Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A LÖGREGLAN í Keflavík fékk til- kynningu laust eftir kl. 8 í gær- morgun um að olíubrák væri á Reykjanesbraut milli Njarðvíkur og Voga. Var slökkvilið kallað á stað- inn og olían skoluð af veginum. Þurfti að loka Reykjanesbrautinni tímabundið vegna þessa. Ekki er vitað hvaðan olían kom en að sögn lögreglu virtist hún hafa komið úr farartæki sem var á leið frá Njarð- vík í gærmorgun. Á köflum voru olíupollarnir stórir og að sögn lög- reglu getur slysahætta hlotist af svo hreinsa varð veginn. Olíubrák á Reykja- nesbraut Njarðvík LÍÐAN drengsins sem varð fyrir bíl í Garði laust eftir hádegi á mið- vikudag er óbreytt að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Fór drengurinn í aðgerð á mið- vikudagskvöld vegna alvarlegra höfuðáverka. Hann er nú í önd- unarvél. Drengurinn, sem er átta ára, var á reiðhjóli er slysið átti sér stað. Hann var með hjálm á höfði. Líðan drengsins óbreytt Garður ♦ ♦ ♦ VEGNA upplýsinga um væntanleg- ar fjöldauppsagnir starfsfólks fyrir- tækja á Keflavíkurflugvelli hefur bæjarráð Reykjanesbæjar lýst yfir áhyggjum vegna stöðu mála. Kom þetta fram á fundi bæjarráðs í gær þar sem málið var rætt. „Þó gera megi ráð fyrir að hér sé um að ræða verkefna- og/eða árstíð- arbundna sveiflu að einhverju leyti má ljóst vera að grípa þarf í taumana og leita allra ráða til að draga úr fjöldauppsögnum,“ segir í bókun að- alfulltrúa frá fundinum. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið bæjar- stjóra að leita eftir frekari upplýs- ingum og kalla eftir fundum með for- svarsmönnum fyrirtækjanna sem allra fyrst. Bæjarráð fjallar um uppsagnir á Keflavíkurflugvelli Áhyggjur af stöðunni Morgunblaðið/Kristján Reykjanesbær Barnaútigallar Kápur og sparikjólar Þumalína, Skólavörðustíg 41 ATVINNUÁSTANDIÐ á Suður- nesjum hefur ekki verið jafn slæmt og nú, yfir sumartímann, síðan árið 1998 og eru þá ótaldar fyrirhug- aðar uppsagnir Keflavíkur- verktaka og Teits Jónassonar. Ketill G. Jósefs- son, starfs- ráðgjafi og for- stöðumaður Svæðisvinnu- miðlunar Suð- urnesja, segir nauðsynlegt að bregðast við ástand- inu eins fljótt og mögulegt er. Rúmlega 170 manns eru án at- vinnu á Suðurnesjum sem þýðir 1,7% á landsvísu. Í júlí árið 2001 var hlutfall atvinnulausra á Suð- urnesjum aðeins 0,6% á landsvísu. Óvenju margir sjómenn eru á at- vinnuleysisskrá um þessar mundir að sögn Ketils en samdráttur er í flestum atvinnugreinum. „Á haustin fjölgar fólki á atvinnu- leysisskrá eftir sumarafleysingar, en það hefur yfirleitt verið tíma- bundið,“ útskýrir Ketill. Hann segir að hægt hafi á öllu at- vinnulífi á svæðinu undanfarna mánuði og engin stór verkefni séu í gangi. Hann segir samdrátt í bygg- ingageiranum, sjávarútvegi og flugi hafa mikil áhrif og keðjuverkandi áhrif á aðra þjónustustarfsemi á svæðinu. Þá segir hann að gengisbreyt- ingar undanfarinna mánaða hafi án efa gert það að verkum að atvinnu- rekendur hafi haldið að sér höndum varðandi ráðningar á starfsfólki. Flugleiðir munu að sögn Ketils leggja niður flug til New York á haustdögum sem kemur niður á fjölda starfsmanna hjá IGS (Flug- þjónustan) sem er stór atvinnuveit- andi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samdráttar verður einnig vart í útgerð og segir Ketill að vegna lé- legs kvótaárs hafi fiskhúsi verið lok- að á Suðurnesjum á vordögum og við það misstu 20 manns vinnuna í landi. „Þetta er ekki eina dæmið. Það vantar fleiri veiðiheimildir og aukinn aflakvóta Suðurnesjamönn- um til handa ef útgerð og fiskvinnsla eiga að haldast í hendur og skapa þá undirstöðu sem til þarf.“ Rættist úr vinnu fyrir skólafólk „Það blés ekki byrlega til að byrja með í vor í sambandi við sumarvinnu fyrir námsfólk 17 ára og eldra,“ seg- ir Ketill en bætir við að úr ástandinu hafi þó ræst þegar líða tók á sum- arið. „Með elju og góðu samstarfi tókst að koma þessu fólki til starfa. Það er að þakka góðu samstarfi Vinnumiðlunar og bæjaryfirvalda, t.d. í tengslum við Vinnuskólann þar sem störfum var fjölgað,“ segir Ket- ill. Óvenju fá sérverkefni eru í gangi á vegum bæjar- og sveitarfélaga í samvinnu við Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja í ár að sögn Ketils, en reiknað er með að þeim fjölgi á kom- andi árum. „Sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta sótt um styrk til sérstakra verkefna sem eru unnin innan umdæmis svæðisvinnumiðl- unar. Verkefnið má ekki vera í sam- keppni við aðila í hliðstæðum at- vinnurekstri á landsvísu.“ Ketill nefnir dæmi um verkefni í tengslum við ferðamál, söfn og varð- veislu gamalla húsa svo og skógrækt og fegrun umhverfisins. Styrkirnir eru fengnir úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði í gegnum Vinnumála- stofnun sem Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja starfar undir. Verksmiðja mun breyta miklu En Ketill segist bjartsýnn á að ástandið batni fljótlega. „Einhverjar blikur eru á lofti sem koma atvinnu- lífinu til góða. Má þar nefna fyrirhugaða stálröraverksmiðju sem á að rísa í Helguvík,“ segir Ketill og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að standa vel og skipulega að undirbúningi verksmiðjunnar. „Mér finnst hálf nöturlegt á svæði eins og Suðurnesjum, þar sem sjáv- arútvegur er undirstaðan, hversu illa hefur verið staðið að þeim mál- um. Það er verið að deila út kvóta til byggða úti á landi, en ekki sem neinu nemur til okkar. Við eigum ekki að þurfa að gjalda þess að við erum nálægt höfuðborgarsvæðinu. Það er ergilegt að sjá kvótann hverfa og skip seld í burtu án þess að nokkuð sé að gert. Ég tel m.a. að ábyrgðin sé hjá yfirvöldum á hverj- um stað, svo og alþingismönnum kjördæmisins. Mér finnst þeir ekki hafa sinnt þessu sem skyldi.“ Ketill segir nauðsynlegt að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er á svæðinu, en sækja af krafti á ný mið, opna ný tækifæri. „Við hér á Suðurnesjum búum við nálæg fiski- mið með alþjóðaflugvöll við hendina svo tækifærin eru til staðar. Það er mikil orka í iðrum jarðar og synd að við nýtum hana ekki betur og meira en við gerum.“ Ketill segir að atvinnulífið hafi verið í miklum blóma síðastliðin þrjú til fjögur ár og þó að atvinnu- ástandið hafi versnað nú sé engin hætta á ferðum. „Ég álít að hér sé mikill mannauður sem hægt sé að virkja með góðum hætti. Ef rétt er á málum haldið tel ég að við komumst klakklaust í gegnum þetta samdrátt- artímabil. Það eru ýmis verkefni framundan, eins og t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar og fleiri vega- framkvæmdir. Til þess að framboð á störfum aukist þarf að vinna mark- visst að því og allir aðilar þurfa að leggjast á eitt og vinna saman.“ Um 170 manns skráðir án atvinnu hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja Suðurnes Ábyrgðin hjá yfirvöldum Ketill Jósefsson Morgunblaðið/Sverrir Ungmennin í Vinnuskólanum kvörtuðu ekki undan verkefnaskorti en gáfu sér samt tíma til að hvíla sig aðeins og spjalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.