Morgunblaðið - 20.07.2002, Side 36

Morgunblaðið - 20.07.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eitt einkenni íslenskrartungu er fallbeygingorða. Þau breyta ummynd eftir því hver er afstaða þeirra til annarra orða í setningu. Fallbeygingin er jafn- framt sá þáttur málsins sem út- lendingum reynist einna erf- iðastur viðureignar þegar þeir vilja læra íslensku. Grípa þeir þá gjarnan til nefnifallsins þótt önn- ur föll eigi betur við – og er fyr- irgefið. Fallbeyging og rétt notk- un falla á hins vegar ekki að vefjast fyrir Íslendingum sem venjast við fyrirbærið frá blautu barnsbeini. Fyrir kemur að vísu að menn greini á um hvaða fall skuli nota í tilteknum orða- samböndum; sumir segja „mér langar í sleikipinna“ og kæra sig kollótta þótt þeir sem betur þykj- ast kunna fyllist vanþóknun og segi „það á að segja mig lang- ar …“ í umvöndunartón. „Leigjandinn ærðist og rústaði íbúðinni,“ sagði eigandinn og var mikið niðri fyrir. „Hvað segirðu? Rústaði hann íbúðina?“ varð við- mælandanum að orði. Misræmi af þessu tagi er að því leyti meinlaust að það vegur ekki að beygingakerfinu sjálfu þótt ýmsum finnist eflaust að þarna sé fullmikil lausung. Hitt væri miklu róttækari breyting ef hætt yrði að beygja fallorð yfirleitt og nefnifallið notað eingöngu. Þrátt fyrir það sem fyrr var sagt um ætlaða kunnáttu Íslendinga í beygingafræðum er því miður farið að bera allmikið á beyg- ingafælni, ekki síst þegar kemur að nöfnum fyrirtækja. „Ég keypti þetta í Hagkaup,“ heyrist stund- um sagt. Þarna skirrist mæland- inn við að nota þágufall sem þó væri eðlilegast í þessu samhengi – „í Hagkaupum“. Í máli margra eru vörur fluttar með Samskip fremur en Samskipum. Sem bet- ur fer er fælni af þessu tagi þó engan veginn algild, eða hvað skyldu margir segja „þetta stóð í Morgunblaðið“? Eða „ég flaug með Flugleiðir“? Vísast fáir, en dæmin sýna hve fáránlegt það er í raun og veru að sleppa því að beygja Hagkaup og Samskip. – – – Sé tilhneiging til að forðast beygingu á nöfnum fyrirtækja keyrir þó um þverbak ef á undan nafninu fer orð sem kveður á um hvers konar fyrirtæki er átt við: „Húsið er til sölu hjá fasteigna- sölunni Hraunhamar,“ „greinin birtist í tímaritinu Nýtt líf,“ „þessi ódáinsveig fæst í versl- uninni Heilsuhúsið“. Hér á auð- vitað að beygja nöfnin þótt á und- an þeim fari ákvæðisorð. Ætli einhverjir rækju ekki upp stór augu ef þeir sæju á prenti „rit- höfundinum Gunnar Gunnarsson eru eignuð þessi orð“? Eða „í við- tali við knattspyrnumanninn Eyj- ólfur Sverrisson kemur fram að hann hyggst leggja skóna á hill- una“? Finnast einhver rök fyrir því að síður skuli beygja nöfn fyr- irtækja en manna? Nei, segir um- sjónarmaður. Ef nafn fyrirtækis er beygjanlegt skal það beygt – jafnt þótt ákvæðisorð standi með því. – – – Þegar umsjónarmaður sat við fótskör Gísla Jónssonar íslensku- kennara í menntaskóla norður á Akureyri endur fyrir löngu þótti honum einna mest varið í þau fræði sem lutu að norræn- um goðum fornum. Hafði Gísli einstakt lag á því að tengja safarík- ar sögur af uppátækjum Ásanna við svo þurr fræði og seig undir tönn sem orðsifjafræði og beyg- ingafræði. Í Snorra-Eddu segir af tré einu miklu sem bar hið mikilúðlega nafn askur Yggdrasils. Þegar kom að því að skýra þetta til- komumikla nafn taldi Gísli að seinni hluti þess, drasill, væri sömu merkingar og drösull, hest- ur, og hefðu bæði orðin þrifist hlið við hlið um hríð. Drasill hefði hins vegar horfið úr málinu þegar fram í sótti vegna þess að „eng- um þótti gott að ríða drasli“ eins og Gísli orðaði það og má það til sanns vegar færa. Drösull hefur lifað áfram í hátíðlegu skáldamáli sbr. „Drottinn leiði drösulinn minn …“ Drasill beygist eins og mörg önnur orð með sömu endingu: snigill, kyrtill, refill, riffill og miðill svo einhver séu nefnd. En eins og Gísli Jónsson benti á er þágufall eintölu, drasli, ekki árennilegt né heldur nefnifall fleirtölu, draslar. Þessi þankar um drasil tengj- ast að nokkru leyti því sem fjallað var um hér að framan, tregðu til að beygja fyrirtækj- anöfn. Verslun heitir Yggdrasill og eru þar seldar heilsuvörur af ýmsu tagi. Ekki lætur vel í eyr- um að eitthvað sé keypt í „versl- uninni Yggdrasli“. Hvers konar drasl er nú það? gætu einhverjir spurt. Ekki kemur heldur til greina „versluninni Yggdrasill“, ekki fremur en „skáldinu Jónas Hallgrímsson“. – – – Hugum aðeins nánar að hrein- um a-stofnum, þeim beyging- arflokki sem drasill tilheyrir. Meðal orða, sem þar eiga heima, eru hrafnanöfnin Huginn og Muninn, þekkt úr goðafræðinni eins og Yggdrasill. Ekki hefur mönnum hugnast að hafa þau Hugni og Munni í þágufalli eins og beygingafræðin býður „en í nútímamáli mun þykja eðlilegt að hafa þágufall eins og þolfall, Hugin, Munin …“ segir Árni Böðvarsson í bók sinni Íslenskt málfar (Almenna bókafélagið, 1992). Úr því að „eðlilegt“ þykir að leysa Hugin og Munin úr fjötr- um harðvítugrar beygingafræði á fagurfræðilegum forsendum þyk- ir umsjónarmanni einboðið að sýna drasli sömu linkind og hafa hann drasil í þágufalli eins og þolfalli. Þá væri hægt að auglýsa „vörurnar fást í Yggdrasil“ án þess að þær yrðu tengdar um of við drasl. Og borða lesendur ekki grjónagraut með kanil og sykri fremur en kanli og sykri? Þriggja ára efnilegur málfræð- ingur fór reyndar aðra leið er hún tilkynnti föður sínum að hún ætlaði „niður á strönd þar sem eru hafmeyjar, snigilar, kisur og voffar“. – – – Stafsetning – En af því að tungurnar eru ólíkar hver ann- arri, þær þegar er úr einni og hinni sömu tungu hafa gengist eða greinst, þá þarf ólíka stafi í að hafa en eigi hina sömu alla í öllum. Sem eigi rita Grikkir latínustöfum girskuna og eigi lat- ínumenn girskum stöfum latínu né enn heldur ebreskir menn ebreskuna hvorki girskum stöf- um né latínu heldur ritar sínum stöfum hver þjóð sína tungu. [Fyrsta málfræðiritgerðin, talin rituð á 12. öld.] Farið er að bera allmikið á beygingafælni þegar kemur að nöfnum fyrirtækja keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson LÚXUS er hverfult hugtak. Það sem var lúxus í gær er vísast orðið að sjálfsögðum neysluvarningi á morgun. Svo eru önn- ur fyrirbæri sem voru í eina tíð hversdagsgæði en hafa breyst í lúxus. Það er ekki fyrr en með iðnvæðingu og borgum sem „guðs- græn náttúra“ verður eftirsóknarverð og eft- ir að stóriðja og stór- borgarvæðing með kappneyslusamfélagi og einkabílafári hafa leikið umhverfi mann- anna grátt er „ómanngerð náttúra“ á góðri leið með að verða eini lúxusinn sem eftir lifir á jarðar- kringlunni. Sú „vængjaða auðn“ sem Steinn Steinarr orti um er orð- in að útausandi auðlind. Þá gerist það að voldug öfl eru staðráðin í að breyta Íslandi í stærsta álbræðsluland í Evrópu – og innan fárra ára í mesta bræðslu- land heims. Land sem aðrar þjóðir nota undir þá starfsemi sem þau geta ekki hugsað sér í eigin heima- löndum. Hver „álris- inn“ á fætur öðrum kemur í heimsókn og er tekið opnum örmum af iðnaðarráðherra sem lætur birta af sér myndir þar sem hún hampar samningsdrög- um í sigurvímu (skyldi ekki vera barnaleikur að hlunnfara jafn ör- væntingarfulla sölu- menn?). En hver vill sækja álbræðslulandið Ísland heim? Svari nú hver fyrir sig, en manni býður í grun að ráða- menn láti sig dreyma um að það verði á einhvern hátt hægt að halda starfseminni leyndri fyrir útlendingum, jafnvel sameina uppistöðulón og ferðamennsku (sem er álíka hugmynd og fara með hvalavini í hvalaskoðun, en síðan yrði hvalurinn skotinn í lok ferðar og boðið upp á sjónarspilið þegar gert væri að honum). Ef núverandi stóriðjuáform stjórnvalda með Landsvirkjun í far- arbroddi ná fram að ganga er eins víst að Ísland verði í augum Vest- urlandabúa álíka fýsilegur kostur til ferðamennsku og ef einhver byði okkur í gönguferð um Straumsvík eða Grundartanga. Staður þar sem álver rís er úr leik sem útivistar- svæði og þau öræfi sem hefur verið breytt í uppistöðulón kalla ekki á nokkurn mann og þær ár sem hefur verið smalað í manngerða farvegi og hleypt í gegnum túrbínur eru eins og hvert annað frárennslisvatn. Ef Kárahnúkavirkjun kemst af teikni- borðinu mun hún valda óafturkræfu tjóni á ímynd landsins. Fasteignaverð á Reyðarfirði er skammarlega lágt, en allsherjar gengislækkun á náttúru Íslands er ekki leiðin út úr þeim ógöngum. Lúxus eða lífsnauðsyn Pétur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur. Náttúran Eftir að stóriðja og stór- borgarvæðing hafa leikið umhverfi mann- anna grátt, segir Pétur Gunnarsson, er „ómanngerð náttúra“ á góðri leið með að verða eini lúxusinn sem eftir lifir á jarðarkringlunni. ÁRIÐ 2002 er ár fjallsins. Og Ísland er að mörgu leyti land fjallanna. Íslensk fjöll hafa að geyma mikla sögu, dulúð og stór- fengleika. Fjölskyldan á fjallið er liður í gönguverk- efni Ungmennafélags Íslands sem hófst hinn 23. júní sl. Til- nefnd hafa verið 16 fjöll vítt og breitt um landið sem flestöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt til göngu. Á þessum 16 fjöllum hafa verið settir upp póstkassar með gesta- bókum. Allir þeir sem skrá sig í gestabækurnar geta átt von á vinningi í haust er dregið verður úr hópi þátttakenda. Fjölskyldan á fjallið er verkefni sem ætlað er að auka samveru- stundir fjölskyldunnar og jafn- framt stuðla að líkamsrækt og hreyfingu fjölskyldumeðlima og um leið njóta þeirrar náttúrufeg- urðar sem landið okkar býður upp á. Góð samverustund með fjöl- skyldunni og um leið útivist og heilbrigð hreyfing er eftir- minnileg og ánægju- leg stund fyrir fjöl- skyldumeðlimi. Kannski ekki síst í dag þegar hraðinn í samfélaginu er orðinn mikill og mikið álag og margskonar áreiti herjar á landsmenn úr öllum áttum. Ungmennafélag Ís- lands stendur í ár fyr- ir margvíslegum verk- efnum og viðburðum. Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina verður sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem fram fara bæði leikir og keppni auk þess sem fjölbreytt afþreying verður í boði. Unglingalandsmótið er að sjálfsögðu vímaefnalaust og kjörinn vettvangur fyrir fjöl- skyldufólk að skemmta sér á heil- brigðan hátt á ungmennahátíð með viðamikilli dagskrá. Göngum um Ísland er sam- starfsverkefni Ungmennafélags Ís- lands og heilbrigðisráðuneytis. Gönguleiðahefti með 144 göngu- leiðum og upplýsingum um 16 fjöll vítt og breitt um landið fæst ókeypis á upplýsingamiðstöðvum og sundlaugum víða um land. Þjónustumiðstöð UMFÍ á Austur- landi hefur haft umsjón með verk- efninu. Ungmennafélag Íslands og Ís- landsleikhús með stuðningi menntamálaráðuneytis hafa sett af stað farandleikhús sem heimsækir leikskóla í hringferð um landið með skemmtilega leiksýningu. Norrænn leiðtogaskóli var hald- inn hér á landi fyrir skemmstu með þátttöku rúmlega þrjátíu ung- menna frá öllum Norðurlandaþjóð- unum. Krakkarnir dvöldu hér á landi í rúma viku og var boðið upp á efnismikla dagskrá. Ungmennin sátu fyrirlestra og tóku þátt í af- þreyingu og kvöddu land og þjóð með góðar minningar um eftir- minnilega viku. 15 íslensk ungmenni verða þátt- takendur á ungmennaviku í Sví- þjóð í byrjun ágúst þar sem margskonar smiðjur, verkefni og afþreying verða í boði. Stór hópur frá Ungmennafélagi Íslands var gestur á landsmóti DGI í Dan- mörku, sem er systurfélag UMFÍ. Í Þrastarskógi hefur á undan- förnum árum verið unnið að upp- byggingu göngustíga og tjaldsvæð- is en skógurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð. Tryggvi Gunnars- son færði Ungmennafélaginu skóg- inn að gjöf 1913 og síðan hefur Ungmennafélagið haft umsjón með honum. Auk þessa fer fram margt annað göfugt og gott starf innan UMFÍ. Má þar nefna íþróttir eldri borg- ara, skógrækt, leiklist, íþróttamót, héraðsmót, þorrablót og ýmsa mannfögnuði. Landsmót UMFÍ á þriggja ára fresti er stærsti við- burður sem UMFÍ stendur fyrir. Næsta landsmót verður haldið á Sauðárkróki sumarið 2004. Þjón- ustumiðstöðvar UMFÍ eru í dag fimm talsins. Þær eru á Borgar- nesi, Akureyri, Egilsstöðum, Sel- fossi og með haustinu verður opn- uð þjónustumiðstöð á Ísafirði. Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykja- vík er til húsa í Fellsmúla 26. Markmið UMFÍ er ræktun lýðs og lands og er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti. Í dag eru sambandsaðilar 19 héraðssam- bönd og 13 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru í hreyfingunni 285 félög með um 63.000 skráða fé- lagsmenn. Í stefnu UMFÍ segir að grund- völlur að starfi aðildarfélaganna sé virðing fyrir einstaklingnum og áhugi fyrir að efla þroska hans og hæfileika á þeim sviðum sem geta hans leyfir. Jafnframt að allt starf skuli unnið á drengilegan hátt, í anda jafnréttis, með samheldni og þátttöku sem flestra að leiðarljósi; í ungmennafélagsanda. Þetta eru göfug markmið og háleit og að þeim er unnið um allt land. Ég sendi öllum bestu óskir um gott ungmennafélagssumar og góðar stundir. Á toppinn með UMFÍ Björn Bjarndal Jónsson Ungmennafélög Markmið UMFÍ er ræktun lýðs og lands. Björn Bjarndal Jónsson segir að unnið sé að því markmiði með marg- víslegum hætti. Höfundur er formaður Ungmenna- félags Íslands og framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. MENNTAMÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.