Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEMPHIS Corporation verður nýtt nafn á sameinuðu fyrirtæki Mem- phis Ltd. og Skynet Telematics Inc. Í fréttatilkynningu frá Memphis Ltd. kemur fram að fyrirtækið er að sameinast Skynet Inc. og hyggst skrá nýtt fyrirtæki, Memphis Cor- poration, á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum innan skamms. Memphis er hugbúnaðarfyrirtæki og var stofnað á Íslandi 1994. Memp- his Limited var stofnað sem eignar- haldsfélag í Bretlandi árið 1998 og hefur um 380 hluthafa. Með samein- ingunni við Skynet Inc. verða hlut- hafar nýs fyrirtækis um 2.300 tals- ins, þar af er tæpur þriðjungur íslenskir hluthafar. Memphis Inc. mun áfram hafa höfuðstöðvar í Bret- landi. Að sögn Sigfúsar Halldórs, stjórn- arformanns Memphis Ltd., er yfir- takan á Skynet Inc. gerð til að stytta Memphis leið á markað í Bandaríkj- unum. Hann segir Skynet ekki vera með neina starfsemi lengur. Kostur þess sé hins vegar sá að það er nú þegar skráð á markað og hefur mik- inn fjölda hluthafa. Auk þess er gert ráð fyrir að Skynet hafi aflað um 200 milljóna króna í hlutafé þegar af sameiningu verður. Sigfús segir yf- irtökuna þannig geta sparað um 12– 18 mánuði sem annars færu í að afla hlutafjár og skrá fyrirtækið á mark- að. Helsta vara Memphis er hugbún- aðurinn Survey Explorer sem not- aður er fyrir ýmis talnagögn, s.s. spurningalista og símakannanir, og hefur verið seldur í Evrópu, Banda- ríkjunum, Asíu og Afríku. Ný útgáfa hugbúnaðarins, Survey Explorer 5.0, er væntanleg á markað í ágúst. Memphis yfir- tekur Skynet Hyggjast skrá nýtt fyrirtæki, Memphis Corporation, á hlutabréfa- markað í Bandaríkjunum NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, valdi Búnaðarbankann sem umsjónaraðila þriggja milljarða skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Bankinn sér einnig um að þjón- usta NIB við greiðslur og uppgjör á skuldabréfunum ásamt því að sinna viðskiptavakt með bréfin í Kauphöll Íslands. Skuldabréfin eru 15 ára af- borgunarbréf, verðtryggð og bera 4,75% nafnvexti. Þau eru rafrænt skráð hjá Verðbréfaskráningu Ís- lands og þingskráð í Kauphöll Ís- lands. Búnaðarbankinn greindi frá þessu í fréttatilkynningu í fyrradag. Í tilkynningunni segir að skulda- bréfin séu gefin út til þess að fjár- magna lánastarfsemi NIB hér á landi. Þetta sé fyrsta útboð NIB á Ís- landi og í fyrsta sinn sem erlendur banki gefi út skuldabréf í íslenskum krónum og skrái þau í íslenskri kauphöll. Þá segir að skuldabréfin standi öllum fagfjárfestum til boða og séu mjög áhugaverð viðbót við ís- lenskan skuldabréfamarkað þar sem um sé að ræða traustasta aðila sem gefið hefur út skuldabréf í íslenskum krónum til þessa. Lánshæfismat NIB í íslenskum krónum er Aaa (Moody’s), sem er sama lánshæfiseinkunn og íslenska ríkið hefur fyrir skuldbindingar í ís- lenskum krónum. Segir í tilkynning- unni að hátt lánshæfismat NIB sé vegna skuldbindingar allra Norður- landanna um að ábyrgjast lántökur bankans. NIB er alþjóðlegt fjármálafyrir- tæki norrænu ríkjanna. Útistand- andi lán bankans til viðskiptavina námu 10.067 milljónum evra í árslok 2001 og nema útistandandi skulda- bréf bankans 12.298 milljónum evra. Bankinn tók þátt í um 60 stórum fjárfestingarverkefnum á Norður- löndum á síðasta ári ásamt því að lána fjármálastofnunum til endur- lána til smárra og meðalstórra fyr- irtækja. Lán til iðnfyrirtækja eru áberandi í lánastarfsemi bankans. Búnaðarbankinn annast skuldabréfaútboð NIB kostnaður var hins vegar heldur umfram spána, einkum vegna kostnaðar við endurskipulagningu á starfsemi í Bandaríkjunum og auk- ins sölukostnaðar. „Stefna félagsins hefur verið að auka við sölustarfið og þannig hefur sölukostnaður farið vaxandi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er því nokkuð undir spánni en hagnaður eftir skatta nokkuð yfir spánni. Það er þó ekki um mikil frávik að ræða en þau eru vel útskýrð. Sala Össurar á fyrri helmingi ársins var rúmlega 20% meiri en á sama tíma í fyrra og er aukningin vegna vaxandi starfsemi en ekki vegna kaupa á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Annar ársfjórð- ungur var hinn tekjuhæsti hjá Öss- uri frá upphafi sem sýnir að það er góður gangur í starfsemi félagsins. Við hjá greiningardeild ÍSB erum því bjartsýn á rekstur félagsins á næstu misserum,“ sagði Atli Guð- mundsson hjá greiningardeild Ís- landsbanka. HAGNAÐUR Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 3,62 millj- ónum Bandaríkjadala eða um 308 milljónum króna. Hagnaður félags- ins á öðrum fjórðungi ársins var tæplega 2,6 milljónir dala eða tæp- ar 240 milljónir króna, sem er að- eins yfir lægri mörkum áætlunar. Jókst rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi um 53% frá sama tímabili á síðasta ári. Fram kemur í tilkynningu frá Össuri að annar ársfjórðungurinn hafi verið sá söluhæsti frá upphafi og söluaukning milli ára jafngildi 26% innri vexti á öðrum ársfjórð- ungi. Hagnaður á hlut jókst um 31% og var 2,7 cent á hlut. Sala annars ársfjórðungs var 21,2 milljónir Bandaríkjadala sem er í samræmi við rekstraráætlun. Rekstrarhagnaður var tæplega 3 milljónir dala, sem er 460 þúsund dölum undir lægri mörkum rekstr- aráætlunar. Hagnaður annars árs- fjórðungs var tæplega 2,6 milljónir dala, sem er aðeins yfir lægri mörk- um áætlunar. Samstæða Össurar hf. saman- stendur í meginatriðum af Össuri hf. á Íslandi, samstæðu Össur Holdings Inc. í Bandaríkjunum, samstæðu Össur Holding AB í Sví- þjóð og Össur Europe BV í Hol- landi. Afkoman í samræmi við spár Greiningardeild Íslandsbanka segir að afkoma Össurar á fyrri árshelmingi sé góð og í ágætu sam- ræmi við spá deildarinnar. Hagn- aður tímabilsins var nokkuð yfir spánni en meðal þess sem skýrir betri niðurstöðu, að mati greining- ardeildarinnar, er að styrking evrunnar gagnvart dollar skilaði félaginu gengishagnaði. Rekstrar- Söluaukning hjá Össuri hf. jafngildir 26% innri vexti Hagnað- ur 308 milljónir króna                                                                      !"                        ##$%&' %#$&#(  (%% %($()*  !%&) ##  !%(%    +'$(*& #,$*&'   &$#)( &$,-* +%.' +*.)/     !               !    "  #$ %&     "          "  TVÖ fyrirtæki vinna nú að gerð raf- rænnar afladagbókar fyrir skip- stjórnarmenn. Það eru Radíómiðun og Sjógrunnur. Bæði fyrirtækin hafa unnið búnaðinn í samvinnu við Fiski- stofu og segir Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri þetta bæði merkilegt og gagnlegt framtak. Það nýtist skipstjórnarmönnum vel og skili greiðari upplýsingum inn til Fiski- stofu og sé meðal annars vinnuspar- andi fyrir Hafrannsóknastofnun. Þórður segir að ekki sé gert upp á milli fyrirtækja í þessu sambandi. „Okkar þáttur í þessari vinnu er fyrst og fremst að búa til eins konar innstungu hér hjá okkur fyrir upp- lýsingarnar. Fyrirtækin sem vinna að gerð afladagbókarinnar verða svo að sníða sinn hugbúnað að þessari innstungu. Radíómiðun kom fyrst að máli við okkur og þá var farið í það að sækja um styrk til verkefnisins af Fiskistofu, Sjávarútvegsstofnun Há- skólans og Radíómiðun til Rann- sóknaráðs ríkisins. Sá styrkur fékkst reyndar ekki, en við umsóknina var skýrt tekið fram að vinna Fiskistofu væri ekki einskorðuð við þarfir Radíómiðunar, öllum sem vildu tengjast Fiskistofu á þennan hátt væri það heimilt. Því höfum við unnið með báðum þessum fyrirtækjum en auk þess lagt í töluverðan kostnað við að setja upp móttökubúnaðinn hjá okkur,“ segir Þórður Ásgeirsson. Rafrænar afladagbækur „Merkilegt framtak“ NORÐURLJÓS skulda lífeyrissjóð- unum í landinu um 2 milljarða króna í óveðtryggðum skuldabréfum, því ekkert þeirra bréfa sem mynda þessa skuld er með veði í eignum fé- lagsins. Eitt bréfa Norðurljósa sem er 350 milljónir króna að nafnverði og skiptist niður í einingar sem hver er 5 milljónir króna, er skráð í Kauphöll Ísland en önnur bréf félagsins eru óskráð, alls að nafnverði um 1.650 milljónir króna. Bréfið sem skráð er í Kauphöllinni var gefið út 7. ágúst 1997 með gjald- daga 30. maí 2005. Eins og fram kom í samtali við Sigurð G. Guðjónsson, forstjóra Norðurljósa, í Morgunblaðinu í gær greiðir fyrirtækið einungis vexti af skuldabréfunum en greiðir svo höf- uðstólinn upp á gjalddaga ásamt verðbótum. Hár bjartsýnisstuðull Sigurður G. Guðjónsson segir að- spurður að lífeyrissjóðir og aðrar fjármálastofnanir séu alltaf af og til að kaupa óveðtryggð skuldabréf af fyrirtækjum, enda sé ekkert sem banni það, einungis sé horft á hvort viðkomandi fyrirtæki geti staðið skil á skuldinni. „Í tilfelli Norðurljósa verða menn líka að horfa á hvenær bréfin voru gefin út, þ.e. á árunum 1995–1999. Þá var staða Norðurljósa allt önnur og bjartsýnisstuðull heimsins miklu hærri.“ Sigurður segir að Norðurljós séu ekki fædd í gær og þetta sé ekki í fyrsta skipti sem það hefur selt fjár- málastofnunum skuldabréf. „Það hefur enginn tapað krónu á okkur ennþá,“ sagði Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá tveimur lífeyrissjóðum, Sameinaða lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði sjó- manna, er hvorugur þeirra sjóða með heimild fyrir því að kaupa óskráð skuldabréf fyrirtækja án veðs. Í fjárfestingarstefnu Sameinaða lífeyrissjóðsins segir að einungis séu keypt skuldabréf fyrirtækja gegn veði í fasteign eða skuldabréf sem skráð eru í kauphöll. Í fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs sjómanna er kveðið á um að skulda- bréf fyrirtækja sem fjárfest er í skuli vera skráð á markaði eða stefnt sé að skráningu þeirra og miðað er við að kaupa ekki bréf til lengri tíma en tíu ára. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs sjó- manna, segir að við kaup skulda- bréfa fyrirtækja sé kallað eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu þeirra og farið yfir helstu kennitölur úr rekstrinum. Hann segir að Líf- eyrissjóður sjómanna hafi keypt fjögur fimm milljóna króna skráð skuldabréf af Norðurljósum á sínum tíma. Árni segir engin vandkvæði hafa verið með greiðslu vaxta af þeim lán- um. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það verði greitt af þessum bréfum áfram.“ Lífeyrissjóðir kaupa einnig óveðtryggð skuldabréf Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.