Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í sífelldri leit að hagræð- ingu og aukinni skilvirkni í stjórnkerfinu hefur nú náðst sá einstæði árang- ur að leggja af eina grein ríkisins. Hingað til hefur ríkið skipst í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald, en hagræðing hefur tekist með niðurlagningu sjálf- stæðs löggjafarvalds. Önnur hag- ræðingaraðgerð sem ekki mun koma sér síður vel fyrir lands- menn er að úr gildi hefur verið numin stjórnarskrá lýðveldisins. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir þá sök að hér eftir þurfa stjórnvöld ekki að hafa áhyggjur af því hvort einstakar ákvarðanir skerði rétt- indi borgaranna. Þar með einfald- ast öll ákvarð- anataka og stjórnkerfið verður skil- virkara, hag- kvæmara, faglegra og nútímalegra. En hvernig má það vera að bæði löggjafarvald og stjórn- arskrá hafi verið aflögð í einni svipan? Jú, aðdragandinn er ein- hvern veginn á þá leið að hér á landi hófu starfsemi veitinga- staðir þar sem boðið var upp á nektardans, bæði í opnu rými staðanna og í lokuðum her- bergjum þeirra. Í lokuðu her- bergjunum hefur farið fram svo kallaður einkadans og fram- kvæmd hans er með þeim hætti að aðrir en dansarinn og sá sem á dansinn horfir verða hans ekki varir. Svo furðulegt sem það kann að virðast þá hefur einkadansinn þrátt fyrir þetta farið mikið fyrir brjóstið á sumum sem virðast líta svo á að einkadansinn sé bara alls ekkert einkamál tveggja manna. Helsta gagnrýnin snýr að því að verið sé að fara illa með dans- arann og hann dansi ekki af eigin hvötum heldur vegna þrýstings annarra. Þá er því haldið fram að dansarinn stundi iðulega vændi samhliða vinnu sinni sem dansari. Þó er það svo, að þrátt fyrir margra ára reynslu af þessum veitingastöðum og einkadans- inum, og þrátt fyrir örvænting- arfulla leit að einhverju sem stutt geti þessar ásakanir, þá hefur ekkert komið fram sem staðfestir þær. Ásakanirnar eru því mark- lausar og byggjast á getgátum og gróusögum, en um ákvarðanir stjórnvalda sem byggjast á get- gátum og gróusögum þarf ekki að hafa mörg orð. Svo vikið sé aftur að því hvern- ig stjórnarskráin og löggjaf- arvaldið voru lögð af, þá gerðist það með þeim hætti að borg- arstjóri fékk gerða lögreglu- samþykkt, sem felur í sér að veit- ingastaðir sem bjóða upp á nektardans geta ekki haldið áfram starfsemi. Lögreglu- samþykktin þurfti staðfestingu dómsmálaráðherra, og var hún auðsótt þó að ljóst mætti vera að hún bryti í bága við stjórnarskrá lýðveldisins. En hvers vegna tengist nekt- ardans stjórnarskránni? kunna menn að spyrja. Jú, hann gerir það vegna þess að í stjórn- arskránni er ákvæði þar sem seg- ir að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósi, og nekt- ardans hefur vissulega veitt fjölda fólks vinnu, bæði beint og óbeint. Nektardans er þess vegna varinn í stjórnarskránni, en þar segir þó að atvinnufrelsinu megi setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Og hér skyldu menn taka sér- staklega eftir orðunum „með lög- um“ og „krefjist almannahags- munir þess“. Væri stjórnarskráin enn í gildi hefði dómsmálaráð- herra orðið að hafna lögreglu- samþykktinni um bann við einka- dansinum á tveimur forsendum. Annars vegar af þeirri tæknilegu ástæðu að atvinnufrelsi má ekki takmarka nema með lögum og þar með ekki með lögreglu- samþykkt. Enda fer því fjarri að ætlast sé til að lögreglu- samþykktir taki til slíkra mála, eins og lesa má um í lögum um lögreglusamþykktir. Hins vegar hefði dóms- málaráðherra orðið að stöðva lög- reglusamþykktina vegna þess að almannahagsmunir krefjast þess bara hreint ekki að einkadans sé bannaður. Það eru engir al- mannahagsmunir í hættu þó að fólk pari sig saman, fari inn í lok- uð herbergi og dansi þar hvað fyrir annað. Og þó svo vilji til að annar einstaklingurinn sé nakinn breytir það engu um almanna- hagsmunina, þetta snertir þá alls ekki. Og þetta snertir þá ekkert frekar þó að um sé að ræða dans á veitingastað en ekki í heima- húsi. Almenningi stafar alls engin ógn af þessum dansi, og breytir engu þar um þó að sumum kunni að þykja dansinn óviðkunn- anlegur. Ekki skiptir heldur máli þó að einhverjum þyki veitinga- staðirnir óæskilegir. Það eru ekki málefnaleg rök fyrir því að banna með öllu tiltekna atvinnu- starfsemi. Þrátt fyrir alla þá hagræðingu sem getið var um hér í upphafi að megi ná fram með afnámi löggjaf- ans og stjórnarskrárinnar hljóta menn samt að vona að sú hagræð- ing sé aðeins tímabundin. Sé um varanlega breytingu að ræða og verði þessari ákvörðun dóms- málaráðherra og borgarstjóra ekki snúið við eru réttindi borg- aranna hér á landi í meiri hættu en þau hafa áður verið. Haldist þessum stjórnvöldum uppi að misbeita valdi sínu með þessum hætti er engin ástæða til að gera ráð fyrir því að önnur borgaraleg réttindi muni ekki láta undan síga. Ef hægt er að banna til- tekna atvinnugrein með lögreglu- samþykkt, af þeirri ástæðu einni að einstakir stjórnmálamenn telja sig skora með því pólitísk stig, skyldi þá ekki næst vera hægt að banna tilteknar samkomur manna með sams konar sam- þykkt? Og þá auðvitað alveg án tillits til þess hvort samkomurnar ógnuðu nokkrum manni – nema ef til vill einhverjum stjórnmála- manni. Skyldi þá ekki líka mega banna skrif um einstök mál? Að minnsta kosti leiðindaskrif um leiðindamál. Í það minnsta ef þau henta ekki tilteknum ein- staklingum. Afnám réttinda „Haldist þessum stjórnvöldum uppi að misbeita valdi sínu með þessum hætti er engin ástæða til að gera ráð fyrir því að önnur borgaraleg réttindi muni ekki láta undan síga.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is KRISTÍN G. Magnús hefur haldið úti sýningum á ensku fyrir ferða- menn hér á landi nær hvert sumar í meira en þrjátíu ár. Kaffileikhúsið er nýjasti viðkomustaður sýningarinn- ar, sjöttu húsakynnin þar sem dag- skráin hefur verið leikin hér í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki ólíklegt að þetta verði síðasta sýningin sem er flutt í þessu húsi en ef svo fer munu margir eflaust eiga eftir að sakna hinnar ótrúlegu nálægðar við leikar- ana sem rýmið gefur færi á. Þessi sýning Ferðaleikhússins er í töluvert breyttri mynd frá því í fyrrasumar, þegar Kristín lék ein á sviðinu í Iðnó. Hún hefur nú fengið til liðs við sig nýbakaðan leikara, Ólaf Þór Jóhannesson, til að lífga upp á sýninguna. Það er eins og farið hafi verið yfir allan textann, hlutur skyggnu- myndasýningarinnar verið aukinn og leiknum atriðum fækkað nokkuð. Í fyrri hlutanum gantast Ólafur í gervi Reyðfirðings nokkurs við Kristínu og töluverðum upplýsingum um þjóðhætti er komið á framfæri í sam- talsformi í flutningi þeirra beggja bæði fyrir og eftir hlé. Nálægðin við áhorfendur nýtist sæmilega, sér- staklega þegar Halldór og Ólafur líða um salinn í draugslíki í leikþætt- inum um djáknann á Myrká. Þar átti Ólafur mjög hnitmiðaðan leik. Skyggnumyndasýningin kemur líka mun betur út í þessari nálægð, en hætt er við að bjálkar þeir sem bera uppi efri hæð hússins hafi skyggt nokkuð á sýningartjaldið. A.m.k. virðist mun betra að sitja vinstra megin í salnum. En nálægðinni geta líka fylgt gall- ar jafnt sem kostir. Sviðsmyndin er með minna móti og þrengslin komu í veg fyrir að hægt væri að brjóta upp samtalsatriðin, svo þau urðu of eins- lit þrátt fyrir líflegan leik Kristínar og Ólafs, en látbragð Reyðfirðings- ins og hreimur voru skemmtilega út- færð. Kristín stóð fullnálægt fremstu áhorfendum þannig að þeir sem aftar stóðu sáu oft aðeins efri hluta líkam- ans. Stóll til hliðar var vel nýttur og Kristín tókst öll á loft við túlkun á lesnu efni. Helsti annmarki sýningarinnar, í samanburði við fyrri útfærslur, er að dregið hefur verið úr hlutfalli leikins efnis. Sagan um óhreinu börnin hennar Evu endaði í handapati og vandræðum þar sem leikmunirnir sem Kristín hefur stuðst við voru ekki lengur til staðar. Hápunktar sýningarinnar eru frásagnirnar af móður minni í kví, kví og djáknanum á Myrká, ekki vegna þess að þeir komi sögunum óbrengluðum til skila heldur þvert á móti vegna þess að þarna er eitthvað einstakt á ferðinni, þjóðsögur sem í meðförum Kristínar hafa þróast áfram, hún hefur aukið við og endurbætt og hafa öðlast sjálf- stæðan tilverurétt, sem er að sjálf- sögðu eðli slíkra sagna. En það hefur líka verið krukkað í þennan innsta kjarna leiksýningarinnar; aðeins við- bæturnar við Garúnarsögu eru leikn- ar – og hið skelfilega atriði þegar djákninn reynir að draga Guðrúnu ofan í opna gröf sína er horfið – og móðir mín í kví, kví hefur verið svipt kristínskum einkennum sínum og færð nær ritaðri gerð þjóðsögunnar. Útlendir leikhúsgestir geta sótt ýmsan fróðleik og dægradvöl í Kaffi- leikhúsið þessa dagana, en hin barns- lega, rómantíska sýn á arfleifð okkar Íslendinga sem einungis Kristín geymdi með sér og gat miðlað okkur er að miklu leyti horfin. Í þessari birtingarmynd sinni er sýningin nær því takmarki sínu að gefa útlendum ferðamönnum nasasjón af menningu okkar og þjóðlegri arfleifð, en á sama tíma hefur hún misst það sem gerði hana eftirsóknarverða sem týnda hlekkinn sem skýrði þá stökkbreyt- ingu sem hefur orðið á menningar- sögulegri umfjöllun um arfleifð okk- ar undanfarna þrjá áratugi. Bætt um betur? Morgunblaðið/Þorkell „Útlendir leikhúsgestir geta sótt ýmsan fróðleik og dægradvöl í Kaffi- leikhúsið þessa dagana, en hin barnslega, rómantíska sýn á arfleifð okk- ar Íslendinga sem einungis Kristín geymdi með sér og gat miðlað okkur er að miklu leyti horfin,“ segir Sveinn Haraldsson meðal annars. LEIKLIST Ferðaleikhúsið Höfundar eða þýðendur efnis: Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy og Terry Gunnell. Hönnuðir skyggnumyndasýningar: John Pulver og Magnús S. Halldórsson. Leik- stjóri og leikmyndahönnuður: Kristín G. Magnús. Leikmyndamálari: Steingrímur Þorvaldsson. Trésmiður: Hreiðar Þórð- arson. Búningar: Dóróthea Sigurfinns- dóttir og Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Grímur: Jón Páll Björnsson og Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tæknistjóri: Jón Ív- arsson. Ljósahönnuður: Neil Haigh. Tæknimaður: Elvar Geir Sævarsson. Raddir af segulbandi: Kristín G. Magnús, Martin Regal, Robert Berman og Terry Gunnell. Leikarar: Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Ólafur Þór Jóhann- esson. Föstudagur 19. júlí. LIGHT NIGHTS Sveinn Haraldsson OLGA Pálsdóttir opnar sýningu undir yfirskriftinni „Ég og þú“ í gluggagalleríinu Heima er best á Vatnsstíg 9 kl. 19 í dag. Olga er fædd 13. apríl árið 1962 í Norður-Rússlandi. Hún hefur búið á Íslandi í meira en 13 ár og lauk BA- gráðu í myndlist frá Listaháskóla Ís- lands árið 2001. Þetta er fjórða einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Verkið sem Olga sýnir núna er grafíkmynd sem unnin er árið 1999 í Fotopolimer-tækni, en textann hefur hún notað áður árið 2000 í sýning- arglugganum í Búnaðarbankanum við Hlemm. Verkið er ekki til sölu, en eftirprentun af grafíkmyndinni er hægt að kaupa í Heima er best. Allur söluhagnaður rennur til Samtaka gegn sjálfsvígum. Verkið er sprottið úr reynsluheimi listakonunnar, huga hennar og skynjun á því menningarsamfélagi sem hún lifir í. Sýningin stendur til og með föstu- deginum 16. ágúst. Grafíkmynd í gluggagalleríi Grafíkverk Olgu Pálsdóttur. ÁRNI Sighvatsson barítonsöngvari opnar sína fyrstu málverkasýningu í veitingahúsinu Þrastarlundi í Þrastaskógi í dag, föstudag. Á sýn- ingunni eru um 20 landslagsmyndir málaðar með vatnslitum og olíu. Sýningin stendur til og með 8. ágúst. Olíumálverk eftir Árna Sig- hvatsson barítonsöngvara. Söngvari málar á striga Gerðarsafn Sýningu á verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur í Gerðar- safni lýkur á sunnudag og verður þá leiðsögn kl. 15. Á sýningunni eru um 250 fjöl- breytt verk úr þessu stærsta einka- safni landsins. Sýningarlok og leiðsögn Á FJÓRÐU sumartónleikum við Mývatn sem fram fara í Reykja- hlíðarkirkju annað kvöld, laugar- dagskvöld kl. 21 koma fram þrjár nýútskrifaðar söngkonur; Nanna María Cortes, mezzosópran, Sig- urlaug Jóna Hannesdóttir, sópran, og Bryndís Jónsdóttir, sópran, ásamt píanóleikaranum Helgu Guðrúnu Finnbogadóttur. Þær flytja íslenska efnisskrá og einnig terzett úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Bryndís og Sigurlaug útskrifuð- ust frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2001, en Nanna María var að ljúka prófi frá Royal Academy of Music í London og hefur hlotið fastráðningu við Norsku óperuna frá næstu áramótum. Þrjár söngkonur í Reykjahlíðarkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.