Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 44
BANDARÍSKA leikkonan Gwyneth Paltrow hefur sést með brasilíska leikstjóranum Walter Salles að undanförnu. Þrátt fyrir fréttir um að hún sé tekin aftur saman við leikarann Luke Wilson sást hún með Salles í sumarfríi í Ríó. Salles, sem leik- stýrði Central Station, hefur sagt að þau séu einungis „góðir vinir“. Þeir sem fylgdust með þessu meinta pari sögðu þó að Gwyneth hefði virst skemmta sér ein- staklega vel í félagi við Salles. Gátan endar þó ekki hér því Gwyneth sást nýlega með Wilson á hinum vinsæla veitingastað Babbo í New York en þau léku saman í The Royal Tennenbaums. Þau héldust í hendur og kysstust yfir matnum, að sögn annarra matargesta. Ástarlíf leikkonunnar hefur oft vakið athygli en meðal fyrri kær- asta hennar er leikarinn Brad Pitt, sem nú er kvæntur annarri banda- rískri leikkonu, Jennifer Aniston. Gwyneth Paltrow var ein þeirra fjölmörgu sem mættu til frum- sýningar nýjustu Austin Pow- ers-myndarinnar, Goldmember, í Los Angeles á dögunum. Gwyneth komin með nýjan gæja FÓLK Í FRÉTTUM 44 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PAPAR í kvöld Vesturgötu 2 sími 551 8900 og röppuðum yfir tónlistinni og það kom mjög vel út.“ Honum líst einkar vel á að gera viðlíka hluti með Davíð Þór og félögum. „Við hlökkum til. Við hlustum mikið á djass og vonandi á þetta eftir að „grúva“ vel. Það er auðvitað aðalmálið.“ Í KVÖLD og á morgun verður sannarlega fjölbreytt tónlistarveisla á Grand Rokk og er hún liður í reglulegum kvöldum sem bera heitið „Rokk á Grand Rokk“. Á föstudeginum mun tríó Davíðs Þórs Jóns- sonar leika með röppurum og plötusnúðum af Rímnamíndiskinum, m.a. verða Forgotten Lores, Vivid Brain og Mezzías MC þarna. Frjáls spuni úr hvorum tveggju herbúðunum og efalaust athyglivert að fylgjast með þeirri framvindu. „Einhverju sinni var Gísli Galdur plötu- snúður að leika sér með djössurum á Vídalín,“ rifjar Baddi, einn meðlima Forgotten Lores, upp fyrir blaðamanni. „Við fórum einhverju sinni þangað niðreftir Á laugardagskvöldið munu svo Pollock- bræður, þeir Mike og Danni, koma fram með nýja rokksveit. Ekki þarf að hafa mörg orð um áhrifin sem þeir höfðu á íslenskt tónlistar- líf á sínum tíma. „Þetta verður bara rokk og ról,“ segir Danni. „en með okkur verða þeir Brjánn Baldursson, trommari og Pálmi Hjaltason, bassaleikari.“ Hann segir efniskrána vera bland í poka; lög sem þeir bræður hafi samið er þeir voru í Utangarðsmönnum. Og þetta er víst bara byrjunin. „Já, já,“ segir Danni glaðhlakkalegur. „Við ætlum að rokka áfram í ágúst, svo fer Mike út, en við höldum svo áfram í nóvember og desember. Þetta er bara kjöt og kartöflur eins og sagt er – bara 1, 2, 3 og rokka!“ Hvorir tveggju tónleikarnir hefjast á slag- inu 23.59. Aðgangseyrir á hvora er 700 kr. en innifaldar eru veitingar. Morgunblaðið/Golli Rímnamíngaurar (hluti). Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Þór Jónsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mike og Daniel Pollock. Rokk á Grand Rokk um helgina Djass/hipp- hopp/pönkrokk arnart@mbl.is  CAFÉ 22: DJ Atli.  CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm- sveitin Fjandakornið áður Exist, rokkar.  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti.  CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17: Diskótek Sigvalda Búa spilar.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Tríóið Tómatur spilar til 3.  FIMM FISKAR, Stykkishólmi: Hljómsveitin Smack spilar.  GRANDROKK: Rapp-hipp-hopp- djass tónleikar þar sem saman koma Rímnamín-rapparar og djassarar af yngri kynslóðinni.  HVERFISBARINN: Dj le chef í búrinu.  KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm- sveitinn Feðurnir.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Hafrót.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Helgi Valur, trúbador kl: 22.  ODD-VITINN, Akureyri: Karókí, söngskemmtun.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Gísli Jóhannsson & Big City.  ÚTLAGINN, Flúðum: Hljóm- sveitin Riff Reddhedd.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin KOS skemmtir.  VOPNASKAK, Vopnafirði: Í svörtum fötum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hljómsveitin Í svörtum fötum verður á Vopnafirði um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.