Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 42

Morgunblaðið - 30.06.2002, Page 42
42 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRÉTTUM blaðsins 7. þ.m. er sagt frá umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar til Farfugla- heimilisins fyrir árið 2002 og það vakti hjá mér spurningu um, hvað gerði það maklegt þess að fá slíka viðurkenningu. Við, næstu nágrann- ar heimilsins, höfum mörg undanfar- in ár, að vísu með örfárra ára und- antekningu, þegar einhver hirðu- samur réð þar ríkjum, orðið að búa við fádæma hirðuleysi á lóð heimilis- ins og órækt í alla staði. Í fyrra voru teknar í notkun tvær nýjar álmur, sem byggðar voru á mettíma, klædd- ar skjannalitaðri álklæðningu, sem minnir meira á verksmiðjuhús en gistihús og væri vel við hæfi í iðn- aðarhverfi, en forljótt í umhverfi því, sem heimilið stendur, en látum það gott heita, einhverjum kann að finn- ast þetta falleg umgjörð. Eftir stend- ur ófrágengin lóð, þar sem alls kyns óræktarplöntur fá að þrífast og stór moldarbingur mitt í allri óræktinni, sem er umsjónarmönnum heimilis- ins til vansa og lítil fegurð af fyrir næsta umhverfi. Og hvers vegna þurfa ruslagámar að standa á áber- andi stað á lóðinni? Það kemur hins vegar ekki á óvart, að hinn vinsæli borgarstjóri R-listans skuli líta fram hjá slíkum smámunum. Eftir að hún tók við stjórn borgarinnar hefur sóðaskapur fengið að þrífast á gangstéttum og kringum trjágróður meðfram göngustígum, svo að okkur göngu- glöðum góðborgurum, sem munum betri tíð, finnst alveg nóg um ósóm- ann, en borgarstjórinn hefur að öll- um líkindum verið að veita viður- kenninguna fyrir framtíðarumhverfi heimilisins, því að samkvæmt skipu- lagi borgarinnar á að gera bílastæð- isplan á þeirri lóð, sem vísað er til, og ég efast ekki um, að það verði Far- fuglaheimilinu til sóma, en unz slík framkvæmd er um garð gengin er þessi umhverfisviðurkenning mátt- laus og nánast skondin í huga okkar sem berja þurfum þetta umhverfi augum á hverjum degi. BIRGIR ARNAR, Laugarásvegi 2. Umhverfisviðurkenn- ing fyrir hvað? Frá Birgi Arnar: Á SAMA tíma og Bandaríkjaforseti hélt ræðu sína um málefni Mið- Austurlanda var enn nálykt í Jenín, allar borgir á Vesturbakkanum höfðu verið hernumdar af ísraelska hernum og hundruð þúsunda Pal- estínumanna voru lokuð inni á heimilum sínum vegna útgöngu- banns. Fólk sem dirfðist að hætta sér út úr húsi átti á hættu að verða skotið á færi. Forsetanum tókst í ræðu sinni að forðast að minnast á núverandi ástand mála á þeim svæðum sem hann vildi sjá stjórn- málaumbætur á. Á sama tíma og forsetinn talaði voru ísraelskir her- menn rétt að ljúka við að hernema Hebron, þrír palestínskir lögreglu- menn voru myrtir í leiðinni. Forset- inn var ekkert að minnast á það að þessi svæði sem hann vill umbætur á eru aðskilin vegna hernáms sem ekki sér fyrir endann á og fólkið sem þarna býr getur ekki ferðast um á milli staða nema fara eftir þröngum fjallvegum sem bílar geta ekki keyrt og þess vegna þarf fólk að ferðast á ösnum. Getur maðurinn ætlast til þess að menn geri umbætur við þessar að- stæður? Hvernig er hægt að gera breytingar í heimastjórn sem Ísr- aelar eru á góðri leið með að þurrka út? Hvernig er hægt að boða til kosn- inga áður en árinu lýkur án þess að hersveitir Ísraelsmanna séu kallað- ar burt og tryggt að þær komi ekki rétt meðan á kosningum stendur? Hvað ætlar maðurinn síðan að gera ef Arafat yrði síðan endur- kjörinn forseti Palestínu af kjós- endum? Yrði það til þess að hann myndi gefa Ísraelum grænt ljós á að ganga endanlega frá Arafat? Myndi það síðan breyta einhverju þótt aðrir tækju við forystu í heimastjórninni? Yrði þeim skapað það umhverfi sem þarf til að berjast gegn hryðjuverkum eins og Bush vill? Eða fær Sharon að eyðileggja þá forystu sem Palestínumenn myndu kjósa sér? Í ræðu forsetans kom fram hvar afstaða hans liggur. Palestínumenn eru sekir, Ísraelsmenn ekki. Í raun- inni sagði hann það nánast berum orðum að Palestínuforseti bæri ábyrgð á þessu öllu. Bush virðist vera búinn að gleyma því að í apríl gaf utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna út tilkynningu þar sem fram kom að ekki hefðu fundist neinar vísbendingar þess efnis að Arafat eða aðrir í palestínsku heimastjórn- inni tengdust hryðjuverkaárásum á Ísrael. En auðvitað má ekki styggja Ísraels-lobbýistana í Bandaríkjun- um. Þótt Bush sé óupplýstur veit hann sem er að ef hann á að halda velli í forsetakosningunum árið 2004 skal hann dansa eftir strengj- um lobbýistanna. Ef sanngjarn friður á að koma til í Mið-Austurlöndum á næstunni verður blindur stuðningur Banda- ríkjanna við hernámsríkið Ísrael að líða undir lok. En á meðan tang- arhald formælenda Ísraels á stjórn- málamönnum í Washington fær að líðast er ekki hægt að búast við slíkum friði. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Um Bush og Palestínu Frá Sigurði Þórarinssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.