Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 43
STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert einstaklings- hyggjumaður með auðugt ímyndunarafl og ríka sið- ferðiskennd. Á komandi ári þarftu að sleppa tökunum á hinu gamla og rýma til fyrir einhverju alveg nýju. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það liggur vel á þér í dag. Þú ert umhyggjusamur en á sama tíma ákveðinn í að hafa þitt fram. Gættu þess að vera ekki of stjórnsamur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú leggur þig ekki fram við að komast að samkomulagi við sambýlisfólk þitt er hætt við heimiliserjum í dag. Stífni verður einungis til þess að espa aðra upp á móti þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert óvenju fylgin þér og því er hætt við að þú takir það persónulega ef fólk er ósam- mála hugmyndum þínum og skoðunum í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjármálin eru þér ofarlega í huga og þú kemur auga á nýja möguleika til fjáröflunar. Hafðu ekki áhyggjur af því að þú sért of bjartsýnn. Vonir þínar geta orðið að veruleika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú stendur óvenju fast á rétti þínum í dag. Þú meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar þannig að það ætti enginn að vera í vafa um það hvað þú hugsar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir komist að leyndar- máli í dag. Líklega tengist það einhverju sem þú hefur lengi velt fyrir þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú sýnir ákveðni í samskipt- um þínu við hópa og stofnanir í dag og ert staðráðinn í að fá þitt fram. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert mjög metnaðargjarn í dag og leggur þig allan fram við að ná settu marki. Þú hik- ar ekki við að tala um kosti þína til að koma þér á fram- færi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að gera þér grein fyr- ir muninum á því að segja ein- hverjum eitthvað og áróðri. Ef þú tjáir þig af of miklum áhuga heyrir fólk ekki það sem þú ert að segja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Langanir þínar og ástríður eru vaktar í dag. Hvort sem þú gerir eitthvað með þær eða ekki finnurðu örugglega fyrir þeim. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú þurfa að verjast fólki sem krefst þess að þú sjáir hlutina í þeirra ljósi. Auðveldasta leiðin til að þagga niður í fólki er að sam- sinna því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert áhugasamur í vinnunni. Kappsemi er smit- andi og því munu allir í kring um þig vinna betur og af meiri áhuga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 43 DAGBÓK Athugið! Vorum að taka upp nýjar vörur á útsöluna. Frábær fatnaður á góðu verði. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga 10-16 Hafnarfirði Doremí, Hafnarfirði, Fjarðargötu 17 Útsalan í fullum gangi 30-70% afslátturl LJÓÐABROT FYRSTU VORDÆGUR Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambgrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. - - - Þorsteinn Gíslason. „EITT besta spil mótsins,“ segir í fréttablaði EM um handbragð Búlgarans Na- nevs í fjórum hjörtum. Spilið kom upp í töfluleik Spánar og Búlgaríu í 32. umferð, en báðar þjóðir höfðu frá upp- hafi verið í toppbaráttunni og enduðu í 2. og 4. sæti: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á7432 ♥ 9843 ♦ 10753 ♣-- Vestur Austur ♠ K1096 ♠ G8 ♥ 76 ♥ ÁG ♦ D96 ♦ ÁG842 ♣K1095 ♣G842 Suður ♠ D5 ♥ KD1052 ♦ K ♣ÁD763 Í lokaða salnum gengu sagnir hratt fyrir sig – eitt hjarta í suður og fjögur hjörtu í norður. Andrea Bur- atti fékk út tromp, sem aust- ur tók með ás og trompaði aftur út. Buratti stakk lauf og spilaði svo smáum spaða að drottningunni. Þetta er rökrétt spilamennska, en dugir ekki eins og spaðinn liggur og Buratti varð að játa sig sigraðan. Í opna salnum höfðu sagn- ir verið meira upplýsandi: Vestur Norður Austur Suður Lantaron Mihov Ventin Nanev -- -- -- 1 lauf * Pass 1 tígull * Dobl 1 hjarta Dobl 4 hjörtu Pass Pass Pass Nanev og Mihov spila Precision, og því byrjar suð- ur á sterku laufi og norður afmeldar. Dobl austurs sýnir einfaldlega tígul, en dobl Lantarons í vestur er úttekt á hjartasögn Nanevs. Þessar upplýsingar nýttust sagn- hafa vel í úrvinnslunni. Lantaron kom líka út með tromp og Ventin tók með ás og spilaði gosanum. Nanev trompaði lauf og nú bjugg- ust áhorfendur í sýningar- salnum við litlum spaða á drottninguna, en Nanev kom öllum á óvart með því að spila tígli! Austur stakk upp ás og spilaði áfram tígli, sem Nanev trompaði. Aftur var lauf trompað í borði og tígull heim. Tilgangurinn með tíg- ulstungunum var sá að loka fyrir útgöngu vesturs í þeim lit þegar Nanev spilaði nú laufás og laufi. Vestur var inni á laufkóng og varð að spila frá spaðakóng. Nanev fékk þannig níunda slaginn á spaðadrottninguna og þann tíunda á frílauf. Þetta er stórglæsileg spilamennska, byggð á rök- réttri túlkun á doblunum tveimur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Hinn 25. maí sl. voru gefin saman í Ár- bæjarkirkju af séra Þóri Haukssyni þau Hjördís Björg Andrésdóttir og Sverrir Örn Hermannsson. Heimili þeirra er í Brúarási 8, Reykjavík. 60ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 27. júlí, er sextug Ragna Gísla- dóttir, Lækjasmára 2, Kópa- vogi. Eiginmaður hennar er Bryngeir Vattnes. Þau taka á móti gestum í Stjörnusaln- um í Garðabæ frá kl. 11–14 á afmælisdaginn. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 26. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Kristjana Halla Ingólfsdóttir og Grímur Benediktsson, Hrísateigi 20, Reykjavík. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Bd3 Rc6 5. Bc2 Bg4 6. d3 g6 7. Rbd2 Bg7 8. h3 Bd7 9. 0-0 0-0 10. He1 b5 11. d4 cxd4 12. cxd4 Rh5 13. d5 Rb4 14. Bb1 a5 15. a3 Ra6 16. Rb3 a4 17. Rbd4 Rf6 18. Ba2 b4 19. Bc4 Dc8 20. De2 Db7 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Vla- dimir Akopj- an (2678) hafði hvítt gegn Emil Sutovsky (2660). 21. e5! dxe5 21... Rxd5 22. e6 og hvítur hefur frum- kvæðið. 22. Rxe5 Rxd5? Tapar manni en staða svarts var verri. Framhaldið varð: 23. Bxa6 Hxa6 24. Rxd7 Dxd7 25. Dxa6 Bxd4 26. axb4 Rxb4 27. Dxa4 Dd6 28. Be3 Bxb2 29. Had1 Db8 30. Bd4 og svartur gafst upp. Fimmta mótið í Bikar- syrpu Halló! fer fram sunnudaginn 28. júlí og hefst mótið kl. 20. Mótið verður haldið á ICC á Net- inu. Hægt er að skrá sig á www.hellir.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. DIMITRIS, sem er 36 ára Grikki, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á ferðalögum og söfn- un. Dimitris Tsitsiras, Hrisostomou Smirnis 1-3, GR - 17671, Athens, Greece. PHILIP óskar eftir íslenskum pennavinum. Philip J. Valone, 1416 Fanshawe Street, Philadelphia, Pennsylvania 19111-4914, U.S.A. netfang: Lyvidarr @hotmail.com HALCON óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Halcon Bewley, 1332 Tremont Place #16, Denver, CO 80204, U.S.A. BRYAN er 14 ára og óskar eftir íslenskum pennavinum. Netfangið er: bryan@mel- oo.com Pennavinir FRÉTTIR SUNNUDAGINN 28. júlí efnir Ferðafélag Íslands til gönguferðar á Ok við Kaldadal. Ok er vestasti jök- ull á suðurhluta Íslands, 1.198 m y.s., og sjaldfarið fjall. Í hvirfli fjallsins er myndarlegur gígur sem fyrrum var fullur af hjarni en er orðinn snjólaus með öllu. Áður voru skriðjöklar á Oki og stórgrýttir jökulgarðar utan við jök- uljaðarinn sýna að fyrrum var tals- vert skrið í jöklinum meðan hann var og hét. Reiknað er með 4–6 klst. göngu á fjallið, brottför er frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudagsmorgun og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri er Þór- oddur Þóroddsson og þátttökugjald 2.200 fyrir félagsmenn en 2.500 fyrir aðra. Gönguferð Ferðafélags Íslands á Ok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.