Morgunblaðið - 24.07.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 11
Glæsileg...
Baðkar og sturta 336.900 kr.
180x90x213 cm, með nuddi
verð áður: 449.323 kr.
Stelleria hornbakar 285.900 kr.
145x145x58 cm, með nuddi
Ver› á›ur: 381.227 kr.
Gufusturtuklefi 295.900 kr.
80x80x219 cm, með útvarpi
Ver› á›ur: 393.648 kr.
...hreinlætistæki
Handy C. hornbaðkar 149.900 kr.
135x135x58 cm, með nuddi
Ver› á›ur: 197.202 kr.
180x90x58 cm, með nuddi
verð áður: 208.778 kr.
Baðkar með nuddi 156.900 kr.
● HINN 15.
mars sl. varði
Ingiríður Skírn-
isdóttir læknir
doktorsritgerð
sína „Prognostic
Factors in Early
Stages (FIGO I-
II ) of Epithelial
Ovarian Carc-
inoma“ við Há-
skólann í Upp-
sölum í Svíþjóð. Andmælandi var
Seija Grenman, dósent við Háskól-
ann í Åbo í Finnlandi. Dokt-
orsverkefnið var að stærstum hluta
unnið við Kliniken för Gynekolog-
isk onkologi við Háskólasjúkra-
húsið í Örebro, í samvinnu við sér-
fræðingana Bengt Sorbe sem var
leiðbeinandi verkefnisins og Tomas
Seidal meinafræðing.
„Talið er að mismunandi líf-
fræðilegir eiginleikar æxla í eggja-
stokkum skýri það hvers vegna
sumar konur ná fullum bata, en
aðrar látast, þrátt fyrir sambæri-
lega meðferð sem felst í skurð-
aðgerð og síðan lyfjameðferð, og að
þennan mun megi að hluta til skýra
út frá gerð æxlisgenanna (oncogen-
es) sem ollu æxlismynduninni í
hverju tilviki. Markmið rannsókn-
anna var að finna áhrif hinna ýmsu
æxlisgena á batahorfur kvenna í
þeim tilvikum þar sem illkynja æxli
í eggjastokkum hafði ekki náð að
dreifa sér til kviðarhols. Fylgst var
með ferli 226 sjúklinga. Á grund-
velli onkógenagerðar var unnt að
skipta sjúklingunum í þrjá hópa
þar sem batahorfur voru allt frá
því að vera mjög góðar yfir í að
vera afleitar og nýtast niðurstöð-
urnar meðal annars við ákvörðun á
því hvaða meðferð er best talin
eiga við í hverju tilviki. Nið-
urstöður rannsóknanna voru birtar
í fimm greinum í vísindatímaritum
á sviði krabbameinslækninga.“
Ingiríður fæddist að Borgum í
Hornafirði 1951, dóttir hjónanna
Margotar Gamm og Skírnis Há-
konarsonar. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1971 og kandídatsprófi frá
læknadeild Háskóla Íslands 1978.
Árið 1985 lauk hún sérfræðings-
prófi í kvensjúkdómafræðum og
fæðingarhjálp í Svíþjóð og hefur
starfað þar síðan sem kven-
sjúkdómalæknir og einkum sér-
hæft sig í krabbameins- og skurð-
lækningum. Síðustu þrjú árin
hefur Ingiríður starfað á kven-
sjúkdómadeild Háskólasjúkrahúss-
ins í Uppsölum en þar áður vann
hún um árabil á kvensjúkdóma-
deild sjúkrahússins í Karlstad.
Einnig hefur hún meðal annars
starfað við krabbameinlækningar á
kvennadeildum Háskólasjúkra-
hússins í Örebro og Radiumhospit-
aliet í Osló.
Maður Ingiríðar er Krister Gust-
avsson, rithöfundur og bókasafns-
fræðingur. Eiga þau tvö börn; Jó-
hann Skírni, stúdent (f. 1983) og
Önnu Vigdísi (f. 1991) og er fjöl-
skyldan búsett í Uppsölum.
Doktor í
læknisfræði
Ingiríður
Skírnisdóttir
ÝMSAR furðumyndir má sjá í jökl-
um landsins, sem veður og vindar
hafa mótað í gegnum árin. Þessi
goðsagnakennda vera varð á vegi
ljósmyndara Morgunblaðsins þegar
hann átti leið um Skeiðarárjökul á
dögunum. Jökullinn er mjög skít-
ugur við jökulröndina og er engu
líkara en Svarthöfði sjálfur úr
Stjörnustríðsmyndunum rísi upp úr
jöklinum og fylgist með því sem
gerist á Skeiðarársandinum við
rætur jökulsins. Morgunblaðið/Jim Smart
Svarthöfði
horfir yfir
sandinn
MAÐUR ók bifreið út af veg-
inum á aðrein Miklubrautar að
Reykjanesbraut rétt fyrir
klukkan tvö í fyrrinótt, sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Reykjavík.
Maðurinn fór til síns heima
eftir óhappið og var handtek-
inn á heimili sínu síðar um
nóttina, grunaður um ölvun
við akstur.
Grunaður
um ölvunar-
akstur á
Miklubraut
TILKYNNT var um ölvaðan
ökumann til lögreglunnar á
Ísafirði rétt fyrir klukkan fimm
í gærmorgun. Maðurinn var á
húsbíl og ók framhjá tjöldum á
tjaldstæði á Þingeyri og bein-
ustu leið út af tjaldstæðinu.
Ferð mannsins endaði á
steypustöpli við íþróttahúsið en
þar var maðurinn að reyna að
losa bílinn þegar lögregla kom
á vettvang.
Að sögn lögreglu var maður-
inn mjög ölvaður og var hann
handtekinn grunaður um ölvun
við akstur. Hann gisti fanga-
geymslur á Ísafirði.
Keyrði
um tjaldstæði
ölvaður