Morgunblaðið - 02.07.2002, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 43
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
✝ Ása Helgadóttirfæddist á Ísa-
firði 24. febrúar
1923. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
20. júní síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar
Jónasdóttur, f. í
Reykjarfirði í Suð-
urfjarðarhreppi í V-
Barð., 1897, d. 1981,
og Helga Þorbergs-
sonar, járnsmiðs og
vélstjóra, f. í Otra-
dal í Suðurfjarðar-
hreppi í V-Barð., 1895, d. 1964.
Systkini Ásu voru Júlíus Thor-
berg, f. 1.7. 1921, d. 11.5. 1983,
Jóna, f. 9.7. 1924, Jónas, f. 7.4.
1926, d. 6.3. 1998, Þórarinn, f.
18.12. 1929, d. 9.11. 1981, Er-
lingur, f. 24.5. 1931, og Sverrir,
f. 3.8. 1937. Ása giftist 6. júní
1943 Kristjáni Pálssyni vél-
stjóra, f. á Flateyri 16. júní 1921,
d. 23. sept. 1972. Foreldrar hans
voru Áslaug Álfsdóttir, f. á Ósi í
Bolungarvík 1898, d. 1989, og
Páll Sigurður Kristjánsson skip-
stjóri, f. á Tröð í Álftafirði 1896,
d. 1957. Ása og Kristján eiga sex
börn: 1) Hildur, f. 1945, maki
Hjálmar Vigfússon, sonur þeirra
er Kristján Önundur, maki
Hólmfríður Egilsson, börn
þeirra eru Hilmar, Sigurgeir og
Sóldís Diljá. 2) Sigrún, f. 1946,
maki Jónas Stefánsson, börn
þeirra eru Ásdís, maki Óskar
Árnason, börn þeirra eru Ingvar
Þór, Jónas Þór og Óskar Þór; og
Gylfi, maki Arna Möller, börn
þeirra eru Andri og Sigrún Ýr.
3) Áslaug Sigríður, f. 1948, börn
hennar eru Ingvar
Jóhann, Barbara
Kristín og Arna. 4)
Helga, f. 1954, maki
Stefán Veturliða-
son, börn þeirra eru
Stefán Fannar, unn-
usta Dóra Björg
Axelsdóttir og Arn-
ar. 5) Páll Sigurður,
f. 1957, maki Anna
Margrét Péturs-
dóttir, d. 2000, börn
þeirra eru Kristján
og Ása, d. 1999. 6)
Arnar Helgi, f.
1964, sambýliskona
Hólmfríður Pétursdóttir, börn
Arnars eru Sigurður Ragnar og
Snædís.
Ása ólst upp á Ísafirði en
fluttist ung til Akureyrar þar
sem þau Kristján settust að. Hún
var heimavinnandi húsmóðir allt
til ársins 1972 er Kristján lést.
Hóf hún fljótlega störf hjá Fé-
lagi skrifstofu- og verslunar-
fólks á Akureyri og var fyrsti
fastráðni starfsmaður félagsins
og skrifstofustjóri þess. Þar
starfaði hún til starfsloka er hún
varð sjötug, en þá flutti hún til
Garðabæjar. Hún starfaði mikið
að félagsmálum og var ein af
stofnendum og fyrsti formaður
Soroptimistaklúbbsins á Akur-
eyri. Í Oddfellowreglunni starf-
aði hún lengi, fyrst í Rebekku-
stúkunni Auði á Akureyri og
síðan var hún ein af stofnendum
Rebekkustúkunnar Barböru í
Hafnarfirði.
Kveðjuathöfn um Ásu verður í
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Útförin
verður gerð í kyrrþey síðar.
Tengdamóðir mín, Ása Helgadótt-
ir, er nú látin eftir erfiða baráttu við
illvígan sjúkdóm. Er mér það bæði
ljúft og skylt að minnast hennar
nokkrum orðum. Gamansögur eru oft
sagðar af tannhvössum tengdamæðr-
um og sambandi þeirra við tengda-
börnin. Það er af og frá að ég kunni
slíkar sögur af samskiptum mínum
við tendamóður mína og vantar nú að-
eins um einn mánuð upp á að kynni
okkar hafi staðið í þrjátíu ár. Aldrei
bar skugga á þau kynni.
Það var framandi fyrir ungan mann
að vestan að aka upp Helgamagra-
strætið fyrir tæpum þrjátíu árum,
þegar hann í fyrsta skipti kom á heim-
ili þeirra hjóna, Ásu og Kristjáns.
Gatan var nánast samfelld trjágöng
og einnig aðkoman að húsinu. Heim-
ilið sérlega smekklegt og móttökur
hlýjar en þó með þessari sérstöku
reisn sem einkenndi frú Ásu.
Ása fæddist og ólst upp í Mjallar-
götunni á Ísafirði, stundaði hefð-
bundna skólagöngu þar í bæ og fór
síðan í Núpsskóla. En einnig var hún
mörg sumur í sveit á Núpi. Hún flytur
til Akureyrar ásamt tilvonandi eigin-
manni sínum, Kristjáni Pálssyni frá
Flateyri, og gifta þau sig þar 6. júní
1944. Fyrstu búskaparár sín búa þau
hjá Jóni Benediktssyni yfirlögreglu-
þjóni í Laxagötu, en kaupa síðan íbúð
við Helgamarastræti en flytja sig svo
ofar í götuna er þau kaupa einbýlis-
hús við Helgamagrastræti nr 22, þar
sem hún bjó til sjötugs er hún flutti
suður og keypti sér íbúð við Sjávar-
grund í Garðabæ.
Ása var heimavinnandi húsmóðir
eins og almennt tíðkaðist á þeirri tíð,
en þegar Kristján veikist af berklum
árið 1959 og er sjúklingur á Kristnes-
spítala í um tvö ár fer Ása að vinna á
næturvöktum á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Á þeim tíma eru þau nýbúin að
festa kaup á Helgamagrastræti 22 og
því án efa erfitt þegar fyrirvinnu er
kippt út og litla aðstoð að fá. Á sama
tíma fékk Páll sonur þeirra berkla og
var um tíma einnig á Kristnesi.
Kristján fellur frá árið 1972 og er
Ása þar með orðin ekkja aðeins 49 ára
gömul með tvo unga syni heima, 8 ára
og 15 ára. Ása var þá nýbyrjuð að
vinna í verslun en réðst fljótlega til
Félags skrifstofu- og verslunarfólks á
Akureyri sem skrifstofustjóri. Hún
vann þar allt til starfsloka er hún varð
sjötug.
Ása var mikil dugnaðarkona og í
hennar huga var engin uppgjöf. Hún
rak sitt heimili af miklum myndar-
skap, stundaði félagslíf og fór í ferða-
lög til útlanda og fleira.
Í minningunni eigum við fjölskyld-
an margar góðar minningar um
ömmu Ásu, eins og hún var jafnan
nefnd eftir að synirnir fæddust. Á
námsárunum var jólunum oft eytt
fyrir norðan og þá var oft spjallað
fram á nætur, kannski yfir fínu epla-
víni sem Ása hafði bruggað. Eða þá á
sumrin að farið var í útilegu eða á Ill-
ugastaði í sumarbústað. Á námsárum
í Svíþjóð kom Ása öll sumrin og var þá
eitthvað skemmtilegt gert, m.a. farið
til Danmerkur og Þýskalands og auð-
vitað gist í tjaldi og var allur búnaður
hinn frumstæðasti. Þó var alltaf hafð-
ur með í för forláta sólbeddi sem
amma Ása svaf á. Hún hafði mörgum
árum áður átt stutta viðdvöl í Ham-
borg og það nægði henni til að leiða
okkur um öll helstu hverfi borgarinn-
ar. Það er enn í fersku minni þegar
amma Ása er að kenna dóttursyni sín-
um fimm ára að kaupa rafhlöður á
tjaldstæði í Þýskalandi. Þá eru þær
ekki fáar ferðirnar sem við höfum far-
ið saman innanlands.
Hún Ása hafði einstakt minni, var
vel fróð um menn og málefni, talaði
auðveldlega dönsku, skrifaðist á við
finnska vinkonu á ensku og gat vel
gert sig skiljanlega á þýsku. Þá var
hún vel að sér í landafræði, mundi allt
sem hún lærði í barnaskóla um allar
helst borgir og ár í Evrópu og gat þul-
ið þetta eins og ljóð.
Amma Ása átti aldrei bíl eftir að
hún varð ekkja, hún gekk allar sínar
leiðir, í sund á hverjum morgni og svo
til og frá vinnu. Hún var heilsuhraust
þar til hún greindist með þennan
sjúkdóm sem leiddi hana síðan til
dauða.
Þegar Ása varð sjötug flytur hún
suður og kom sér vel fyrir á Sjávar-
grundinni, fór að læra á píanó, tók
þátt í starfi Oddfellowreglunnar sem
hún gerði í fjörutíu og fjögur ár og var
meðal stofnenda stúkunnar nr. 12
Barböru. Hún hafði gaman af að spila
brids, tók þátt í félagsstarfi aldraðra,
hitti gömlu æskuvinkonurnar frá Ísa-
firði og marga aðra vini sína og systk-
ini. Hún naut lífsins, hafði gaman af
að ferðast og fara í matarboð og þá
mátti ekki bregðast að fá fordrykkinn
fyrir matinn sem hún þáði nánast allt
til loka, þó svo að blandan væri farin
að dofna.
Það varð Ásu tengdamóður minni
þungbært að missa nöfnu sína og son-
ardóttur í sviplegu umferðarslysi fyr-
ir um þremur árum. Enn var aftur
höggvið að henni níu mánuðum síðar
er hún missir Önnu Margréti tengda-
dóttur sína, einnig í umferðarslysi, en
mjög kært var með þeim tengda-
mæðgum. Ása bar sínar sorgir af mik-
illi reisn, en eflaust hafa þessi áföll
veikt lífsþrótt hennar og mótstöðu.
Í veikindum sínum og eins og jafn-
an áður naut Ása dyggrar aðstoðar
barna sinna. Einnig naut hún frá-
bærrar umönnunar starfsfólks
Hjúkrunarheimilisins í Holtsbúð þar
sem hún bjó síðustu misserin. Síðast
en ekki síst vil ég minnast Sigríðar
Ólafsdóttur sem aðstoðaði hana og
studdi í gegnum öll veikindin af ein-
stakri manngæsku og hlýju.
Að lokum vil ég þakka Ásu fyrir
þær góðu stundir sem við fjölskyldan
höfum átt með henni. Ég minnist Ásu
tengdmóður minnar með virðingu og
hlýju og bið hana að ganga á Guðs
vegum.
Stefán Veturliðason.
Flestir verða fyrir því á lífsleiðinni
að hitta aðrar manneskjur sem hafa
sterk áhrif á þá. Slíkar manneskjur
hafa oft áhrif á viðhorf og lífssýn
þeirra sem þær umgangast. Þær laða
oft fram það besta í manni sjálfum og
gera mann að betri manneskjum með
því einu að vera þær sjálfar. Fyrir
mér var Ása einmitt þannig mann-
eskja.
Fyrir tæpum tuttugu árum þegar
ég kom fyrst inn á heimili hennar á
Akureyri tók hún mér sem sinni eigin
dóttur. Það var einstaklega þægilegt
að umgangast hana og ekki man ég
eftir því að okkur hafi orðið sundur-
orða eða við ósammála um nokkurn
hlut. Þær voru ófáar ferðirnar sem
farnar voru norður á meðan Ása bjó
þar og alltaf var jafn notalegt að koma
í Helgamagrastrætið og njóta gest-
risni hennar og veitinga og þá sér-
staklega um jól og áramót. Oft sátum
við inni í stofu og töluðum um lífið og
tilveruna og skáluðum stundum í glasi
af púrtvíni. Þegar Ása flutti síðan suð-
ur fyrir 9 árum urðum við enn nánari.
Það hlýtur að hafa verið erfitt að
flytja frá Akureyri, komin á áttræð-
isaldurinn en hún var fljót að aðlagast
hlutunum hér sunnan heiða og var
einstaklega ánægð með fallegu íbúð-
ina sína í Garðabænum.
Lífið hefur ekki alltaf farið ljúfum
höndum um hana Ásu, sérstaklega
núna síðustu árin þar sem hún upp-
lifði mikla erfiðleika og dauðsföll í
fjölskyldunni sem hafði mikil áhrif á
hana. En aldrei heyrði maður hana
kvarta eða bera erfiðleika sína á torg
við nokkurn mann. Það sama var upp
á teningnum þegar hún veiktist af
þessum illvíga sjúkdómi sem hafði
vinninginn að lokum. Alltaf hélt Ása
reisninni fram á síðasta dag og það
var unun að sjá hvað hún var alltaf fín
og vel til höfð, því þannig var hún allt-
af.
Hún hafði mjög gaman af því að
ferðast bæði innanlands og utan, og
fórum við margar slíkar ferðir saman
m.a. til Danmerkur, Spánar og Flór-
ída þar sem við nutum okkar í sólinni.
Úr þessum ferðum á ég margar minn-
ingaperlur sem aldrei gleymast. Það
eru til dæmis ekki margir sem fara í
vatnsrússíbana um sjötugt, en það
gerði frú Ása! Hún fór reyndar ekki
alveg sjálfviljug, en eftir að ég sagði
henni að þetta væri vagn sem færi
„skoðunarferð“ um svæðið í Disney-
world, lét hún tilleiðast. Ferðin í
vagninum var mikil upplifun sem end-
aði með miklu falli þar sem vatnsgus-
urnar gengu yfir okkur. Hún var ekki
mjög ánægð fyrst á eftir, en fyrirgaf
mér fljótt hrekkinn og minntumst við
oft þessarar ferðar og hlógum alltaf
jafn mikið.
Raunveruleg verðmæti felast oft í
litlum hlutum og handverki þeirra
sem manni þykir vænt um. Slíkt á við
um englamyndina sem amma Ása
málaði og hangir fyrir ofan rúmið
hennar Snædísar. Í huga okkar er
þetta mynd af ömmu Ásu og nú vitum
við að henni líður vel. Það er sár sökn-
uður í huga Sigga og Snædísar sem
nú þurfa að sjá á eftir ömmu sinni sem
alltaf gaf þeim hlýju og kærleik.
Guð blessi minninguna um þessa
einstöku konu.
Berglind Sigurðardóttir.
ÁSA
HELGADÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Ásu
Helgadóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
hugmyndir og lífsstíl, sakar ekki að
rýna í sögu þess og bakgrunn.
Hvers konar umhverfi og aðstæður
mótuðu fólk eins og Þórð og Krist-
ínu? Fólk sem hafði tamið sér svo
mikla nægjusemi, virðingu fyrir
lífsgæðum, verklund og lífsánægju?
Árið 1998 dvaldi ég ásamt fjöl-
skyldu minni nokkra daga við vest-
anvert Ísafjarðardjúp með það að
markmiði fyrst og fremst að skoða
og upplifa umhverfi það sem þau
Þórður og Kristín ólust upp við og
störfuðu fyrri hluta ævi sinnar.
Sæbrött blágrýtisfjöll með skriðum
og hamrabeltum og litlu undirlendi
er það umhverfi sem mætir manni
á þessum slóðum. Heimahagar
þeirra voru svæðið frá Skarði við
mynni Skötufjarðar, þar sem
Kristín fæddist, um Ögurvík og inn
að Strandseljavík þar sem heima-
hagar Þórðar lágu. Hér ólust þau
upp og störfuðu á fremur einangr-
uðum, en jafnframt ögrandi og
heillandi stað, fyrri hluta ævinnar.
Samgöngur og samskiptaleiðir hafa
verið erfiðar á öllum árstímum,
landið bratt, grýtt og illt yfirferðar
svo að ófærð fylgdi ekki einungis
norðaustan stórhríðum á vetrum.
Eigendur eyðibýla og sportveiði-
menn sem fara hér um eftir egg-
sléttu malbiki nú á dögum, búnir
fullkominni samskiptatækni og öðr-
um nútímaþægindum eiga enga
möguleika á að kynnast aðstæðum
fólksins sem hér bjó. Í besta falli
hjálpar þetta umhverfi þeim að
átta sig á þeim forréttindum sem
nútímatækni hefur fært okkur.
Á fyrri hluta síðustu aldar var
Djúpið með allri sinni fiskigengd
vor og haust nánast eina lífsvið-
urværið í Ögurvík. Árið 1928
byggðu þau Þórður og Kristín sér
bæ nálægt sjónum þar og nefndu
Odda. Þá var mikið mannlíf í Ög-
urvík, sem einkum tengdist sjáv-
arútgerð. Þórður stundaði sjóinn
frá unglingsaldri, gerði síðar út
nokkra fiskibáta og hafði jafnan
fólk í vinnu sem tengdist útgerð-
inni. Vorið 1943 urðu þau fyrir því
óláni að húsið brann í Odda og
fluttust þau þá, ásamt börnum sín-
um, til Ísafjarðar og nokkru síðar
til Reykjavíkur. Nú sjást óljós
merki um það mannlíf í Ögurvík
sem þau Þórður og Kristín til-
heyrðu. Grunnur hússins að Odda
liggur undir þjóðveginum, en með-
fram honum má þó greina að þar
hafi verið útgerðarbær og enn
sjást varir fyrir báta í fjörunni.
Nægjusemi, virðing fyrir lífs-
gæðum, verklund og lífsánægja.
Þetta voru þeir mannkostir sem
einkenndu Þórð og Kristínu. Þau
tóku ævinlega fagnandi á móti
gestum með heimagerðu bakkelsi
við dúklagt borð og umræðuefnin
voru óþrjótandi því þau voru bæði
minnug og fylgdust vel með mál-
efnum líðandi stundar. Kristín var
einstaklega vel að sér í ættfræði,
jafnt sinni eigin og annarra og
Þórður hafði óbifandi áhuga á þjóð-
málaumræðu, einkum sjávarút-
vegsmálum og hef ég ekki kynnst
nokkrum manni sem hafði eins
góða sögulega sýn yfir það svið.
Þar sem ég hafði kynnst störfum í
sjávarútvegi þokkalega vel, bæði í
landi og á sjó, hafði ég sérstaka
ánægju af að spjalla við Þórð um
þau mál, bæði úr fortíð og nútíð.
Þórður og Kristín voru komin á
níræðisaldur er þau fluttu á Boða-
hlein 5 í Garðabæ, enn sístarfandi
og skýr í hugsun. Þegar við fjöl-
skyldan heimsóttum þau þangað
komum við oftar en einu sinni að
Þórði þar sem hann sló litla tún-
blettinn við húsið með orfi og ljá að
hætti hins sjálfstæða bónda sem
náttúran við Djúp kenndi sjálfs-
bjargarviðleitni og það að láta ekki
aðra vinna fyrir sig verkin. Á með-
an sat Kristín og prjónaði ullar-
sokka og vettlinga og safnaði í
stóra skjóðu, sem börn hennar,
barnabörn og barnabarnabörn gátu
valið sér úr. Það er við hæfi að
kveðja þau hjón með sömu orðum
og Þórður kvaddi jafnan gesti sína:
„Blessi ykkur og takk fyrir komið!“
Meyvant Þórólfsson.
Fleiri minningargreinar um Þórð
Ólafsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.