Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.07.2002, Qupperneq 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ undirbúning borana utan iðnað- arsvæðisins á Reykjanesi er við það miðað að leiðslur frá borholum sem eru á viðkvæmustu stöðunum verði lagðar neðanjarðar. Jafnframt er stefnt að því að leggja affallslögn til sjávar og leiðslur að niðurdælingar- stöðum í jörðu ef það þykir hag- kvæmt, annars verða þær lagðar of- anjarðar en felldar að landslagi. Skipulagsstofnun hefur hafið at- hugun á mati Hitaveitu Suðurnesja hf. á umhverfisáhrifum vegna jarð- hitanýtingar á Reykjanesi. VSÓ-ráð- gjöf hefur gert um það skýrslu fyrir framkvæmdaraðilann. Samkvæmt fyrra mati á umhverf- isáhrifum hefur Hitaveitan leyfi til að bora sjö holur inni á iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi en talin er þörf á frek- ara mati fyrir ákveðnum fram- kvæmdum, sérstaklega utan iðnaðar- svæðisins, meðal annars um förgun affallsvökvans. Hitaveita Suðurnesja taldi nauð- syn á frekari heimildum til að nýta svæðið til orkuframleiðslu en hug- myndir eru meðal annars uppi um að selja orkuna til Norðuráls ef það þyk- ir henta vegna stækkunar álversins á Norðurtanga. Boranir utan iðnaðarsvæðisins Matið sem nú er til athugunar er fyrir það sem nefnt er annar og þriðji áfangi jarðhitanýtingar á Reykja- nesi. Annar áfangi felur í sér borun þriggja niðurdælingarhola norðaust- an iðnaðarsvæðisins ásamt lögnum frá þeim inn á iðnaðarsvæði auk möguleika á að leiða affallsvökva í sjó. Þriðji áfangi felur í sér borun þriggja tilraunahola utan iðnaðar- svæðisins en þær verða hannaðar á þann hátt að þær geti nýst síðar sem vinnsluholur. Þegar hægt verður að nýta tilraunaholurnar til vinnslu verða þær tengdar iðnaðarsvæðinu með leiðslum. Í matsskýrslunni er fjallað um möguleika á að leggja leiðslur í jörðu enda lagði samráðs- hópur hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og af fleiri sviðum, sem Hitaveitan setti á fót sér til aðstoðar í þessu ferli, mikla áherslu á það til að ásýnd svæðisins breyttist sem minnst við framkvæmdina. Fram kemur að kostnaður við slíkt er um tvöfalt meiri en þegar leiðslur eru lagðar of- anjarðar en jafnframt kemur fram að tækni við neðanjarðarlagnir er að þróast. Lagt er til að leiðslur frá tilrauna- holum þrjú og tvö verði lagðar í jörðu meðfram núverandi vegaslóðum. Verði tilraunahola númer eitt tekin til vinnslu verður leiðslan frá henni lögð ofanjarðar og felld að landslagi en sett í jörðu ef það þykir hag- kvæmt. Framkvæmdaraðili vill hafa möguleika á að leggja affallslögn til sjávar þótt meginmarkmiðið sé að skila affallsvökvanum aftur í jörðu með niðurdælingarholum. Í báðum tilvikum verður stefnt að því að leggja leiðslur í jörðu, ef það þykir hagkvæmt, en að öðrum kosti verði þær lagðar ofanjarðar og þá felldar að landslagi. Við undirbúning umhverfismatsins hefur komið í ljós, að mati ráðgjafa Hitaveitunnar, að framkvæmdin hef- ur helst áhrif á landslag, svo sem lagning leiðslna og bygging borplana. Einnig hefur hún áhrif á tvær teg- undir plantna, það er að segja naður- tungu og giljaflækju, og nokkur áhrif á ferðamennsku og útivist. Með ákveðnum mótvægisaðgerðum við gerð borplans er að mati Hitaveit- unnar unnt að draga úr þessum áhrif- um. Með uppsetningu vöktunaráætl- unar er jafnframt hægt að fylgjast með þróun gróðurs á svæðinu og áhrifum affalls á lífríki strandar. Niðurstaða matsins er því sú, að mati framkvæmdaraðila, að áhrif jarðhitanýtingar á Reykjanesi séu í heild lítil til nokkur. Miðað við fyr- irhugaðar mótvægisaðgerðir, meðal annars með því að leggja tilteknar leiðslur í jörðu, er hægt að ráðast í framkvæmd sem að hans mati verður í sátt við náttúru svæðisins sem og ferðaþjónustu og útivist og að mats- skýrslan sýni að framkvæmdin muni ekki valda umtalsverðum umhverfis- áhrifum. Framkvæmdin hefur ekki verið tímasett en áætlað er að umræddir áfangar, annar og þriðji, taki þrjú til fjögur ár. Áætlað er að hún kosti um sjö milljarða króna. Matsskýrslan liggur frammi til kynningar til 9. ágúst næstkomandi á skrifstofum Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar, á bókasafni Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöð- unni og hjá Skipulagsstofnun. Hún er einnig aðgengileg á heimsíðu VSÓ- ráðgjafar, www.vso.is. Unnt er að gera athugasemdir til Skipulags- stofnunar til 9. ágúst næstkomandi. Hitaveita Suðurnesja telur að nýting jarðhitans muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif Leiðslur á viðkvæmustu stöðum lagðar í jörðu Reykjanes GÓÐ stemmning var á tjaldstæði Garðmanna um helgina en þar var haldin sumarhátíð Ægissvæðis kiw- anismanna. Á þriðja hundrað manns frá átta kiwanisklúbbum á suð- vesturhorninu gistu í tjöldum og vögnum og margt var til gamans gert. Kiwanismenn á Ægissvæðinu hafa haldið slíkar sumarhátíðir í á þriðja áratug og hefur þátttaka allt- af verið góð. Boðið er upp á skemmtidagskrár sem miðast við alla fjölskylduna og að þessu sinni var haldið púttmót, keppt í fótbolta með HM-tilþrifum, keppt í Olsen- Olsen, kveiktur var varðeldur, sung- ið, fjaran skoðuð og margt fleira. Um undirbúning sá 8 manna nefnd sem skipuð er einum kiwan- ismanni úr hverjum klúbbi. Í ár sáu kiwanismenn í kúbbnum Hofi í Garði um skemmtunina auk þess að undirbúa svæðið fyrir hátíðina og hrósuðu tjaldgestir Hofmönnum í hástert fyrir góðan undirbúning. Bætt aðstaða við tjaldstæðið Þegar blaðamaður kom við á tjaldstæðinu sl. laugardag skartaði Garðskaginn sínu fegursta og sum- arhátíðargestir voru í sjöunda himni yfir blíðviðrinu. Garðmenn hafa ný- verið bætt alla aðstöðu við tjald- stæðið og er hún nú til sóma. Komið hefur verið upp góðri hreinlætis- aðstöðu og bætt við sorptunnum. Ekki spillir heldur sjávarniðurinn og fuglasöngurinn og er þetta kjör- inn staður fyrir náttúruunnendur. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Eldeyjarmenn voru sælir eftir fótboltakeppnina enda unnu þeir Keilismenn 4:0. Kiwanismenn skemmta sér á tjaldsvæðinu Garður                                        !     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.