Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVARS Fjármálaeftirlitsins við fyr- irspurn um lögmæti yfirtökutilboðs Búnaðarbankans og fimm stofnfjár- eigenda í stofnfé Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis (SPRON) er ekki að vænta í þessari viku. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, tekur fram að stofnunin muni þó flýta afgreiðslu málsins svo sem kostur er. Fjármála- eftirlitið hefur fjórar vikur til að af- greiða málið frá því umbeðin gögn hafa borist því. Hvetja stofnfjáreigendur til þess að veita ekki umboð Stjórn SPRON sendi stofnfjáreig- endum símskeyti á laugardaginn þar sem hún áréttar að fundi stofnfjáreig- enda hafi verið frestað vegna laga- legrar óvissu yfirtökutilboðs Búnað- arbankans en tekur jafnframt fram að til fundar verði boðað þegar rétt- aróvissu hefur verið eytt. Þá hvetur stjórnin stofnfjáreigendur til þess að veita engin umboð vegna fyrirætlana hóps stofnfjáreigenda um að knýja fram fund á meðan núverandi óvissu- ástand ríkir. Pétur H. Blöndal, einn úr hópi stofnfjáreigenda, segir að nú sé verið að opna sérstaka skrifstofu á Túngötu 6 þar sem stofnfjáreigendur geti komið saman og aðstoðað við að hringja út. Það sé heilmikið verkefni að ná til þriðjungs stofnfjáreigenda til þess að knýja fram fund og þess vegna hafi menn ákveðið að opna sér- staka skrifstofu. Pétur segir þær áætlanir ekki hafa breyst þótt stjórn SPRON telji rétt að bíða úrskurðar Fjármálaeftirlits- ins. Tilboðið sem gert sé í nafni stofn- fjáreigenda af hálfu Búnaðarbankans sé óháð því fundarefni sem hafi verið á dagskrá og engin efni séu til að fresta fundinum vegna þess. Hópur stofnfjáreigenda leggi til að menn undirbúi jarðveginn, þ.e. verði niður- staða eftirlitsins jákvæð verði menn búnir eða tilbúnir til þess að halda fund og taka á þeim atriðum sem skipta máli, þ.e. afnámi á takmörkun á fjölda hluta sem hver má eiga og að ekki verði lagst gegn breytingum á eigendum stofnfjárins. Viðskiptabankarnir eins og hrægammar yfir sparisjóðunum Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segir að kjarni málsins sé að verði farið inn á þessa braut muni starfsemi allra sparisjóðanna lognast út af. „Ég er ekki hissa á því að viðskipta- bankarnir raði sér upp í biðröð núna. Sparisjóðirnir hafa styrkt mjög stöðu sína mörg undanfarin ár og þeir sem ein heild eru með sterkustu eiginfjár- stöðu að Íslandsbanka einum undan- skildum. Í skoðanakönnunum hefur einnig komið fram að viðskiptavinir þeirra eru ánægðari en viðskiptavinir viðskiptabankanna. Þannig að það skal engan undra,“ segir Guðmundur, „þótt viðskiptabankarnir sveimi yfir okkur eins og hrægammar til þess að reyna að koma okkur út af markaðin- um. En er þetta æskilegt fyrir þjóðfé- lagið og vill almenningur þetta eða neytendur? Í ljósi velgengni spari- sjóðanna fullyrði ég að þeir eiga enn heilmikið erindi við þjóðina.“ Hópur fimm stofnfjáreigenda í SPRON opnar skrifstofu Svars Fjármálaeftirlitsins ekki að vænta í vikunni JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að senda for- svarsmönnum Landspítala – há- skólasjúkrahúss erindi um að fara yfir vaktafyrirkomulag ungra lækna á spítalanum. Einnig verður sett af stað vinna við að skilgreina hugtakið „læknir í starfsnámi“, en það hefur verið óljóst hingað til. Oddur Steinarsson, formaður Fé- lags ungra lækna, segir að þarna sé ekki töfralausn á ferðinni. Hann segir að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir því að unglæknar fái hvíldar- tímaákvæði samþykkt, eða skil- greind viðeigandi réttindi. Forystu- menn félagsins íhuga nú málssókn á hendur ríkinu. Ráðherra tilkynnti fulltrúum Fé- lags ungra lækna þetta á fundi í gær, en eins og kom fram í Morg- unblaðinu kynntu unglæknar ráð- herra málstað sinn á föstudaginn sem leið. Hann segist þegar hafa rætt við forráðamenn LSH um vaktafyrirkomulag unglækna, en honum hafa borist bréf frá Vinnueft- irlitinu og landlækni þar að lútandi. Unglæknar hafa verið óánægðir með vinnutíma sinn og kjör, en Fé- lagsdómur felldi nýlega dóm um að boðaðar verkfallsaðgerðir Félags ungra lækna væru ólögmætar. Óttast að sagan sé að endurtaka sig Oddur Steinarsson segir að þessi leið með vaktafyrirkomulagið hafi verið farin fyrir tveimur árum. „Þá voru vaktir styttar, en fjölgað um leið. Því var heildarvinnutíminn jafn langur og áður,“ segir hann. Hann segir að unglæknar óttist að nú sé sagan að endurtaka sig. „Spít- alinn virðist ekki fá nein úrræði til að bæta mönnun. Staðan versnar ár frá ári og ríkið fer mjög halloka í samkeppninni,“ segir hann. Varðandi hitt atriðið, að skil- greina hugtakið „læknir í starfs- námi“, segir Oddur það litlu skipta fyrir unga lækna. „Þetta er aðeins til að spítalinn geti notað undan- þáguákvæðið fyrir lækna í starfs- námi. Þetta er eitthvað sem ríkið hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera,“ segir hann. Lögsókn skoðuð í vikunni Oddur segir að félagsfundur fjalli um þetta mál í næstu viku. „Við er- um að skoða hvort við eigum að fara í mál við ríkið á grundvelli þessa undanþáguákvæðis í samningi Læknafélagsins og ríkisins. Þar er reyndar talað um „lækna í starfs- námi“, en í framkvæmdinni er því beitt á alla unga lækna. Flestir í okkar röðum eru svokallaðir deild- arlæknar, sem eru með fullgilt lækningaleyfi og stunda ekki skipu- lagt sérnám hér á Íslandi. Það er ekki víst að spítalinn geti beitt þessu ákvæði á þá,“ segir hann. Hann seg- ir að þetta verði skoðað með lög- fræðingi í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir að kjaramál unglækna heyri undir fjár- málaráðuneytið og því hafi hann ekki lögsögu í þeim efnum. „En ef ráðstafanir hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir sjúkrahúsið verður að huga sérstaklega að því, m.a. með tilliti til fjárveitinga,“ segir hann. Heilbrigðisráðherra sendir LSH erindi vegna unglækna Formaður Félags ungra lækna ótt- ast að aðgerðir hafi lítið að segja STOFNUÐ voru samtök um jarð- gangagerð á Mið-Austurlandi á fundi í Sólbrekku á Mjóafirði um síðustu helgi. Tilgangur fundarins og samtak- anna, að sögn Guðrúnar Katrínar Árnadóttur á Seyðisfirði, er að vekja athygli á hugmyndinni um svokölluð T-göng, sem myndu tengja Seyðis- fjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð og Hérað. Ekki er búið að ákveða nafn á samtökin. Guðrún Katrín segir að hugmyndin sé yfir 20 ára gömul. „Framkvæmdin er afar mikilvæg fyrir Mið-Austur- land; eflingu atvinnulífs og almennt betri búsetuskilyrði. Hún er sérstak- lega fýsileg með tilliti til væntanlegra álversframkvæmda,“ segir hún og bætir við að göngin myndu draga mjög úr vetrareinangrun staðanna. Hún leggur áherslu á að stefna fé- lagsmanna sé ekki að koma í veg fyrir gangagerð annars staðar. Mikilvægt fyrir sterkan byggðarkjarna Guðrún segir að stefnan sé að mynda sterkan byggðarkjarna á Mið- Austurlandi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að við fáum þessi göng og þurfum ekki að bíða í önnur 20 ár,“ segir hún. Hún segist gera sér grein fyrir að um mjög dýra framkvæmd sé að ræða, „en hún er peninganna virði“. Framkvæmdin myndi hafa í för með sér verulega styttingu á vega- lengdum milli staða. Sem dæmi nefnir Guðrún að vegalengd milli Norðfjarð- ar og Seyðisfjarðar yrði 26 kílómetr- ar, í stað 100 kílómetra eins og raunin er nú. Á milli Eskifjarðar og Seyð- isfjarðar eru nú 75 kílómetrar, en göng myndu stytta leiðina niður í 26 kílómetra. Rúmlega 20 ára gömul hugmynd Guðrún segir að hugmyndin hafi verið rannsökuð fyrst árin 1983–84 og svo aftur 1989 og 1993. Á tímabili hafi hún verið komin inn á langtímaáætlun Vegagerðarinnar, en með þingsálykt- un um jarðgangaáætlun árið 1999 hafi aðrar framkvæmdir verið settar í for- gang. Samkvæmt fyrrnefndri þingsálykt- un, sem samþykkt var 13. maí árið 2000, skal leggja jarðgöng milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Auk þess skal sérstaklega rannsökuð göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar ann- ars vegar og Héraðs og Vopnafjarðar hins vegar.        #$  %  &'(% )*% +' , % # )*%    !"# $%   &'" "  ()   &!! *+ -  , -                                       !"    -   -   - . - , - -   -   -       Samkvæmt þingsályktun frá 2000 skal huga að gerð ganga undir Hellis- heiði, frá Vopnafirði til Héraðsflóa. Tillagan gerir líka ráð fyrir að haf- ist verði handa við gerð ganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Hugmyndin sem hin nýstofnuðu samtök vilja koma á framfæri felur í sér göng frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, Seyðisfirði til Mjóafjarðar, Mjóafirði til Norðfjarðar og Norðfirði til Eskifjarðar. Önnur útfærsla gerir ráð fyrir göngum frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, Mjóafirði upp á Hérað, Mjóafirði til Norðfjarðar og Norðfirði til Eskifjarðar. Tveir möguleikar þykja koma til greina á síðastnefndu leiðinni; 6 kílómetra og 4,2 kílómetra göng. Ný samtök um jarðgangagerð á Austurlandi SMITHSONIAN- safnið í Washington D.C. í Bandaríkjunum hefur fengið til varð- veislu afrakstur ævi- starfs Höllu Linker og manns hennar, sjón- varpsmannsins Hals Linker, en hann lést árið 1980. Um er að ræða allt filmusafn hjónanna, sjónvarps- þætti, myndir, hljóð- upptökur, auglýs- ingaefni, ritdóma og viðtöl við Linker- fjölskylduna. Að sögn Höllu verð- ur efnið varðveitt í mann- og forn- leifafræði Smithsonian-safnsins sem ein heild, undir nafninu The Linker Family Collection. Halla segir að samningurinn við Smithsonian- safnið hafi þróast undanfarið ár. Að- dragandi málsins er sá að fyrir nokkrum árum gaf Halla hluta af filmusafni sínu til California State University í North- ridge og átti háskólinn síðar frumkvæði að því að haft var samband við Smithsonian-safnið vegna málsins, og hafði safnið mikinn áhuga á þessu. Í fyrrasumar hafi svo forstjóri mann- fræðideildar Smith- sonian-safnsins, John Homiak, komið til fundar við sig, en í ljós kom að það efni sem Halla hafði í fórum sín- um var mun umfangs- meira en hann bjóst við. Ákveðið var því að funda um málið með ábyrgðarnefnd safnsins og átti fundurinn að eiga sér stað 11. september, en vegna hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum þann dag í fyrra frestaðist hann. Nú er hins vegar búið að ganga frá samningum milli safnsins og Linker-fjölskyld- unnar. Mun safnið veita efninu mót- töku nú í júlí og flytja það til Wash- ington D.C. Þar verður það aðgengilegt vís- indamönnum eða öðrum í heim- ildaleit, til dæmis á sviði arkitekt- úrs, en Halla segist mjög ánægð með að safnið geti nýst á þennan hátt. Gæti ekki hugsað mér neitt betra Aðspurð um merkingu þessa fyrir sig segir Halla að hún gæti ekki hugsað sér neitt betra en að ævi- starf hennar og Hals Linker fari til varðveislu um ókomna tíð á einu merkasta safni í heimi, og verði varðveitt og nýtt þar. Hún segir að sama gildi um son hennar sem ferð- aðist í æsku vítt og breitt um heim- inn með foreldrum sínum vegna starfa þeirra, en er nú læknir í Bandaríkjunum. Hann sé einnig af- ar ánægður með þessa niðurstöðu. Allt efni sem Halla og Hal Linker tóku upp á Íslandi gaf Halla Kvik- myndasjóði Íslands til varðveislu ár- ið 1992. Ævistarf Linker-hjónanna á Smithsonian-safnið Halla Linker

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.