Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 1

Morgunblaðið - 20.07.2002, Page 1
168. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚLÍ 2002 NORSKA neytendaráðið fær á hverju ári fjölda kvartana frá fólki sem reynt hefur að kaupa hóplíftryggingu en verið hafnað af fulltrúum tryggingafélag- anna, að sögn Aftenposten. All- ir sem kaupa hóplíftryggingu greiða sama iðgjald. Opinber nefnd er metur heilsufar hefur sett saman lista yfir 224 sjúk- dóma sem skipta máli þegar fólk vill líftryggja sig með þess- um hætti og eru meðal þeirra algengir kvillar á borð við hey- mæði og of háan blóðþrýsting. Spurt er um astma, sykur- sýki, magasár, bronkítis, liða- gigt og sárasótt, svo að eitthvað sé nefnt. Öll tryggingafélögin eru sögð nota sömu forsendur. „Sjálfur get ég ekki lagt mat á sjúkdómana en á óvart kemur hvað listinn er langur og um- fangsmikill,“ segir lögfræðing- ur neytendaráðsins, Jon-Andr- eas Lange. „Einn þáttur trygginga er samkvæmt hefð samábyrgð og þannig á það að vera áfram.“ Øivind Bull, sem stýrir áður- nefndri heilsufarsnefnd, segir að ef viðskiptavinur sé með sjúkdóm sem tvöfaldi líkurnar á ótímabæru andláti fái hann hvergi að kaupa sér hóplíf- tryggingu. Ótryggt lífshlaup DRENGUR í Marokkó býr sig undir að skjóta með teygjubyssu sinni í átt að hermönnum Spánverja á um- deildri eyðieyju, Perejil, sem er um 200 metra undan strönd Marokkó. Spánverjar hröktu hóp Marokkó- hermanna frá klettaeyjunni í vik- unni en eignarhald á henni hefur lengi verið umdeilt. Stjórn Mar- okkó hét því í gær að verða við kröfu Spánverja um að reyna ekki að hernema eyjuna aftur ef spænska herliðið yrði á brott. Reuters Spánverj- um ógnað GRÍSK yfirvöld ákærðu í gær þrjá meinta félaga í illræmdri marxista- hreyfingu, 17. nóvember, sem hefur lýst meira en 20 pólitískum morðum á hendur sér síðastliðna þrjá áratugi. Daginn áður voru þrír aðrir meintir liðsmenn hópsins ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum. Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði þeim árangri sem loks hefur náðst í herferð yf- irvalda gegn hreyfingunni síðustu vikurnar eftir þrjátíu ára baráttu. „Sigurinn á hryðjuverkamönnum verður sigur fyrir lýðræðið í Grikk- landi, sem verður öflugra í framtíð- inni … brotið er blað í sögu landsins og það verður nútímalegt og kröft- ugt ríki,“ sagði forsætisráðherrann. Marxistahreyfingin myrti m.a. hermálafulltrúa breska sendiráðsins í Aþenu, Stephen Saunders, árið 2000, skipakónginn Constantinos Peratikos árið 1997, þingmanninn Pavlos Bakoyannis 1989 og yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar í Aþenu, Richard Welch, árið 1975. Að sögn tímaritsins The Econom- ist fengu Grikkir aðstoð Scotland Yard við að rannsaka morðið á Saunders. Einn þremenninganna sem voru ákærðir í gær, Alexandros Yotopoulos, mun hafa játað á sig að- ild að 28 alvarlegum glæpum, þ. á m. morðum og bankaránum. Hann er sagður vera stofnandi 17. nóvember. Yotopoulos var handtekinn fyrr í vikunni þegar lögreglusérsveit réðst inn í hús hans á eyjunni Lipsi. Hann er 58 ára prófessor, fæddist í Frakk- landi og tengdist róttækri náms- mannahreyfingu þar í landi á sjö- unda áratugnum. Faðir hans var um hríð náinn samstarfsmaður rússn- eska byltingarleiðtogans Leons Trotskís. Tveir mannanna þriggja sem ákærðir voru í fyrradag eru synir prests í grísku rétttrúnaðarkirkj- unni. Þeir munu vera bræður Savvas Xiros sem var handtekinn í síðast- liðnum mánuði. Sex Grikkir ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkahreyfingu Lýst sem sigri fyrir lýðræðið í Grikklandi Aþenu. AFP. BANDARÍSKI hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong á leiðinni upp Plateau-de-Beille-hásléttuna í Pýreneafjöllum í Frakklandi í gær. Armstrong tekur þátt í Tour de France-keppninni og vann 12. áfangann, sem er tæpir 200 kíló- metrar. Hann heldur því gulu treyjunni sem fremsti garpurinn hefur einn rétt til að bera. Arm- strong hefur tvisvar áður unnið keppnina. Reuters Sótt á brattann TALSMAÐUR bandaríska utanrík- isráðuneytisins, Richard Boucher, fordæmdi í gær hugmyndir Ísra- elsstjórnar um að reka fjölskyldur herskárra Palestínumanna á Vestur- bakkanum til Gaza-strandarinnar. „Við teljum ekki að þessar aðgerðir muni leysa öryggisvanda Ísraels,“ sagði hann og bætti við að ráða- mönnum í Ísrael yrði skýrt frá þess- ari afstöðu manna í Washington. Boucher sagði Bandaríkjamenn álíta að í baráttunni gegn hryðju- verkum ættu Ísraelar að einbeita sér að þeim sem frömdu verkin en ekki aðstandendum þeirra. Frakkar bentu í gær á að áætlanir Ísraela stönguðust á við ákvæði Genfarsátt- mála um réttindi óbreyttra borgara. Útvarp Ísraelshers hafði eftir Elyakim Rubinstein ríkissaksóknara að brottrekstur aðstandenda væri einvörðungu gerlegur þegar „traust- ar vísbendingar eru um beina aðild þeirra að hryðjuverkum“. Hann sagðist á hinn bóginn vera hlynntur því að lögð væru í rúst hús í eigu manna sem grunaðir væru um að undirbúa sjálfsmorðsárásir eða hús ættingja sjálfsmorðingjanna. Út- varpsstöðin sagði ráðamenn leyni- þjónustunnar, Shin Bet, vilja beita brottvísunum vegna þess að þannig mætti hræða þá sem hefðu í hyggju að fórna lífinu í sprengjuárás. Handtóku 21 í búðum við Nablus Ísraelskir hermenn hófu þegar í gærmorgun aðgerðir í flóttamanna- búðum við Nablus samkvæmt for- skrift áætlunarinnar og handtóku 21 karlmann úr röðum ættingja víga- manna sem tengjast morðárásum í vikunni. Tvö hús voru jöfnuð við jörðu. Þrír ísraelskir hermenn voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hefðu selt herskáum Palestínu- mönnum stolin skotfæri. Alls sitja níu Ísraelar í haldi í kjölfar rann- sóknar sem hófst þegar í ljós kom að þjófnaður á skotfærum hafði meira en tvöfaldast milli áranna 2000 og 2001. Tveir mannanna eru íbúar í byggðum gyðinga á hernumdu svæð- unum og einn hermannanna mun vera majór. Áætlun um brottrekstur aðstandenda mótmælt Bandaríkjastjórn segir Ísraela ekki auka öryggi með aðgerðunum Washington, Nablus, Gaza-borg, Jerúsalem. AP, AFP.  Bandaríkin / 28 VERÐBRÉFAVÍSITALA Dow Jones í New York lækkaði um rúm 390 stig eða nær 5% í gær. Hefur hún ekki verið lægri í nær fjögur ár, endaði í 8.019 stigum. Einnig varð 2,6% lækkun á Nasdaq-verðbréfa- markaðnum. Ein ástæðan fyrir lækkuninni er talin vera tilkynning um að fulltrúar stjórnvalda væru að rannsaka við- skiptahætti risafyrirtækisins John- son & Johnson. Talsmenn þess sögð- ust telja að ástæða rannsóknarinnar gætu verið ásakanir um misferli hjá verksmiðju fyrirtækisins í Púertó Ríkó en þar er framleitt Eprex, lyf gegn blóðleysi. Grunsemdir eru um að lyfið tengist alvarlegum sjúkdómstilfellum í Evrópu og Kanada. Dow Jones niður undir 8.000 stig New York. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.