Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 19 SIMRAD OPEN 2002 18. sjómanna og útvegsmannamót Golfklúbbs Vestmannaeyja verður haldið laugardaginn 27. júní 2002 Ræst verður út á hádegi Kvöldverður, dans og verðlaunaafhending í golfskálanum kl. 20 eftir mótið lí UM 60 manna hópur vaskra Vest- mannaeyinga á 20 jeppum hefur verið á ferð um Norðurland síðustu daga. Um er að ræða árlega ferð fé- laga í jeppaklúbbnum Herði, sem stofnaður var í Vestmannaeyjum fyrir fáum árum. Félögum hefur fjölgað jafnt og þétt en fé- lagsstarfið byggist einkum upp á tveimur ferðum á ári hverju. Að þessu sinni varð Norðurland fyrir valinu og dvaldi hópurinn að Hrafnagili í Eyjafirði þaðan sem ekið var til hinna ýmsu staða. Farið var í Flateyjardal, í Laugafell, á Þeistareyki og að Litla-Víti. Þá var ekið upp úr Bárðardal suður Dyngjufjalladal og Gæsavatnaleið í Nýjadal, en síðasti áfangi ferð- arinnar var frá Nýjadal norðan jökla og að Hveravöllum. Í Jeppaklúbbnum Herði í Vest- mannaeyjum eru eigendur Izusu- og Nissan-jeppa. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jeppaklúbbur frá Vestmannaeyjum leggur upp í ferð frá Akureyri. Hópurinn er hér fyrir utan bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimarssonar þar sem ferðalangarnir litu á nýjustu jeppana áður en haldið var af stað. Vaskir Vestmanna- eyingar á ferð Vestmannaeyjar Í SUMAR verður boðið upp á söguferðir á slóð- um Þórbergs Þórðarson- ar í Suðursveit. Annars vegar er um að ræða fróðlegar gönguferðir með leiðsögn en einnig hefur verið komið fyrir skiltum sem vísa veginn í skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna. Hvert skilti hefur að geyma bókstaf og þegar stöfunum hefur verið safnað saman kemur í ljós örnefni í grenndinni. Um síðustu helgi var efnt til söguferðar og í leiðinni kynnti Þorbjörg Arnórsdóttir fyrirhugaða stofnun Þórbergsseturs á Hala. Setrinu er ætlað að vera til húsa í gamla burstabænum á Hala en hann var byggður á fjórða áratugnum. Í Þórbergssetri er ætlunin að verði íbúð og vinnuaðstaða fyrir fræði- menn og allri fræðilegri umfjöllun um verk Þórbergs verði safnað sam- an og það varðveitt í Þórbergssetri. Með í för á laugardaginn var Torf- hildur Hólm Torfadóttir á Hala, en sem barn fór hún oft með Þórbergi í söguferðir um nágrennið, eða land- kynningarferðir eins og Þórbergur kallaði þær. Söguferðirnar eru ókeypis, alltaf opið og aðeins þarf að byrja á fyrsta skiltinu sem stendur við áningar- staðinn við þjóðveginn ofan við Hala í Suðursveit. Í söguferð með Þórbergi Morgunblaðið/Sigurður Mar Það er stórskemmtilegt að ganga um slóðir Þórbergs og fræðast um náttúruna, örnefnin og söguna. Hér rýna þátttakendur í söguferð í bókstafina sem er að finna á skiltunum í rat- leiknum og reyna að raða saman lausninni. Hornafjörður Á DÖGUNUM var haldið boðsmót UDN (Ungmennasamband Dala- manna og Norður- Breiðfirðinga) hér á íþróttavellinum í Búðardal. Veðrið var reyndar svolítið leið- inlegt miðað við það sem verið hafði vikuna áður. Þá var sól og blíða og mikill hiti, en þegar kom að íþróttamótinu var komið mikið rok og ekki svo hlýtt lengur. Menn létu það ekki á sig fá, þeir sem ekki voru að keppa og þar af leiðandi hreyfðu sig ekki til hita, klæddu sig bara vel og sumir tóku meira segja fram kuldagallann. Þegar leið á mótið lægði vindinn og allt gekk að óskum. Keppt var í hlaupagreinum, lang- og þrístökki, kúluvarpi, spjót- kasti og boltakasti. Allir gerðu sitt besta og allir viðstaddir fóru þreyttir en ánægðir eftir skemmti- legt íþróttamót heim á leið. Keppnis- andi á ung- mennasam- bandsmóti Búðardalur Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Mikill keppnisandi einkenndi 60 metra hlaup 10 ára og yngri. FÉLAGAR í Oddfellowstúkunni Sif á Sauðárkróki færðu Heilbrigð- istofnuninni á Blönduósi lyfjadælu að gjöf fyrir skömmu í tilefni 5 ára afmæli stúkunnar. Það voru oddfell- low-félagarnir á Blönduósi þeir Guð- mundur Jónsson og Albert Stefáns- son sem afhentu gjöfina en Vigdís Björnssdóttir hjúkrunarstjóri tók við gjöfinni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Við móttöku lyfjadælunnar. Frá vinstri: Vigdís Björnsdóttir hjúkrunar- stjóri með alnöfnu sína í fanginu, Oddfellow-félagarnir Albert Stefánsson og Guðmundur Jónsson, þá hjúkrunarfræðingarnir Þórdís Baldursdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir og Pétur Jónsson framkvæmdastjóri. Odd- fellowar gefa lyfja- dælu Blönduós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.