Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 26
Beinþ en hæ BEINÞYNNING er heilbrigðis-vandi sem skiptir okkur öllmáli, segja þau Björn Guð-björnsson, sérfræðingur í gigt- ar- og almennum lyflækningum, dósent við Háskóla Íslands og formaður samtak- anna Beinverndar, og Halldóra Björns- dóttir, íþróttafræðingur og framkvæmda- stjóri Beinverndar. Hættan á því að brotna af völdum beinþynningar einhvern tímann á ævinni er að minnsta kosti 30% hjá konum og 13% hjá körlum og því allt eins líklegt að þótt fólk fái ekki sjúkdóm- inn sjálft verði nákominn ættingi eða vin- ur fyrir því að beinbrotna af völdum bein- þynningar. Oft veit fólk ekki að það hefur sjúkdóminn fyrr en eftir fyrsta brot og því benda Björn og Halldóra á, að hér sé um að ræða dulinn en hættulegan faraldur. Algengustu afleiðingar beinþynningar eru framhandleggsbrot, hryggsúlubrot og mjaðmabrot og segja þau Björn og Hall- dóra að þessi brot geti haft alvarlegar af- leiðingar. Í erlendum rannsóknum hafi komið í ljós að einn af hverjum fimm ein- staklingum sem mjaðmabrotnar deyi á næstu 12 mánuðum sem er margfalt hærra hlutfall en meðal jafnaldra. „Sá sem mjaðmabrotnar þarf að liggja lengi á sjúkrahúsi og því fylgja oft og tíðum fylgi- kvillar, svo sem sýkingar, blóðtappar og fleira. Af þeim fjórum sem ekki látast á fyrstu 12 mánuðum eftir mjaðmabrot þurfa að meðaltali tveir á aukinni aðstoð að halda heima við eða þeir leggjast inn á öldrunardeildir. Eftir fyrsta brot aukast líkur á því að annað brot verði. Því oftar sem fólk brotnar því alvarlegri afleiðingar hefur sjúkdómurinn á lífsgæði og lífshorf- ur. Þá hafa evrópskar rannsóknarniður- stöður gefið til kynna að fleiri konur deyja í kjölfar mjaðmabrota en af völdum brjóstakrabbameins. Um 10% þeirra sem hljóta úlnliðsbrot fá aflögun um úlnliðinn, oft samfara lang- vinnum slitgigtarverkjum. Þeir sem fá samfallsbrot í baki, en það grær á 6-12 vik- um, finna oft fyrir verkjum auk þess sem þetta fólk lækkar oft í lofti og tapar þá reisn sinni. Margir sem fá endurtekin samfallsbrot í baki geta fengið herðakistil sem verður til að þrengja að lungum og meltingarfærum. Á þessu sést að annar heilsufarsvandi getur magnast upp sem afleiðing beinþynningar,“ segir Björn. Fólk getur brotnað við að faðma barnabörnin Halldóra bendir á að líkamleg hömlun sem komi í kjölfar beinþynningar bindi fleiri sjúklinga við rúmið en sjúkdómar á borð við langvinna lungnasjúkdóma, heila- blóðfall, hjartaáfall eða brjóstakrabba- mein. Björn segir að þrátt fyrir að byltur af ýmsu tagi valdi oft stærstu og erfiðustu beinbrotunum þurfi oft miklu minna til hjá þeim sem hafa beinþynningu á alvarlegu stigi. „Fyrir þá sjúklinga er oft nóg að hósta, faðma barnabörnin eða setjast á klósettið, þá brotna þeir. Fólk sem lendir í þessu verður mjög hrætt við að fram- kvæma ýmislegt sem flestir telja eðlilegt. Bráðabirgðaniðurstöður í lífsgæðarann- sókn sem unnin hefur verið á beinþéttn- imóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri benda til þess, að fólk sem fær samfallsbrot af völdum beinþynningar verði oft fyrir félagslegri einangrun,“ seg- ir Björn. Mikill kostnaður fyrir samfélagið Hann segir að flestum beinbrotanna sé hægt að sinna á slysa- eða göngudeild, en þó nokkrir, sérstaklega þeir sem fá slæm samfallsbrot, þurfi að leggjast á spítala. Allir sem mjaðmabrotni séu lagðir inn á spítala, en einn legudagur kostar 32-65 þúsund krónur. „Um það bil 2-300 konur mjaðmabrotna árlega, en innan við 200 konur greinast ár- lega með brjósta-, leg- eða eggjastokka- krabbamein til samanburðar. Samkvæmt könnun sem við gerðum eru um 12-14 ein- staklingar á stóru sjúkrahúsunum dag hvern vegna beinbrota af völdum bein- þynningar. Þetta þýðir um 300 milljónir á ári í legukostnað, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að það má tvöfalda sjúkrahús- kostnað miðað við samfélagskostnað sem hlýst af beinbrotum eftir sjúkrahúsleg- una. Þegar fólk er útskrifað þarf það á verkjalyfjum að halda, auk hjálpartækja, heimilisaðstoð, endurhæfingu og fleira. Því erum við í raun að tala um kostnað sem nemur upp undir einum milljarði á ári vegna beinþynningarbrota og ljóst að þetta er gríðarlega mikill heilbrigðisvandi og dýrt fyrir samfélagið,“ segir Björn. Björn segir tvennt hafa gerst á undan- förnum árum sem orðið hafi til þess að umræðan um beinþynningu hafi aukist. Einföld tæki sem unnt er að greina bein- þynningu með hafi orðið til og þá hafi komið fram meðferðarmöguleikar sem skila mjög góðum árangri. „Að geta greint og staðfest sjúkdóminn áður en fyrsta brot verður og ná að meðhöndla sjúkdóm- inn er mikilvægt, en rannsóknir erlendis hafa sýnt að fái kona eitt samfallsbrot eykst áhættan fimmfalt á að brotna aftur innan árs,“ segir Björn. Einfaldar beinþéttni- mælingar og þróun lyfja Í dag er hægt að mæla beinþéttni á til- tölulega einfaldan hátt og segir Björn að það megi gera á nokkra mismunandi vegu. „Í fyrsta lagi er til einföld mæling sem kölluð er hælmæling, en þá er notast við ómtækni og hljóðbylgja er send í gegnum hælbeinið. Þá fæst fram stífleiki í beininu svo hægt er að áætla beinþéttnina í hrygg og mjöðm. Svona hælmælar eru til hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, á gigtardeild Landspítalans í Fossvogi og svo hefur Beinvernd nýlega fengið slíkan mæli að gjöf. Þessi búnaður er aðgengilegur og mæling tekur einungis nokkrar mínútur. Hælmæling er talin áreiðanleg ef niður- staðan sýnir góða beinþéttni. Annað stigið er að mæla beinþéttni með svokölluðum beinþéttnimæli. Tvö slík tæki eru til og er þau að finna á Landspít- alanum í Fossvogi og á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Þá er til einfaldari út- gáfa af þessu tæki hjá Hjartavernd. Þessir mælar mæla beinþéttnina mjög nákvæm- lega og með þeim má finna heildarbein- magn og vöðva- og fitumagn í líkamanum sem getur gefið mikilvægar upplýsingar. Slík mæling er tímafrekari en þegar hæl- mælar eru notaðir, en hver rannsókn tek- ur um það bil 20 til 30 mínútur. Svona beinþéttnimælingar spá jafnvel fyrir um beinbrot síðar á ævinni og blóðþrýstings- mælar spá fyrir líkum á hjartaáfalli. Einnig er hægt að mæla beinþéttni með tölvusneiðmynd, en það er dýrari rann- sókn og tækjabúnaður og mun meiri geisl- un, en slík rannsókn gefur mjög nákvæm- ar niðurstöður,“ segir Björn. Björn segir að lyfjameðferð megi beita til forvarnar hjá konum sem eru í mikilli áhættu að fá be eru komnar me ekki enn beinbr aukist skilningu hormónauppbót konur nota m vara, ekki aðei heldur einnig í urstöður úr nýle kárni hvað varð hormónum. Ho hin jákvæðu be ekki hormónaáh er sértækur est ur nýlega komi annar lyfjaflokk um marktækt, þ Að sögn Björ oft fólk þarf að t „Sum hver þarf önnur tvær viku fresti og enn ön ekki geta tekið notast við innre mánaða fresti. gangi á lyfjum skapinn. Á allr meðferðarmögu brautir og er far kvæmar eftirhe ans, svo sem kal ónum og fleiri h uppbyggingu b möguleikar að v ari,“ segir Björn Mikilvægt a sé boðin Björn segist brigðiskerfinu s hlotið hefur bei til þess hvort rannsaka beinþ eigi að bjóða þei verða fyrir svo svo sem úlnliðs öðrum minnihá hafa lent í slysi Beinbrot sem hljótast af beinþynn alvarlegar afleiðingar í för með s linga, en talið er að á hverju ári ve um 1.000 til 1.200 beinbrot sem r beinþynningar. Elva Björk Sverri um beinþynningu við Björn Gu lækni og formann samtakanna og Halldóru Björnsdóttur, íþró og framkvæmdastjóra Beinv 26 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BEINÞYNNING er sjúkdómur í beinum sem einkennist af því að beinmagn minnkar og uppbygging beinsins riðlast. Afleiðingarnar eru minni beinstyrkur og aukin hætta á beinbrotum, sérstaklega í hrygg, úlnliðum, mjöðmum og upp- handleggjum. Beinin eru lifandi vefur sem inniheldur kalk og í þeim búa tvær megingerðir af frumum, beinmyndunarfrumur og bein- brjótar. Beinin eru í stöðugri endurbygg- ingu og á niðurbrot jafnhliða nýmyndum sér stað í beinvefnum þótt fullum vexti sé náð. Nauðsynlegt er að gott jafnvægi sé milli beinfrumnanna svo beinbrot grói, skekkjur réttist og líkami barna stækki. Beinmagn líkamans eykst mikið á vissum æviskeiðum og til að mynda þrefaldast beinmagn á unglingsaldri. Beinþéttni nær hámarki um 25 ára aldur og á aldrinum 20–40 ára eru beinin í nokkru jafnvægi og beinmagnið helst stöðugt. Á þessum aldri er beinmassinn vægi beinmyn veldur því að b það skapast be hin harða og þ frauðbeinið se Við þetta minn verða stökk og brotnað við mi Beinþynning dómur, milljón eru haldnar ho þeir eru með sj kennalaus þar Konur eru í beinþynningu beinþéttni þeir gengasta orsö anna eru þær b ama kvenna vi niðurbrot bein áratugnum eft Staðreyndir beinþynningu KJÖLFESTUFJÁRFESTAR EINKAVÆÐING BANKANNA Í gær hófst nýr kapítuli í viðleitniríkisstjórnarinnar til þess aðselja það sem eftir er af eignar- hlutum ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Fimm aðilar svöruðu auglýsingu og lýstu áhuga á að taka upp viðræður við einkavæðingarnefnd um kaup á stórum hlut í bönkunum tveimur. Ef af sölu til einhverra í þessum hópi verður á stórum hlut og jafnvel ráðandi hlut í bönkunum tveimur er ljóst að bankakerfið mun skiptast á milli 2–3 aðila í viðskiptalífinu eins og Morgunblaðið hefur raunar ítrekað bent á og varað við. Verði af þessari sölu eins og hún er ráðgerð verður ekki til baka snúið. Þá hefur teningunum verið kastað. Að mati Morgunblaðsins er ríkisstjórnin á mjög rangri leið í einkavæðingu bankanna eins og fram hefur komið áður í forystugreinum blaðsins og þess vegna enn á ný ástæða til að hvetja ráðherrana til að hugsa vel sinn gang áður en slík ákvörðun verð- ur tekin. Á síðustu fjórum árum hafa verið töluverðar umræður um nauðsyn þess að um mjög dreifða eignaraðild að bönkunum verði að ræða, þannig að einstakir aðilar og tengdir aðilar ættu ekki nema 5–8% hlut í banka og jafn- vel minni hlut t.d. 3–5%. Í þessum um- ræðum hefur einnig verið bent á þann möguleika að hluthafar mættu eiga stærri hlut en atkvæðisréttur þeirra væri takmarkaður t.d. við 5% eins og hugmyndin er að verði ef til hluta- félagavæðingar sparisjóða kemur. Ýmsir stjórnmálamenn og forystu- menn í fjármálakerfinu hafa lýst þeirri skoðun, að óframkvæmanlegt sé að koma á slíku kerfi. Þó er stað- reyndin sú, að beggja vegna Atlants- hafs hafa verið í gildi eða eru í gildi margvíslegar reglur, sem takmarka mjög eignaraðild að bönkum. Í sum- um tilvikum hafa slíkar takmarkanir gilt áratugum saman. Því hefur líka verið haldið fram, að óframkvæmanlegt væri að setja regl- ur um dreifða eignaraðild að banka- kerfinu vegna EES-samningsins og vísað til þess að í Noregi sé nú rætt um að afnema reglur, sem þar hafi verið í gildi. En jafnframt er viður- kennt, að í ESB-löndunum eigi tak- markanir við hjá sparisjóðum. Öllum er ljóst að enginn grundvallarmunur er á starfsemi sparisjóða og banka hér á Íslandi. Alþingi sjálft hefur sett löggjöf, sem á að takmarka atkvæð- isrétt í hlutafélögum, sem sett yrðu á stofn um starfsemi sparisjóða. Þing- menn og ráðherrar virðast því telja, að unnt sé að setja slíkar takmarkanir varðandi sparisjóðina en ekki vegna bankanna og sér hver maður í hendi sér hversu fáránlegur sá málflutning- ur er. Auðvitað á að láta á þetta reyna gagnvart EES-samningnum í stað þess að nota hann sem röksemd fyrir aðgerðarleysi. Er það vilji ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, að bankakerfinu verði skipt upp á milli 2–3 viðskiptablokka? Er það vilji þingflokka stjórnarflokkanna? Er það vilji Alþingis? Þetta mál snýst ekki bara um það hvernig bankakerfið og fjármálakerf- ið er skipulagt. Það snýst kannski fyrst og fremst um það í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir því að það ríkir eins konar frum- skógalögmál í fjármálakerfi þjóðar- innar um þessar mundir. Annar rík- isbankanna er að gera tilraun til að leggja undir sig stærsta sparisjóð landsins. Takist það munu aðrir bank- ar fylgja í kjölfarið og kaupa upp aðra sparisjóði. Er eitthvert vit í þessari þróun? Ríkisstjórnin og þingflokkar henn- ar standa frammi fyrir einhverri stærstu ákvörðun, sem um getur á tæplega átta ára stjórnarferli þessara flokka. Fari fram sem horfir er hætta á, að hér verði gerð örlagaríkari mis- tök en flesta grunar á þessari stundu. Á síðustu rúmlega 10 árum hefurorðið til nýtt hugtak í umræðum um íslenzkt viðskiptalíf. Þar er um að ræða svonefnda kjölfestufjárfesta. Í umræðum um uppbyggingu viðskipta- lífsins hefur mikil áherzla verið lögð á mikilvægi og þýðingu slíkra kjölfestu- fjárfesta. Það skipti miklu að í hverju fyrirtæki sé sterkur kjarni, sem eigi stóran eignarhlut, sem hafi mikla hagsmuni af því að leiða viðkomandi fyrirtæki vel og örugglega. Minni hluthafar muni njóta góðs af því. Lítið hefur farið fyrir gagnrýni á þessi sjónarmið. Wall Street Journal er annað af tveimur virtustu dagblöðum í heimi, sem sérhæfa sig í umfjöllun um við- skiptalífið á heimsvísu. Fyrir skömmu birtist athyglisverð grein í þessu virta fjármáladagblaði þar sem m.a. var fjallað um á hverju smærri hluthafar ættu að gæta sín, þegar þeir vega og meta hvaða hlutabréf þeir eigi að kaupa. Grein þessi er bersýnilega skrifuð vegna þeirra umræðna, sem nú fara fram í Bandaríkjunum um starfshætti stjórnenda bandarískra fyrirtækja. Eitt þeirra ráða, sem Wall Street Jorunal gefur lesendum sínum er að vara sig á fyrirtækjum, þar sem 1–2 aðilar eiga t.d. um 35% hlut. Í grein blaðsins segir um þetta atriði: „Það þarf ekki að vera slæmt fyrir fyrirtæki að vera í eigu fárra stórra hluthafa. Hættan fyrir þá minni er hins vegar sú, að þeir stærri setji eig- in hagsmuni ofar heildarhagsmunum litlu hluthafanna. Eigi til dæmis einn eða tveir hluthafar yfir 35% hlut í fyr- irtæki verða minni fjárfestar að bera gríðarlega mikið traust til þessara ráðandi hluthafa til að fjárfesta í fyr- irtækinu.“ Þessi ráðgjöf Wall Street Journal er umhugsunarefni fyrir þann fjölda sér- fróðra manna, sem hefur mælt með því að sérhvert fyrirtæki byggist á svonefndum kjölfestufjárfestum en eignarhlutur þeirra er gjarnan í kringum 30–35% og má nefna um það mörg dæmi úr íslenzku viðskiptalífi. Skrif blaðsins eru líka umhugsunar- efni fyrir ríkisstjórn Íslands sem virð- ist telja það eftirsóknarvert markmið að slíkir kjölfestufjárfestar með áþekkan eignarhlut og hér er nefndur komi til sögunnar í íslenzka banka- kerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.