Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kvæðamannafélagið Iðunn gefur út rímur Kvæðamenning er þjóðargersemi KvæðamannafélagiðIðunn hefur starf-að frá upphafi tuttugustu aldarinnar við að halda í heiðri íslenskri kvæðahefð og rímnalagi. Félagið stendur nú í stór- ræðum, unnið er að vand- aðri útgáfu á upptökum úr safni félagsins frá fjórða áratugnum, sem ráðgert er að komi á markað um næstu jól. Morgunblaðið ræddi við Viðar Hafstein Eiríksson, framkvæmda- stjóra útgáfusjóðs félags- ins, um útgáfuna. – Hver er saga þessara upptakna sem nú á að gefa út á geisladisk? „Saga þeirra er sú, að árin 1935-36 lét Kvæða- mannafélagið Iðunn taka upp á silfurplötur rímnakveðskap um allt land. Á þeim tíma voru silfurplötur nýjasta tæknin á markaðnum, og léði Atli Ólafsson í Atlabúð á Laugavegi tækin til upptökunnar. Fjölmargir snjallir kvæðamenn, fæddir á 19. öld, féll- ust á að láta taka sig upp, og gerð- ar voru um 50 silfurplötur í allt með um 200 kvæðalögum. Upp- haflega hugmyndin hjá félaginu var að eiga upptökur til kennslu og minningar um rímnalögin, svo þau færu ekki forgörðum.“ – Mikið þjóðþrifaverk á þessum árum að bjarga rímunum. „Já, annars hefði eflaust mikið af þessu efni gleymst og týnst. Hins vegar kom á daginn að silf- urplöturnar voru afskaplega end- ingarlitlar og eyddust upp við endurtekna spilun. Þess vegna var nauðsynlegt að afrita plöturn- ar á segulband, svo að efnið myndi ekki glatast. Þjóðminja- safn Íslands tók að sér geymslu á plötunum, en við í félaginu og Árnastofnun geymum segulbönd- in. Böndin eru tvímælalaust með því merkilegasta sem til er af þessu tagi hér á landi, og er mikið fagnaðarefni hve vel tókst að taka upp kvæðamennina á sínum tíma.“ – Er hljóðritunin nógu góð? „Hún er að sjálfsögðu ekki eins góð og við þekkjum í dag, en samt sem áður voru silfurplöturnar mun betri að hljómgæðum en eldri tækni, til dæmis vaxhólkarn- ir sem notaðir voru í upphafi. Með nútíma tækni hreinsum við upp- tökurnar svo að þær verða mjög góðar á geisladiskunum.“ – Og þið í Kvæðamannafélag- inu hafið ákveðið að gefa efnið út? „Já, þar sem silfurplöturnar og segulböndin eru ekki almenningi aðgengileg þótti okkur mjög mikil nauðsyn á því að efnið kæmist í þeirra hendur sem áhuga hafa. Fræðimenn, almenningur og skólar hafa eflaust mikið gagn og gaman af efninu, og hlutverk okk- ur í Kvæðamannafélaginu er meðal annars að halda kvæða- hefðinni á lofti, og verkefnið stendur okkur mjög nærri.“ – Þetta er mikið fyrirtæki hjá ykkur, ekki satt? „Jú, við ákváðum að stofna sérstakan út- gáfusjóð og útgáfu- stjórn til þess að ann- ast þessi mál, enda um stórframkvæmd að ræða. Með þeim hætti náum við að halda starfsemi kvæðamannafélagsins óáreittri meðan á bramboltinu vegna útgáfunnar stendur. Út- gáfufélagið Smekkleysa, Árna- stofnun og Ríkisútvarpið hafa unnið með okkur að útgáfunni. Samstarfið hefur gengið mjög vel, enda einvalalið að störfum saman að þörfu verki.“ – Hvernig verður útgáfan sam- an sett? „Við gefum út fjóra geisladiska ásamt bókum með textum, nótna- skrift laganna og fræðilegum texta á þremur tungumálum um efnið. Við höfum fengið Gunnstein Ólafsson til ritstjórnar og Hreinn Valdimarsson tæknimaður hefur afritað allt efnið og tekur nú til við að hreinsa brak og bresti frá. Þórður Magnússon sér um nótna- skriftina og formaður Kvæða- mannafélagsins, Steindór Ander- sen, hefur ásamt fleirum unnið að heimildaleit um efnið.“ – Framtakið hlýtur að kosta sitt. „Jú, en við vorum sammála um að vanda þyrfti til verksins og út- gáfan ætti að vera eiguleg. Þess vegna er framtakið dýrt en við höfum leitað styrkja víða og feng- ið jákvæð viðbrögð. Nokkrar stofnanir og fyrirtæki hafa þegar styrkt verkefnið og við höfum spurnir af fleirum sem eru að kanna möguleika á styrkveitingu. Sjóðurinn á að afla fjár til þess að bjarga þessari þjóðargersemi og eftir að diskarnir hafa komið út er ráðgert að sjóðurinn starfi áfram með útgáfutekjum og styrki áframhaldandi útgáfu á þessu sviði. Mikið af upptökum eru enn til hjá okkur og hjá Árnastofnun.“ – Hvenær er von á útgáfunni? „Við vonumst til að koma safn- inu út fyrir jólin. Við erum bjart- sýnismenn og vonum það besta, en enn eru mörg hand- tök eftir. Ég sé útgáf- una fyrir mér sem verðugan fulltrúa kvæðamenningarinnar á heimilum landsins, við hlið Íslendingasagna og ann- arra öndvegisverka íslenskrar menningar. Á sama hátt vonumst við til þess að útgáfan gagnist Ís- lendingum erlendis og öllum Ís- landsvinum. Loks efast ég ekki um að kvæðalögin eigi eftir að vekja áhuga ungu kynslóðarinn- ar, sérstaklega eftir að Steindór Andersen hefur gert víðreist með Sigur Rós um allan heim.“ Viðar Hafsteinn Eiríksson  Viðar Hafsteinn Eiríksson fæddist í Reykjavík árið 1952. Frá 1979–87 rak hann eigið fyrir- tæki, verkstæði og verslun, tók síðar við starfi á skrifstofu Kaup- félags Þingeyinga sem launafull- trúi. Eftir nám í stjórnun starfs- mannamála var hann fulltrúi starfsmannastjóra RÚV árin 1990–97. Starfar nú sem deild- arstjóri launadeildar Þjóðleik- hússins. Viðar er félagi í Kvæða- mannafélaginu Iðunni og fram- kvæmdastjóri útgáfusjóðs félags- ins. Viðar er kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau tvö börn. Vegleg útgáfa á gömlum upptökum Þú verður að vera duglegur að borða, strákur, við verðum að hjálpa frændum vorum, það þorir enginn að kaupa þetta af þeim. HÁSKÓLI Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús undirrituðu samn- ing á föstudag sem er liður í því ferli að gera sjúkrahúsið að háskóla- sjúkrahúsi. Páll Skúlason, rektor HÍ, segir að með samningnum séu þessar tvær stofnanir að tengja sig saman að öllu leyti. Samningurinn snýr einkum að starfsmannamálum, stjórnunar- legum tengslum starfseininga, stöðu nemenda sem stunda nám á sjúkra- húsinu, vísindastörfum og rannsókn- arverkefnum og loks rekstri og fjár- hagsábyrgð rekstrarþátta. Í samningnum felst m.a. að nem- endur í heilbrigðisgreinum fái starfs- aðstöðu á spítalanum sem og kenn- arar og starfsfólk skólans innan sjúkrahússins. Á móti veiti háskólinn fólki sem vinnur á spítalanum ákveðna viðurkenningu fyrir fræða- starf þess. Þá verði samstarf aukið í starfsmannamálum, sérstaklega inn- an lyfjafræði og tannlækninga. Í maí í fyrra var samstarfssamn- ingur LSH og HÍ undirritaður og kemur þessi samningur í kjölfar hans. Páll segir það viðvarandi verk- efni að gera Landspítalann að há- skólasjúkrahúsi. Sameiginleg stjórn- arnefnd komi saman hálfsmánaðar- lega til að taka ákvarðanir er varða báðar stofnanirnar. Háskólinn hafi frá upphafi tekið þátt í uppbyggingu sjúkrahússins en nú séu „hnútar hnýttir saman á öllum stigum starf- seminnar“. Páll segir það grundvall- aratriði fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að vel takist til að byggja upp há- skólasjúkrahús. „Öll framþróun byggist á því að við eflum rannsóknir í heilbrigðisvísind- um og það verður ekki gert nema þessar stofnanir vinni saman,“ segir rektor. Viðbótarsamningur LSH og HÍ undirritaður Þróun byggist á að rannsóknir í heilbrigðisvísindum verði efldar ÚTGJÖLD neytenda í dagvöruversl- unum eru sveiflukennd á milli mán- aða, skv. smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu, en SVÞ birtir nú smásöluvísitöluna í annað sinn. Tölurnar byggjast á veltu frá meg- inþorra verslana í viðkomandi grein en fyrst um sinn er eingöngu mæld vísitala smásölu á matvöru og áfengi. Mælingar hófust í nóvember á síð- asta ári þegar viðmiðið var 100%. Í síðustu mælingu í apríl sl. var veltan 93% sem eru óverulegar breytingar frá því mælingar hófust. Í desember 2001 var veltan 142,9%, í janúar 88,1%, í febrúar 86,7% og í mars 106,8%. Þetta er í annað sinn sem smásölu- vísitala SVÞ er birt. IMG hefur um- sjón með vinnslu þessara gagna. Smásöluvísitalan segir til um útgjöld neytenda til viðkomandi vörutegund- ar. „Þannig gefur hún mjög verð- mæta vísbendingu um þróun á neyslu landsmanna. Matvara er sá einstaki flokkur smásölu sem vegur þyngst í vísitölumælingu neysluverðs Hagstofunnar, sem birt er mánaðar- lega, eða liðlega 16%,“ segir í frétta- tilkynningu frá SVÞ. Sveiflur í útgjöldum til matarkaupa HVALASKOÐUNARBÁTURINN Haukur, í eigu Norðursiglingar ehf. á Húsavík, hefur gengið í gegnum miklar breytingar í vetur. Þær eru fólgnar í því að bátnum hefur verið breytt í skonnortu eins og þær sem gerðar voru út fyrir Norðurlandi fyrir rúmum 100 árum. Jafnframt var skipt um aðalvél og útbúnaður hennar gerður þannig úr garði að hávaði verði sem minnstur þegar siglt verður undir vélarafli. Morgunblaðið/Hafþór Siglir seglum þöndum Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.