Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 23 Fullt ver ð 1535. - Aukasett + yfirlits mynd + ULTRA fil ma Fullt verð 183 5.- Geisladisku r + yfirlitsm ynd + ULTR A filma www.hanspetersen.is SÍMI 570 7500 á afmælisverði þegar keypt er framköllun * *ATH. Fram köllunin er ekki innifalin í p akkaverðin u. *ATH. Framkölluni n er ekki innifalin í pakkav erðinu. * SÍÐUSTU árin sem hann reri frá Keflavík var kominn golf- völlur í Leiruna. Þá stóð hann í brúnni og var alveg hlessa á þessum aumingjans mönnum að vera að elta hvítan bolta í blíðskaparveðri. Nú stendur hann sjálfur á teig meðan aðrir sigla hjá og furða sig á því, hvernig það gat gerzt að gamall sjóhundur er kominn á kaf í golfið. Gísli Jóhannesson; Gísli á Jóni Finnssyni, bros- ir bara, þegar svona svipmynd er sett upp fyrir hann. Segir margt skrýtnara í kýrhausnum en þetta, en viðurkennir þó, að áður en hann tók pok- ann sinn og fór í land hefði hann ekki veðjað á það, að hann tæki upp golfpokann í staðinn. „Það er al- veg tútal að mér dytti það í hug þá!“ Hann var á sjó í 48 ár; fór í sinn fyrsta róður 1939 og varð bullandi sjóveikur. En hann þrjózk- aðist við þangað til sjóveikin rann af honum. Hann kláraði svo skólann 1949. „Það tók tvo vetur fyrir svona tossa eins og mig. Þeir sem voru gagnfræð- ingar fóru létt með hann á einum vetri. En ég hafði bara tæpan barnaskóla. Ég hefði átt að fara að ráðum foreldra minna og fara í framhaldsskóla. En sjórinn togaði of sterkt í mig.“ 1952 tók Gísli við Jóni Finnssyni af Þorsteini bróður sínum og 1958 stofnuðu þeir feðgar hlutafélagið Gauksstaði, sem tók nafn af heimilinu; Gauksstöðum í Garði. 1962 lét útgerðin smíða Jón Finnsson númer þrjú og Jón Finnsson númer fjögur var keypt- ur þriggja ára frá Noregi 1972. Sex árum síðar eignaðist Gísli bátinn allan. Hann seldi hann til Chile 1985 og kom alfarinn í land, en frá 1978 hafði hann haft mann á móti sér. „Ég var þá kominn í útgerðina líka og það var ótrúlega snúninga- samt verk. Satt að segja fannst mér hvíld í því að fara á sjóinn og losna úr pappírunum og redding- unum.“ 1987 kom nýr Jón Finnsson til landsins og gerði Gísli hann út til 1995, að hann seldi bátinn til Þorlákshafnar og hætti í útgerð. „Það var eig- inlega sjálfhætt. Ég var með það lítinn kvóta mið- að við stærð bátsins.“ Eftir að Gísli kom í land fór hann að prófa golf með kunningja sínum.„Það var Gunnar Magnús- son skipstjóri sem kom mér á bragðið. Og eftir að ég seldi bátinn varð ég alveg kolruglaður í golf- inu.“ Það er kannski ekki eins langt af teignum og út á sjó og sýnist í einni sjónhendingu. „Sjómennskan og golfið eru auðvitað tveir ólíkir heimar. En það gildir í þeim báðum að missa ekki hugann út og suður. Ef þú hugsar ekki um það sem þú ert að gera í golfinu, þá hittirðu ekki boltann. Það er númer eitt að hafa einbeitinguna í lagi og láta ekkert trufla sig. Það á svo sem líka við til sjós. Og víðar, ef út í það er farið. Og svo er það félagsskapurinn. Það skiptir sköpum til sjós að hafa góða kalla í áhöfninni. Og þótt þú sért einn um þitt golf er ekki sama við hvern þú spilar. Ég var alltaf heppinn með áhöfn og í golfinu hef ég kynnzt mörgum skemmtilegum körlum. Það skapast svona sálufélag um golfið. Gott og notalegt sálufélag. Golfið hefur gefið mér góða vini. Og sem betur fer telja þeir allir yfirleitt hárrétt!“ Nema hvað! „Það má nefnilega ekki skrökva í golfinu. Þú verður að telja rétt. Ef þú svindlar, þá kemur það bara í bakið á þér. Mér leiðast menn sem telja ekki rétt, menn sem segjast vera betri en þeir eru; segjast vera á sex höggum, þegar þeir eru á átta eða níu. Það var einu sinni úti á Nesi. Þar var með náungi sem var frægur fyrir að gefa upp alltof fá högg. Þarna var kona, sem átti að telja hjá honum. Svo greip hann til óþokkans; gaf upp sex högg, þegar hann fór á níu. Þegar þetta hafði endurtekið sig í þrígang gekk ég til konunnar og spurði hana, hvort þetta væru réttar tölur hjá manninum. Nei, sagði hún. Ég benti henni þá á að hún ætti að leið- rétta tölurnar; hún bæri ábyrgð á þeim. Þá varð maðurinn svo reiður að hann ætlaði að rjúka í mig.“ Gísli segist bara ganga á hálfu gjaldi núorðið og getur því verið félagi í þremur golfklúbbum; GR, Oddfellow og Nesinu. GR-vellirnir; í Grafarholti og Korpu eru hans uppáhaldsvellir ásamt Oddfellow-vellinum. En hann hefur spilað á fleiri völlum hérlendis og er- lendis á völlum í Skotlandi, Írlandi og Kanaríeyj- um. „Ég fór nú fyrst að hafa almennilega gaman af golfinu eftir að ég fór að taka þátt í mótum. Þá fékk ég aðra til að keppa við.“ Rétt eins og á sjónum. Það kemur glampi í augu Gísla, þega keppnina um efsta sætið ber á góma. Ætli það sé ekki sami hugur í honum á teignum og var í brúnni. „Sumir fara alveg úr sambandi, þegar þeir keppa. En ég hrekk ekkert upp af standinum við það. Auðvitað vill maður vera sem lengst frá botn- inum. En þetta gekk nú upp og niður á sjónum. Ég var bæði efstur og neðstur. Eins er það með golfið. Menn eiga sína misgóðu daga. En ánægjan er alltaf fyrir hendi.“ Gísli hefur tvisvar farið holu í höggi. Á Odd- fellow-vellinum, á braut númer 13, og á 11. braut uppi á Korpu. Er það svo, að hola í höggi sé heppni í fyrsta skipti, en hæfni ef það gerist aftur? „Það var alveg öfugt hjá mér. Ef hægt er að tala um hæfni þá var það í fyrra skiptið, því þá stefndi kúlan beint á flaggið. En í seinna skiptið lenti kúlan þrjá, fjóra metra frá stefnu á stöng, en í halla og rúllaði bara beint ofan í holuna. Ég trúði nú varla mínum eigin augum! Og sá sem með mér var varð yfir sig spenntur, eiginlega meira en ég. En það er gaman að þessu!“ „Ég fer alltaf í golf, þegar viðrar. Þannig held ég mér við. Ég er handviss um að án golfsins væri ég ekki sá maður, sem ég þó er. Það mega ekki koma stopp í þetta.“ Svona forfallinn golfari hlýtur að fylgjast með golfmótum á erlendri grund. „Ég hef nú bara einu sinni horft á stórmót í golfi í útlandinu; það var á Kanarí og Balistero meðal keppenda. En ég ligg auðvitað í þessu í gegnum sjónvarpið.“ Uppáhaldsgolfari? „Tiger Woods er auðvitað með beztan árang- urinn. En Phil Mickelson er minn maður, örvhent- ur og skemmtilegur karakter. Annars var Fred Couples í uppáhaldi hjá mér. En hann er búinn að vinda svo upp á sig að hann er orðinn bakveikur fyrir bragðið.“ Skyldi sjávarniðurinn aldrei koma upp í hugann þegar kylfunni er sveiflað? „Nei, ég sakna sjávarins ekki. Ég er bara Garðkarl með poka. Það tíðkaðist hérna í gamla daga, að fyrstu róðrarnir á vertíð- inni fóru í fátæklingana. Þá komu fullorðnir menn með poka og fengu fisk í soðið. Það var stundum haft á orði að menn hefðu komið með pokann sinn alla vertíðina! Nú er ég bara Garðkarl með golfpoka. Enda er ég að verða 78 ára.“ Og hættur að rífa kjaft? „Ég var ekkert að rífa kjaft. Það er ekki rétt. Ég var bara að segja sannleikann! En það verður að segjast eins og er, að ég not- aði talstöðina ótæpilega mikið! Ég var reyndar alltaf í henni! Ég man einu sinni; það var í brælu norður við Jan Mayen. Það slóuðu allir og menn bara hvíldu sig. Það var vakt á hverju skipi og menn fóru svona að kasta bröndurum á milli sín. Þá kemur einn allt í einu og segir: „Hvað er eig- inlega að honum Gísla á Jóni Finnssyni? Það hef- ur ekki heyrzt í honum í fimm mínútur.“ Ferðu enn niður á bryggju? „Nei, ég bara lít yfir þetta! Ég er einhvern veg- inn laus við sjóinn.“ En ekki golfið? „Ja, mér er nú að fara aftur í golfinu. Ég hækka í forgjöf, ég var kominn niður í seytján tvo en er núna í átján sjö, átta. En það er sama. Ég held áfram í golfinu. Það er alveg á kláru.“ Gísli kveður mig með þessari sögu: „Það var einn karl með álíka golfdellu og ég sem var að velta því fyrir sér, hvort einhverjir golfvellir væru nú hinum megin. Hann fór til miðils, sem sagðist geta komizt að þessu. Hann hafði svo samband aftur og sagði að það væri nóg af golfvöllum í himnaríki. Og þú ert bókaður á einn þeirra eftir hálfan mánuð!“ Ég er bara Garðkarl með golfpoka FÓLK Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn- @mbl.is GARÐKARL með golfpoka. Gísli Jóhannesson velur réttu kylfuna. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.