Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL brautskráðra nemenda frá Háskóla Íslands á dögunum voru þeir þrír fyrstu sem útskrifast úr meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðiskor skólans, en það eru þau Lára S. Baldursdóttir, Haukur Arnþórsson og Soffía Waag Árnadóttir. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor, segir að námið í opinberri stjórnsýslu sé áframhaldandi þróun á svipuðu námi eða meistaranámi í stefnumótun og stjórnsýslu. „Þessi gráða M.P.A. (Master of Public Ad- ministration) er hugsuð sem hagnýtt nám með fræðilegu ívafi fyrir þá sem ætla að sinna opinberri stjórnsýslu eða annars konar stjórnsýslu. Mjög oft sækir í þetta nám fólk sem er bú- ið að vera úti á vinnumarkaðnum og langar að styrkja stöðu sína, ann- aðhvort í því starfi sem það er í eða langar að skipta um vettvang,“ segir Gunnar. Að hans sögn er námið þverfag- legt og hugsað fyrir fólk úr öllum greinum. Hann segir að í námið hafi sótt fólk með mjög ólíka menntun, en skilyrði sé að fólk hafi lokið BA- prófi eða hliðstæðri gráðu. „Námið er hugsað þannig að stjórnsýslan þarf á fólki að halda með ólíkan bak- grunn. Hún þarf á lögfræðingum að halda, verkfræðingum, stjórnmála- fræðingum og svo framvegis. Við viljum fá þetta ólíka fólk sem ætlar að fara að vinna í ólíkum greinum stjórnsýslunnar og fara í gegnum meginatriðin í opinberri stjórnsýslu sem fræðigrein jafnt sem hagnýtri grein,“ bendir hann á. Aðspurður hvert fyrirmyndin að náminu sé sótt, segir Gunnar að litið hafi verið til Bandaríkjanna. Nám af þessu tagi hafi þróast töluvert í Bandaríkjunum og hafi því verið höfð hliðsjón af bandarískum skólum við skipulagningu námsins og á hann von á að svo verði áfram. Fimmtán eininga starfsþjálfun Að hans sögn er nám í opinberri stjórnsýslu 60 einingar, þar af 15 eininga starfsþjálfun, en þeir sem hafa víðtæka starfsreynslu hjá hinu opinbera fá þær einingar metnar. Gunnar segir að það gildi um marga nemendur að þeir hafi mikla starfs- reynslu þegar út í námið er komið. Hann bætir við að námið sé fjöl- breytt og bendir á að fólk hafi einnig val upp að ákveðnu marki og geti sótt námskeið í öðrum greinum og jafnvel öðrum skólum, jafnt innlend- um sem erlendum. Hann nefnir sem dæmi að fólk læri grunnatriði í stjórnsýslu íslenska ríkisins og í op- inberri stjórnsýslu. Þá séu kenndar kenningar um skipulagsheildir og hvernig nýrri kenningar um stjórn- un hafi verið útfærðar. „Síðan læra nemendur grunnatriðin í stjórn- sýslurétti, rekstarhagfræði og í framhaldi af því hvernig fólk leggur mat á kostnað og ábata hjá hinu op- inbera,“ bendir hann á. Gunnar leggur áherslu á að kenn- ararnir komi úr ólíkum deildum inn- an skólans og einnig af vinnumark- aðnum. Hann segist vonast til að í framtíðinni muni fólk sem starfi við opinbera stjórnsýslu koma og kenna, til þess að tengslin milli meistara- námsins og stjórnsýslunnar verði svolítið lifandi. Að sögn Gunnars gera nemendur síðan lokaverkefni og geta þeir valið hvort þeir vinna hagnýtt verkefni eða fræðilega ritgerð. „Enn sem komið er hefur ritgerðarformið verið allsráðandi en við viljum gjarnan prófa okkur áfram í hina áttina. Það á að vera svolítil gróska í þessu námi, gróska sem við viljum gjarnan sjá komast út í þjóðfélagið,“ heldur hann áfram. Hann segist sannfærður um að þetta nám hafi sannað gildi sitt en 15 nemendur voru teknir inn í fyrra- haust. Nemendur í opinberri stjórn- sýslu eru nú á bilinu 20–30, en ein- göngu eru teknir inn nemendur annað hvert ár. Upplýsingatæknin hefur haft mikil áhrif á lýðræðið Haukur Arnþórsson, forstöðu- maður á upplýsinga- og tæknisviði Alþingis, segir að námið hafi bæði verið mjög skemmtilegt og gagnlegt. Haukur er með B.Ed.-gráðu í upp- eldisfræði og hefur starfað lengi hjá hinu opinbera. Hann telur að sú starfsreynsla hafi verið góður und- irbúningur að náminu í opinberri stjórnsýslu. „Mér fannst stjórnsýsluhluti nám- ins innihaldsmeiri en ég átti von á. Saga stjórnsýslunnar, viðhorf í þró- un hennar og stjórnsýsluréttur fundust mér skemmtileg viðfangs- efni. Farið var dýpra í þessi efni en ég hafði vænst. Námið nýtist sér- staklega vel öllum þeim sem að vinna hjá hinu opinbera, ekki síst stjórnendum,“ segir hann. Haukur skrifaði lokaritgerð sína um lýðræði og upplýsingatækni. Hann skoðaði helstu þætti lýðræð- isins og upplýsingatækninnar og bar saman hvaða áhrif líklegt væri að upplýsingatæknin hefði á lýðræðið. Hann telur að upplýsingatæknin hafi mikil áhrif á lýðræðið bæði beint og óbeint. „Tæknin hefur bein áhrif sem nýr miðill í samskiptum kjós- enda og stjórnmálamanna. Þessi miðill er gagnvirkur og þar af leið- andi svolítið öðruvísi en aðrir miðlar, þar sem samskiptin eru bara í aðra áttina,“ bætir hann við. Hann lýsir óbeinum áhrifum og segir að upplýsingatækni leiði til þess að starfsemi stjórnmálamanna og hins opinbera verði sýnileg með netbirtingu ákvarðana og annars efnis. Þetta gagnsæi opinberra starfa auðveldi almenningi aðhald að hinu opinbera. Haukur segir að upplýsingatækni hafi ekki áhrif á fulltrúalýðræðið og bendir jafnframt á að ekki séu allir sammála þessari niðurstöðu. „Þó að lýðræðið verði á ýmsan hátt virkara með upplýsingatækni þá mun það ekki leiða til milliliðalauss lýðræðis, beins lýðræðis. Upplýsingatækni hefur ekki áhrif á forsendur fulltrúa- lýðræðisins nema að litlu leyti. For- sendur þess eru fjöldi mála, fjöldi þátttakenda í lýðræðinu, fjarlægðir sem hafa minnkað með netinu og sérhæfing sem er alltaf að aukast. Þar af leiðandi er það mín niðurstaða að þrátt fyrir mikil bein og óbein áhrif upplýsingatækni í átt til auk- innar lýðræðislegrar virkni og betra og fullkomnara lýðræðis þá breytir upplýsingatækni ekki fulltrúalýð- ræðinu,“ segir hann. Pappírslaust Alþingi Soffía Waag Árnadóttir er mjög ánægð með námið í opinberri stjórn- sýslu og telur hún að opinber stjórn- sýsla sé mjög spennandi vettvangur, þar sem hún sé að breytast mikið og nýjar hugmyndir séu að koma inn sem líkist stjórnunarháttum í fyrir- tækjum. Soffía er að vinna að rann- sóknum núna í kjölfar námsins, en hún hefur einnig lokið diplóma- gráðu í ferðamálafræði frá Salz- burgarháskóla og BA-gráðu í félags- fræði. Soffía skrifaði lokaritgerð sem fjallaði um það hvort Alþingi gæti orðið fyrsta pappírslausa þing í ver- öldinni. Hún tók fyrir og rannsakaði póst ákveðins fjölda alþingismanna í ákveðinn tíma en markmiðið var að leita leiða til að minnka pappírsflæð- ið sem þingmenn fá í viku hverri. „Ég fékk aðgang að póstinum hjá þeim og flokkaði hann. Upp úr því vann ég spurningalista fyrir stofn- anir og hagsmunasamtök sem senda Alþingi póst. Þá fékk ég viðhorf þeirra til almenns pósts og tölvu- pósts. Svo tók ég einnig viðtal við starfsmenn Alþingis,“ segir hún. Að sögn Soffíu segir í þingsköpum að pappír skuli lagður á borð þing- manna og sé pósturinn í raun tví- þættur, annars vegar það sem kem- ur að utan til Alþingis og hins vegar innanhússpóstur og leggur hún áherslu á að það sé einnig gífurlegt magn. Hún segir að það sem hafi komið í ljós með könnuninni sé að þrátt fyrir aukna rafvæðingu lifi pappírssamskiptin góðu lífi. „Þetta eru allavega skýrslur og blöð sem send eru til hinna kjörnu fulltrúa okkar. Alþingismenn kom- ast ekki yfir að lesa allt og þar af leiðandi fer sumt af þessu beint í ruslið,“ bendir hún á en segir að þingmenn fái reyndar einnig mikið magn af rafrænum pósti og það þurfi að koma böndum á hann. Hún segist hafa komið með tilllögu að gagn- virku pósttorgi. „Það er rafrænt samskiptatorg Alþingis þar sem markmiðið er að ná tökum á öllum upplýsingastraumi til og frá Alþingi. Þá er til dæmis póst- ur alþingismanna flokkaður efnis- lega og ef einhver er til dæmis að fylgjast með sjávarútvegsmálum þá getur sá hinn sami farið inn á sjávar- útveg og fundið þar allar upplýsing- ar um málefnið og jafnframt komið sinni skoðun á framfæri,“ bætir hún við. Árangursstjórnun hjá hinu opinbera Lára S. Baldursdóttir, forstöðu- maður landsskrifsstofu fyrir ungt fólk í Evrópu, segir að meistaranám- ið hafi staðið undir væntingum og að hún sé afskaplega ánægð með nám- ið. Lára er menntaður kennari en hefur starfað hjá hinu opinbera í tíu ár og segir hún að námið hafi sett hlutina í ákveðið samhengi. Hún seg- ir það mikilvægt að stjórnendur hjá hinu opinbera vinni faglega og þetta nám stuðli að því. Lára skrifaði lokaritgerð um ár- angursstjórnun hjá hinu opinbera. „Árangursstjórnun hefur verið not- uð og byrjaði fyrst í einkageiranum. Síðan hefur hún verið löguð að þörf- um hins opinbera. Mér fannst mjög forvitnilegt að skoða þetta tæki af því að bæði Reykjavíkurborg og rík- ið hafa verið að nota það. Ég vildi vita hvort þetta væri jafn merkilegt og nothæft og af er látið,“ segir hún. Lára fjallaði fyrst fræðilega um efnið og segist hafa reynt að kafa dá- lítið ofan í bakgrunninn og á hverju það byggist. Hún segir að fólk sé alltaf að reyna að finna út hagkvæm- ar leiðir til að vinna skipulagsheildir, nýta fjármagnið sem best og finna út hvernig hægt sé að ná markmiðum og byggir árangursstjórnun á þeirri hugmynd. „Síðan gerði ég rannsókn hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Ég tók viðtöl við millistjórn- endur, það er forstöðumenn fé- lagsmiðstöðva, og spurði þá út í hvað vanti upp á til að þeir geti notað ár- angursstjórnun eins og á að gera. Einnig spurði ég hvort þetta stjórn- tæki væri að skila því sem til er ætl- ast,“ bætir hún við. Hún bendir á að vandamálið fyrir hinn opinbera vettvang sé það að stjórnendur hafi ekki sömu fjárhags- legu viðmiðin sem einkafyrirtæki hafi, það er hagnað og tap og geti því verið erfitt fyrir stjórnendur að mæla árangur af starfi sínu. „Í grundvallaratriðum er árangurs- stjórnun hin sama, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum, en áherslan getur ekki verið á hagn- að og tap hjá hinu opinbera,“ heldur Lára áfram. Að hennar sögn var niðurstaðan af rannsókninni sú að árangursstjórn- un sé mjög gagnlegt hjálpartæki til þess að ná góðri þjónustu og hag- kvæmum rekstri, en hins vegar segir hún að ekkert komi í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi og reynslu stjórnandans. Fyrstu nemarnir luku meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ Hagnýtt nám með fræðilegu ívafi Fyrstu nemendurnir með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í síðasta mánuði. Þeir sögðu Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur frá lokaverkefnum sínum, auk þess sem hún kynnti sér hvað í náminu felst. Morgunblaðið/Jim Smart Haukur Arnþórsson, Lára S. Baldursdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson og Soffía Waag Árnadóttir. fanneyros@mbl.is BJÖRN Bjarnason segir í pistli á heimasíðu sinni að viðbrögð sendi- herra Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi við ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra komi þeim ekki á óvart sem fylgst hafi með talsmönnum ESB á alþjóðafundum. Þeir láti oft eins og þeir séu langt yfir fulltrúa ein- stakra aðildarríkja hafnir, þeirra sé í raun að eiga síðasta orðið, þótt um sé að ræða pólitísk málefni, sem snerta hagsmuni einstakra ESB-landanna. Björn segir að þessum embætt- ismönnum ESB sé mikið í mun að halda því stíft fram að þeir hafi ekki aðeins túlkunarvald heldur einnig einhvers konar yfirþjóðlegt, lýðræðislegt umboð til að líta á pólitíska hagsmuni einstakra ríkja sem horn í síðu ESB-heildarinnar. „Þess vegna,“ heldur Björn áfram, „bregðast embættismenn- irnir við með sama hætti og sendi- herra ESB á Íslandi gerði, þeir hika ekki við að setja ofan í við kjörna fulltrúa þjóða, af því að þeir komast upp með það, einmitt vegna skorts á lýðræðislegu að- haldi og viðhorfsins í skjóli þess gagnvart hinu upphafna embættis- mannavaldi í Brussel.“ Björn segir að því fari víðs fjarri að Davíð hafi verið að benda á eitt- hvað sem ábyrgir stjórnmálamenn hafi ekki tekið upp áður, þeim fjölgi þó sem betur fer jafnt og þétt, stjórnmálamönnunum í Evr- ópu, sem halda svipuðum skoðun- um fram, ekki síst vegna þess að þeim líki ekki viðbrögð eins og þau sem sendiherra ESB á Íslandi sýndi. Björn telur að þessi afstaða, að fyrr eða síðar verði menn að sætta sig við sjónarmið ESB, endur- speglist best í þeirri staðreynd að Brussel-valdið taki ekki til lang- frama mark á því, ef kjósendur í einhverju ESB-landi segja nei við einhverri ESB-samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Knúið er á um að atkvæðagreiðslan sé endurtek- in, þar til tekist hefur að fá já – þetta mega Írar reyna núna, eftir að þeir höfnuðu Nice-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er þrýst á nýja atkvæðagreiðslu og allt ESB-valdið leggst á þá sveif að fá langþráð já, til að fá meira um- boð en áður til að fara sínu fram,“ segir Björn. Björn Bjarnason um ummæli sendiherra ESB gagnvart Íslandi Skortur á lýðræðis- legu að- haldi innan ESB Athugasemdir komnar frá sex aðilum FRESTUR til að skila inn athuga- semdum til Skipulagsstofnunar vegna tillagna um stækkun álversins í Straumsvík rann út á föstudaginn. Stefán Thors skipulagsstjóri segir að athugasemdir hafi borist frá sex aðilum en tekur jafnframt fram að fleiri athugasemdir kunni að hafa borist enda sé miðað við dagsetningu póststimpils. Hann vill því að svo stöddu ekki gefa upp hverjir hafi sent inn athugasemdir. Stefán segir að miðað við það að framkvæmdaraðili haldi sig við alla tímafresti við að svara athugasemd- um og umsögnum sé stefnt að því að Skipulagsstofnun birti úrskurð sinn 26. júlí næstkomandi. Hugmyndir um stækk- un álvers í Straumsvík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.