Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is f a s t la n d - 8 1 9 7 Opið alla helgina! 80% afsláttur Allt að Mikið úrval af sófaborðum. R ým ingarsala Þróunarverkefni vegna alnæmis Veita sjúkling- um nauðþurftir NÚ NÝLEGA fórAnna Þrúður Þor-kelsdóttir, fyrr- verandi formaður Rauða kross Íslands, til Suður- Afríku. Morgunblaðið ræddi við Önnu áður en hún lagði af stað. – Þú hefur ákveðið að segja skilið við formanns- starfið. „Já, þetta er ekkert lífs- tíðarstarf heldur lengst átta ára tímabil. Ég ákvað að gefa ekki kost á mér aftur, hafði verið formaður í sex ár. Ég mun halda til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands sem sendifulltrúi. Ég fór þrisv- ar á mínum formannsferli til Afríku, og sá með mín- um eigin augum þá eymd sem margir þurfa að þola. Ég hef fylgst með fyrir hönd Rauða krossins hér heima hvernig verk- efni hafa gengið ytra, og í hvað ætti að ráðstafa peningum sem fengust meðal annars úr söfnun vegna alnæmisfaraldursins í Afr- íku. Við erum með verkefni í gangi í Mósambik, Malaví og Le- sótó, og höfum heitið Suður-Afr- íku stuðningi.“ – Hvernig hefur þú undirbúið þig til fararinnar? „Ég sótti námskeið í Finnlandi á vegum finnska Rauða krossins um starf sendifulltrúa, en annars byggi ég á reynslu minni af störf- um í þágu Rauða krossins, og við félagslega stjórnun í fjöldamörg ár hjá Reykjavíkurborg. Menntun mín á sviði mannfræði og þjóð- fræði nýttist einnig mjög vel. Ég er orðin 65 ára, og þetta er mjög hvetjandi fyrir mig.“ – Hvernig er sendifulltrúanám- skeið uppbyggt? „Alþjóða Rauði krossinn leitar nú meira eftir fólki með reynslu í stjórnun í starfi af þessu tagi til að gerast sendifulltrúar. Ekki er krafist menntunar á ákveðnu sviði, heldur er leitað að hæfi- leikafólki með fjölbreytta reynslu og fjölbreytta menntun sem hægt er að nýta á ýmsa vegu, eftir því hver verkefnin eru. Við vorum tæplega þrjátíu, valin úr tæplega 200 manna hópi.“ – Hvað bíður þín þegar til Suð- ur-Afríku er komið? „Ég er á leiðinni til Norður- Cape-héraðs og Freestate í Suð- ur-Afríku. Verkefni mitt verður að koma af stað heimahlynningu fyrir alnæmissjúka í Norður- Cape. Suður-afríski Rauði kross- inn hefur þegar komið á fót heimahlynningu í Freestate, en skortir fé og fólk. Rauði kross Ís- lands mun styðja þetta starf með fjármagni og sendifulltrúa.“ – Neyðin er mikil þar ytra. „Já, hún er mjög mikil. Opin- berar tölur segja að 40 milljónir manna séu smitaðar af alnæmi í heiminum, og þar af séu 30 millj- ónir í Afríku. Ég tel þessar tölur vera of lágar. Stjórnvöld í Suður- Afríku hafa ekki viljað horfast í augu við vandann og tölurnar eru þess vegna ótraustar. Sjúk- dómurinn er mikið feimnismál og sjaldn- ast er dánarorsökin sögð vera alnæmi. Á ráðstefnu í Barcelona nýlega um alnæmis- vandann var Nelson Mandela mjög harðorður í garð stjórnvalda og benti á að mannfall vegna al- næmis væri meira en í báðum heimsstyrjöldunum á 20. öld. Stór hluti fólks á besta aldri er sýktur, og fjöldi munaðarlausra barna eykst stöðugt. Gamla fólkið og stálpuð börn reyna að aðstoða.“ – Hvað er hægt að gera? „Vandinn er að vissu leyti menningarbundinn. Mikill fjöldi fólks er ekki læs, einfaldlega vegna þess að það fékk ekki að læra að lesa á tímum aðskilnaðar- stefnunnar. Að sama skapi er ekki til siðs að fjalla um kynlíf á fræðandi hátt, málið liggur í þagnargildi. Fræðsla um smitleið- ir og þess háttar er þess vegna mjög takmörkuð og erfitt er að koma henni til skila. Einnig eru fordómar gagnvart smituðum miklir.“ – Hvað ætlar þú þér að vera lengi ytra? „Þróunarverkefnið sem Rauði kross Íslands hefur tekið að sér- mun standa yfir nokkur næstu ár. Ég er ráðin til eins árs. Þá er lyk- ilatriði að standa sig og láta gott af sér leiða. Fólkið í fátækra- hverfunum þarf sárlega á hjálp að halda, það hefur engar sjúkra- tryggingar og atvinnuleysi er mikið. Börnin eru munaðarlaus og fáir til að sinna þeim, þótt sam- heldni fjölskyldna sé mikil. Lang- flestir sjúklingar eru hjálparlitlir og fáir til að sinna þeim, enda álag á fríska fjölskyldumeðlimi mikið. Með heimahlynningu á vegum Rauða krossins á að reyna að aðstoða fleiri með aðhlynningu og nauðþurftum eins og vatni og mat. Einnig er reynt að styðja að- standendur og nágranna til að- stoðar við þá sjúku.“ – Hvað þarf að gera til þess að varanleg lausn náist í baráttunni við alnæmi? „Að mínu mati næst ekki varanlegur árang- ur fyrr en þjóðarleiðtogar hafa tekið höndum saman um að við- urkenna vandann og reyna að virkja leika sem lærða til að berj- ast með öllum ráðum gegn hon- um. Við höfum fordæmi frá Úg- anda, þar sem einna flestir voru smitaðir, en yfirvöld tóku málin föstum tökum og hafa náð undra- verðum árangri í heftingu út- breiðslu sjúkdómsins.“ Anna Þrúður Þorkelsdóttir  Anna Þrúður Þorkelsdóttir fæddist í Hnefilsdal á Jökuldal árið 1936, en ólst upp í Eyjafirði. Lauk BA-prófi í mannfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands, og einnig prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Hún starfaði sem flug- freyja um 5 ára skeið, og síðar sem stjórnandi í þjónustu við aldraða hjá Reykjavíkurborg. Anna Þrúður hefur setið í stjórn Rauða kross Íslands sem almenn- ur stjórnarmaður, varaformaður og síðastliðin 6 ár sem formaður. Anna Þrúður er gift Gunnari Lárussyni verkfræðingi og eiga þau þrjú uppkomin börn og fjög- ur barnabörn. Þörf er á sam- stilltu átaki gegn alnæmi Og hvert vill hæstvirtur forsætisráðherra fá STÖFFIÐ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.