Morgunblaðið - 24.07.2002, Side 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINS OG lesendur Michaels
Dibdins kannast við lauk síðustu
bókinni um lögreglumanninn
Aurelio Zen, Blood Rain, með því
að hann var sprengdur í loft upp
af mafíunni. Eða svo virtist les-
anda að minnsta kosti því Aurelio
Zen er víst bráðlifandi, eins og
ráða má af nýjustu bókinni um
hann, And then You Die.
And then You Die er áttunda
bókin um Zen sem hefur orðið æ
ævintýralegri persóna eftir því
sem líður á sagnabálkinn. Dibdin
er lipur penni og hugmyndaríkur
og bækurnar um Zen verið með
skemmtilegustu reyfurum sem um
getur. Ekki er bara að söguþráð-
urinn hefur verið spennandi, glæp-
irnir groddalega grimmúðlegir og
framvindan æsispennandi, heldur
hefur beitt kímni Dibdins hvar-
vetna skinið í gegn. Með tímanum
hafa bækurnar um Zen orðið æ
farsakenndari og And then You
Die er engin untantekning.
Söguþráður bókarinnar er eitt-
hvað á þá lund að Zen er í felum
eftir langa dvöl á sjúkrahúsi til að
jafna sig eftir sprengjuárásina.
Smám saman rennur upp fyrir
honum ljós að einhver sækist enn
eftir lífi hans, en þrautin þyngri er
að átta sig á hver, því þótt mafían
sé vitanlega efst á blaði er málið
ekki svo einfalt þegar á reynir.
Af tillitssemi við hugsanlega les-
endur skal ekki nánar greint frá
sögþræðinum en í bókinni er nóg
um blóðbað, ævintýralegar flug-
ferðir og siglingar, leyndardóms-
fullar heimsóknir og skuggalega
menn. Ekki er til að auðvelda Zen
lífið að hann á ekki bara á hættu
að vera myrtur heldur er starfið í
hættu; við blasir að hann verði
settur á eftirlaun eða „sparkað
upp“, enda hefur hann lengi verið
yfirmönnum sínum óþægur ljár í
þúfu.
And then You Die er ekki með
bestu bókunum um Aurelio Zen og
ekki með þeim veigamestu. Hún er
þó kærkomin, ekki síst fyrir það
að refurinn Zen er sprelllifandi og
til í tuskið, og skemmtileg aflestr-
ar. Líkast til hefur Dibdin ákveðið
að drepa hann á sínum tíma enda
verða höfundar oft þreyttir á sköp-
unarverki sínu, en síðan áttað sig á
að það er ekki hlaupið að því að
drepa annan eins mann og því eins
gott að leyfa honum að halda
áfram að hrella illvirkja og yf-
irvöld enn um sinn.
Aurelio Zen
snýr aftur
Árni Matthíasson
And then You Die eftir Michael
Dibdin. Faber og Faber gefa út
2002. 174 síðna kilja sem kostar
um 2.000 kr. í Pennanum-
Eymundsson.
Forvitnilegar bækur
HÉR á síðunni er getið um hinn
ítalska Aurelio Zen sem Michael
Dibdin hefur skrifað átta bækur
um. Skoski rithöfundurinn Ian
Rankin hefur einnig haldið úti
sagnabálki um lögreglumann, en
hans heitir John Rebus, á heima í
Edinborg og er nú að birtast í
þrettándu bókinni.
Þeir Rebus og Zen eiga ekkert
sameiginlegt nema starfann, að
vera lögreglumenn. Rebus er
breyskur og fer ekki leynt með
breyskleika sinn. Hann á í eilífum
vandræðum með konur, drekkur of
mikið og á í sífelldum útistöðum við
yfirmenn sína, enda kemur iðulega
fyrir að hann fer á skjön við
stranga lagatúlkun til að tryggja að
réttlætið nái fram að ganga. Ekki
má þó skilja þetta sem svo að han
sé óheiðarlegur, öðru nær, en aftur
á móti á hann það til að láta minni
glæpinn fram hjá sér fara til að
komast til botns í þeim stærri. Fyr-
ir vikið virkar Rebus raunverulegri
en ella en á sama tíma hefur hann
ekki eins breiða skírskotun; ekki
kunna allir að meta svo breyskar
söguhetjur.
Resurrection Men dregur nafn
sitt af því að Rebus er sendur í eins
konar endurhæfingu, skikkaður á
námskeið fyrir vandræðagemsa
innan lögreglunnar fyrir að hafa
hent tekrús í yfirmann sinn. Á
námskeiðinu kemst hann í kynni við
aðra lögreglumenn sem hafa líka
rekist illa í flokki og smám saman
kemur í ljós að ekki er allt sem
sýnist, ekki síst þegar hluti af nám-
skeiðsverkefnunum er að glíma við
gamalt mál sem Rebus tengist á
óþægilegan hátt. Inn í allt saman
blandast síðan gamli
fjandi Rebus, Gerald
„Big Ger“ Cafferty og
lögreglukonan Sibhan
Clarke, sem er reyndar
sjálf að rannsaka morð
á listaverkasala. Rankin
er seinn í gang að
vanda, skapar baksvið
sögunnar af mikilli
natni, en smám saman
eykst spennan og lýkur
svo með krassandi blóð-
baði í lokin.
Aðal Rankins er hve
hann hefur næmt auga
fyrir mannlífinu; Edin-
borg stendur manni
ljóslifandi fyrir sjónum,
þótt ekki séu það falleg-
ustu hliðar borgarinnar
sem sagt er frá, og
einnig er hann naskur
við að draga upp mynd-
ir af venjulegu fólki í
óvenjulegum aðstæðum.
Breysk
söguhetja
Árni Matthíasson
Resurrection Men eftir Ian Rankin.
440 síðna kilja. Orion gefur út 2002.
Kostar rúmar 2.000 kr. í Penn-
anum-Eymundsson.
Forvitnilegar bækur
DAGANA 9. og 10. ágúst næst-komandi verða Hinsegindagarnir árlegu haldnir há-
tíðlegir í þriðja sinn með pomp og
prakt. Af því tilefni stendur Skífan
fyrir útgáfu á safndiskinum Pottþétt
hinsegin, en hann kom út í vikunni.
„Hátíðinni hefur vaxið fiskur um
hrygg á síðustu árum og hún er núna
orðin stærðarinnar bákn. Þeir hjá
Skífunni komu að máli við mig að
fyrra bragði og vildu leggja eitthvað
af mörkum til Hinsegin daga í ár. Sú
hugmynd kom upp að gera Pottþétt
hinsegin og eftir það varð ekki aftur
snúið,“ segir Páll Óskar.
Diskurinn inniheldur 21 lag og er
þar, að sögn Páls Óskars, sam-
ankomin mannkynssaga samkyn-
hneigðra, sögð í tónlist.
„Þessi saga er mjög mikilvæg í
réttindabaráttunni. Flestum þeim
sem koma út úr skápnum líður eins
og þeir séu einir í heiminum, eins og
þeir eigi sér enga sögu. Þessi diskur
er liður í því að leiðrétta þann mis-
skilning. Samkynhneigðir eiga sér
sína eigin mannkynssögu, sem hefur
alla tíð verið mjög lituð af tónlist,“
áréttar Páll Óskar.
Lagalistinn samanstendur af lög-
um frá mismunandi tímabilum í
flutningi ólíkra tónlistarmanna sem
eiga það þó allir sameiginlegt að vera
annaðhvort samkynhneigðir eða
hafa alla tíð verið dáðir af samkyn-
hneigðum af einhverjum ástæðum.
En hvað er það sem gerir tónlist
að hinsegin-tónlist?
„Það eru ekki til nein vísindaleg
rök fyrir því af hverju einhver ákveð-
in tegund af tónlist fær hjörtu sam-
kynhneigðra til að slá örar. Það sem
öll þessi lög eiga þó sameiginlegt er
að þau hafa af einhverjum orsökum
lifað lengur á grammófóninum hjá
samkynhneigðum,“ svarar Páll Ósk-
ar.
Hann segir dragdrottningar einn-
ig leika mikilvæg hlutverk í þessu
samhengi en þær hafa að sögn Páls
Óskars verið „iðnar við að halda lífi í
gömlum lummum sem ellegar
myndu bíða dauðadags“.
Lífsgleðin einkennandi
„Það sem einkennir alla tónlistina
á diskinum er ákveðin lífsgleði, bæði
í textum og lögum. Mitt lag er bara
ágætis dæmi um það. „Stanslaust
stuð“ er óður til diskósins og ég held
að mér hafi tekist ágætlega að koma
því í orð, án þess að taka sjálfan mig
neitt of hátíðlega. Öll lögin eiga það
sameiginlegt að það eru einhverjir
tímalausir töfrar yfir þeim.“
Páll Óskar segir það staðreynd að
ákveðnir listamenn hafi alla tíð getað
treyst á samkynhneigða aðdáendur
sína af einhverjum ástæðum.
„Á diskinum erum við með skvísur
eins og Díönu Ross, Donnu Summer
og Shirley Bassey. Þessar dívur voru
meðvitað eða ómeðvitað leiðandi afl í
réttindabaráttu samkynhneigðra
þegar hún stóð sem hæst. Þær
syngja kannski einhverja texta sem
eru eins og klæðskerasniðnir að því
sem hommarnir gengu í gegnum,“
segir hann.
„Meðal laga sem hafa komið eins
og af himnum ofan í réttindabarátt-
unni er til dæmis „Strákarnir á
Borginni“ með Bubba Morthens.
Bubbi er auðvitað algjörlega gagn-
kynhneigður maður en semur þenn-
an texta árið 1981, á þeim tíma sem
samkynhneigðir voru lamdir úti á
götu og reknir út úr íbúðum og vinnu
og það bara var allt í lagi. Bubbi
kemur svo í rauninni sem fyrsti
gagnkynhneigði einstaklingurinn
með viti,“ segir Páll Óskar. „Það
er það sama með réttindabaráttu
samkynhneigðra og réttindabar-
áttu allra minnihlutahópa að það
gerist ekkert í baráttunni fyrr en
hinn póllinn fer að skilja út á hvað
málið gengur.“
Stjörnustælar
Páll Óskar segir það sögu út af
fyrir sig hvernig útgáfa á safn-
plötum af þessu tagi fer fram:
„Þetta virkar þannig að þú sæk-
ir um kannski sextíu lög til rétt-
hafa en af því færðu kannski
fjörutíu neitanir. Það var mjög
áhugavert í þetta sinn að sjá
hverjir sögðu nei,“ segir Páll Ósk-
ar og nefnir nöfn á borð við
George Michael, Elton John, Ru
Paul, Barböru Streisand og Mad-
onnu, sem öll neituðu að eiga lag á
diskinum.
„Ég upplifi þetta bara sem
stæla í þeim. Við erum að telja hér
upp stærstu súperstjörnur í heim-
inum en það er eins og það sé ein-
hver lenska hjá þessu fólki að vilja
ekki koma út á safnplötum. Það er
alveg sama hvert tilefnið er. Þetta
eru því bara stælar, sem þessir
ágætu einstaklingar fá tækifæri til
að leiðrétta á næsta ári,“ segir Páll
Óskar og upplýsir að gangi útgáfa og
sala Pottþétt hinsegin vel verði út-
gáfan árleg.
„Það er að minnsta kosti af nógu
að taka en upphaflegi lagalistinn var
150 lög.“
Páll Óskar segist mjög ánægður
með samsetningu disksins og segir
vel við hæfi að enda á lagi Judy Gar-
land.
„Lagið hennar var kveikjan að
mannréttindabaráttunni eins og við
þekkjum hana í dag. Garland var
jörðuð 27. júní 1969, sama dag og
Stonewall-uppþotin byrjuðu í New
York, en þau eru upphafið að Gay
Pride-hátíðinni,“ segir Páll Óskar og
fræðir okkur um þennan sögufræga
dag í sögu samkynhneigðra: „Sam-
kynhneigðir aðdáendur Garland
voru að syrgja hana þegar lögreglan
gerði aðsúg að þeim. Þeir voru ekki í
stuði fyrir að láta stinga sér í stein-
inn eina ferðina enn að ástæðulausu
og létu hart mæta hörðu. Lagið var
sungið hástöfum, fyrir og eftir óeirð-
irnar, og samkynhneigðir höfðu
eignast sinn fyrsta þjóðsöng. Þetta
var í fyrsta sinn sem samkyn-
hneigðir komust í heimsfréttirnar og
urðu allt í einu ekki bara fólk úti í bæ
heldur fólk niðri í bæ og það er það
sem er svo mikilvægt.“
Páll Óskar segir þetta ástæðuna
fyrir árlegri hátíð samkynhneigðra,
að minna á sig, þar sem sýnileikinn
sé svo mikilvægur.
„Ég hvet því fólk til að byrja að
undirbúa sig núna. Þegar diskurinn
er kominn út eru tæpar þrjár vikur í
gönguna svo það er eins gott að taka
fram saumavélina, penslana, ham-
arinn og naglana og búa til spjöld eða
taka fram gömlu hárkollurnar og
greiða þær upp á nýtt og mæta svo
niður í bæ og samgleðjast 10. ágúst,“
segir Páll Óskar og hvetur alla til að
hlusta á Pottþétt hinsegin til upphit-
unar eða einfaldlega sér til skemmt-
unar þar sem þetta er að hans mati
„einfaldlega partídiskur aldarinnar“.
Hvert lag inniheldur töfra
Morgunblaðið/Þorkell
Páll Óskar Hjálmtýsson
birta@mbl.is
Skífan gefur út Pottþétt hinsegin
NÝJASTI laukurinn í
Pottþétt-garðinum ber
heitið Pottþétt hinsegin.
Það er Páll Óskar
Hjálmtýsson sem hefur
haft veg og vanda af
lagavali á diskinum.
Birta Björnsdóttir
ræddi við hann.
Freddy Mercury/ Living On My Own.
Páll Óskar/ Stanslaust stuð.
Kylie Minogue/ Can’t Get You Out Of My Head.
Soft Cell/ Tainted Love.
Bubbi Morthens/ Strákarnir á Borginni.
Bronski Beat/ Smalltown Boy.
Stjórnin/ Nei eða já.
Dana International/ Diva.
Pet Shop Boys/ Absolutely Fabulous.
Þuríður Sigurðardóttir/ Ég á mig sjálf.
Grýlurnar/ Sísí.
The Weather Girls/ It’s Raining Men.
Frankie Goes To Hollywood/ Relax.
Diana Ross/ I’m Coming Out.
Jón Kr. Ólafsson og Facon/ Ég er frjáls.
Shirley Bassey/ Light My Fire.
Eartha Kitt/ Where Is My Man?
Village People/ Macho Man.
Donna Summar/ I Feel Love.
Sister Sledge/ We Are Family.
Judy Garland/ Over The Rainbow.
Pottþétt hinsegin