Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 15
Jarðvegs-
þjöppur
Borgartúni 28, 562 2901
www.ef.is
Viðarkamínur SUMARTILBOÐ!
Dönsku Varde viðarkamínurn-
ar hafa fengið hæstu einkunn
hjá sænskum, dönskum og
þýskum stofnunum fyrir hita-
gildi, öryggi, nýtingu á elds-
neyti og litla mengun. Varde
kamínurnar eru úr þykku stáli
og með steyptan hurðarramma
og brunahólf. Fást í svörtu,
stálgráu og ýmsum litum.
Nú á sérstöku
sumartilboðsverði
Toppgæði - falleg hönnun - 16 gerðir
KARL Pedersen og félagar
koma fram á Heitum fimmtu-
degi í Deiglunni á fimmtu-
dagskvöld, 4. júlí kl. 21.30.
Söguganga verður á Nonna-
slóð á sama kvöld kl. 20. Lagt
af stað frá Minjasafnskirkju.
Þjóðlagatónleikar verða í
Deiglunni á föstudagskvöld, 5.
júlí, kl. 21, þar sem söngkonan
Julie Murphy frá Bretlandi
kemur fram ásamt hljómsveit.
Nýjar sýningar verða opn-
aðar í Ketilhúsi á laugardag,
6. júlí kl. 16. Innsetning
verður í aðalsal; Aðalsteinn
Svanur Sigfússon og Erlingur
Jón Valgarðsson, Bryndís
Kondrup sýnir á svölum og í
litla sal á jarðhæð sýna 10
danskir listamenn svonefnda
vídeólist.
Jón Laxdal Halldórsson
opnar sýningu í Kompunni kl.
16 á laugardag og Lísa Páls-
dóttir útvarps- og söngkona
verður þar með uppákomuna
Á slaginu sex.
Sumartónleikar verða í Ak-
ureyrarkirkju kl. 17 á sunnu-
dag, 7. júlí. Fram kemur
danski kórinn Tritonius,
stjórnandi John Höjby.
Margrét Björgvinsdóttir,
fræðslustjóri Minjasafnsins,
verður með uppákomu í
Kompunni á slaginu sex á
sunnudag og Anna Richards
dansari á mánudag, 8. júlí.
Í Deiglunni stendur yfir
sýningin 170xhringinn, ferða-
sýning fjögurra íslenskra
listamanna. Opið frá kl. 14–18
frá þriðjudegi til sunnudags.
Á Listasafninu á Akureyri
stendur yfir sýningin „Akur-
eyri í myndlist ll“ og þá eru
nokkrar sýningar í Safnasafn-
inu á Svalbarðsströnd.
Dagskrá
Lista-
sumars
EFNT verður til pílagrímsgöngu að
Kvíabekk í Ólafsfirði úr Svarfaðar-
dal yfir Reykjaheiði á sunnudag, 7.
júlí. Að ferðinni standa Ferðafélagið
Hörgur, Minjasafnið á Akureyri og
Prestafélag Hólastiftis forna. Verð-
ur gengið í fótspor Þorvaldar Thor-
oddsen náttúrufræðings undir leið-
sögn Bjarna E. Guðleifssonar.
Lagt verður af stað frá Minja-
safnskirkjunni á Akureyri klukkan 9
og komið við í Tjarnarkirkju og á
Upsum áður en farið verður gang-
andi frá Dalvík. Reykjaheiði nær um
900 m hæð og gæti gangan tekið 5–6
tíma. Ráðgert er að koma heim fyrir
klukkan 7 að kvöldi. Skráning í
gönguna er á Minjasafninu.
Pílagríms-
ganga að
Kvíabekk
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Kringlunni 4-12 - sími 533 1322
Vasi:
Hönnun Lars Sestercik.
Verð
13.900.
FASTEIGNIR
mbl.is