Morgunblaðið - 20.07.2002, Side 27

Morgunblaðið - 20.07.2002, Side 27
NÝJA mat- og sérvöruverslunin Europris á Lynghálsi 4 verður opnuð í dag kl. 14 en þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði í gær stóð undirbúningur sem hæst. Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, sagðist eiga von á að takast myndi að opna á fyrirhuguðum tíma þrátt fyrir að mikið verk væri fyrir höndum. Hann segist þegar vera orð- inn var við að verslanir hafi lækkað verð vegna yfirvofandi samkeppni. Verslunin verður opin frá 11 til 20 alla daga vikunnar. Að sögn Matt- híasar er Europris frábrugðin öðrum verslunum sem sérhæfa sig í magn- innkaupum og lágu verði að því leyti að meira framboð er af sérvöru. Eu- ropris er norsk verslanakeðja og nýt- ur verslunin hér, þótt alfarið íslensk sé, magninnkaupa allrar keðjunnar. Matthías segir að sennilega verði hlutur innfluttra vara jafn á við inn- lendra vara í vöruúrvali verslunar- innar. Hinar innfluttu verða aðallega fyrrgreindar sérvörur; búsáhöld, fatnaður og verkfæri, auk nýlendu- vara. Undirbúningur að opnun verslun- arinnar hefur staðið yfir síðan um mánaðamót og fjöldinn allur af iðn- aðarmönnum hefur lagt hönd á plóg á því tímabili. Gólfflötur verslunar- innar er 1.150 fermetrar, en þegar er hafinn undirbúningur að opnun nýrr- ar Europris-verslunar í Skútuvogi 2. Morgunblaðið gerði skyndiverð- könnun í svokölluðum lágvöruverðs- verslunum í gær og bar saman við uppgefið verð í hinni nýju verslun. 567 gramma Cheerios-pakki kostar 338 krónur í Europris, 339 kr. í Bón- usi í Faxafeni, 349 kr. í Nettó í Mjódd og 357 kr. í Krónunni við JL-húsið. Tveggja lítra kókflaska kostar 189 kr. í Europris, 189 sömuleiðis í Bón- usi, 193 kr. í Nettó og 194 kr. í Krón- unni. BKI Extra kaffi, 400 g, kostar 225 krónur í Europris og Bónusi, 239 kr. í Nettó og 246 kr. í Krónunni. Smjörvi kostar 154 kr. í Europris og Bónusi en 155 kr. í hinum verslunun- um. Kílóið af íslenskum tómötum kostar 165 krónur í Europris, 169 í Bónusi, 184 krónur í Nettó og 183 kr. í Krónunni. Europris opnuð í dag Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris á Íslandi. Morgunblaðið/Jim Smart Iðnaðarmenn voru að leggja lokahönd á frágang hinnar nýju mat- og sérvöruverslunar í gær. NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 27 Njótið fegurðar Þingvallasvæðisins frá nýju sjónarhorni Uppl. og pantanir í s. 894 7664 www.himbriminn.is info@himbriminn.is ÚTSÝNIS-, SÖGU- OG GÖNGUFERÐIR SÓLARLAGS- OG VEIÐIFERÐIR VIÐTÖKUR Íslendinga við norska hrefnukjötinu hafa verið afar góðar, en sala á því hófst í Nóatúnsbúðunum í gær. Boðið var upp á grillað hvalkjöt fyrir utan Nóatúnsverslunina í Nóa- túni og fékk Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra fyrsta bit- ann. „Hér var heillöng biðröð við grillið og létu menn vel af enda er fólk spennt að fá að prófa hval eftir langan tíma,“ segir Sigurður Teitsson, fram- kvæmdastjóri matvörusviðs hjá Kaupási sem rekur Nóatúns- verslanirnar. „Viðskiptavinir voru talsvert búnir að panta í búðunum áður en kjötið kom til landsins á miðvikudag og mikið hafði verið hringt og spurst fyr- ir.“ Að sögn Sigurðar voru keypt fjögur tonn af kjötinu og ætti það að verða fáanlegt eitt- hvað fram í næstu viku. Kílóið er á 999 krónur. Í fiskbúðinni Vör hefur ís- lenskt hrefnukjöt verið til sölu alla vikuna og hafa þegar selst yfir 300 kíló, að sögn Ásgeirs Baldurssonar eiganda. „Hval- kjötið er rosalega vinsælt hjá okkur og fólk á öllum aldri kaupir það. Eldra fólkið þekkir það auðvitað frekar, en yngra fólkið er alveg til í að prófa hvalinn, hefur til dæmis gaman af að setja hann á grillið.“ Ár er síðan Ásgeri gat síðast selt hval- kjöt, en hann segist núna hafa fengið nokkur hundruð kíló af því, það muni því líklegast fást í versluninni næstu daga en kílóið er á 599 krónur. Í Fiskbúðina Árbjörgu kom ís- lenskt hrefnukjöt í fyrradag og var það uppselt í gærmorgun, að sögn Birgis Guðmundssonar eiganda. „Hvalkjötið selst alltaf upp í hvelli hvort sem það er hrefna eða hámeri, en við fáum slíkar sendingar aðeins annað slagið og þá grípa menn það,“ segir Birgir og bætir við að í búðina bráðvanti meiri hval. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra gæðir sér á grilluðu hvalkjöti en sala á kjötinu hófst í Nóatúnsbúðunum í gær. Norska hrefnu- kjötið selst grimmt Nýlega bárust fréttir af því að neysla soyaafurða gæti unnið gegn myndun brjóstakrabbameins. Hvaða soyavörur eru aðgengilegar fyrir íslenska neytendur? Hversu mikið á fólk að borða af þessari vöru? „Soyjamjólk, soyaostur, soyakjöt og tófú eru allt dæmi um aðgengi- legar soyavörur fyrir íslenska neytendur,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs. Hún segir tilvalið að blanda dálitlu hökkuðu soyakjöti út í venjulegt kjöthakk. „Þannig drýgirðu hakkið og maturinn verð- ur ódýrari og heilsusamlegri fyrir vikið. Mér finnst það líka ekki síð- ur gott, en þó verður að krydda það vel því soyakjöt er alveg bragðlaust.“ Hún bendir á að soya- vörur séu auðugar af próteini, járni og vítamínum. „Soyavörur eru mjög mikilvægar fyrir græn- metisætur og alla þá sem ekki borða kjöt en fyrir okkur hin er gott viðmið að borða þær til dæmis einu sinni í viku.“ Að sögn Lauf- eyjar fást soyavörur í flestum mat- vöruverslunum. Hvernig stendur á því að kostn- aður við að senda 500 gr. sendingu frá Reykjavík og út á land í póst- kröfu hefur hækkað um allt að 112%? Áður kostaði slík sending 330 kr. en núna 655–700 kr. eftir því hvert á land er sent. SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Sojabaunir. „Með þessari hækkun vorum við að laga okkar gjaldskrá að kostn- aðinum sem af þjónustunni hlýst,“ segir Áskell Jónsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Íslandspósts. „Hér var póst- krafa gerð jafndýr bögglapósti fyrir sendandann en enginn munur er á kostnaði við póstkröfu og pakka sem fer í bögglapósti, í báð- um tilvikum þarf að viðtakandi að fá tilkynningu og síðan þarf að af- greiða vöruna á pósthúsinu eða keyra hana út. Það er einfaldlega mun dýrara en hin almenna póst- þjónusta sem dreift er með bréf- bera.“ Áður var jafndýrt að senda póstkröfu hvert á land sem er en nú hefur landinu verið skipt upp í svæði og segir Áskell það vera vegna mismikils flutningskostnað- ar. „Okkur ber að verðleggja þjón- ustuna eftir reglum um póstþjón- ustu og þar segir að verðlagning skuli vera í samræmi við kostnað póstþjónustunnar.“ HANS Petersen hefur hafið dreif- ingu á plastboxum undan kodakfilm- um en í ljós hefur komið að þau hafa reynst tilvalin fyrir reykingafólk sem er á ferð úti í nátt- úrunni og vill losa sig við sígarettustubba á umhverf- isvænan hátt, að sögn Elínar Agn- arsdóttur, rekstrarstjóra verslana Hans Petersen. „Í stað þess að henda stubbnum úti í náttúrunni er hann settur í filmuboxið. Göngu- hrólfar, kylfingar og stangveiðifólk sem reykir hefur tekið þeim fagn- andi,“ segir Elín. NÝTT Henta vel undir sígar- ettustubba

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.