Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 21
Sími 525 3000 • www.husa.is
20-40%
Útimálning
á stein, þak og timbur
afsláttur
FULLTRÚADEILD bandaríska
þingsins hefur samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta að reka James
Traficant af þingi. Þingmaðurinn var
í apríl síðastliðnum dæmdur sekur
fyrir mútuþægni og spillingu og
sögðu samstarfsmenn hans í þinginu
honum ekki stætt á öðru en að segja
af sér. Traficant neitaði því, enda
hefur hann ætíð haldið fram sakleysi
sínu, og sagðist frekar mundu fara í
fangelsi en að segja af sér og við-
urkenna afbrot sem hann hefði ekki
framið.
Traficant barðist fram í rauðan
dauðann gegn brottvikningunni og
hélt 48 mínútna ræðu sér til varnar.
Þótti hún, eins og margar ræður
hans, æði skrautleg og þurfti fund-
arstjóri að áminna hann fyrir óvand-
að orðbragð. Hélt Traficant því fram
að hann væri fórnarlamb samsæris
og ofsókna af hendi dóms- og lög-
regluyfirvalda, sem og skattheimt-
unnar. „Stjórnin hefur fleiri upptök-
ur af mér en CNN,“ sagði hann.
Fullyrti Traficant að Janet Reno,
fyrrverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, stæði á bak við of-
sóknirnar á hendur honum og hét því
að gera allt sem í sínu valdi stæði til
að koma í veg fyrir að hún næði kjöri
í ríkisstjórakosningum í Flórída.
„Ég skal sjá til þess að hún verði
ekki kosinn í neitt fjandans emb-
ætti,“ sagði hann og hlaut að launum
ávítur fundarstjóra.
Flestir þingmannanna, sem
hlýddu á málflutning hans, gerðu svo
í hljóði þótt öðru hverju mætti heyra
hlátur þegar Traficant gerði grín að
útliti sínu. „Innst inni viljið þið
ganga í útvíðum buxum, en skortir
sjálfsöryggið sem til þarf,“ sagði
hann. Meðal séreinkenna þing-
mannsins fyrrverandi eru einmitt
gerviefnajakkaföt með úreltu sniði
auk hárgreiðslu sem helst minnir á
Elvis heitinn Presley.
Látnir moka flórinn
Meðlimir siðanefndar þingsins
lögðu á það áherslu að óverjandi
væri að Traficant héldi þingsæti sínu
miðað við þau sönnunargögn sem
komið hafa fram á hendur honum.
Fyrrverandi samstarfsmenn hans
báru því vitni að hann hefði tekið við
mútum og að hann hefði notað op-
inbert fé og mannafla til eigin þarfa.
Lét hann til dæmis starfsmenn skrif-
stofu sinnar moka flórinn á býli sínu í
Ohio.
Alls greiddu 420 þingmenn at-
kvæði með því að Traficant væri vik-
ið frá, en aðeins Gary Condit, þing-
maður demókrata frá Kalíforníu,
greiddi atkvæði gegn því. Condit
hefur sjálfur átt undir högg að sækja
eftir hvarf aðstoðarkonu sinnar,
Chöndru Levy, en lík hennar fannst
nýlega í almenningsgarði í Wash-
ington. Fjórtán þingmenn sátu hjá
eða greiddu ekki atkvæði.
Traficant reitti marga félaga sína í
demókrataflokknum til reiði í fyrra
þegar hann greiddi repúblikananum
Dennis Hastert atkvæði sitt til emb-
ættis forseta þingsins í stað leiðtoga
minnihlutans Dick Gephardt, og þótt
Traficant segði ekki skilið við demó-
krata neitaði flokksforystan að skipa
hann í þingnefndir eftir það.
Traficant, sem er annar þingmað-
urinn sem vikið hefur verið úr emb-
ætti frá árinu 1861, er þekktur fyrir
skrautlega framkomu, jafnt innan
þings sem utan. Hann vitnaði gjarn-
an í sjónvarpsþættina Stjörnuferð
(Star Trek) í ræðum sínum. Hann
var fyrst kjörinn á þing árið 1984
sem þingmaður fyrir Ohio-ríki, en
hafði áður gegnt embætti lögreglu-
stjóra í heimabæ sínum. Var hann á
þeim tíma ákærður fyrir að hafa tek-
ið við mútum frá skipulögðum
glæpasamtökum að upphæð 163.000
dollurum, eða um fjórtán milljónum
íslenskra króna. Hann sagði sjálfur
að hann hefði tekið við peningunum
þegar hann var að leiða glæpamenn-
ina í gildru og var sýknaður fyrir
dómi, en var látinn greiða myndar-
lega upphæð til skattayfirvalda þeg-
ar hann gat ekki gert grein fyrir því
hvert peningarnir fóru.
Traficant rekinn
af Bandaríkjaþingi
Lét starfslið
þingskrifstof-
unnar moka
flórinn á býli sínu
Washington. AP, Washington Post.
Traficant flytur varnarræðu
sína fyrir Bandaríkjaþingi.
AÐ MINNSTA kosti 25 manns hafa
farist í flóðum og aurskriðum í
norðurhluta Tyrklands síðustu
daga, að sögn tyrknesku frétta-
stofunnar Anatolia í gær.
Alls hafa 25 lík fundist, þar af
átján í þorpinu Selamat í Rize-
héraði við Svartahaf. Mesut Yil-
maz, aðstoðarforsætisráðherra
Tyrklands, sagði að óttast væri að
tólf manns til viðbótar hefðu farist.
Flóðin hafa kostað að minnsta
kosti sjö manns lífið í héruðum í
grennd við Rize og má á myndinni
sjá hvar björgunarfólk er að störf-
um í bænum en þar varð mikil aur-
skriða. Úrhelli hefur verið á svæð-
inu frá því á mánudag og
veðurfræðingar spá því að rign-
ingunni sloti ekki næstu tvo daga.
Björgunarmenn hafa ekki kom-
ist til nokkurra þorpa, sem hafa
einangrast vegna flóða og aur-
skriðna. Um tuttugu byggingar
hafa eyðilagst og yfir 200 fjöl-
skyldur hafa þurft að flýja heimili
sín.
Að sögn tyrkneskra embættis-
manna hafa 96 vegir lokast og 25
þorp eru án rafmagns.
AP
Tugir manna farast
í flóðum í Tyrklandi
Ankara. AFP.
RICHARD Parsons, aðalfram-
kvæmdastjóri AOL Time Warner,
stærstu fjölmiðlasamsteypu heims,
staðfesti í fyrradag að Viðskiptaeft-
irlitsnefnd Bandaríkjanna, SEC,
hefði hafið rannsókn á reikningsskil-
um America Online, netdeildar fjöl-
miðlarisans. Eftirlitsnefndin greindi
einnig frá því að hún hefði hafið
rannsókn á alls tólf fjárfestingar-
bönkum á Wall Street vegna „hugs-
anlegra lögbrota“.
Rannsóknin á America Online
(AOL), stærsta netfyrirtæki heims,
hófst eftir að The Washington Post
skýrði frá því á fimmtudaginn var að
fyrirtækið hefði aukið tekjur sínar
af auglýsingum á Netinu með ýms-
um „óhefðbundnum“ samningum á
árunum 2000–2002, fyrir og eftir
samruna AOL og Time Warner í
janúar 2001. Að sögn blaðsins beitti
America Online ýmsum vafasömum
aðferðum til að láta líta út fyrir að
tekjurnar af auglýsingum á Netinu
hefðu aukist, meðal annars með til-
færslum á tekjum milli deilda.
Parsons staðfesti rannsóknina
eftir að kauphöllinni í New York var
lokað í fyrradag og áréttaði að allar
færslur America Online væru í sam-
ræmi við viðurkenndar reiknings-
skilavenjur. Fyrirtækið segir að
færslurnar, sem The Washington
Post fjallaði um, nái yfir tæp 2%
tekjum America Online á umræddu
tímabili.
AOL Time Warner skýrði enn-
fremur frá því í fyrradag að tekj-
urnar af auglýsingum á Netinu
hefðu minnkað á öðrum fjórðungi
ársins. Rekstur fjölmiðlarisans hefði
skilað hagnaði að andvirði 394 millj-
óna dala (34 milljarða kr.) á þessu
tímabili, en á sama tíma í fyrra var
samsteypan rekin með tapi að and-
virði 734 milljóna dala (63 milljarða
kr).
Athyglin beinist að bönkunum
Stephen Cutler, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaeftirlitsnefndar
Bandaríkjanna, skýrði frá því að
hún hefði hafið rannsókn á hugs-
anlegum lögbrotum tólf fjárfesting-
arbanka á Wall Street, meðal ann-
ars Merrill Lynch, Citigroup,
Morgan Stanley og Goldman Sachs.
Cutler vildi ekki skýra frá því hvers
konar lögbrot bankarnir væru grun-
aðir um.
Athygli bandarískra fjölmiðla
beindist að bönkunum á þriðjudag
þegar greint var frá því að Citigroup
og JP Morgan Chase hefðu hjálpað
bandaríska miðlunarfyrirtækinu
Enron að fela versnandi fjárhag
þess með því að veita því lán að and-
virði að minnsta kosti átta milljarða
dala, andvirði 688 milljarða króna.
Rannsókn á
reikningsskilum
America Online
Hugsanleg lögbrot tólf
banka rannsökuð
New York. AFP, The Washington Post.