Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 6 5 2 8 ...á girðinguna, gluggana, veröndina og sumarbústaðinn. Við veitum faglega ráðgjöf. Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is MÁLEFNI Norðurljósa og staða mála vegna yfirtökutilboðsins í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru rædd á fundi Banka- ráðs Búnaðarbanka Íslands hf. í gær. Bankaráðið telur upplýst að upplýsingar um skuldastöðu Norð- urljósa séu ekki frá bankanum komnar. Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðsins, segir að áhugi sé á því að skoða hvort aðlaga megi til- boð bankans í SPRON þeim kring- umstæðum sem settar hafi verið fram í niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins og þá einnig í takt við ummæli viðskiptaráðherra. Skjalanúmer sett á blað fyrir mistök Bankaráðið fjallaði um kæru Norðurljósa samskiptafélags hf. til Fjármálaeftirlitsins vegna inn- heimtuaðgerða bankans gagnvart félaginu. Í tilkynningu segir að bankaráðið telji að á fundinum hafi komið fram fullnægjandi skýringar á atvikum málsins og að ljóst sé að aðgerðir bankastjóra hafi miðað að því einu að tryggja hagsmuni bankans. „Jafnframt telur bankaráðið upp- lýst að upplýsingar um lánastöðu Norðurljósa hafi ekki komið frá bankanum, þrátt fyrir að skjala- númer hafi fyrir mistök verið sett á blað af hálfu bankans. Þá er fulljóst að bankinn hefur ekki átt samráð við samkeppnisaðila Norðurljósa um að beita aðstöðu sinni til að knýja fram gjaldþrot Norðurljósa. Bankinn getur ekki tjáð sig frekar um málið vegna bankaleyndar en málsatvik verða skýrð fyrir Fjár- málaeftirlitinu.“ Þá er áréttað að hið eina sem máli skipti frá sjónarhóli bankans sé að skuldin verði greidd upp eða að fullu tryggð. „Í því samhengi er rétt að ítreka að bankinn er og hef- ur verið tilbúinn til viðræðna við forsvarsmenn Norðurljósa um nauðsynlegar tryggingar fyrir lán- um, svo unnt verði að falla frá yf- irstandandi innheimtuaðgerðum,“ segir í tilkynningu bankaráðsins. Rætt um aðlögun tilboðsins Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðsins, segir að tilboð bank- ans í Sparisjóð Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) og málefni því tengd hafi vissulega verið rædd á fundinum. Magnús tekur fram að Búnaðarbankinn hafi auðvitað eng- an áhuga á að brjóta lög en hins vegar sé alveg ljóst að lögin séu túlkuð mjög mismunandi af mörg- um aðilum. „Það er það sem við vilj- um fara vandlega yfir. Þessi mál voru rædd fram og til baka á fund- inum en þar var fyrst og fremst um vangaveltur manna að ræða um hin- ar ýmsu túlkanir á lögunum o.s.fr.v.“ Magnús segir stjórn bankans enn vera mjög áhugasama um að þetta geti gengið og menn vilji skoða hvort ekki sé hægt að aðlaga það þeim kringumstæðum sem settar hafi verið fram í niðurstöðu Fjár- málaeftirlitsins. „Og þá líka í takt við það sem viðskiptaráðherra hefur verið að tala um. Hún hefur ítrekað það að hún sæi tilboðið kannski ekki ganga nákvæmlega upp eins og það er núna en að jafnvel væri hægt að byggja það upp á einhvern annan hátt sem í sjálfu sér væri svipuð hugmyndafræði og sú sem við erum með núna,“ segir Magnús. Bankaráð Búnaðarbanka Íslands Upplýsingar um lánastöðu ekki komnar frá bankanum ÞÖKURNAR sem lagðar voru við sporð göngubrúarinnar yfir Miklubraut ættu að þrífast vel um þessar mundir. Hæfileg vökvun örvar rótarmyndun og rigning í höfuðborginni hefur líka verið al- veg hæfileg síðustu daga. Ekki of mikil og ekki of lítil, a.m.k. ekki fyrir þökurnar. Það geta höfuð- borgarbúar huggað sig við þegar þeir líta til veðurs og skyggnast um eftir sólinni sem hefur haldið sig í öðrum landshlutum síðustu dægrin. Morgunblaðið/Jim Smart Viðrar vel til sprettu ALLS 158.558 einstaklingar skil- uðu skattframtölum á rafrænu formi til Ríkisskattstjóra í ár. Það eru um 74% þeirra sem telja fram til skatts. Bragi Leifur Hauksson, deildarstjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir þetta miklu hærra hlutfall en þekkist í nágrannalöndum okkar. Af þessum 158.558 einstaklingum skiluðu 97.507 einstaklingar í gegnum vefframtal Ríkisskatt- stjóra en 61.051 skilaði skattfram- tölum með hjálp endurskoðenda og bókara, sem senda inn framtöl á dulrituðum og rafrænt undirrituð- um tölvupósti. Bragi tekur þó fram að fyrr- greindar tölur geti enn hækkað lít- illega, þrátt fyrir að skilafrestur sé útrunninn, t.d. vegna þess að ein- hverjir kunni að hafa gleymt að skila framtalinu. Lengri skilafrestur Til samanburðar skiluðu samtals 132.511 einstaklingar skattframtöl- um á rafrænu formi til Ríkisskatt- stjóra árið 2001, alls 72.745 ein- staklingar skiluðu inn slíkum skattframtölum árið 2000 og alls 19.435 árið 1999. Þegar Bragi er inntur eftir skýringum á því hvers vegna svo margir skattframteljendur skili inn rafrænum skattframtölum, segir hann að ástæðan geti m.a. verið sú að rafræna kerfið hjá skattayfirvöldum hafi batnað til muna með hverju árinu. Þá þurfi einstaklingar að færa sífellt færri upplýsingar inn á framtölin sjálfir þar sem forskráðar upplýsingar aukist með hverju árinu. Einnig telur hann að það skipti máli í þessu sambandi að þeir sem skili inn rafrænum framtölum fái lengri skilafrest en aðrir. Bragi játar því aukinheldur að það hljóti að skipta máli hve stór hluti Íslendinga hafi aðgang að Netinu. Um 74% skiluðu framtölum á rafrænu formi NÁTTÚRUVERND ríkisins telur að viðbótargögn sem Landsvirkjun lagði fram til Skipulagsstofnunar, vegna fyrirhugaðrar Norðlingaöldu- veitu, breyti ekki niðurstöðu stofn- unarinnar um mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar frá 31. maí sl. Í þeirri umsögn sinni hafnaði Náttúruvernd Norðlingaölduveitu við 575 metra yfir sjávarmáli, eða öðrum lónhæðum eins og þeim er lýst í matsskýrslu Landsvirkjunar. Í umsögninni segir að Náttúru- vernd telji að viðbótargögnin styrki enn frekar það álit stofnunarinnar að umhverfisáhrif vegna Norðlinga- ölduveitu verði umtalsverð. Gögnin sýni, svo ekki verði um villst, að aur- burður og setmyndun í Norðlinga- öldulóni verði mjög mikil og hröð, hvort sem gripið verði til þeirra mót- vægisaðgerða sem lýst er eða ekki. Gera þurfi nýtt lón, reisa varnar- garða, leggja vegi, dæla efni og búa til haugsvæði. „Lífríki Þjórsárvera mun verða í stórhættu og landslagi á stóru svæði mun endanlega verða raskað umfram það sem nú hefur verið gert með 1.–5. áfanga Kvísla- veitu. Þetta sýnir að Norðlingaöldu- veita veldur umtalsverðum umhverf- isáhrifum og getur ekki staðið ein og sér,“ segir í umsögninni. Telur Náttúruvernd að sú máls- meðferð að leggja fram ný gögn falli ekki undir reglugerðarákvæði. Ekki sé heldur um að ræða að fram komi nýjar upplýsingar sem ekki var vitað um. Hafna beri meðferð viðbótar- gagnanna sem hluta af mati á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. Í bréfi Landsvirkjunar, sem lagt var fram með viðbótargögnunum, segi að fyrirtækið telji að skilyrðum um mótvægisaðgerðir í lögum um mat á umhverfisáhrifum sé fullnægt. Þar að auki verði flatarmál hugsan- legs setlóns innan við 3 ferkílómetr- ar að stærð og þar að leiðandi ekki matsskylt samkvæmt viðauka lag- anna. Þá sé svæðið utan verndar- svæðis. „Náttúruvernd ríkisins telur að það sé ekki hlutverk Landsvirkjunar að ákveða hvaða framkvæmdir eru matsskyldar og hvaða framkvæmdir ekki,“ segir í umsögninni. Segir að efnistakan sé það mikil að hún nái þeim mörkum að vera matsskyld og fyrirhuguð mótvægisaðgerð hluti af mun stærri framkvæmd og sem slík matsskyld sem hluti af henni, enda á sama svæði og beinn hluti af fram- kvæmdinni. Náttúruvernd gerir ýmsar at- hugasemdir um haugsvæði, efnis- töku, vegi, grunnvatn, varnargarða, endingartíma lóna og fleira. Segir að gera þurfi ráðstafanir vegna aur- burðar eftir 20 ár, en lónið fyllist á 30 árum miðað við núverandi aurburð. Þetta sýni vel stuttan endingartíma lónsins og mótvægisaðgerðanna. Ekki hafi verið gerð sérstök könnun á áhrifum af haugsvæðum á lands- lag, svæðin taki aðeins við efni í 30– 40 ár. Ekki sé heldur fjallað um vegi að haugsvæðum. Telur stofnunin að mótvægisaðgerðir eigi ekki sjálfar að valda umtalsverðum umhverfis- áhrifum. Tvímælalaust verði umtals- verð neikvæð áhrif af fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum, nægi að nefna vegi, haugsvæði, varnargarða og breytingar á vatnafari. „Aðgerðin sem slík mun ekki koma í veg fyrir neikvæð áhrif af Norðlingaölduveitu heldur eingöngu fresta hluta nei- kvæðra áhrifa.“ Þá eru gagnrýnd orð Landsvirkj- unar um að svæðið sé varla mjög áhugavert fyrir ferðamenn, fyrst og fremst áraurar fari undir vatn. Landsvirkjun virðist líta fram hjá öðrum áhrifum sem verða og heild- aráhrifum sem framkvæmdirnar geti haft fyrir ferðamenn, s.s. vegna vega, varnargarða og annarra áhrifa á landslag. Náttúruvernd um fyrirhugaða Norðlingaölduveitu Viðbótargögn breyta ekki niðurstöðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.