Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 12

Morgunblaðið - 02.07.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við útivist- arsvæði í Fossvogsdalnum eru vel á veg komnar en þar hafa nú verið myndaðar tjarnir og lækir þar sem ætl- unin er að nýta regnfrá- rennsli, endurheimta vot- lendi, bæta aðgengi um svæðið með stígum og brúm og skapa aðlaðandi umhverfi og áhugaverða áningarstaði. Harald Alfreðsson, verk- fræðingur hjá Gatna- málastofu, segir stefnt að því að ljúka framkvæmdum nú í júlí en eftir er að sá í þau svæði er liggja að tjörnunum og lækjunum. Verktaki við framkvæmd- irnar er Fleygtak en það eru Reykjavíkurborg og Kópa- vogsbær sem standa að þeim. Heildarkostnaður verkefn- isins er um 70-100 milljónir króna sem skiptist jafnt á milli sveitarfélaganna. Tjarnir og lækir taka á sig mynd Fossvogsdalur Morgunblaðið/Þorkell FJÖLMENNI var við opnun Sögusafnsins síðastliðinn laugardag en safnið er til húsa í einum af hitaveitu- tönkunum í Perlunni. Það var borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem opnaði safn- ið og bauð velkominn fyrsta gest þess, Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Á myndinni eru auk Ingi- bjargar og Ólafs hjónin Ágústa Hreinsdóttir og Ernst Backman sem hafa veg og vanda af safninu. Í því gefur að líta ýmsar sögu- frægar persónur og stór- viðburði Íslandssögunnar auk þess sem gestir eiga þess kost að hlýða á frásögn af því sem fyrir augu ber. Eru brúðurnar á safninu 30 tals- ins. Safnið er opið alla daga milli klukkan 10 og 18. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Íslandssagan í hitaveitutanki Öskjuhlíð EIGENDUR parhúss við Rituhöfða í Mosfellsbæ hafa tilkynnt bænum málshöfðun vegna mistaka sem áttu sér stað við skipulagningu lóðar- innar sem hús þeirra stendur á. Bærinn hefur áður hafnað bótakröfu eigendanna. Í álitsgerð verkfræðings og lögfræðings vegna málsins kemur fram að vegna mistaka var parhúsið útsett á rangan hátt á lóðinni miðað við skipu- lag hennar. Eigendur hússins keyptu það, þegar húsið var í byggingu og ekki var búið að ganga frá götunni. Síðar kom í ljós að húsið var ranglega staðsett miðað við önnur hús í götunni. „Afleið- ingar mistakanna voru þær, að sýnt þótti, að ómögulegt væri að leggja bíl við bílskúra hússins,“ segir í álitsgerðinni. Þá segir að þegar mistökin hafi verið uppgötvuð hafi ver- ið ákveðið að færa gangstétt- ina við húsið út um tvo metra og sleppa þremur gestabíla- stæðum sem áttu að vera við það en annar kostur hefði ver- ið að rífa húsið og færa það aftar í lóðina með tilheyrandi kostnaði. Skaðinn metinn á tæpar þrjár milljónir Eigendur hússins kröfðust bóta vegna mistakanna og var ákveðið á fundi þeirra með bæjarstjóra að fá hlutlausa aðila, fyrrnefndan verkfræð- ing og lögfræðing, til að leggja mat á kröfuna. Er það mat þeirra að rétt sé að Mos- fellsbær greiði bætur til eig- endanna, samtals að fjárhæð 2.990.000 krónur. Kemur þó fram í álitsgerðinni að mats- mennirnir leggja til að bæt- urnar verði greiddar án við- urkenningar á bótaskyldu. Í bréfi sem bæjaryfirvöld sendu eigendunum í byrjun maí segir að eftir yfirferð hafi bæjarráð samþykkt að hafna álitsgerðinni og bótakröfunni. Á fundi bæjarráðs síðastlið- inn fimmtudag var svo lagt fram erindi lögmanns eig- endanna þar sem tilkynnt er að óskað verði eftir dóm- kvaðningu matsmanna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og að eigendurnir muni krefjast fullra skaðabóta auk útlagðs kostnaðar sem af málaferlum muni hljótast. Segir í bréfinu að eigendurnir séu reiðubúnir til að sækja málið bæði fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti gerist þess þörf. Á fundinum var bæjar- stjóra falið að kanna hvort vá- tryggingavernd Mosfellsbæj- ar næði yfir atvikið. Að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, er sú athugun í gangi og er vonast eftir niðurstöðu henn- ar sem fyrst. „Þetta er á leið- inni til dómstóla og þá er eins gott að allir hlutir séu klárir. Það er ljóst að það er tjón en það er spurning hver er bóta- skyldur.“ Hún bendir á að álitsgerðin hafi gert ráð fyrir að bærinn greiddi ákveðna upphæð án viðurkenningar á bótaskyldu. „Það hefur ákveðið fordæm- isgildi að ákveða að greiða eitthvað án þess að viður- kenna að maður sé bótaskyld- ur og þess vegna er best að ganga úr skugga um hver er staða bæjarins gagnvart þessu máli.“ Krefjast skaðabóta vegna mistaka við útmælingu Mosfellsbær EKKI er biðlisti eftir leik- skólaplássi á Seltjarnar- nesi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum. Segir þar að öll börn, sem verði tveggja ára á árinu, hafi fengið út- hlutað leikskólaplássi fyr- ir haustið. Allt niður í 18 mánaða Í fréttatilkynningunni kemur fram að hægt hafi verið að veita þessum hópi pláss þar sem nýr hópur barna hefji skólagöngu í sumar og á haustmánuð- um. Þá hafi nokkrum hópi barna yngri en tveggja ára og allt niður í 18 mán- aða verið úthlutað leik- skólaplássi. Seltjarnarnesbær rekur tvo leikskóla, Mána- brekku og Sólbrekku, og eru þar rými fyrir rúm- lega 200 börn. Þá er fyr- irhugað að byggja nýjan leikskóla á kjörtímabilinu. „Samhliða byggingu hans verða m.a. kannaðir möguleikar á að lækka inntökualdur barna í leik- skólum á Seltjarnarnesi á næstu árum,“ segir í fréttatilkynningunni. Engir leik- skólabiðlistar Seltjarnarnes KYLFINGAR í Garðabæ og Kópavogi fögnuðu stórum áfanga á föstudag er 18 holu golfvöllur Golfklúbbs Kópa- vogs og Garðabæjar við Víf- ilsstaði var formlega opnaður. Unnið hefur verið við fram- kvæmdir á vellinum frá árinu 1993 en byrjað var að stunda golf á þessum stað árið 1990. Fyrri hluti vallarins var opnaður árið 1996 og síðan hefur verið unnið að því að koma vellinum í það horf sem hann er nú í þannig að hægt væri að leika völlinn í 18 hol- um samkvæmt vallarteikn- ingunni frá 1993. Það var Gunnlaugur Sig- urðsson, formaður GKG, sem opnaði völlinn en að því loknu kepptu unglingar úr klúbbn- um um að hitta sem næst holu á 9. og 18. braut vall- arins. Var fjöldi golfara mættur til að taka þátt í há- tíðarhöldum í tilefni af opn- uninni. Morgunblaðið/Golli Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, Sigur- rós Þorgrímsdóttir, bæjarstjórnarfulltrúi í Kópavogi, Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, Guðmundur Ólafsson, gjaldkeri GKG, og Gunnlaugur Sig- urðsson, formaður klúbbsins. Formleg opnun 18 holu golfvallar Garðabær/Kópavogur VISTMENN og starfsfólk Droplaugarstaða hélt upp á tuttugu ára afmæli heimilis- ins á föstudaginn og var margt um að vera í tilefni dagsins. Að sögn Guðrúnar Karls- dóttur, starfsmanns Drop- laugarstaða, var grillað og há- tíðarmatur var í boði. Veðrið setti strik í reikninginn, þar sem það var ausandi rigning og náðist því aðeins að grilla pylsur, en kjötið var matreitt inni á hefðbundinn máta. Börnin í leikskólanum Sól- hlíð sungu fyrir vistmenn og vakti það mikla ánægju þeirra á meðal. Síðan kom Músíkbandið í Gerðubergi, sem er söngflokkur eldri borgara, og tók það einnig lagið. Guðrún segir að vistmenn hafi verið mjög ánægðir með daginn og var þetta heilmikil tilbreyting frá daglegu amstri. Að hennar sögn eru 68 vistmenn á Droplaugar- stöðum á tveimur hæðum. Báðar deildirnar eru hjúkr- unardeildir, en áður var vist- deild á neðstu hæð. Margir íbúanna eru komnir yfir ní- rætt og þurfa mikla umönn- un. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börnin í leikskólanum Sólhlíð sungu fyrir íbúa á Droplaugarstöðum í tilefni afmælisins. Ungir sem aldnir á tuttugu ára afmæli Droplaugarstaða Austurbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.