Morgunblaðið - 02.07.2002, Síða 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórður Ólafssonfæddist á
Strandseljum 5.
október 1902. Hann
lézt á Hrafnistu,
DAS í Hafnarfirði,
að kvöldi fimmtu-
dags 20. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ólafur
Kr. Þórðarson,
bóndi á Strandselj-
um, f. 19.6. 1875, d.
19.12. 1933, og Guð-
ríður Hafliðadóttir
húsfreyja, f. 1.10.
1879, d. 15.12. 1958.
Systkini Þórðar: Guðrún, hús-
freyja í Unaðsdal, f. 3.7. 1897, d.
24.11. 1987, átti Helga Guð-
mundsson bónda þar, þau eign-
uðust sextán börn; Hafliði, bóndi
í Ögri, f. 26.12. 1900, d. 25.5.
1969, átti Líneik Árnadóttur frá
Ögri, þau eignuðust sjö börn; Sól-
veig húsfreyja, f. 24.2. 1904, d.
11.5. 1997, átti Hannibal Valdi-
marsson alþingismann og ráð-
herra, þau eignuðust fimm börn;
Árni, bóndi á Strandseljum og
síðar verkamaður í Reykjavík, f.
1.9. 1907, d. 22.12. 1967, átti Guð-
nýju Guðjónsdóttur austan af
Héraði, þau ólu upp kjörson;
Kjartan, fv. deildarstjóri í Sam-
vinnubankanum í Reykjavík, f.
17.2. 1913, átti Kristjönu Bjarna-
dóttur frá Ögurnesi, þau eign-
uðust fimm börn; Friðfinnur, for-
stjóri Háskólabíós, f. 19.2. 1917,
d. 7.6. 1980, átti Halldóru Sig-
urbjörnsdóttur frá Grímsey, þau
eignuðust sjö börn. Tveir bræður
Þórðar dóu í bernsku, þeir Haf-
liði, f. og d. í janúar 1899, og
Árni, f. 1905, d. 1907. Kjartan lif-
ir nú einn eftir þeirra Strand-
seljasystkina. Þórður kvæntist
28.9. 1928 Kristínu Svanhildi
Helgadóttur, f. 9.1. 1904, d. 10.2.
1996. Hún var dóttir Helga G.
Einarssonar, bónda á Skarði í
Skötufirði, og Karitasar M. Daða-
dóttur húsfreyju. Börn Þórðar og
Kristínar: 1) Helgi Guðjón verk-
fræðingur, f. 3.2. 1929, maki
Thorgerd E. Mortensen hjúkrun-
arfræðingur, f. 1.4. 1929, börn
þeirra: a) Þórður, dr. í heilbrigð-
isverkfr., f. 16.6. 1958, maki Hall-
dóra Kristjánsdóttir bankastarfs-
maður, f. 4.10. 1959, börn þeirra:
Helgi Guðjón, f. 22.12. 1995, og
Björg, f. 4.1. 2000. b) Pétur
ferðamálafr., fjármstj., f. 8.4.
1965, sambýliskona Valgerður
Guðmundsdóttir. Fóstursonur
Sigurður Þ. Guðmundsson stýri-
maður, f. 12.3. 1931, maki Kristín
Einarsdóttir, f. 29.7. 1928, börn
þeirra: a) Sævar húsgagnasmið-
ur, f. 8.10. 1954, maki I, skildu,
Margrét Ögmundsdóttir Stephen-
sen, börn þeirra: Sigurður Einar,
f. 30.1. 1979, og Finnbogi Hans, f.
11.11. 1985. Maki II, Björg Þór-
arinsdóttir kennari. b) Guðrún
leikskólakennari, f. 1.9. 1960,
maki Hallvarður Agnarsson flug-
virki, f. 21.2. 1954, börn þeirra:
Birgir Már, f. 20.10. 1982, Kristín
Björk, f. 9.1. 1986, og Lára Júl-
íana, f. 18.6. 1992. c) Einar húsa-
smíðameistari, f. 13.3. 1963, maki
Auður Þorsteinsdóttir, hótel- og
veitingarekstrarfr., f. 31.3. 1965,
börn þeirra: Guðrún Lára, f. 29.5.
1987, Kristín, f. 21.12. 1992, og
Íris Birta, f. 5.5. 2000. d) Elvur
ritari, f. 11.6. 1966, maki Smári
Örn Baldursson ketil- og plötu-
smiður, f. 29.8. 1961, börn þeirra:
Arnar Freyr, f. 12.9. 1989,
Sandra Sif, f. 10.2. 1993, Bjarki
Snær, f. 28.10. 1998, og Karen
Rós, f. 28.10. 1998.
Þórður ólst upp hjá foreldrum
sínum á Strandseljum við alla al-
menna vinnu til sjós og lands eins
og gerðist við Djúp á uppvaxt-
arárum hans. Hann réðst í skip-
rúm strax eftir fermingu, var
formaður á árabát átján ára,
réðst síðan á stærri vélbáta.
Hann eignaðist fjögurra manna
far, skektu, 1924 og reri henni
sjálfur eða gerði út næstu fimm
árin. Þá keypti hann árabát,
fimm manna far, 1928 og reri
honum vor og haust næstu þrjú
árin. Þórður reisti íbúðarhús á
Skothúsnesi í Ögurvík árið 1928
og nefndi Odda. Árið 1931 lét
hann smíða sér tveggja og hálfs
tonna vélbát, Sleipni ÍS 50, sem
hann gerði út til ársins 1944.
Húsið Oddi brann vorið 1943. Ár-
ið 1944 flutti hann til Ísafjarðar
og síðar til Reykjavíkur1947.
Hann var í skiprúmi á stærri vél-
bátum 1943-1947 er hann hætti
sjómennsku. Þá hóf hann störf í
Kexverksmiðjunni Frón og starf-
aði þar til sjötugs er hann hugð-
ist hætta störfum, en leiddist þó
fljótlega iðjuleysið, hóf störf hjá
Slippfélaginu í Reykjavík og
starfaði þar til áttatíu og þriggja
ára aldurs.
Útför Þórðar verður gerð frá
Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Pétur Daníel, f. 25.1.
2000. b) Daníel húsa-
smiður, f. 16.6. 1960,
maki Vigdís Jónsdótt-
ir hagfræðingur, f.
10.12. 1965; börn
þeirra: Nils, f. 19.12.
1984, Þorgerður El-
ísa, f. 23.9. 1988, og
Jón Vignir, f. 30.9.
1991. c) Hallur kvik-
myndagerðarmaður,
f. 22.11. 1964, maki
Kolbrún Ýr skrif-
stofumaður, f. 4.1.
1977; þeirra börn:
Hersir, f. 26.4. 1999,
og Hilmir, f. 10.2. 2002. d) Kristín
Svanhildur kennari, f. 15.5. 1968;
dóttir hennar Erna Aradóttir
með fyrrum sambýlismanni, Ara
Sævarssyni. 2) Guðrún kennari, f.
21.6. 1930, d. 26.9. 1984, maki
Guðbjartur Gunnarsson kennari,
skildu; börn þeirra: a) Steinþór
íþróttafræðingur, blaðamaður, f.
11.10. 1952, maki Guðlaug Guð-
mundsdóttir skrifstofumaður, f.
22.5. 1952, dóttir þeirra Guðrún,
f. 2.10. 1987. Synir Guðlaugar
Guðmundur Þórðarson líffræð-
ingur, f. 30.10. 1973 og Sveinn
Óskar Þórðarson starfsmaður hjá
Samskipum, f. 17.11. 1978. b)
Rósa kennari, f. 19.12. 1954, maki
Meyvant Þórólfsson kennari, f.
22.8. 1951, börn þeirra: Ívar, f.
7.9. 1978, maki Emma Marie
Swift, f. 5.10. 1978, eiga soninn
Benedikt Aron, f. 5.5. 1999, og
Guðrún, f. 13.5. 1982. 3) Cecilía
skrifstofumaður, f. 25.8. 1931, d.
27.3. 1990, eignaðist soninn Þórð
með Einari Þorsteinssyni, Hafn-
arfirði. Börn Þórðar Einarssonar:
a) Ólafur tölvunarfr., f. 27.7.
1969, maki Sólveig Vagnsdóttir
afgreiðslum., f. 29.8. 1971, þau
eiga synina Arnar, f. 22.6. 1995,
og Elmar, f. 10.10. 1997, b) Cec-
ilía verkfr.nemi, f. 24.2. 1979, og
c) Þórður Hjálmar framhalds-
sk.nemi, f. 4.6. 1985. 4) Þórunn,
starfsmaður Ferðafélags Íslands,
f. 5.3. 1933, maki Hjálmtýr Pét-
ursson kaupmaður, f. 24.8. 1907,
d. 24.10. 1974; börn þeirra: a)
Kristín Svanhildur hagfr., fram-
kv.stj., f. 10.1. 1963, maki Krist-
ján Kristjánsson fréttamaður, f.
28.6. 1962, börn þeirra Þórunn
Bryndís, f. 2.4. 1992, Högni
Hjálmtýr, f. 10.4. 1994, og Brynja
Það vantaði ekki nema þrjá mán-
uði í að afi hefði orðið hundrað ára.
Hann var fæddur á Strandseljum
við Ísafjarðardjúp hinn 5. október
1902. Og sú spurning kemur upp
hvað hafi gert hann svona lang-
lífan. Hann hafði orð á sér fyrir að
vera mikill harðjaxl og ósérhlífinn
vinnumaður. Hann hefur því verið
líkamlega sterkur maður og á það
eflaust sinn hluta í skýringunni á
langlífinu. Það er þó annar eig-
inleiki sem hér er ætlunin að draga
fram.
Afi var sérstaklega léttur í lund
og bjartsýnn á lífið. Hann átti það
til fram í andlátið að koma með
hnyttin tilsvör sem kallaði fram
hlátur áheyrenda. Þegar honum
var sýndur nýfæddur langafasonur
sinn fyrir um tveim árum og hon-
um sagt að hann væri nokkurra
mánaða gamall var svarið: „Nú já,
næstum jafngamall mér“. Eða fyrir
stuttu þegar honum var sagt frá
velgengni eins afabarnsins í vinnu
og sem einnig var að eignast barn
á sama tíma þá var svarið: „Nú það
blómstrar allt hjá honum eins og
hjá mér.“
Þá var hann sjálfur svo til fastur
í hjólastól sökum aldurs.
Það var fleira en hnyttin tilsvör
sem báru vott um lífsgleði afa. Af
honum geislaði í grundvallaratrið-
um jákvæðni gagnvart flestu sem
til framfara horfði. Hann verkaði
því mjög hvetjandi á allt sitt um-
hverfi. Það var aldrei sorg eða sút
á þeim bæ. Ef eitthvað alvarlegt
bar uppá var kannski þögn um
stund, menn hugsuðu sinn gang og
svo hélt lífið áfram fagurt og bjart.
Þannig miðlaði afi til okkar barna-
barnanna þeim skilaboðum, með-
vitað eða ómeðvitað, að lífið væri
gott og gaman að lifa því. Þetta
grundvallarlífsviðhorf sem hann
hafði allt fram í andlátið hefur lík-
lega átt stóran þátt í langlífi hans.
Afi fæddist uppúr aldamótunum
1900 við Djúp og ólst upp á bónda-
bæ þar sem vinnubrögð höfðu lítið
breyst um langan aldur. Hann tók
þátt í allri vinnu þar á bæ og fór
snemma til sjós. Þetta hefur hert
karlinn og mótað lífsviðhorf hans.
Hann gerði aldrei miklar kröfur til
lífsgæða og taldi helstu gæði vera
þau að vera ekki svangur. Þegar
við komum í heimsókn til afa og
ömmu var því oft spurt hvort við
værum svöng, hvort við vildum fá
eitthvað að borða. Þau voru mjög
samhent í öllu sem bar að á lífsins
vegi.
Afi var æðrulaus og taldi það að-
alsmerki hvers manns að vera dug-
legur til vinnu. Og það var hann
sjálfur. Hann var fljótur að vinna
og gekk vel undan honum langt
fram eftir aldri. Þegar hann var
sjötugur ætlaði hann að fara á eft-
irlaun og tók sér nokkurra vikna
sumarfrí í lokin. Ekki þoldi hann
við út sumarfríið og var kominn í
vinnu áður en því var lokið. Þar
vann hann síðan í góðan áratug og
gekk meira undan honum heldur
en mörgum manninum sem var
kannski meira en hálfri öld yngri.
Aldamótakynslóðin, sem afi til-
heyrði, bar íslenskt samfélag inn í
nútímann.
Hún skóp þann grunn sem við
nú byggjum á með dirfsku, fram-
sýni og vinnuhörku. Fyrir þetta
ber að þakka. Þess vegna búum við
við þær aðstæður sem nú ríkja.
Nú þegar afi er genginn ríkir
söknuður. Mikill gleðigjafi, fyrir-
mynd og ljós á lífsins vegi er horf-
inn. Hafa ber þó hugfast að hann
átti langa og hamingjusama ævi.
Fyrir það ber að vera þakklátur.
Guð geymi hann.
Systkinin á Vesturvangi
í Hafnarfirði.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvað ég var lánsamur að hafa átt
afa eins og Þórð í Odda. Hann var
ekki aðeins, ásamt ömmu, traust-
asta stoð stórfjölskyldunnar heldur
bjó til ákveðinn ævintýraheim, sem
var eingöngu í kringum hann, og
þessi heimur varð barninu gleði-
stund hin mesta á æskuárunum.
Það var ekki svo lítils virði.
Afi var skemmtilegur sögumaður
og sögurnar sem hann sagði af sjó-
mennskunni og veiðunum á Sleipni
í Ísafjarðardjúpi voru öðrum æv-
intýrasögum fremri. Ekki alls fyrir
löngu ræddum við fiskiríið fyrir
vestan og hann hafði engu gleymt,
mundi hverja slóð. Það minnti mig
á atvik fyrir áratugum, þegar iðn-
verkamaðurinn og fyrrverandi sjó-
maðurinn fór í betri fötin og hvorki
afmæli, jarðarför, kosningar né
sjómannadagurinn á dagskrá.
Ástæðan var sú að Hafró hafði
beðið hann um að koma, vildi fá
upplýsingar um helstu fiskimið í
Djúpinu frá fyrstu hendi, og hann
brást ekki kalli frekar en fyrri dag-
inn. Stoð og stytta, hvar og hvenær
sem var, enda snemma ljóst að
ekki væri slæmt að verða sjómaður
eins og afi.
Afi gerði ungum sveini ekki að-
eins grein fyrir töfrum hafsins
heldur kynnti honum heim iðnvæð-
ingarinnar. Hann sá meðal annars
um að kynda upp í Kexverksmiðj-
unni Frón um helgar og það var
ævintýri út af fyrir sig að slást
með í för, skoða tækin og fara á
milli hæða á færibandi sem annars
var notað til að flytja kexkassana.
Og ekki var leiðinlegt að mega
taka með sér brotakex í nesti.
Þarna var framtíðin, þegar einhver
yrði stór.
Afi og amma voru nægjusöm,
bjuggu lengst af í lítilli íbúð við
Njálsgötu en hún var stór í augum
snáðans úr Vesturbænum og skúr-
inn í litla garðinum var ævintýri út
af fyrir sig. Rétt eins og skúrinn
við kartöflugarðinn í Árbænum þar
sem nú er blómleg byggð. Þessir
skúrar með öllum verkfærunum og
málningardósunum og kössunum
og spottunum toguðu í pjakkinn og
greinilegt að enginn væri maður
með mönnum nema eiga slíka
skúra. Og allt sem í þeim var.
Í augum barnsins var leyndar-
dómurinn samt hvergi meiri en í
skrifborði afa með öllum læstu
skúffunum og skápunum og alltaf
fór afi eins að þegar hann svipti
hulunni af leyndardómnum. Hann
var með lykil að einni skúffunni og
þar geymdi hann lykil að þeirri
næstu og svo framvegis. Þegar
hann settist við borðið og tók upp
lyklakippuna var ljóst að veisla var
í vændum því í þessum hirslum
geymdi hann meðal annars sælgæti
af öllum tegundum og gerðum,
nokkuð sem krakkar á þessum ár-
um sáu yfirleitt ekki nema í versl-
unum og fengu ekki nema á
stórhátíðum. Það var því ekki ama-
legt að eiga afa sem átti svona
skrifborð og helsti draumurinn var
að eignast annað eins með ótæm-
andi uppsprettu af sælgæti.
Stóru hendurnar eru löngu hætt-
ar að telja litla barnsfingur og at-
vinnudraumar peyjans, sem urðu
til vegna samverunnar með afa,
rættust ekki, en þeir skiptu miklu
máli meðan þeir voru og halda
minningunni um merkilegan mann
á lofti. Það er fyrir öllu.
Steinþór Guðbjartsson.
Kynslóð foreldra minna, alda-
mótakynslóðin, sem leit ljós heims-
ins á fyrsta áratug liðinnar aldar,
er senn öll horfin af sjónarsviðinu.
Einna seinastur til að kveðja er
móðurbróðir minn, Þórður Ólafs-
son frá Strandseljum, löngum
kenndur við Odda í Ögurvík. Þórð-
ur lézt 20sta júní sl., á hundraðasta
aldursári. Hann var alla tíð harð-
jaxl og gafst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Þá stendur Kjartan
einn eftir af systkinahópnum frá
Strandseljum, sem sleit barnsskón-
um við Djúp vestur, þegar Ísland
var að vakna af aldalöngum dvala.
Þessi kynslóð ávaxtaði vel sitt
pund. Hún tók ekkert í arf frá for-
verunum nema þrjózkuna, þrekið
og sjálfstraustið. Þetta voru menn-
irnir sem byrjuðu ræktun lands og
lýðs. Þeir fluttu sig um set af þóftu
árabátsins yfir í vélknúin skip. Þeir
hófu landrækt með frumstæðum
tólum en lærðu seinna á jarðýtur
og skurðgröfur. Þeir lögðu vegi og
byggðu brýr og hafnir. Þeir fluttu
úr baðstofu í bárujárnshús, úr sveit
í þorp, úr þorpi í borg. Þeir unnu
hörðum höndum. Það var ekki mul-
ið undir þá. En þeir skiluðu miklu
dagsverki. Þegar þeir að lokum
lögðu frá sér amboðin hafði þjóðin
gengið í endurnýjun lífdaganna.
Þjóðin átti sér ekki aðeins fortíð
heldur líka framtíð. Við sem nú lif-
um stöndum í mikilli þakkarskuld
við þessa brautryðjendur, konur og
karla.
Ævistarf Þórðar var dæmigert
fyrir marga atgervismenn af hans
kynslóð. Hann ólst upp í aldarbyrj-
un í hópi sex systkina að Strand-
seljum við Ísafjarðardjúp. Búskap-
arhættir voru óbreyttir frá því sem
verið hafði mann fram af manni,
um aldir. Það sem á skorti um
landkosti var bætt upp með sjáv-
arfangi. Leið Þórðar lá á sjóinn,
enda alinn upp við fjöruborðið.
Hann byrjaði sjóróðra á opnum
árabátum um fermingu. Átján ára
gamall var hann orðinn formaður.
Síðar réðst hann í skipsrúm á
stærri vélbátum. Tæplega þrítugur
lét hann smíða sér tveggja og hálfs
tonna vélbát, Sleipni ÍS-50, sem
hann gerði út í þrettán ár. Hálf-
drættingur-formaður-útgerðarmað-
ur: Var þetta ekki ferill hins fram-
takssama í sjávarplássinu íslenzka,
áður en kvótinn var fundinn upp og
lífið breyttist í lotterí og fundið fé?
Tæknibylting í sjávarútvegi, sem
Þórður sjálfur upplifði (og breyttar
fiskigöngur í náttúrunnar ríki),
knúðu fram þjóðflutninga úr sveit í
borg. Þórður var hvort tveggja
gerandi og þolandi þeirra breyt-
inga. Hann fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni úr Ögurvíkinni til Ísa-
fjarðar og frá Ísafirði til
Reykjavíkur. Þangað kominn hætti
hann sjómennsku hálffimmtugur
og gerðist iðnverkamaður, fyrst í
kexverksmiðjunni Fróni og síðar
hjá Slippnum við Ægisgarð. Þar
vann hann hörðum höndum til átta-
tíu og þriggja ára aldurs. Kynslóð
hans breytti þjóðfélaginu og hlaut
að laga sig að nýjum þjóðfélags-
háttum. Þjóðfélagið breytti þeim.
Þegar ég hafði aldur til að ráðast
í vist að Ögri hjá Líneik og Haf-
liða, eldri bróður Þórðar og Sól-
veigar móður minnar, var Þórður
og fjölskylda hans á bak og burt úr
Ögurvíkinni fáum árum áður. Sjó-
róðrar höfðu lagst af úr Ögurvík-
inni og frá Ögurnesi. Þar sem stað-
ið höfðu híbýli Þórðar í Odda og
Hermanns á Svalbarði voru þá
tóftir einar. En sögurnar lifðu af
þessum harðjöxlum og þeirra fólki
og blönduðust í barnshuganum
öðrum sögum, sönnum og lognum,
af fjölskrúðugu mannlífi aldamóta-
kynslóðarinnar við Djúp. Ég vissi
það ekki þá en veit það núna, þeg-
ar ég lít til baka, að byggðin var á
fallanda fæti. Framfarirnar, sem
þessir menn stóðu fyrir, tóku þá
með sér.
En á Ísafjarðarárum Þórðar og
Kristínar, konu hans, var náið sam-
neyti milli fjölskyldna þeirra
Strandseljasystkina, Þórðar og
Sólveigar, móður minnar. Börn
Kristínar og Þórðar, Helgi, Guð-
rún, Cecilía, Þórunn og fósturson-
urinn Sigurður, frændsystkini mín,
voru þá á unglingsárum og gengu á
skóla Hannibals á Ísafirði. Amma
okkar, Guðríður frá Strandseljum,
vitjaði oft afkomenda sinna á möl-
inni og var þá einatt margt um
manninn við fótskör hinnar stór-
brotnu ættmóður. Mér er í barns-
minni að hafa setið kvöldstund í
námunda við þá Helga í Dal, mann
Guðrúnar móðursystur minnar, og
Þórð í Odda, þar sem ég virti þá
fyrir mér og hlýddi á tal þeirra.
Mér varð starsýnt á þessa karla og
fannst þeir tilkomumiklir, veður-
barnir sem þeir voru með sigg-
grónar hendur og þunga hramma,
fámálir en fastmæltir, með sjáv-
arseltuna í blóðinu. Ég vissi það
ekki þá en veit það núna, að ég var
að virða fyrir mér menn, sem voru
ósvikin afsprengi mannlífs við
Djúp, sem var – en er ekki lengur.
Ég kveð þennan eftirminnilega
frænda minn héðan úr útlegðinni í
Washington með djúpri virðingu og
bið að heilsa frændum og frænk-
um, sem munu fjölmenna við
kveðjustund og erfidrykkju. Í mín-
um huga er tuttugasta öldin loks-
ins gengin með frænda mínum,
sem lifði hana alla.
Washington, D.C.
28. júní, 2002
Jón Baldvin Hannibalsson.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þeim hjónum Þórði Ólafs-
syni frá Odda í Ögurvík og Krist-
ínu Svanhildi Helgadóttur, afa og
ömmu eiginkonu minnar. Kristín
lést í febrúar 1996, en Þórður lifði
fram á nýju öldina kominn hátt á
tíræðisaldur. Ég vil kveðja þau
hjón með nokkrum orðum.
Til að skilja fólk, viðhorf þess,
ÞÓRÐUR
ÓLAFSSON