Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 27

Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 27 Heimsferðir kynna nú haustferðir sínar til Kanaríeyja, þann 23. október og 24. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður Ís- lendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strand- arinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmunds- son verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fyrstu 50 sætin á sértilboði Kanarí- veisla Heimsferða í haust frá kr. 56.165 Roque Nublo Brottför · 23. okt. - 32 nótt · 24. nóv. - 23 nætur Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Tilos · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife · Dorotea23 nætur Verð frá 56.165 24. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 23 nætur. Verð kr. 78.750 24. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 23 nætur. 5. vikur (32 nætur) Vinsælasta ferðin – tæpar 5 vikur á frábæru verði Verð frá 64.965 23. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 32 nætur. Verð kr. 89.550 23. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. Sumarútsala 40-50% afsláttur          Laugavegi 71, sími 551 0424 Seyma HIN árlega þjóðlagahátíð á Siglu- firði hefst næstkomandi mánudag, 1. júlí, og stendur til 7. júlí. Á opnunardegi kl. 21 í Siglu- fjarðarkirkju flytur Kammerkór Kópavogs útsetningar Þorkels Atlasonar og Nuno Corte-Real á þjóðlögum. Stjórnandi er hinn portúgalski Paulo Lorenço. Annan dag hátíðarinnar, þriðju- daginn 2. júlí, kl. 20 leikur ástr- alski frumbygginn Francis Fire- brace á didgeridoo og þylur sagnaþulur í Grána. Klukkan 21.30 sama dag heldur Danska þjóðlagadúóið söngva- dagskrá. Miðvikudaginn 3. júlí kl. 20 í Grána verða flutt íslensk og ensk þjóðlög af þeim Báru Grímsdóttur söngkonu og Chris Foster gít- arleikara. 21.30 kemur síðan jazztríóið Flís fram í Siglufjarðarkirkju. Fimmtudag, 4. júlí, verður flutn- ingur á þjóðlagasafni séra Bjarna í Siglufjarðarkirkju kl. 20 í útsetn- ingu Hildigunnar Rúnarsdóttur og í flutningi Mörtu G. Halldórsdóttur sópran og Örns Magnússonar píanóleikara. Í Grána kl. 21.30 verða leikin þjóðlög, spuni og ljóðleikur af Nínu Björk Elíasson söngkonu, Minnu Raskinen Kantele og Krist- ínu Bjarnadóttur ljóðskáldi. Föstudaginn 5. júlí í Nýja bíói kl. 20 verður söngleikurinn Kolrassa eftir Þórunni Guðmundsdóttur fluttur. Áhugamannaleikfélagið Hugleikur flytur ásamt hljómsveit. Á sama stað kl. 23 koma fram Sturm und Drang frá Noregi. Í Siglufjarðarkirkju kl. 14 á laugardeginum verða leiknir þrír strengjakvartettar eftir Jón Ás- geirsson, í flutningi Eþos- kvartettsins. Klukkan 16 verður, einnig í Siglufjarðarkirkju, sungin og spil- uð ensk þjóðlagatónlist af Julie Murphy og hljómsveit. Síðan verður haldin upp- skeruhátið þjóðlagahátíðar í Nýja bíói kl. 20. Sunnudaginn 7. júlí kl. 11 verð- ur helgistund í Skógræktinni í Skarðdal þar sem listamenn verða þátttakendur. Auk ofantalinnar dagskrár verða haldin námskeið í tengslum við hátíðina. Viðfangs- efni námskeiðanna verða: Útsetn- ingar og spuni út frá þjóðlögum. rímnakveðskapur, barnagælur og þulur, þjóðdansanámskeið, að leika undir á gítar, áströlsk frum- byggjamenning, silfursmíði I, silf- ursmíði II, skreyting ullar með roði og loks Siglufjörður – saga og náttúra. Einnig verða haldin barna- námskeið, en þau eru: Þjóðdans- anámskeið barna (9 ára og yngri), leikjanámskeið (9 ára og yngri) og leiklistarnámskeið (10 ára og eldri) Einnig munu listamenn hátíð- arinnar halda erindi daglega kl. 10 til 12 dagana 2. til 5. júlí auk þess sem haldið verður málþing laug- ardaginn 6. júlí þar sem umfjöll- unarefnið er Guðmundur dúllari. Frummælendur á málfundinum verða Þórarinn Eldjárn skáld, Smári Ólason tónlistarmaður og Rósa Þorsteinsdóttir fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar. Þjóðlagahátíð verður haldin á Siglufirði dagana 1. til 7. júlí. Fjölbreytt dagskrá þjóðlagahátíðar ÚT ER komin bók- in Framtíðarsýn innan heilsu- gæsluhjúkrunar í ritstjórn Herdísar Sveinsdóttur og Ara Nyysti. Í bókinni er að finna umfjöllun hjúkrunarfræð- inga og annarra um hjúkrun innan heilsugæslunnar. Bókin byggir á er- indum sem flutt voru á ráðstefnu sem haldin var á vegum Rann- sóknastofnunar í hjúkrunarfræði og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin haustið 2001 og var tileinkuð minningu dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents í hjúkrunarfræði. Í bókina hafa bæst við kaflar sem ekki voru til umfjöll- unar á ráðstefnunni. Bókin gefur, skv. fréttatilkynningu, góða yfirsýn yfir það fjölbreytilega starf sem hjúkrunarfræðingar vinna innan heilsugæslunnar í dag. Fjallað er um ungbarnavernd, skólahjúkrun, unglinga og þjónustu heilsugæsl- unnar við þá, reykingavarnir, þjón- ustu við foreldra, stefnumótun, umönnun aldraðra og starfsánægju hjúkrunarfræðinga svo fátt eitt sé nefnt. Bókin er 256 blaðsíður og í kiljuútgáfu. Hjúkrun HIN árlega Jazzhátíð á Egilsstöðum verður haldin, undir leiðsögn Árna Ísleifssonar, dagana 10. til 13. júlí. Meðal þeirra sem koma fram eru J.J. Soul Band, Húsavíkurdeild Dudda Run, Hrafnaspark frá Akur- eyri og Hans Kwaakernaat ásamt tríói Björns Thoroddsens. Loks spil- ar sænski baríton-saxófónleikarinn Cecilia Wennerström. Jazzhátíð á Egilsstöðum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.