Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁÆTLAÐ er að um 1.700 Íslend- ingar muni greinast árlega með krabbamein árið 2020 en í dag greinast að meðaltali um þúsund manns. Tilfelli meðal karla aukast hraðar eða um 82% en meðal kvenna er spáð 62% aukningu. Spáð er aukningu meðal allra Norður- landaþjóðanna og að hún verði mest á Íslandi eða kringum 70%. Þetta kemur fram í spá norrænu krabbameinsskránna sem kynnt var við upphaf alþjóðlegrar krabba- meinsráðstefnu í Ósló í gær. Sambærileg spá var birt árið 1993. Byggt er á upplýsingum krabbameinsskránna um krabba- meinstilfelli árin 1958 til 1997, mannfjölda á síðustu árum og spá um mannfjölda ársins 2020 sem fengin var frá hagstofum landanna. Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár- innar, segir orsakir aukningar eink- um tvenns konar. „Lítill hluti hennar stafar af aukinni krabba- meinsáhættu en langstærsti þáttur- inn er breytt aldurssamsetning þjóðarinnar. Öldruðu fólki fjölgar mjög á tímabilinu en hættan á að greinast með krabbamein eykst jafnt og þétt með hærri aldri,“ segir Laufey og bendir hún á að þessi mikla aukning, sem verði jafnt og þétt næstu árin, kalli á sérstakan undirbúning í heilbrigðiskerfinu. Hjá íslenskum körlum er gert ráð fyrir mestri fjölgun krabbameins í blöðruhálskirtli eða um 130%. Aukningin er eingöngu vegna hækkandi aldurs. Hjá konum er gert ráð fyrir að tilfellum brjósta- krabbameins fjölgi um 53%. Talið er að áhættan minnki en tilfellum fjölgi vegna hækkandi aldurs kvenna. Spá um þróun á nýgengi krabbameins til 2020 Búist við um 70% aukn- ingu tilfella á Íslandi  Nýjum tilfellum/30 ÖKUMANNINUM sem ók fram úr í Lögbergsbrekku á Suðurlands- vegi á sunnudag hefur vænt- anlega verið ljóst að bannað er að aka yfir óbrotna línu, hvað þá ef hún er tvöföld. Arinbjörn Snorra- son, aðalvarðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík, segir að margir ökumenn virðist ekki þekkja regl- ur um línur á vegum sem í um- ferðarlögum eru nefndar yf- irborðsmerkingar. Þær eru jafngildar umferðarskiltum og ökumönnum ber að fara eftir þeim. Óbrotin lína er aðeins sett á þeim stöðum þar vegsýn er skert, þ.e.a.s. þar sem ökumaður sér ekki fyllilega umferð sem kemur á móti og getur því ekki farið fram úr bílum án þess að taka áhættu. „Framúrakstur við slíkar aðstæður skapar hættu og óþæg- indi fyrir aðra vegfarendur. Árekstrar sem verða við slíkar aðstæður leiða oftar en ekki til alvarlegs líkamstjóns eða dauða.“ Umferðarráð hefur rekið tals- verðan áróður fyrir því að öku- menn virði bann við framúrakstri og fari ekki fram úr á óbrotnum línum. „Þessar línur eru ekki til skrauts heldur eru þær settar til þess að auka öryggi. Þeir sem brjóta reglurnar stofna ekki bara sjálfum sér í hættu heldur líka öðrum,“ segir Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Á þessu ári hafa 18 manns lát- ist í umferðarslysum hérlendis. Óbrotnar línur ekki til skrauts Morgunblaðið/Júlíus Búast má við því að landsmenn verði mikið á ferðinni næstu vikurnar. Því er ekki úr vegi að minna á mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni. MUNUR á hæsta og lægsta verði á spelti er 210% samkvæmt verðkönn- un ASÍ og Morgunblaðsins á heilsu- vörum í London og Reykjavík 20. júní síðastliðinn. Um er að ræða verð án virðisaukaskatts á 35 vörutegund- um. Mesti munur á hæsta og lægsta verði er 484%, á lífrænum gulrótum, en tekið skal fram að verð var lækk- að eftir að verðkönnunin var gerð. Munur á hæsta og lægsta verði á sojamjólk er 35–84%, á sojajógúrt og sojaeftirréttum 39–73% og 72–128% á hrísgrjónamjólk. Í flokknum hveiti, mjöl og baunir er munur á hæsta og lægsta verði 31–210%, mestur 210% á spelti, sem fyrr er getið. Heilsuhúsið er oftast með hæsta verð, eða í 17 tilvikum, hæsta verð er níu sinnum í Blómavali, fimm sinn- um í Lífsins lind og fjórum sinnum í versluninni Yggdrasill. Fjarðarkaup var fjórum sinnum með lægsta verð. Verðmunur oft yfir 100%  Rúmlega 200%/22 Heilsuvörur í Reykjavík og London HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt rúmlega þrítugan karl- mann í 10 mánaða fangelsi fyrir fjár- svik og fleiri afbrot en hann var m.a. dæmdur fyrir að svíkja tvívegis út tryggingabætur fyrir sama köfunar- búnaðinn sem var í raun í eigu Land- helgisgæslunnar. Svikin komust upp þegar hann krafðist bóta fyrir hann í þriðja skiptið. Fyrrverandi eigin- kona mannsins tók þátt í svikunum og hlaut hún sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Vorið 1996 tilkynnti maðurinn að köfunargalla og öðrum búnaði hefði verið stolið úr geymslu á heimili sínu og greiddi tryggingafélagið Ábyrgð hf. honum um 340.000 krónur í bæt- ur. Rúmlega tveimur árum síðar framvísaði hann tilkynningu til Tryggingar hf. um að fyrrverandi eiginkona hans hefði fyrir slysni ekið á hillur í bílskúr með þeim afleiðing- um að málning og sjálfskiptivökvi helltist yfir köfunargalla og annan búnað. Að þessu sinni fékk hann tæplega 80.000 kr. í bætur en fór fram á bætur upp á 120.000 kr. Aftur ekið á og köfunar- búnaður skemmdur Hálfu ári síðar, í febrúar 1999, gerði hann aftur kröfu um að fá bæt- ur vegna skemmda á köfunargalla og búnaði, að þessu sinni á hendur Sjóvá-Almennum. Aftur krafðist hann þess að félagið greiddi honum 120.000 kr. í bætur þar sem fyrrver- andi eiginkona hans hefði fyrir slysni ekið bifreið á hillur í bílskúr með þeim afleiðingum að málning og sjálfskiptivökvi helltist yfir köfunar- búnaðinn. Hjá Sjóvá-Almennum vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Maðurinn var því kærður til lögreglu fyrir tryggingasvik. Í dómnum segir að það sé upplýst að köfunarbúningurinn sem stolið var árið 1996 sé nákvæmlega sá sami og varð fyrir skemmdum af völdum málningar á árunum 1998 og 1999. Auk fangelsisvistar var manninum gert að greiða Sjóvá-Almennum 337.800 krónur með dráttarvöxtum frá 1998. Maðurinn var auk þess dæmdur fyrir að falsa nafn tiltekins manns í fjórgang á réttarsáttum en sýknaður af fjárdrætti með því að hafa dregið sér ýmsa muni frá Landhelgisgæsl- unni þegar hann hætti þar störfum árið 1997. Fyrrverandi eiginkona hans var einnig dæmd fyrir að falsa nafn systur sinnar á tvö skuldabréf. Komst upp um svikin við þriðju tilraun Dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir tryggingasvik og fleira HLUTHAFAFUNDUR Lands- banka Íslands samþykkti í gær að fresta kosningu í nýtt bankaráð um ótiltekinn tíma. Ríkið seldi nýlega 20% eignarhlut í Landsbankanum en ríkisstjórn hafði ákveðið að boðað yrði til hluthafa- fundar og kosið nýtt bankaráð ef allt hlutaféð seldist. Bankaráð Lands- bankans ákvað í kjölfar sölunnar, að höfðu samráði við viðskiptaráðherra, að boða til hluthafafundar í gær og var kosning í nýtt bankaráð eina mál- ið á dagskrá. Mætt var fyrir 71,91% hlutafjár í bankanum. Fundinum barst svohljóðandi dag- skrártillaga: „Hluthafafundur Lands- banka Íslands hf. ályktar að fresta um ótiltekinn tíma kosningu í bankaráð. Til framhaldshluthafafundar verður boðað samkvæmt ákvörðun 14. grein- ar samþykkta fyrir Landsbanka Ís- lands hf.“ Dagskrártillagan var borin undir atkvæði hluthafafundarins og var hún samþykkt einróma. Tillagan var lögð fram að beiðni viðskiptaráðherra en ástæður þess að farið var fram á frestun voru ekki kynntar og vísaði Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs, fyr- irspurnum á ráðherra. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, sitjandi við- skiptaráðherra, eða Þorgeir Örlygs- son, ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytis, í gærkvöldi. Samkvæmt hlutafélagalögum má fresta hluthafafundi og boða til fram- haldsfundar en sé fundi frestað um meira en fjórar vikur þarf að boða hann með sama hætti og aðra hlut- hafafundi. Framhaldshluthafafundur Landsbankans verður boðaður í sam- ræmi við samþykktir fyrir bankann, með minnst viku og lengst fjögurra vikna fyrirvara. Í bankaráði sitja, samkvæmt ákvörðun aðalfundar Landsbankans í mars: Helgi S. Guðmundsson formað- ur, Kjartan Gunnarsson varaformað- ur, Guðbjartur Hannesson ritari, Birgir Þór Runólfsson og Jónas Hall- grímsson meðstjórnendur. Kosningu í banka- ráð LÍ frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.