Morgunblaðið - 02.07.2002, Page 14

Morgunblaðið - 02.07.2002, Page 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A Triumph sundbolir og bikini B, C og D skálar Útsölustaðir: Útilíf, Intersport, Hringbrautarapótek, Músík og sport Hf., HB búðin Hf, Axel Ó., Vestm., Palóma Grindavík, Silfurtorg Ísafirði. Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf, Hamraborg 7, sími 564 0035. HEIMAMAÐURINN Ólafur Gylfa- son bar sigur úr býtum í keppni án forgjafar á Arctic-open- miðnæturgolfmótinu sem lauk á Jaðarsvelli á laugardag. Félagar hans úr GA, Sigurður H. Ringsted og Birgir Haraldsson höfnuðu í öðru og þriðja sæti en keppt var eftir punktakerfi. Kristinn Páll Guðmundsson úr Kópavogi sigr- aði í keppni með forgjöf, Freyr Hólm Ketilsson GA varð annar og Jason Scarth Bandaríkjunum þriðji. Kolbeinn Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri GA, sagði mótið hafa heppnast mjög vel en kepp- endur voru um 160 og þar af um 70 útlendingar víðs vegar úr heiminum. Miðnætursólin sýndi sig í öllu sínu veldi á opnunarhóf- inu á miðvikudagskvöld en hún lét aftur fara minna fyrir sér báða keppnisdagana, aðfaranótt föstu- dags og laugardags. „Menn fengu þó að sjá sólina birtast aðeins að- faranótt föstudags í fallegu skýja- fari,“ sagði Kolbeinn. Að þessu sinni var einnig keppt í kvennaflokki og öldungaflokki. Þjóðverjinn Klaus Nens sigraði í öldungaflokknum, Guðmundur S. Guðmundsson GR hafnaði í öðru sæti og Hreiðar Gíslason GA í því þriðja. Í kvennaflokki röðuðu GA- konur sér í efstu sætin, Andrea Ásgrímsdóttir sigraði, Halla Berglind Arnardóttir hafnaði í öðru sæti og Halla Sif Svavars- dóttir í þriðja sæti. Albert Hörður Hannesson GA gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á mótinu en draumahögg- inu náði hann á 11. braut. Ólafur Gylfason sigraði á Arctic-open- golfmótinu Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Miðnætursólin var ekki fyrirferðarmikil á Arctic-open-golfmótinu sem lauk á Akureyri um helgina, en hún lét þó aðeins á sér kræla. FIMM voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir umferðarslys á Moldhaugna- hálsi norðan Akureyrar síðdegis á sunnudag. Í bifreiðinni voru tvö börn, tvær konur og einn karlmað- ur. Bifreiðin lenti utan vegar og valt ofan í skurð, en í honum var tölu- vert af vatni. Aðkoman á slysstað var slæm, en farþegar reyndust minna slasaðir en haldið var í fyrstu. Nokkurn tíma eða um tutt- ugu mínútur tók að losa aðra kon- una úr bílnum, en hönd hennar var klemmd undir bifreiðinni. Loftpúðar voru notaðir til að lyfta bifreiðinni og losa konuna. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og slökkviliði vegna slyssins og auk lögreglu voru sendir þrír sjúkrabílar á vettvang, tækja- bíll og læknir. Ljósmynd/Myndrún, Rúnar Þór Frá slysstað á Moldhaugnahálsi. Umferðarslys á Moldhaugnahálsi norðan Akureyrar Höndin klemmd- ist undir bílnum Ljósmynd/Myndrún, Rúnar Þór Bifreiðin hafnaði ofan í skurði þar sem var töluvert af vatni. SKÓLANEFND Akureyrarbæjar fjallaði um erindi frá menntamála- ráðuneytinu á fundi sínum nýlega, þar sem tillkynnt var um niður- stöður úttekta ráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum Síðuskóla, Glerárskóla og Lundarskóla. Einn- ig beindi ráðuneytið þeim tilmæl- um til bæjarstjórnar að hún kynnti sér vandlega niðurstöðurnar og ynni að úrbótum eftir því sem við ætti. Skólanefnd fagnar þeim árangri sem Glerárskóli hefur náð, en sam- kvæmt niðurstöðum úttektarinnar er hann einn af fjórum skólum, í þessari úttekt, sem stenst kröfur um sjálfsmatsaðferðir sem mennta- málaráðuneytið hefur sett, en alls voru 39 skólar teknir út að þessu sinni. Skólanefnd fól deildarstjóra að fylgja þeim athugasemdum eftir sem gerðar eru við sjálfsmatsað- ferðir Lundarskóla og Síðuskóla, en í Síðuskóla teljast sjálfsmats- aðferðirnar fullnægjandi að hluta en framkvæmdin fullnægjandi. Sjálfsmatsaðferðir grunnskóla Góður árangur Glerárskóla LJÓÐHÚS Menntaskólans á Akur- eyri var formlega opnað 17. júní síð- astliðinn, en það er sérstök deild Bókasafns MA. Þar hefur verið kom- ið fyrir mikilli bókagjöf, safni ljóða- bóka hjónanna Aðalbjargar Hall- dórsdóttur og sr. Sigurðar Guð- mundssonar vígslubiskups frá Grenjaðarstað. Þau hjónin ánöfnuðu Menntaskólanum safnið við skóla- setningu hinn 20. september 1996, en nú hefur trésmiðjan Ýmir hannað og smíðað innréttingar í Ljóðhús, bak- herbergi Bókasafns MA á Hólum. Þar hefur safni Grenjaðarstaðar- hjóna verið komið smekklega fyrir ásamt nákvæmri bókfræðilegri skrá um innihald þess. Í safninu eru um þrjú þúsund bindi og meginhlutinn er frá 20. öld en þar má einnig finna ýmsar eldri gersemar, meðal annars Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson útg. í Kaupmannahöfn 1817, Kvæði eftir Benedikt Gröndal assessor útg. í Reykjavík 1833 og Ljóðmæli eftir Magnús Stephensen dr. juris confer- ensráð, útg. í Viðey 1842. Í Ljóðhúsi er aðstaða fyrir ein- staklinga og smærri hópa til rann- sókna, funda og verkefnavinnu. Þar er nettengd tölva og þar verða upp- lýsingar um heimildasöfn og upplýs- ingaveitur sem tengst geta notkun á þessu ljóðasafni og rannsóknum á ljóðlist. Bókasafn MA Ljóðhús opnað ÞORVALDSDALSSKOKKIÐ verð- ur haldið í áttunda sinn laugardag- inn 6. júlí. Þorvaldsdalurinn er skokkaður enda á milli og er vega- lengdin um 26 kílómetrar. Skokkið er ætlað bæði skokkurum og göngu- mönnum á öllum aldri. Mæting er við endamarkið við Ár- skógsskóla klukkan 9.15 og þar geta menn skilið eftir eigur sínar og verð- ur keppendum síðan ekið að rás- marki við Fornhaga í Hörgárdal. Þátttakan kostar 1.000 krónur. Nán- ari upplýsingar á vefsíðunni hlaup.is. Það er Ferðafélagið Hörgur, Ung- mennafélagið Reynir, Björgunar- sveit Árskógsstrandar og Ferða- þjónustan Ytri-Vík/Kálfsskinni sem efna til hlaupsins. Þorvalds- dalsskokk ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.