Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 12

Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINBREIÐUM brúm fækkar smátt og smátt en í sumar verður 17 ein- breiðum brúm skipt út auk þess sem fjöldi þeirra verður leystur af hólmi á annan hátt. Brúarsmíðin er mest á Suðurlandi. Í Fljótshverfi er verið að byggja tvíbreiðar brýr yfir Laxá og Brúará en í fyrra var tvíbreið brú yf- ir Djúpá tekin í notkun. Sigurþór Guðmundsson, deildar- stjóri framkvæmdadeildar Vega- gerðarinnar, segir að þá verði tveim- ur brúm við Kirkjubæjarklaustur, yfir Skaftá og Klifanda, skipt út fyrir tvíbreiðar. Tvíbreið brú yfir Þverá austan við Hvolsvöll er nú að taka á sig mynd og verður einnig hafist handa við byggingu nýrrar brúar yf- ir Þjórsá á síðari hluta þessa árs. Loks verður Kálfá í Þjórsárdal brú- uð með tvíbreiðri brú. Á Vesturlandi er brúarsmíð yfir Norðurá í Heiðarsporði sunnan við Holtavörðuheiði langt komin og seg- ir Sigurþór að brúnni yfir Bjarna- dalsá í Bröttubrekku verði skipt út annaðhvort í ár eða á næsta ári. Á Vestfjörðum verður ný brú smíðuð yfir Ós við Bolungarvík og verða brýrnar yfir Rjúkandi og Hval- skurðará breikkaðar. Á Norðurlandi vestra verður m.a. byggð ný brú yfir Vatnsdalsá. Á Austurlandi verður byggð ný brú yfir Hólmsá í Hornafirði og á Upphéraðsvegi í Fljótsdal hafa tvær nýjar brýr verið teknar í notkun, yfir Gilsá og Jökulsá. Færri ein- breiðar brýr Morgunblaðið/Jim Smart Þverá, austan við Hvolsvöll, verður í framtíðinni brúuð tvíbreiðri brú. Ný brú yfir Laxá við Kálfafell leysir af hólmi áratugagamla brú. HEIÐRÚN Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssíma Íslands hf., segir það ekki rétt sem haft hafi verið eftir Kjartani Steinarssyni, framkvæmda- stjóra Heklu, söluumboðs í Njarðvík- um, í Morgunblaðinu í gær að Síminn væri eina fyrirtækið hér á landi sem gæti sett upp ADSL-tengingu. „Það er ekki rétt að Síminn sé með einok- un á þessu sviði,“ áréttar Heiðrún. „Íslandssími og Halló eru að byggja upp ADSL-þjónustu á höfuðborgar- svæðinu í harðri samkeppni við Sím- ann. Þessi fyrirtæki hafa sömu tæknilegu forsendur og Síminn til að færa út þessa þjónustu til lands- byggðarinnar með eigin tæknibún- aði. Þau hafa kosið að gera það ekki. Síminn er því mér vitanlega eina fjar- skiptafyrirtækið sem er enn sem komið er að byggja upp ADSL-þjón- ustu fyrir landsbyggðina.“ Heiðrún tekur fram að ADSL- þjónusta Símans nái nú til rúmlega 86% þjóðarinnar. „Eftir uppbygg- inguna á landsbyggðinni sem Síminn hefur nú boðað mun ADSL-þjónust- an vera til boða í öllum þéttbýlis- kjörnum með 500 íbúum eða fleiri.“ Heiðrún bendir á í þessu sambandi að víða erlendis sé verið að byggja upp ADSL-þjónustu í stórum þéttbýlis- kjörnum en þá sé miðað við um 2000 símnotendur í símstöð að lágmarki. „Það eru margfalt stærri kjarnar en Síminn hyggst þjónusta,“ útskýrir hún. Hún segir að uppbygging hverr- ar ADSL-stöðvar sé umtalsverð og kostnaðarsöm. Það séu rök hinna er- lendu aðila fyrir því að byggja ekki ADSL-stöðvar fyrir minni hóp en þar sem 2000 símnotendur eru tengdir. Stofnkostnaður mikill Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hjá Landssíma Íslands hf. hvort og þá hvenær farið yrði í uppbygg- ingu á ADSL-þjónustu á svæðum þar sem íbúar eru færri en 500. Um þetta segir Heiðrún: „Ástæðan fyrir því að við erum ekki að byggja upp þjónustu fyrir staði sem hafa færri en 500 íbúa er einkum tvíþætt.“ Kvað hún ástæð- una annars vegar snúast hún um tækni og hins vegar um hagkvæmni. „En eðli málsins samkvæmt eru gerðar hagkvæmniskröfur til Símans rétt eins og til annarra fyrirtækja.“ Heiðrún segir að tæknilega sé það ill- mögulegt að byggja upp ADSL- gagnaflutning í dreifbýli vegna þess að koparlínan sem ADSL-þjónustan byggist á megi ekki vera lengri en þrír til fimm kílómetrar til að þola gagnaflutninginn. „M.a. þess vegna hefur Síminn verið að byggja ISDN- þjónustu á þessum svæðum. Sú þjón- usta nær nú til 98% þjóðarinnar. Áætlað er að í lok þess árs muni þessi þjónusta ná til allra.“ Heiðrún segir ljóst að hagkvæm- ara sé fyrir þá netnotendur sem ekki séu mikið á Netinu að vera með ISDN-tengingu. Heiðrún ítrekar að vegna stofnkostnaðar við að koma upp ADSL-tengingu, svo og vegna rekstrarkostnaðar, leggi Síminn áherslu á að byggja upp ADSL-þjón- ustu á svæðum sem hafi fleiri en 500 íbúa. Fleiri en Síminn geta byggt upp ADSL-þjónustu FALUN Gong-iðkendur segjast minnast þess um þessar mundir að það séu 3 ár síð- an ofsóknir á hendur iðkendum Falun Gong í Kína hófust en í júlí 1999 var Falun Dafa bannað í landinu. Hópur iðkenda á Norðurlöndum kallar sig SOS-hópinn og hefur ferðast að und- anförnu um Þýskaland og Norðurlönd til að beina augum fólks að ofsóknunum í Kína. Hópurinn var staddur í Reykjavík í gær og með þeim í för var Jane Dai, en eiginmaður hennar var, samkvæmt upplýsingum hóps- ins, tekinn af lífi í Beijing fyrir rúmu ári síðan. Peter Jauhal frá Bretlandi sagði að á þessum þremur árum hefðu 450 iðkendur verið pyntaðir til dauða, 150 þúsund verið handteknir og 20 þúsund verið sendir í vinnubúðir en þetta væru aðeins staðfestar tölur. Hann benti á að raunverulegar tölur væru án efa mun hærri og til dæmis hefði því verið haldið fram í nýútgefinni bók að yfir 7 þúsund iðkendur hefðu verið líflátnir. Jauhal lýsti því að yfir hundrað mismun- andi pyntingaraðferðir væru notaðar, þar á meðal hópnauðganir, fólk væri svipt svefni, það væri haft í óþægilegum stellingum í langan tíma og fleira. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum pyntingum þá að fólk neitaði að hætta iðkun Falun Gong, auk þess sem það tileinkaði sér sannleiksiðkun, sam- kennd og umburðarlyndi, en þessi þrjú at- riði eru grunnur Falun Dafa. Þakklæti til Íslendinga „Ríkisstjórnir um allan heim hafa for- dæmt Kína vegna þessa. Svíþjóð hefur for- dæmt ofsóknirnar, Evrópusambandið, Bandaríkin, Ástralía, Evrópulönd, Kanada og svo framvegis,“ sagði hann og höfðaði jafnframt til íslensku ríkisstjórnarinnar að gera slíkt hið sama. Jauhal vildi koma á framfæri þakklæti til Íslendinga fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt málefninu. „Við vonumst til að Íslendingar haldi áfram að styðja málstað okkar og haldi áfram að hvetja þingmenn til að efla mannréttindi Falun Gong-iðkenda,“ lagði hann áherslu á. Jane Dai kemur frá Ástralíu en eigin- maður hennar var líflátinn fyrir um ári síð- an í Kína. Að sögn hennar var hann 34 ára gamall og áttu þau saman litla dóttur, Fudu, sem nú er orðin tveggja ára. Dai sagði að eiginmaður sinn hefði verið tekinn af lífi í Beijing en þangað fór hann til að afhenda kínverskum stjórnvöldum bréf, þar sem óskað var eftir að réttur fólks til að stunda Falung Gong væri virtur. „Hann var handtekinn og pyntaður í fang- elsi þangað til hann dó. Systir mannsins míns var sett í vinnubúðir í tvö ár af því að hún iðkaði líka Falun Gong,“ bætti hún við. Hélt lífi vegna ástralsks vegabréfs Hún benti á að þessir atburðir gerðust eingöngu vegna þess að þau gerðu Falun Gong-æfingar og sýndu manngæsku. Hún taldi að ástæða þess að hún hefði haldið lífi væri sú að hún hefði ástralskt vegabréf. „Kínverska landamæraeftirlitið hindraði mig næstum í að fara úr landi síðast, þeir héldu eftir vegabréfi mínu. Ég var svo hrædd um dóttur mína og hugsaði með mér að ef við hefðum kínverskt vegabréf þá hefðum við báðar dáið. Í Kína eru þúsundir kvenna í þeirri aðstöðu að þær geta ekki komið fram og sagt frá því sem er að ger- ast,“ undirstrikaði Dai. Hún sagði það verst að vita ekki hvað hún gæti sagt dóttur sinni þegar hún færi að spyrja um föður sinn. Hún lýsti því að þegar eiginmaður hennar dó hefði hún vilj- að snúa aftur til Kína til að sækja ösku hans en hún hefði ekki getað fengið vegabréfs- áritun frá kínverska sendiráðinu þar sem hún væri á svörtum lista. Askan hefði þremur mánuðum síðar komist til Ástralíu fyrir milligöngu ástralska utanríkisráðu- neytisins. Að sögn Dai hóf hún að koma fram op- inberlega og tala opinskátt um þessa hluti. Í kjölfar þess hefði mágkona hennar verið ofsótt enn frekar. „Ég iðrast þess samt ekki að hafa kvatt mér hljóðs opinberlega því það er eina leiðin til að stöðva ofsóknirnar og drápin,“ sagði hún. SOS-hópur iðkenda Falun Gong kynnti baráttumál sín í Norræna húsinu í gær Segja þrjú ár síðan ofsóknir hófust í Kína Morgunblaðið/Sverrir Jane Dai, ásamt dóttur sinni Fudu, en Dai heldur á mynd af fjölskyldunni sem tekin var stuttu áður en eiginmaður hennar lést. Við hlið Dai sitja Þórdís Hauksdóttir, fulltrúi íslenskra Falun Gong-iðkenda, Peter Jauhal frá Bretlandi og Man Yan Ng frá Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.