og for- stjórinn semur um starfslok. Og það var þá sem ég hrökk við og las tvisvar. Ráðherrann hafði skrifað undir samkomulag við þennan áminnta forstjóra, þess efnis, að hann léti af störfum en fengi í stað- inn full laun í tvö ár og jafnvel þótt hann fengi annað starf í millitíð- inni! Fríðindum heldur hann að mestu, að sagt er. Ráðherrann var spurður um þennan óvanalega stafslokasamn- ing og þá eru höfð eftir henni þessi fleygu orð: „Þetta var stórmann- leg ákvörðun“. Hvorki meira né minna. Bíddu nú við, hugsaði ég. Mað- urinn sem ekki gat unnið með for- manninum; maðurinn sem fékk áminningarbréf frá ráðherranum; maðurinn sem fær hálfa milljón á mánuði fyrir að hætta að starfa hjá stofnuninni sem greiðir honum launin; maðurinn sem samtals fær fimmtán milljónir í bætur fyrir að plaga formann Byggðastofnunar og ráðherrann og þá væntanlega skjólstæðinga ráðherrans og stofnunarinnar, hann er allt í einu orðinn að stórmenni!! Út um allan bæ er verið að segja upp fólki, jafnt í opinbera geir- anum sem hjá einkafyrirtækjum. Menn kallast góðir ef þeir fá laun á meðan á uppsagnafrestinum stendur. Þeir sem brjóta af sér í starfi fá ekkert. Og sárast er þó að missa vinnuna, verða fyrir því skipsbroti og áfalli að vera kall- aður inn á teppi forstjóranna, til að taka við uppsagnarbréfi. Yfirleitt með kökk í hálsinum og kvíða í maganum. Hvað tekur við? Hvern- ig get ég haldið andlitinu? Launþegar eru alla jafna fyrstu fórnarlömbin, þegar gróðinn minnkar, þegar framleiðslan dregst saman, þegar hagsmunir hluthafanna eru teknir fram yfir starfsheiður og hollustu gagnvart starfsfólki. Sorry, sir. En þetta á ekki við manninn sem hætti hjá Byggðastofnun. Hann getur labbað hnarreistur út af kontórnum sínum. Hann heldur laununum, hann heldur fríðind- unum, hann fær þann vitnisburð hjá sjálfum ráðherranum, að það hafi verið stórmannleg ákvörðun að samþykkja starfslok sín. Hvað skyldu þeir vera kallaðir og titlaðir af ráðherranum, sem missa sína vinnu og eru reknir út á Guð og gaddinn? Án sárabóta, án starfsloka, án framtíðar. Varla hefur forstjórinn gert kröfu til þess að verða titlaður stórmenni í kveðjuskyni og ekki við hann að sakast, enda var það ráðherrann sem fann upp á þeirri lýsingu. En hvað skyldi nú ráð- herrann hafa haft í huga, þegar hún lofar og prísar embættis- manninn fyrir þann höfðingskap að þiggja starfslokasamning, til að ráðherrann gæti losað sig við óþekktarorminn? Um hvað er þessi hæstvirti ráðherra yfirleitt að hugsa? Þetta er sami ráð- herrann og hljóp í skarðið sem ræðumaður á sjómannadaginn, þegar útgerðin og lénsherrarnir höfðu lýst frati á auman þing- manninn frá vinstri grænum; þeg- ar skoðanakúgun var beitt í krafti peningavaldsins og ráðherrann gekk í ræðustól með þeim ummæl- um, að nú væri nóg komið af deil- um um fiskveiðistjórn. Hún beygði sig sem sagt í duftið til að þóknast skoðanakúguninni og gerðist auð- mjúkur málaliði fyrir þá sem telja sig eiga landið og miðin. Annaðhvort er þessi stór- mennska öll til komin, vegna þess að ráðherrann er veruleikafirrtur eða vegna þess að stórmenni nú- tímans eru annarrar gerðar, en þau stórmenni sögunnar, sem standa undir nafni. Það er kannske gott dæmi um nýjustu útgáfuna af stórmennum veraldarinnar, að kínverski forset- inn samþykkir að heimsækja Ís- land, með því skilyrði að mannrétt- indi séu fótum troðin, meðan hann dvelur hér. Og stórmennskan reið ekki við einteyming í þeim farsa. Íslensk stjórnvöld ákváðu að leggja niður skottið og lúta hinum kínversku afarkostum, sjálfsagt vegna þess að það er meir upp úr því hafandi að leggjast flatur fyrir mikilmennin, heldur en að lifa í sátt við réttlætið og réttindin. Kínverski forsetann er áreið- anlega mikið stórmenni. Það eru þeir einnig útgerðarkapparnir, sem lýstu frati á þingmannsræfil- inn, sem fékk ekki að flytja ræð- una. Og ráðherrann sem hljóp í skarðið. Allt er þetta ennþá skringilegra fyrir þá sök að hlutaðeigandi ráð- herra hefur hingað til verið dag- farsprúður og jarðbundinn stjórn- málamaður. En mesta stórmennið er þó embættismaðurinn áminnti, sem féllst á að láta af störfum, eftir að ráðherrann hafði lofað honum fimmtán milljónum fyrir að gera ekki neitt. Það er ekki til einskis að vera til vandræða í vinnunni. Stórmennin allt um kring HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram Þegar Guðmundur Ingvi Sigurðsson lög- maður fæddist 16. júní 1922 varð systir hans Þórunn óhugg- andi. Báðir foreldrar hennar höfðu sagt henni að nú myndi hún ef til vill eignast systur, en þegar í ljós kom að hún hefði eignast bróður grét hún viðstöðulaust. Hún vildi ekki einu sinni líta á þetta barn. Móðir hennar gat ekki sofið vegna þess að hún hrein svo mikið. Pabbi hennar tók þá það ráð að hringja í Huldu Stefánsdóttur, vinkonu þeirra, og biðja hana að hafa Þór- unni í einn eða tvo daga meðan hún væri að jafna sig. Þórunn var ákaflega hrifin af Huldu og hélt mikið upp á hana. Hulda kom og sótti stelpuna og hjá henni var Þórunn í tvo daga. Svo þegar hún kom heim aftur og var látin horfa á þennan bróður sinn bráðnaði hún alveg. Henni fannst hann svo fal- legur og vissi strax að hann væri bestur af öllum. Henni var nú al- veg sama þó aðþetta væri ekki stelpa. Alla tíð hefur hún elskað þennan bróður sinn sem margir hafa leitað til í gegnum árin. Hann hefur sjálfur kosið að kalla hlut- verk sitt í starfi sem græðara, þess sem hjálpaði mönnum í ógæfu að finna ljós í myrkri vonleysis, þegar ekkert virtist framundan nema óhamingja. Ólafur var elsti bróðir Þórunnar, f. 1915, fyrrverandi yfirlæknir á Akureyri, en hún er næstelst fædd 30. júní 1917. Arnljótur fæddist í desember en lést þrem mánuðum síðar. Síðan fæddist Örlygur 1920 og var Þórunn einna líkust honum í skapi á bernskuárunum, að henn- ar sögn. Á fimmta ári fluttist Þór- unn með foreldrum sínum og bræðrum til Akureyrar, þar sem þau bjuggu alla tíð í húsi mennta- skólans. Guðmundur Ingvi fæddist því á Akureyri og er honum sá bær mjög kær og afkvæmi hans alin upp í mikilli aðdáun á þessum höfuðstað Norðurlands. Yngstur var Steingrímur, fæddur 1925. Elsti og yngsti bróðir Þórunnar eru báðir látnir. Þórunn eignaðist aldrei systur og varð löngum að láta sér nægja að leika við bræður sína. Hún varð því eins og strákur og það var ómögulegt fyrir hana að eiga dúkkur í friði. Örlygur skar upp fallegustu dúkkuna henn- ar, gerði gat á magann á henni til að sjá hvort eitthvað væri inni í henni og eyðilagði hana alveg. Dúkkurúminu sem hún átti, sem var ljómandi fallegt, hentu bræður hennar niður af svölunum bak- dyramegin og það mölbrotnaði í spað. Þá hugsaði hún sem svo að það þýddi ekkert að vera að reyna að leika sér eins og stelpur gerðu og fór að hamast með bræðrum sínum. Minnstur í sér af öllum bræðr- unum var Grímur. Hann þorði aldrei á klósettið einn og þurfti Þórunn alltaf að fylgja honum og bíða eftir honum. Það þurfti að fara niður í kjallara og í gegnum garðhýsi til að komast á klósettið og Grímur var allatíð dauðhrædd- ur og hélt að væru draugar í hverju skoti. Þórunn var orðin hundleið á þessu og einhverju sinni reif hún upp hurðina, þar sem hann var á klósettinu, skellti honum ofan í klósettskálina, þar sem hann sat og sturtaði niður, þannig að hann fékk góða gusu yf- ir neðri endann. Upp frá því slapp hún frá þessu hlutverki og var ekki beðin aftur að fylgja honum. Margir þekkja eða þekktu bræð- ur Þórunnar en ástæðan fyrir því að hún er ekki vel þekkt á Íslandi er að hún hefur búið síðastliðin 60 ár í Englandi, þangað sem hún flutti með manni sínum, Anthony Tunnard, árið 1942. Hún kynntist honum á Akureyri, þar sem hann hafði verið sendur þangað sem hermaður á stríðsárunum. Hann var lögfræðingur að mennt og ein af rökum föður hennar gegn því að hún giftist manninum var að lögfræðingar væru almennt svo leiðinlegir. Engin bönd héldu henni þó eftir það og föður henn- ar og fjölskyldu allri til mikillar sorgar giftist hún honum og flutti af landi brott. Hann reyndist henni góður eiginmaður og eign- uðust þau 3 mannvænleg börn. Örlygur bróðir hennar var við nám í Bandaríkjunum um það leyti sem Þórunn giftist, fluttist út og eignaðist sitt fyrsta barn. Hann skrifaði henni 11. ágúst 1943 frá Los Angeles: „ … Þó að gifting þín hafi ekki fengið eins á mig og pabba og aðra meðlimi fjölskyldunnar ættir þú sízt að taka illa upp fyrir mér þó að ég hafi sýnt þér slíkt sinnuleysi við bréfaskriftir síðan þú yfirgafst fósturjörðina og giftist erlendum manni, en þannig hljómaði kafli úr bréfi frá þér til mín dagsett 8.4. ’42 . „Blessaður húktu heldur einn á þínum bedda – kæri mig ekki um amerískt mágkvendi“. Get ég nú glatt þig á að ekki hefi ég gifst amerískri ennþá og geri naumast ráð fyrir slíku þó að nógir séu „chansarnir“. Persónulega hefi ég ekkert á móti bónda þínum heldur þvert á móti lýzt hann hraustlegur og lík- legur til að reynast þér góður og trúr eiginmaður og vona ég að hjónabandið fari sem bezt og þið eignist mannvænleg börn, sem kunna að tala íslenzku. Hins vegar hefi ég ástæðu til að harma, að þú þurftir að yfirgefa ættjörðina og tunguna, ekki þín vegna heldur okkar vegna, foreldr- anna og okkar bræðranna, sem unnum þér svo mjög – þú varst alltaf sólargeislinn í fjölskyldunni góð, fyndin og skemmtileg. Hörm- um við því bræðurnir og pabbi og mamma hversu við eigum eftir að sjá lítið af þér á lífsleiðinni. En vonandi kemur þú sem oftast heim til Íslands og einnig vona ég að við getum einhvern tímann heimsótt þig, að minnsta kosti við bræð- urnir. Þó að þú hafir gifst erlendum manni finnst mér, að við bræð- urnir ættum ekki að fara að dæmi afa sáluga og skrifa þér ekki þó að okkur væri hollt að taka hann okk- ur til fyrirmyndar í flestu tilliti en hann skrifaði aldrei Ragnhildi systur sinni línu eftir að hún gift- ist til Ameríku að því að er hún sagði mér, en þeim kom samt allt- af bezt saman af systkinunum. Finnst mér að hyggilegra og skyn- samlegra sé að fara að dæmi Egg- erts á Meðalfelli, sem skrifar syst- ur sinni ennþá þó að hann sé lagstur í kör.“ Í þessu bréfi ásamt fleirum kemur fram hversu kært var alla tíð með þeim systkinum. Örlygur gerði sér lítið fyrir eitt sinn í jan- úar 1951 er hann skrifaði systur sinni og teiknaði, með penna, heilu fjölskyldumyndirnar sem birst höfðu í bókinni „Föðurtún“ eftir Pál Kolka lækni og fjallaði um Húnvetninga. Meðal annarra voru þar myndir af afa þeirra og ömmu, sem Guðmundur Ingvi er skírður í höfuðið á. Segir sagan að svo kalt hafi verið milli þeirra feðga Sig- urðar föður þeirra og Guðmundar Erlendssonar að hann hafi verið staðráðinn í því að skíra ekki syni sína í höfuðið á föður sínum vegna ósættis þeirra. En þegar Guð- mundur dó 2. mars 1922, 72 ára, lagðist kona hans Ingibjörg Guð- rún Sigurðardóttir í rúmið og kvaddi þennan heim 4 dögum eftir andlát hans 6. mars 1922, 73 ára. Þau fóru saman í eina gröf. Þetta leiddi til þess að Guðmundur Ingvi var skírður í höfuðið á þeim báð- um. Átti hann eftir að afsanna síð- ar meir þá alhæfingu föður síns að lögfræðingar væru almennt svo leiðinlegir menn. Í tilefni stórafmæla þeirra beggja, Þórunnar 85 ára 30. júní og Guðmundar Ingva 80 ára 16. júní heldur Guðmundur Ingvi þeim stórveislu á Íslandi. Húrra fyrir afmælisbörnunum og megum við vonandi sem flest njóta samvista við þau áfram um mörg ókomin ár. Guðrún Jónsdóttir, Chatou, Frakklandi. ÞÓRUNN SIGURÐAR- DÓTTIR TUNNARD OG GUÐMUNDUR INGVI SIGURÐSSON Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Oval Steel hnífapör og steikarsett Begga fína Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína Tannstönglabox Verð kr. 2.590 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.