Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í VIÐTALI sem birt var í Morg- unblaðinu á sunnudag fór Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hörðum orðum um svo- kallaða hraðfiskibáta eða króka- báta og hélt því meðal annars fram að með því að gera út slíka báta skapaðist ekki meiri atvinna en kringum stærri báta. Þá vék Þor- steinn að gæðamálum í viðtalinu og sagði það fyrst og fremst vera hraðfiskibátana svokölluðu sem kæmu með óísaðan fisk að landi. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda er ekki sáttur við ummæli Þor- steins. „Mér finnst hvað sorglegast að verða enn eina ferðina vitni að því að forstjóri stærsta sjávarút- vegsfyrirtækis Íslandssögunnar er fastur í því farinu að hans böl séu trillukarlar. Þetta eilífa stagl í þá veru að veiðar smábátanna séu baggi á annarri útgerð er með öllu óþolandi og Þorsteini Má til skammar,“ segir Arthur. Gerir umhverfisumræðu tortryggilega Hann segir að sér þætti fróðlegt að vita hvað Þorsteini Má gengur til að kalla þessa báta hraðfiski- báta en ekki krókabáta eins og þeir heita samkvæmt lögum. „Þessir bátar ganga nú ekkert mikið hraðar en margir af nýjustu togurum landsins. En það hentar kannski ekki Þorsteini Má að kalla þá krókabáta vegna þess að al- menningur fylgist það vel með að hann áttar sig á því að slíkir bátar eru vistvænir og eru að nýta miðin og fiskistofnana með umhverfis- vænum hætti. Það fer ekkert hjá því hvar eldurinn brennur á honum og því vill hann gera alla þá um- ræðu tortryggilega,“ segir Arthur og hann telur Þorstein fara með rangt mál þegar hann víkur að áhrifum umhverfissamtaka. „Í þessu viðtali fer hann til dæmis með þau ósannindi að við séum að apa upp eftir umhverfissamtökum varðandi notkun veiðarfæra. Þessu er akkúrat öfugt farið og ég hygg að Þorsteinn Már viti það mætavel. Það er orðið mjög langt síðan að samtök fiskimanna og veiðimenn fóru að benda á það að notkun veiðarfæra skipti ekki minna máli en fjölmargir aðrir þættir í veið- unum. Fjölmörg umhverfissamtök, þar með talin þau öflugustu í heimi hafa á síðari stigum blandað sér í þessar umræður og eru oftar að halda fram hinum sömu sjónarmið- um. Þessa umræðu hafa Þorsteinn Már og hans félagar forðast eins og heitan eldinn. Sem dæmi um í hvers konar lamasessi rannsóknir á þessu sviði eru á Íslandi er að það er ekkert verkefni í gangi hjá hinni mikils- virtu Hafrannsóknastofnun okkar um það að gera alvöru úttekt á því annars vegar hvernig veiðarfæri hafa farið með botninn hingað til og hins vegar hvaða áhrif þau hafa í framtíð. Smábátaeigendur hafa gert kröfur um þetta í tvo áratugi. Við myndum vilja að gerðar yrðu alvöru vísindarannsóknir á um- hverfisáhrifum veiðarfæra. Það hefur sannarlega verið á brattann að sækja með þær óskir og vænt- ingar,“ segir Arthur. Arthur tekur ekki fyrir það að smábátaeigendur hafi komið með óísaðan fisk að landi en hann segir að slík vinnubrögð heyri sögunni til. Afli smábáta sé fjarri því að vera lélegt hráefni eins og Þor- steinn Már ýjar að í viðtalinu. „Það er hárrétt að í fortíðinni var pottur brotinn hjá ákveðnum hópi innan smábátaflotans, eins og víðar. En þessir hlutir eru í giska góðu horfi og það er fjarri sanni að halda þessum hlutum fram. Eins og sóknardagakerfið okkar var hér áður þá framkallaði það þær aðstæður að nokkrum sinnum yfir sumarið gat það gerst að afl- inn var ekki nógu vel umgenginn þegar komið var með hann að landi og ekki bætti meðferðin á honum eftir það úr skák, oft á tíðum. Það dettur engum í huga að bera á móti því né mæla því bót. Kerfinu hefur nú verið breytt og í dag er allt annað umhverfi. Þessar að- stæður eiga ekki að þurfa að skap- ast. Ef menn eru að koma með lé- legan og óísaðan afla að landi þá verða þeir að bera á því alla ábyrgð. Hins vegar er það und- arlegt, ef þetta er jafn lélegt hrá- efni og Þorsteinn Már er að ýja að í sinni messu, hvers vegna þeir fiskverkendur sem vinna fyrir dýr- ustu markaðina sækjast eftir afla smábáta.“ Atvinnusköpun könnuð Arthur segist að lokum myndi fagna því ef hlutlaus aðili yrði fenginn til að fara ofan í kjölinn á því hvers konar útgerð skapar mesta atvinnu. Í viðtali við Þor- stein kom fram að hann teldi hrað- fiskibáta ekki skapa meiri atvinnu en stærri skip. „Ég held að það væri ráð til að komast til botns í slíkri deilu að fá hlutlausan aðila til að rannsaka það. Það er umtals- vert atriði að vita hvort hlutirnir eru að skapa atvinnu eða ekki. Ég myndi fagna því ef okkar samtök og LÍÚ myndu sameinast um hlut- lausan aðila til að kanna málið,“ segir Arthur og bendir á að starfs- maður sjávarútvegsráðuneytisins hafi á sínum tíma rannsakað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að smábátar sköpuðu þrisvar sinnum meiri atvinnu en stóru skipin. Smábátar ekki baggi á annarri útgerð Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smá- bátaeigenda, er ósáttur við orð for- stjóra Samherja Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þetta eilífa stagl um að veiðar smábáta séu baggi á annarri útgerð er með öllu óþolandi og Þorsteini Má til skammar,“ segir Arthur Bogason. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Frjáls fjöl- miðlun ehf. skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst hinn 31. maí sl. á kröfu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sameinaða lífeyrissjóðsins um að taka bú Frjálsrar fjölmiðl- unar ehf. til gjaldþrotaskipta. Frjáls fjölmiðlun skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. júní 2002. Frjáls fjölmiðlun krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi og kröfu Sparisjóðsins um að bú félags- ins yrði tekið til gjaldþrota- skipta hafnað. Auk þess var þess krafist að Sparisjóðurinn yrði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og kæru- málskostnað. Í dómi Hæstaréttar í gær segir að fallast beri á það með héraðsdómara að árangurslaus fjárnámsgerð Sparisjóðsins hjá Frjálsri fjölmiðlun 26. nóv- ember 2001 og árangurslaus fjárnámsgerð Sameinaða líf- eyrissjóðsins hjá Frjálsri fjöl- miðlun 19. mars 2002 verði lagðar til grundvallar úrskurði um gjaldþrotaskipti á búi fé- lagsins, enda hafi félagið hvorki sýnt fram á að gerðin hafi gefið ranga mynd af fjár- hag þess né að það sé fært um að standa full skil á skuldbind- ingum sínum. Hinn kærði úrskurður var því staðfestur og Frjálsri fjöl- miðlun dæmt að greiða Spari- sjóði Hafnarfjarðar 60 þúsund krónur og Sameinaða lífeyris- sjóðnum 60 þúsund krónur í kærumálskostnað. Frjáls fjölmiðlun verði tekin til gjald- þrotaskipta BANDARÍSKA Nasdaq- hlutabréfavísitalan sem sam- anstendur af hlutabréfum ým- issa tæknifyrirtækja, lækkaði um rúm 4% í viðskiptum gær- dagsins. Lokagildi vísitölunn- ar var 1.403,83 stig en svo lágt hefur hún ekki farið síð- an árið 1997. Lækkun gær- dagsins nam 59,38 stigum. Hlutabréf í deCODE Genetics lækkuðu um 8,5% í gær og var lokagengi bréfanna 4,28 dollarar. Nasdaq ekki lægri síðan 1997 ARÐSEMI eigin fjár hjá eignarleigu- fyrirtækjum og viðskiptabönkum var almennt ágæt á síðasta ári, eða 19,6% hjá eignarleigunum og 14,6% hjá bönkunum, eins og sjá má í meðfylgj- andi töflu. Upplýsingarnar í henni er að finna í nýrri skýrslu Fjármálaeft- irlitsins og miðast við síðustu áramót. Arðsemi eigin fjár segir til um af- komu fyrirtækis í hlutfalli við eigið fé þess. Hagnaður þýðir að arðsemi verður jákvæð og þeim mun jákvæð- ari sem hagnaður er hærri í hlutfalli við eigið fé. Öfugt gildir, að taprekst- ur kemur fram sem neikvæð arðsemi eigin fjár. Afkoma sparisjóða var að meðaltali ekki góð á síðasta ári, eða 4,5%, og voru fimm þeirra með neikvæða arð- semi. Aðeins tveir sparisjóðir voru með það sem kalla má góða afkomu, en það voru Sparisjóður Svarfdæla og Sparisjóður vélstjóra með rúmlega 17% arðsemi. Næstur var Sparisjóður Vestmannaeyja með 12% arðsemi og svo Sparisjóðurinn í Keflavík með 11%. Aðrir voru með innan við 10% arðsemi og var sá sem lakastri arð- semi skilaði, Sparisjóður Siglufjarðar, með neikvæða arðsemi um 50,5%. Eigið fé hans rýrnaði á síðasta ári um tæpar eitt hundrað milljónir króna, úr 253 milljónum króna í 158 milljónir króna. Mikið tap í verðbréfaþjónustu Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skiptast í verðbréfafyrirtæki og verð- bréfamiðlanir. Verðbréfafyrirtæki eru MP Verðbréf, Íslensk verðbréf, Verðbréfastofan og Fjárvernd, en verðbréfamiðlanir eru Virðing, Jökl- ar-Verðbréf, Vaxta, Annar og Ís- lenskir fjárfestar. Verðbréfafyrirtæk- in eiga mun meiri eignir en verðbréfamiðlanirnar, eða samtals 3,5 milljarða króna á móti 195 milljónum króna hjá verðbréfamiðlununum. Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skil- uðu að meðaltali nær 33% neikvæðri arðsemi af eigin fé. Af verðbréfafyr- irtækjum var arðsemin lökustu hjá Fjárvernd, eða 91%, og næst komu Íslensk verðbréf, með neikvæða arð- semi um 78%. Eiginfjárhlutfall Fjár- verndar í árslok var 18% og hjá Ís- lenskum verðbréfum 25,5%. Verðbréfastofan var með 32,8% eig- infjárhlutfall í lok ársins og MP Verð- bréf 46,3%. Tap þessara fyrirtækja var samanlagt 347 milljónir, 131 millj- ón hjá Íslenskum verðbréfum, 113 milljónir hjá MP Verðbréfum og 16 milljónir hjá Verðbréfastofunni. Eins og að framan segir gekk rekstur viðskiptabankanna ágætlega á síðasta ári og var hagnaður þeirra tæpir sex milljarðar króna samanlagt. Þar af var Íslandsbanki-FBA með rúman helming, 3,1 milljarð, Lands- banki með 1,7 milljarða og Búnaðar- banki með 1,1 milljarð. Hagnaður sparisjóðanna var 716 milljónir króna samanlagt. Þar af hagnaðist Sparisjóður vélstjóra um 418 milljónir, Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis um 238 milljónir, Sparisjóðurinn í Keflavík um 170 milljónir, Sparisjóður Hafnarfjarðar um 108 milljónir og Sparisjóður Mýrasýslu um 81 milljón. Mest tap var hjá Sparisjóði Siglufjarðar, 159 milljónir, Sparisjóður Norðlendinga tapaði 122 milljónum, Sparisjóður Kópavogs 91 milljón og Sparisjóður Vestfirðinga 83 milljónum. Fjárfestingarbankar högnuðust í fyrra samtals um 826 milljónir króna, sem er minni hagnaður en hjá Kaup- þingi einu, sem skilaði 853 milljóna króna hagnaði. Skýringin er mikið tap Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans, sem tapaði 625 milljónum, en Frjálsi fjárfestingarbankinn hagn- aðist um 462 milljónir. Fjárfestingarlánasjóðir eru Ferða- málasjóður, sem tapaði 67 milljónum í fyrra, Lánasjóður landbúnaðarins, sem hagnaðist um 15 milljónir, Byggðastofnun, sem hagnaðist um 313 milljónir og Hafnabótasjóður, sem tapaði 96 milljónum. Samanlagt skiluðu þessir sjóðir því 165 milljóna króna hagnaði í fyrra. Eignarleigufyrirtæki skiluðu í fyrra samtals 890 milljóna króna hagnaði. Glitnir skilaði bestri afkomu, 587 milljónum, þá kom SP Fjármögn- un með 253 milljónir og Lýsing var með 50 milljóna króna hagnað. Verðbréfasjóðir tapa 2,5 milljörðum Verðbréfasjóðir töpuðu samanlagt 2,5 milljörðum króna í fyrra og voru eignir þeirra samanlagt 101 milljarð- ur króna í árslok. Flokkað eftir ein- sökum rekstrarfélögum var Rekstr- arfélag VÍB hf. með 39,6 milljarða króna í sjóðum sínum og skilaði sam- anlagt 969 milljóna króna hagnaði. Landsvaki var með 31 milljarð í sjóð- um og skilaði 690 milljóna tapi. Tap var hjá Kaupþingi – eignastýringu ehf. að fjárhæð 2,3 milljarðar, en í umsjá þess voru sjóðir að verðmæti 21,9 milljarðar. Rekstrarfélag verð- bréfasjóðs Búnaðarbanka hf. var með 505 milljóna tap, en sjóðir í vörslu þess námu 7,5 milljörðum króna. SPH Rekstrarfélag ehf. skilaði 100 millj- óna hagnaði, en sjóðir í vörslu þess námu 845 milljónum króna. %'/ ' $ )   ) $)(  0 1'%23)4"    %  5 % , 2 ."! "* -&/ 0 1 "*  ."! " 0   *  ."! " 0 $ " 2 *  ."! " 0 &, "%  $ " 3 ( 3  ' " $ " 3 4    $ " 3 5!"% 2 $ " 3 # 6 ! # $ " 3 78 "8"! $ " 3 62 " $ " 3 "%   $ " 3 !  #  $ " 3 "% ) $ " 3 9!   $ " 3 $!   $ " 3 4    '3 $ " 3 4 : "  $% $ " 3 $  +! $ " 3 9   $ " 3 ;! "   $ " 3 $-< )  $ " 3 ;! "#  $ " 3 <2"0  $ " 3 $% $ " 3 4 0   $ " 3 42! 0" )' $2 6 :  0 ="! ! 0 >?$/ ."! @ & '!" ' "%  *  0 A 0 ! " 5!  /!:8*  0 6 % % 0 >A ) ."! @ # $  ' $)(  0 =!%  0 18"  0 $B & '   0 (  0 1'%23)4"   7B *5 0 ."! " *5 0 *5 "% 0 & ' 0   0 C ! -*5 0 /  0 *5 *5 !  D% 0 *5 ! ."! "  ' "%  0                                              Neikvæð arðsemi í verðbréfaþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.