Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 41
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Ný legsteinagerð
Einstakir legsteinar
Legsteinar og englastyttur
Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566
Englasteinar
✝ Jórunn Sig-tryggsdóttir
fæddist á Jórunnar-
stöðum í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði 11.
ágúst 1950. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
25. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sig-
tryggur Guðbrandur
Símonarson, bóndi
og mjólkurbílstjóri á
Jórunnarstöðum, f.
16. jan. 1915, d. 4.
ágúst 1997, og
Hrafnhildur Aðalsteinsdóttir,
húsfreyja á Jórunnarstöðum, nú
búsett á Akureyri, f. 5. sept.
1920. Systkini Jórunnar eru
Torfi, f. 26. febrúar 1947, búsett-
ur í Vestmannaeyjum, Svanhild-
ur húsfreyja á Engi í Bárðardal,
f. 12. júní 1948, og Kolfinna hús-
freyja á Akureyri, f. 11. ágúst
1950, tvíburi við Jórunni. Eftirlif-
andi eiginmaður Jórunnar er
Kristján Ingi Hermannsson, f. á
Ytri-Bægisá í Hörgárdal 18. des-
ember 1939. Þau gengu í hjóna-
band 24. október 1970. Foreldrar
Kristjáns Inga voru hjónin Her-
mann Valgeirsson, f. 16. október
1912, d. 15. apríl 1990, og Þur-
íður Pétursdóttir, f. 4. janúar
1912, d. 2. júní 1983, sem bjuggu
í Lönguhlíð og víðar í Hörgárdal.
Börn Jórunnar og Kristjáns eru
fjögur: 1) María Björk fram-
haldsskólakennari,
f. 3. júlí 1970, sam-
býlismaður Ágúst
Ólafsson íþrótta-
kennari, f. 30. maí
1971, dóttir þeirra
er Íris Björk, f. 7.
september 2001. 2)
Sigurður Hörður
stýrimaður, f. 5. júlí
1971, dóttir hans og
Karenar Bjarkar
Óskarsdóttur nema,
f. 29. sept. 1974, er
Andrea Ósk, f. 10.
maí 2000. 3) Heiðdís
Harpa hjúkrunar-
fræðingur, f. 5. október 1976. 4)
Sólveig Halla guðfræðinemi, f.
14. desember 1977, sambýlismað-
ur Eiður Guðni Matthíasson
verslunarmaður, f. 27. apríl 1972.
Jórunn ólst upp hjá foreldrum
sínum á Jórunnarstöðum. Hún
var í kaupavinnu á sumrum, vann
í verslun á Akureyri, stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
Laugalandi 1967-1868 og vann á
Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Jórunn og Kristján stofnuðu
fyrst heimili á Akureyri, en í maí
1971 reistu þau bú að Staðar-
tungu í Hörgárdal, sem þá hafði
verið eyðibýli í fimm ár. Þau tóku
við búi í Lönguhlíð af foreldrum
Kristjáns í júní 1974 og hafa rek-
ið þar bú síðan.
Útför Jórunnar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Það var feiminn ungur maður sem
kom í sína fyrstu heimsókn í Löngu-
hlíð fallegt síðsumarskvöld fyrir
tæpum sex árum. Við María Björk,
elsta dóttir Jórunnar og Kristjáns,
vorum nýfarin að slá okkur upp og
það var ekki laust við að hjartað slæi
aðeins örar þegar við nálguðust bæ-
inn. Nú myndi ég hitta foreldra
Maríu í fyrsta sinn og ýmsar hugs-
anir flugu um hugann eins og gjarn-
an vill verða á slíkum stundum. En
allar áhyggjur voru fljótar að hverfa
því viðtökurnar voru slíkar að það
var eins og maður hefði þekkt heim-
ilisfólkið í langan tíma.
Jórunn var einmitt ein af þeim
sem manni leið strax vel í návist við
og hún tók öllum, stórum sem
smáum, opnum örmum. Þessari ein-
stöku hlýju og gestrisni hef ég síðar
notið í hverri heimsókn í Lönguhlíð
og bæði fjölskylda mín og vinir, sem
hafa komið þangað til lengri eða
skemmri dvalar, hafa öll haft sömu
sögu að segja.
Eftir því sem ég kynntist Jórunni
betur komu mannkostir hennar enn
frekar í ljós. Hún var harðdugleg og
svo afkastamikil að ég furðaði mig
oft á hvernig henni dygði sólarhring-
urinn til koma öllu því sem hún gerði
í verk. Hún var risinn upp til verka
snemma á morgnana, gekk í öll störf
utanhúss en tókst á sama tíma að
vera með glæsilegar veitingar á
borðum bæði fyrir heimilisfólk og þá
fjölmörgu gesti sem litu inn. Ekki
var spurt að því hve margir yrðu í
mat eða kaffi heldur var alltaf nóg til
og bara bætt við diskum ef þurfti.
Jórunni var margt fleira til lista lagt.
Hún var mikil hannyrðakona, hafði
gaman af lestri bóka og fór létt með
að setja saman vísur þótt ekki sé ég
viss um að það hafi farið hátt. Eitt
var þó það hlutverk sem Jórunn
hafði líklega mest yndi af en það var
ömmuhlutverkið. Barnabörnin eru
tvö og hún bar þvílíka umhyggju og
ástúð fyrir þeim að ekki fór fram hjá
neinum.
Það er mikill missir fyrir þau að
Jórunn skyldi vera kölluð frá okkur
alltof snemma því hún átti sannar-
lega skilið að fá að sjá þau vaxa úr
grasi. Þar sem við María Björk og
dóttir okkar Íris Björk, sem nú er
tæplega tíu mánaða, erum búsett í
Reykjavík voru samverustundirnar
ekki eins margar og við hefðum kos-
ið. Jórunn var hins vegar stöðugt að
lauma gjöfum til Írisar Bjarkar sem
hún hafði saumað eða prjónað og
báru smekkvísi hennar og vand-
virkni glöggt merki. Þegar hún hitti
barnabörnin var svo myndbands-
upptökuvélin ekki langt undan og
síðan yljaði hún sér við myndirnar
fram að næstu heimsókn. Jórunn
hringdi reglulega suður og ef ég varð
til svara var viðkvæðið gjarnan:
Hvað segirðu mér af Björkunum
mínum? Síðan vildi hún fá að vita allt
sem litla daman hafði afrekað frá síð-
asta samtali. Ég á eftir að sakna
þessara símtala en ég get lofað því,
að ég mun gera mitt besta til að
passa upp á Bjarkirnar hennar.
Ótímabært fráfall þitt er okkur
öllum mikið áfall. Mestur er þó miss-
ir Kristjáns, barna ykkar og Hrafn-
hildar, sem sjá á bak ástkærri eig-
inkonu, móður og dóttur. Samheldni
fjölskyldunnar er hinsvegar mikil
eins og komið hefur í ljós á síðustu
vikum og þar finnur fjölskyldan
styrk á þessum erfiðu tímum.
Ég veit að þú munt eftir sem áður
vaka yfir velferð fólksins þíns og
fylgjast með úr fjarlægð.
Blessuð sé minning þín.
Ágúst Ólafsson.
JÓRUNN
SIGTRYGGSDÓTTIR
✝ Ásdís Jónsdóttirfæddist í Hafn-
arfirði 3. febrúar
1938. Hún lést á
heimili sínu mánu-
daginn 24. júní síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Jóns
Pálssonar, vélstjóra
og pípulagninga-
meistara, f. 1. des-
ember 1912, d. 10.
júní 1997, og Guð-
rúnar Stefánsdóttur
húsmóður, f. 12.
nóvember 1915, d. 5.
ágúst 1978. Systkini
Ásdísar eru Stefán Jóhann, f.
1934, Guðrún Helga, f. 1935, d.
1990, Dóra, f. 1936, d. 1938, Páll,
f. 1939, Dóra, f. 1940, Gunnlaug-
ur Leo, f. 1941, Auður Hafdís, f.
1944, Vigdís Ástríður, f. 1947, og
Hrafnhildur, f. 1949.
Hinn 25. maí 1963 giftist Ásdís
eftirlifandi eiginmanni sínum Jó-
hanni Þórarinssyni kennara, f.
10. maí 1942. Foreldrar hans
voru Þórarinn Vigfússon, f. 25.
júlí 1902, d. 2. janúar 1985, og
Klara Hallgrímsdóttir húsmóðir,
f. 26. nóvember 1916, d. 9. ágúst
1987. Börn Ásdísar
og Jóhanns eru: 1)
Þórarinn landfræð-
ingur, f. 21. ágúst
1963, maki Auður
Pálsdóttir, land-
fræðingur og kenn-
ari, f. 21. febrúar
1965. Börn þeirra
eru Páll Ágúst, f.
29. janúar 1995, og
Bjargey Þóra, f. 7.
október 1998. 2)
Margrét kennari, f.
23. febrúar 1968. 3)
Jóhann Ágúst tölvu-
ður, f. 5. ágúst
1971, unnusta hans er Lilja Guð-
rún Sæþórsdóttir bankastarfs-
maður, f. 5. desember 1979.
Ásdís ólst upp í Hafnarfirði.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskóla og stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
Blönduósi. Ásdís vann við skrif-
stofu- og verslunarstörf ásamt
því að vera húsmóðir og annast
uppeldi barna sinna. Hún vann
ekki utan heimilis síðustu árin.
Útför Ásdísar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Nú er rúmlega fjögurra ára
þrautagöngu þinni lokið. Sjúkdómur-
inn sem hreiðraði um sig í líkama þín-
um hefur haft yfirhöndina og sigrað
líkama þinn.
Ég hef smátt og smátt verið að átta
mig á hversu alvarlega veik þú varst
því þú barst þig alla jafna svo vel,
miklu betur en efni stóðu til. Síðustu
vikur lífs þíns kom svo berlega í ljós
úr hverju þú varst gerð því þú gafst
ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Því
þú varst baráttukona.
Það er misjafnlega gefið úr spila-
stokknum í upphafi ævi hvers manns.
Flestir fá góð spil en gengur misvel
að spila úr þeim. Stundum eru betri
spilin slegin úr hendi spilarans og þá
gildir að nota vel þau sem eftir eru.
Og það gerðir þú. Þú hafðir sterka
réttlætiskennd og þoldir illa að horfa
upp á hvers kyns misrétti eða mis-
notkun. Þú vannst öll þín verk af alúð
og gríðarlegri vandvirkni. Ég verð
þér ævinlega þakklát fyrir að hafa al-
ið mig upp í þessum anda og þannig
lifir þú áfram í mér.
Ég á afskaplega erfitt með að
sætta mig við að þú skulir vera farin
frá mér en ég veit að úr því sem kom-
ið var þá var það þér fyrir bestu. Lík-
ami þinn, sem var orðinn svo veikur,
hefur nú verið losaður undan allri
þjáningu. Nú ertu komin til Guðs og
hittir þar fyrir margt góðra manna
og kvenna sem taka vel á móti þér.
Líkast til ertu nú á rölti um garða
skaparans að skoða trén og blómin.
Og fuglarnir syngja, sólin skín og
vindurinn bærist í laufi trjánna.
Elsku mamma mín, ég veit þú lítur
til með mér. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Ég kveð þig að sinni.
Þín dóttir,
Margrét.
Það er eitt sem er alveg öruggt í
þessu lífi. Við fæðumst, lifum og deyj-
um.
Þrátt fyrir að vita það og hafa svo
vitað það síðustu fjögur árin að móðir
mín væri með illvígan sjúkdóm, sem
gat bara leitt til eins, fær ekkert
mann búið undir það þegar að kallinu
kemur. Ekki einu sinni þegar fór að
halla verulega undan fæti hjá
mömmu. Minningarnar um móður
mína hrannast upp í huganum þessa
dagana. Ég minnist móður minnar
sem ákaflegrar sterkrar og ákveð-
innar konu en líka mjög sanngjarnr-
ar. Konu sem tók ekki að sér neitt
verk án þess að skila því af sér eins
vel unnu og kostur var. Ef búist var
við gesti á heimilið var hrært í skál-
um, form sett inn í bakaraofn og út
kom hvert meistaraverkið á eftir
öðru. Allur matur var borinn fram
eins og á fínustu veitingastöðum en
samt var þetta alltaf maturinn henn-
ar mömmu sem enginn á eftir að slá
út. Ekki einu sinni fínustu veitinga-
staðir. Allt var hreint og fínt á heimili
móður minnar og mér finnst stund-
um eins og mamma hafi alltaf verið
að þrífa og snurfusa á heimilinu.
Einnig minnist ég sterklega hversu
vel hún stóð með mér í því sem ég tók
mér fyrir hendur og ef einhver gerði
á minn hlut steig hún fram og varði
mig heilshugar. Svo sterk var rétt-
lætiskennd hennar. Ef ég gerði hins
vegar eitthvað rangt benti hún mér á
það og þannig lærði ég muninn á
réttu og röngu. Að launum fékk ég
sömu réttlætiskennd og mamma mín
hafði.
Á laugardaginn fyrir Jónsmessu,
þegar mamma mín lá og barðist fyrir
lífi sínu, vorum við nánasta fjölskylda
hennar hjá henni. Ég fór út í garð og
sló garðinn svona til að dreifa hug-
anum. Ég rakaði saman grasið og
vökvaði trén sem mamma hafði rækt-
að. Á meðan ég var að því flugu þrest-
irnir úr einu tré yfir í annað og flugu
fram hjá mér rétt eins og þeir væru
að athuga hvað ég væri að gera eða til
að heilsa mér. Mamma hafði oft sagt
mér hvað henni þótti gaman að vera í
garðinum innan um fuglana. Og
pabbi bjó til fuglahús og setti upp í
garðinum fyrir mömmu. Á sínum
tíma áttaði ég mig ekki á því hvað hún
var meina með því að fá sér allskonar
plöntur og gróðursetja þær út um allt
í garðinum. Ég skil það núna. Í dag er
garðurinn þakin fallegum og stórum
plöntum sem keppast við að breiða úr
sér og sumar blómstra til að ná sér í
bónus. Garðurinn var hennar yndi.
Hann er lýsandi fyrir hennar hugsun,
að sá, að rækta og njóta.
Vegna þess að mamma var svo
sterk kona var það afskaplega erfitt
að sjá líf hennar fjara út um Jóns-
messuhelgina. Styrkurinn og þolið
hvarf en eftir stóð stórt og gott hjarta
sem neitaði að gefast upp. Núna er
hún hins vegar búin að fá sinn frið og
þarf ekki lengur að berjast við sjúk-
dóm sem enginn ræður við. Mamma
mín er dáin. Þegar ég hugsa fram í
tímann finnst mér sárt að hugsa til
þess að mamma verði ekki hjá okkur.
Ég og unnusta mín höfum nýlega
flutt inn í íbúðina okkar og stefnum á
að stofna fjölskyldu.
Ef Guð gefur okkur gæfu til tekst
það, en það er sárt að hugsa til þess
að sú fjölskylda muni ekki hafa hana
mömmu mína til að sinna ömmuhlut-
verkinu.
Ég hugga mig þó við það að það
verður gott að eiga góðan að hinum
megin.
Einhvern sem lítur eftir mínu fólki.
Æ, elsku pabbi. Síðustu dagar og
vikur hafa verið okkur afskaplega
erfiðar.
Þú hefur staðið þig eins og hetja og
stutt hana mömmu alla leið, öll skref-
in. Ég er afskaplega stoltur af þér.
Mér finnst þú hafa verið mjög lán-
samur maður að hafa hitt hana
mömmu og verið eiginmaður hennar í
39 ár.
Ást hennar á okkur kemur henni
nú á góðan stað og ást okkar á henni
mun fylgja henni alla leið.
Jóhann Ágúst Jóhannsson.
ÁSDÍS
JÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Ás-
dísi Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minningar-
greina