Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 48
SÍGARETTA sem ástralski leikarinn Russell Crowe reykti í sjón- varpsþætti í Ástralíu hefur hrundið af stað málaferl- um. Sjón- varpsstöðin Nine Network var sökuð um að hafa brotið lög sem banna auglýsingar á tóbaki. Atvik- ið umdeilda átti sér stað í október 2000. Áhorfendur gagnrýndu í kjölfarið Crowe, sem var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Insider þar sem hann leikur uppljóstrara í tób- aksiðnaðinum, fyrir þennan löst. Sjónvarpsstöðin sýndi myndskeiðið aftur og aftur og þótti sú aðgerð einkum hafa brotið í bága við lög, að áliti útvarpsréttarnefndar Ástr- alíu. Ástralskur dómstóll stað- festi svo úrskurð útvarpsrétt- arnefndarinnar um að sjón- varpsstöðin hefði brotið lög er hún sýndi myndskeiðið. Sjón- varpsstöðin var þó ekki sektuð fyrir athæfið. John Griffith, lögmaður sjónvarpsstöðvarinnar, segir að úrskurður útvarpsrétt- arnefndar sé furðulegur. Þá segir hann sjónvarpsstöðina frekar hafa latt fólk til reyk- inga en hvatt, með því að segja Crowe haldinn „veikleika gagnvart grasi djöfulsins“. Russell Crowe Reykingar Russells Cro- wes hrinda af stað málaferlum 48 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 4. Vit nr. 370. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400 Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. Kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Vit 393. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is Þau hafa 45 mínútur til að bjarga heiminum. En þau þurfa 46 mínútur Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 398 FRUMSÝNING Fyndnasta myndin í bænum í dag frá Barry Sonnenfeld, leikstjóra Get Shorty. Með topp leikurum í öllum hlutverkum, þar á meðal Johnny Knoxville úr sjónvarpsþáttunum JackAss. Þessi mynd mun koma þér skemmtilega á óvart, ekki missa af henni! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 406 S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 23 þúsund áhorfendur www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Hið yfirnáttúrulega mun gerast. vegna fjölda áskorana. 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Ugla Egilsdóttir vann tilverðlauna á dögunum sem besta aðalleikona. Aðrir leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjorg Kjeld ofl Sýnd kl. kl. 6. Sýnd kl. kl. 6 og 8. Með íslensku tali. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.  SG DV  DV  HL. MBL Með hinum frábæra Frankie Muniz úr „Malcolm in the Middle“ i i i l l i i l Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. RICHARD GERE LAURA LINNEY  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.is FRUMSÝNING About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro González Inárritu. (H.J.)  Háskólabíó. Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd, skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. (H.L.)  The Mothman Prophecies Vönduð mynd og áhrifarík sem byggist lauslega á sönnum yf- irnáttúrulegum atburðum. Góðir leikarar njóta sín vel og áhorfandinn er á taugum all- an tímann. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó. Skrímsli hf. Raddsett tölvuteiknuð barna- og fjölskyldu- mynd um skrímslin í skápnum sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. (S.V.)  Sambíóin. Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þótt nokkuð vanti upp á seið fyrstu mynd- anna. (S.V.)  Regnboginn. Murder by Numbers Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð Barbets Schroeder eru öll hin fagmannleg- ustu. Morðsagan sjálf er hins vegar fullfyr- irsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best. (S.V.)  ½ Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Panic Room Vel gerður og lengst af spennandi tryllir um mæðgur í höggi við innbrotsþjófa. (S.V.)  Regnboginn. Kóngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Kóngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við straumlínulagað tölvugrafíkútlit. (H.J.)  Regnboginn. The Accidental Spy Jackie Chan er alltaf í stuði. Myndin er kín- versk, talsett á ensku, ósköp ófrumleg og fyrirsjáanleg. Samt ekki slæm fyrir hörðustu aðdáendur. (H.L.) Regnboginn Bad Company Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst vel í annars stundum fyndinni en alltof langri og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Big Fat Liar Atburðarásin leiðist úr sæmilegri sögu um dreng sem þarf að læra að ljúga minna í dæmigerða sadíska hefndarmynd í anda Home Alone. Þessi tilraun er allmisheppnuð. (H.J.)  ½ Háskólabíó Van Wilder Party Liaison Einhver alversta mynd sem rekið hefur á fjörur íslenskra kvikmyndahúsagesta í lang- an tíma. (H.J.) 0 Regnboginn. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn About A Boy, sem gerð er eftir sögu Nick Hornby, er „frábær skemmtun,“ að mati Sæbjörns Valdimarssonar. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Vest- mannaeyjum, sem haldin verður 2.–5. ágúst, er í efsta sæti á lista yfir 40 vinsæl- ustu hátíðir og skemmtanir sem haldnar eru vítt og breitt um heiminn, að mati vefsvæðisins world- party.com. Þá er þjóðhátíð- in í Vestmannaeyjum valin hátíð mánaðarins á vef- svæðinu, en meðal hátíða sem nefndar eru til sögunn- ar á world-party.com eru: Glastonbury-tónlistarhátíðin, kjöt- kveðjuhátíð í Álaborg, Notting Hill í Lundúnum, Salvador-kjötkveðjuhá- tíðin í Brasilíu, ástargangan í Berlín, Ríó-hátíðin í Brasilíu, Pamplona-há- tíðin á Spáni og Mardi Gras í New Or- leans, svo dæmi séu tekin. Á world-party.com er þjóðhátíð líkt við litla útgáfu af Woodstock-tónlist- arhátíðinni, en munurinn sé sá að eit- urlyf séu ekki í hávegum höfð í Eyjum eins og á Woodstock, að því er fram kemur á vefsvæðinu. Nefnt er að hljómsveitirnar sem troði upp séu jafnframt óþekktar á alþjóðlegan mælikvarða en veki engu að síður at- hygli erlendra gesta. Talsvert er fjallað um Eyjarnar, þjóðhátíðina, hvernig hægt sé að komast þangað og verðlag. Þá er nokkuð gert úr þeirri drykkju sem á sér stað á hátíðinni. Einnig er nefnt að fjörið hefjist ekki af alvöru fyrr en á miðnætti og standi fram undir morgun. Er sagt að áfengismagnið sem sé innbyrt á hátíðinni sé nægj- anlegt til þess að halda rússneskri hersveit í stuði í mánuð. Segir að þjóðhátíð í Eyjum sé áfangastaðurinn fyrir þá sem leiti eftir óvenjulegum hátíðum. Frá þjóðhátíðinni sívinsælu í fyrra. Þjóðhátíð í Eyjum val- in hátíð mánaðarins TENGLAR ..................................................... world-party.com ÍBÚAR fjölbýlishúss í SoHo í New York standa í vegi fyrir því að breska leikkonan Kate Winslet geti flutt inn í þakíbúð hússins með kærasta sínum Sam Mendes en samkvæmt reglum hússins verður núverandi eigandi íbúð- arinnar að bera kaup- samninginn undir aðra íbúa hússins áður en hann skrifar undir hann. „Sameignarfélagið ákvað á fundi að það vildi ekkert frægt fólk í húsið. Fólk spurði: Hvernig biðjum við Kate Winslet um að koma og gera við kyndinguna?“ sagði einn íbúa hússins. Hann segist þó telja raunverulegu ástæðuna vera þá að fólkið hafi ekki viljað að ljós- myndarar og blaða- menn færu að sitja um húsið. Winslet ekki velkomin Kate Winslet og Sam Mendes. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.