Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 30. JÚNÍ 2002 151. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sóknarfærin liggja áfram í sjávarútvegi 10 Siðfræði samofin öllum greiningum á meðgöngu 18 Eyjamenning á Breiðafirði Gamli tíminn er alls staðar nálægur í Skáleyjum jafnt verkhættir hlunnindanýting og leikföng barnanna Hér kynnist tölvuleikjakynslóðin jórir Vest- manna- yingar fóru ýlega í reiðafjarð- reyjar og völdu í Skál- yjum og í latey. Sigurgeir Jónasson ljós- d ði j lífið á B ið fi ði /10 kill húsakostur er í Skáleyjum, en þar var tvíbýli lengi vel. ér er horft til bæjarhúsanna af bryggjunni. Prentsmiðja Morgunblaðsin Sunnudagur 30. júní 2002 B FIMM suður-kóreskir hermenn féllu eða er saknað og 22 aðrir særðust er til átaka kom milli suður- og norður- kóreskra herskipa úti fyrir vestur- strönd Kóreuskagans í gær, að því er s-kóreska varnarmálaráðuneytið greindi frá. „Fjórir hermenn féllu, eins er saknað, og einu skipa okkar var sökkt,“ sagði Lee Sang-Hee und- irhershöfðingi, framkvæmdastjóri stjórnstöðvar herráðs S-Kóreu, við fréttamenn. N-kóreskt varðskip hefði verið dregið rjúkandi á brott af bar- dagasvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem til átaka kemur milli Kóreuríkjanna og boðaði Stjórnstöð Sameinuðu þjóðanna (SSÞ) eftirlitssveitirnar, sem settar voru á laggirnar eftir að ríkin létu af átökum 1953, fulltrúa þeirra til viðræna í gær. N-Kóreu- menn virtu þó boðunina að vettugi. Átökin urðu á fiskimiðum við Yeonp- yeong-eyju þegar tvö n-kóresk varð- skip fóru yfir línuna á milli yfirráða- svæða ríkjanna á því svæði. Fjögur s-kóresk varðskip voru samstundis send á svæðið. Lee sagði að eitt n-kóresku varð- skipanna hefði hafið skothríð og hefðu s-kóresku skipin svarað í sömu mynt. Hefði orrustan staðið í 20 mín- útur. Í fregn opinberrar fréttastofu N-Kóreu sagði aftur á móti að n-kór- esku skipin hefðu verið í vörn og voru S-Kóreumenn sakaðir um að hafa ráðist á þau. Hefðu átökin valdið manntjóni, en ekki var getið um hversu margir hefðu fallið. Kim Dae-Jung, forseti S-Kóreu, boðaði neyðarfund í þjóðaröryggis- ráðinu til þess að ræða stöðuna. Var allur s-kóreski herinn í viðbragðs- stöðu í gær. Ekki voru þó fyrirætlanir um að breyta þeirri áætlun forsetans að vera viðstaddur lokaathöfn heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu, er haldin verður í Japan í dag. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um það hvort líklegt sé að n-kór- eski flotinn hafi átt sök á orrustunni í gær. „Norðanmenn gætu ekki hafa hagnast á þessum atburðum,“ sagði Lee Jong-Seok, við Sejong-stofn- unina í S-Kóreu, sem er einkarekin. Bætti hann því við, að samskipti Kór- euríkjanna teldust góð, þótt ekki standi yfir opinberar viðræður. Koh Yoo-Hwan, prófessor við Dong-Guk-háskóla, segir aftur á móti að vera kunni að N-Kóreumenn hafi verið að hefna þess, að n-kóresku varðskipi var sökkt á svipuðum slóð- um 1999, og fórust margir með því, en manntjón S-Kóreumanna var tiltölu- lega lítið. Átökin 1999 eru talin hafa brotist út vegna deilna um krabbaveiðar á svæðinu, sagði Koh. „N-Kóreumenn leggja allt kapp á að veiða krabba, því að þær veiðar afla þeim hvað mestra tekna.“ Mannskæð sjóorr- usta Kóreuríkjanna Seoul. AFP. ÍSRAELSKUR hermaður vísar fréttamönnum á brott frá rústum aðalstöðva heimastjórnar Palest- ínumanna í Hebron á Vestur- bakkanum í gær. Eftir fjögurra daga umsátur eyðilagði ísraelski herinn húsið í gærmorgun og sagði ísraelska útvarpið að 15 herskáir Palestínumenn, er hafi hafst við innandyra, hafi fallið. Húsið var þriggja hæða og í því voru stjórnsýslu- og öryggis- málaskrifstofur palestínsku heimastjórnarinnar. AP 15 felldir í Hebron Bush heitir aðgerðum gegn fjársvikum Svikarar hljóti sektir og fangelsi Washington. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hét því í gær, að sækja til saka þá framkvæmdastjóra fyrirtækja er ættu þátt í fjársvikum og koma í veg fyrir að þeir sem brytu þannig af sér fengju að gegna stjórnunarstöðum í bandarískum fyrirtækjum. Þetta kom fram í vikulegu útvarpsávarpi forsetans, er ætlað var að bæta á ný traust almennings á bandarískum fyrirtækjum og verðbréfamörkuð- um. „Alríkisstjórnin mun verða vak- andi fyrir því, að sækja til saka þá sem brjóta af sér, til þess að tryggja að fjárfestar og launþegar beri áfram fullt traust til bandarískra fyr- irtækja,“ sagði forsetinn ennfremur. Orð Bush eru til marks um afdrátt- arlausari afstöðu stjórnar hans til fjársvikahneykslismála, er hafa tröllriðið viðskiptalífinu í Bandaríkj- unum síðan í desember, er orkusölu- fyrirtækið Enron varð gjaldþrota. Bush sagði að stjórnin myndi fara ofan í kjölinn á fregnum um fjársvik innan fyrirtækja og draga til ábyrgð- ar þá sem gerst hefðu sekir um að villa um fyrir hluthöfum og starfs- fólki. „Framkvæmdastjórar sem svíkja munu eiga yfir höfði sér fjár- sektir og ef þeir fremja glæpi verða þeir settir í fangelsi,“ sagði forset- inn. Tyrkir fögnuðu 17 TYRKNESKI landsliðsmaður- inn Hakan Sukur komst á spjöld knattspyrnusögunnar í gær þegar hann skoraði mark er aðeins 11 sekúndur voru liðnar af leik Tyrkja og S-Kór- eu um þriðja sætið á HM. Tyrk- ir sigruðu í leiknum með þrem- ur mörkum gegn tveimur. Aldrei fyrr í sögu HM hefur mark verið skorað svo fljótt í leik. Með markinu sló Sukur 40 ára gamalt met Tékkans Vacl- avs Maseks, sem skoraði mark er aðeins 15 sekúndur voru liðnar af leik Tékkóslóvakíu gegn Mexíkó á HM 1962. En S-Kóreumenn létu ekki deigan síga og eftir aðeins níu mínútur voru þeir búnir að jafna. Tyrkir brugðust ókvæða við og þremur mínútum síðar tóku þeir forystuna á ný og er um 30 mínútur voru liðnar af leiknum komust þeir í 3-1. S-Kóreumenn minnkuðu svo muninn rétt í leikslok. Í dag leika Brasilíumenn og Þjóðverjar til úrslita um heims- meistaratitilinn. Mark eftir 11 sekúndur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.