Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 37

Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 37 Nú um hásumar er Edda Scheving, fé- lagsmaður okkar í KR- konum, látin. Okkur setur hljóðar. Missir okkar er mikill í þeim félagsskap. Kólumbíska nóbelsskáldið Gabriel García Marques skrifaði eitt sinn: „Ó Guð gefðu mér meira líf … gefðu mér tíma til að segja þeim sem mér þykir vænt um að ég elski þá og virði.“ Við KR-konur hefðum viljað fá meiri tíma með Eddu til að njóta samvista við hana, geta sagt henni og látið hana betur finna hve vænt okkur þótti um hana og virtum. Edda var ein af stofnendum KR- kvenna, sat lengi í stjórn og var for- maður um árabil. Í stofnskrá okkar, sem m.a. Edda samdi, segir að hlúa skuli að grasrót félagsins, styrkja deildir og vinna að uppbyggingu fé- lagsheimilisins innanhúss sem utan. Það er hægt að segja með sanni að Edda vann af heilindum að því sem í stofnskránni stendur og var þar fremst á meðal jafningja. Skemmti- legheit og dugnaður voru áberandi í fari Eddu og fengum við KR-konur vel að njóta þess. Mörg skemmtileg atvik rifjast upp í starfi okkar þar sem Edda var fremst í skemmtileg- heitum, með hnyttin tilsvör, hlátur og gleði. Það voru svo sannarlega for- réttindi að hafa hana innanborðs í okkar félagsskap. Við kveðjum Eddu með sárum söknuði og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Okkar hlýjustu samúðarkveðjur sendum við dætrum hennar og öðrum aðstandendum. F.h. KR-kvenna, Sólveig Guðmundsdóttir, formaður. Kveðja frá Félagi íslenskra listdansara Þau eru óteljandi, börnin sem hafa stigið fyrstu danssporin undir hand- leiðslu Eddu Scheving, sem nú er horfin af leiksviði lífsins. Sum þessara barna gerðu dansinn að starfsvett- vangi sínum, en fyrir önnur leiddu danstímarnir til aukins skilnings á heimi listanna. Edda Scheving stundaði dansnám hér heima og í Danmörku frá 11 ára aldri. Hún byrjaði ung að koma fram í danssýningum en tók einnig ballett- og danskennarapróf í Danmörku. Ár- ið 1959 stofnaði hún Ballettskóla Eddu Scheving og rak hann samfellt síðan, seinni ár ásamt Brynju dóttur sinni. Ballettskóli Eddu Scheving er með elstu ballettskólum landsins sem enn eru starfandi. Auk þess að reka og kenna við ball- ettskólann vann Edda ötullega að fé- lagsmálum dansara. Hún sat í stjórn Félags íslenskra listdansara í 10 ár, fyrst sem ritari, en síðan 6 ár sem for- maður. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið, sat í stjórn Bandalags ís- lenskra listamanna og Fulltrúaráði Listahátíðar. Í formannstíð Eddu rættist langþráður draumur listdans- ara á Íslandi þegar Íslenski dans- flokkurinn var stofnaður og var Edda fyrsti framkvæmdastjóri dansflokks- ins. Edda bar hag dansins ætíð fyrir brjósti og helgaði sitt ævistarf þessari listgrein. Með þessum orðum vil ég þakka Eddu fyrir óeigingjarnt ævi- starf og ómetanlegt framlag í þágu listdans á Íslandi. Brynju dóttur hennar, fjölskyldu og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. F.h. Félags íslenskra listdansara, Ólöf Ingólfsdóttir, formaður. EDDA SCHEVING ✝ Edda Schevingfæddist í Vest- mannaeyjum 19. febrúar 1936. Hún lést á heimili sínu, Stóragerði 20 í Reykjavík, 14. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 23. júlí. Haustið 1960 stofn- uðu nokkrar ungar og hressar stúlkur sauma- klúbb. Þessar sömu „stúlkur“ sitja nú sam- an eftir 42 ár og í gegn- um hugann fara minn- ingarbrot um góða vinkonu sem fallin er nú frá, langt um aldur fram. Það var aldrei lognmolla í kring um hana Eddu okkar, hún var hreinskiptin og sagði sína meiningu og þá ekki síður til að hrósa og lofa. Hún var hrókur alls fagnaðar á góðum stund- um, söngelsk og skemmtileg, en fljót til að hlaupa undir bagga ef eitthvað bjátaði á og hugga ef einhver var sorgmæddur. Við og fjölskyldur okkar sendum dætrum hennar Hörpu og Brynju og Margréti móður hennar og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð vaka yfir þeim og styrkja í sorginni. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu, þau brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur, en dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Saumaklúbburinn. Kveðja frá Lionsklúbbnum Eir Í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga, við í okkar litla félagi þurfum nú á stuttum tíma að sjá á eftir öðrum góðum félaga því stutt er síðan Hall- dóra Jónsdóttir kvaddi þennan heim. Í vor kvöddumst við hressar og kátar til að safna orku fyrir komandi vetur, hver félagi er mikilvægur og er söknuður okkar mikill, við svo skyndi- legt fráfall Eddu, hver og ein kemur með sinn ferska blæ og þekkingu í fé- lagið, hún var þar engin undantekn- ing, við nutum þess í starfi, en ekki síður þegar brugðið var á leik. Ljúft er að minnast og þakka allar góðar samverustundir. Við sendum hugheilar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Guð blessi minningu Eddu Schev- ing. F.h. Lionsklúbbsins Eir, Stella María Kæra vinkona, þá er komið að kveðjustundinni og mikið er hún erf- ið. Það var fyrir tæpum aldarfjórð- ungi að ég var svo lánsöm að kynnast Eddu Scheving og fjölskyldu hennar. Þessi ár hefur aldrei borið skugga á vinskap okkar, við hryggðumst sam- an í sorg og glöddumst í gleði, hún miðlaði mér af reynslu sinni og lífs- speki. Edda var ákveðin kona, hörku- dugleg og stjórnsöm, skemmtileg en umfram allt var hún einhver gjafmild- asti eintaklingur sem ég hef kynnst, hún hafði yndi af að gefa og gleðja aðra og fór fjölskylda mín ekki var- hluta af því. Að minnast allra góðu stundanna er auðvelt, þær voru svo margar, en samt er það sárt, því þær verða ekki fleiri. Með Eddu er gengin góð vinkona og bið ég henni farar- heilla á nýrri vegferð. Votta ég móður hennar, dætrum, tengdabörnum, ömmustelpu, systkinum og fjölskyldu allri innilega samúð. Ég kveð þig kæra vinkona, með kveðjunni sem þú ávallt sendir mér. Hafðu þökk fyrir allt. Ingibjörg Bergrós. Það var furðuleg líðan þegar ég frétti af andláti Eddu frænku. Það var svo stutt síðan við vorum öll fjölskyld- an á ættarmóti í Vík í Mýrdal þar sem Edda var í ættarmótsnefnd. Öll skipulagning var mjög góð og stóð Edda sig með prýði, ekki síst þegar hún fékk sjálfboðaliða til að taka þátt í skipulagningu næsta ættarmóts. Þar dugði ekki að segja nei! Edda rak balletskóla og er mér minnisstætt einn vetur þegar ég þurfti nokkrum sinnum að fara niður í skóla hvað hún hafði einstaklega gott lag á börnun- um. Eddu mun verða sárt saknað. Ég votta ömmu Margréti, Hörpu, Brynju, Eddu litlu og öðrum ástvin- um mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um Eddu Scheving mun lifa. Davíð Scheving Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Með þessum fáu línum vil ég kveðja þig kæra Edda, en kallið kom óvænt og allt of fljótt. Einhvern tíma í viðtali sagði Edda að sem lítil stelpa hefði hún séð sýn- ingu hjá dönskum ballettflokki í Vest- mannaeyjum. Eftir það hefði hana dreymt um að dansa uppi á sviði í tá- skóm og hvítum kjól. Óhætt er að segja að draumurinn hafi ræst og það heldur betur. Ekki er þó meiningin hér að rekja starfsferil Eddu heldur staldra við fáeinar minningar. Edda kom víða við og lágu leiðir okkar fyrst saman upp úr 1970. Þá var hún formaður Félags íslenskra listdansara en ég nýr ritari. Þetta var upphafið að samstarfi okkar og vin- áttu í gegnum árin. Edda, sem þekkt var fyrir að koma hreint og beint fram, sagði mér síðar að sér hefði langt frá því litist of vel á nýja stjórn- armeðliminn. Allt of ólíkar skoðanir myndu ekki hjálpa til í samstarfi. Annað kom þó á daginn, lærðum við fljótt hvor á aðra og sterk tilfinninga- tengsl mynduðust. Margt lærði ég af Eddu á þessu tímabili. Hún var ákveðin og hnitmiðuð í vinnubrögðum og hafði óbilandi áhuga á að efla dans- listina á Íslandi. Beinskeytt lagði hún efnið á borðið og vék ekki frá tak- markinu. Kom það sér einkar vel þeg- ar baráttan stóð sem hæst um stofn- un Íslenska dansflokksins. Mikið var þá unnið kvöldin löng og símtölin mörg. Kom þó að uppskerutíma. Eftir endalausar bréfaskriftir, heimsóknir á Alþingi svo og með hjálp og áhuga góðra manna var takmarkinu lang- þráða loks náð. Fæðing Íslenska dansflokksins varð að veruleika. Fyrsta þrepinu af mörgum var náð. Af ýmsu öðru er að taka. Nú að leið- arlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina, allar góðu og eft- irminnilegu stundirnar sem við áttum saman. Dætrunum Hörpu og Brynju svo og öðrum aðstandendum votta ég hlýjustu samúð. Kveð þig með söknuði. Far þú í friði kæra vinkona. Helga Magnúsdóttir. Edda Scheving, stjarnan okkar er horfin. Þvílík fregn. Hvernig getum við komist af án hennar. Edda var sterkur persónuleiki, dugleg og einstaklega skipulögð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrir um það bil einum mánuði, komum við saman, „Kabarettgirls“ eins og við köllum okkur. Edda mætti fyrst og færði mér, undirritaðri, eina stóra rós, sjálf var hún brún og sæl- leg, nýkomin frá Spáni. Hún leit ein- staklega frísklega út og lék á als oddi. Því kemur þetta dauðsfall á óvart og erum við vinkonurnar mjög slegnar. Við höfum haldið vináttunni í 30 ár en þá tókum við þátt í söngleiknum Ka- barett sem sýndur var í Þjóðleikhús- inu. Að vísu kynntumst við Edda mun fyrr á lífsleiðinni, en það var í revíunni Frjálsir fiskar, þar sem við dönsuðum og lékum. En það sem mig langar að minnast er ferðalagið til Parísar, sem við tók- umst á hendur, fyrir um það bil einu ári. Tilefnið var að sjá sýningu San Fransisko ballettsins, sem Helgi Tómasson stjórnar, en sýningin átti að fara fram í Parísaróperunni. Edda var búin að hafa samband við Helga og segja honum, að við værum vænt- anlegar. Þegar við vorum komnar til Parísar og ætluðum að ná sambandi við Helga var það ekki nokkur leið. En þar sem við vorum staddar á „res- tauranti“ rétt hjá óperunni að fá okk- ur rauðvínstár heyrum við sagt á SJÁ SÍÐU 38 &               A2, B- ( *(% #"       3%    0 ,  *4* '$6 !"  &C $&! 6 , &C $&! 2$ $7 #&%& 5&& &C $&! "&&$:$  6 &$!"  $ !" 1, &C $&! '$>&#$*&%& &&$  &C $&! 7 &7  (!" %$($ ) &,      %     0 %    % D  -;   C5$ $&!3E #$5        "     0  1          ) 0     5#       0 1  44*     &%& 1, 5$5$ %& &$"&%& !"  #)   * $%& '$>#) &%& !"  > $1" &%& %& &%&  * #$ $ %& $$F #$ $ !"   $(&8 ! :$ $#$ $ !"  &  ' &$!"   :$ %&, &        %     0 %     : A. : ; >  5$&GH $(&$ (    ' (       6        7      )     1  1** 8     "  %           $( $ !" %& >#)  $(!"   2, &I" %& $ !" :, $(%& . "#$ $!"  #)  $(!"  # *$ # *$ %& $ &$ ) &% $ &$ $ &$ ) &, &            0 / -    8# &$ 8* & .    $ 8 *J #$5     9   0   3%     5#    ,  44* $ !"   $%& - $&2$ !K*% > $  $!"  6 2$  $(%&    $!"  $&$ $ !" $  $ &$ ) &% $ &$ $ &$ ) &, )  %    %    -/ .0 . ;  8)( &!  ( -$L$*+      " "  : "  %(    2   0   %(     1  1**  >, $%& "8$&& $%& &&$$  *!"  -& $!"  * &! - 5%& $ &$ ) &% $ &$ $ &$ ) &,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.