Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Vigfús-dóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1912. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Sig- urðsson Grænlands- fari, smiður og um tíu ára skeið vita- vörður á Reykja- nesi, f. á Gilsbakka í Öxarfirði 16. júlí 1875, d. í Reykjavík 26. maí 1950, og Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja, f. í Simbakoti á Eyrarbakka 9. júní 1884, d. í Reykjavík 26. desem- ber 1966. Systkini Önnu voru: Tómas, húsasmíðameistari, f. 24. júní 1906, d. 1. febrúar 1974, Gunn- þóra, lengst af starfsmaður á myndastofu Hans Petersen, f. 24. september 1908, d. 9. október mundsson, nú prófastur í Árnes- þingi, f. 30. október 1940. Börn þeirra: a) Guðmundur Freyr, doktor í samgönguverkfræði, f. 18. október 1970. b) Anna Krist- ín, lögfræðingur, f. 28. júlí 1974. Eiginmaður hennar Sigmar Jack, læknir, f. 6. júní 1974. Barn þeirra: i) Hilmir Davíð Jack, f. 8. október 2001. Anna bjó með fjölskyldu sinni í Reykjavík nema á árunum 1915– 25 þegar þau bjuggu á Reykja- nesi. Anna bjó stærstan hluta ævi sinnar í Reykjavík og lengst í Skaftahlíð 27. En hún dvaldi einnig í Danmörku 1939–1940, í Ólafsfirði 1975–1980 og á Eyr- arbakka 1982–1986. Anna rak um tíma saumastofu með Gunn- þóru systur sinni. Þá byrjaði hún sem heimilishjálp á heimili Hans Petersen um 1930 en vann síðan um árabil á myndastofu Hans Petersen. Um 1965 fór hún að vinna við aðhlynningu á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Að lokum starfaði Anna við ræst- ingar í Háskóla Íslands uns hún lét af störfum 1975. Útför Önnu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 1981, Ólafur, vél- smíðameistari og vörubílstjóri, f. 15. mars 1910, d. 31. des- ember 1999, Svan- hildur, húsvörður í Háskóla Íslands, f. 26. júní 1918, d. 14. mars 2002, Sigurður Árni, húsasmiður og sjómaður, f. 9. júní 1921, d. 30. septem- ber 1988, Auður Ingi- björg, hárgreiðslu- meistari, f. 19. ágúst 1922, d. 20. júní 1987, og Jóhann Pétur Koch, múrarameistari, f. 19. jan- úar 1924, d. 7. september 1996. Dóttir Önnu með Jóhanni Ferdinand Jóhannssyni, stór- kaupmanni, f. 17. október 1889 á Völlum í Svarfaðardal, d. 21. nóvember 1976: 1) Gunnþóra Freyja, sérkennari, f. 13. nóv- ember 1944. Eiginmaður hennar var, fráskilin, sr. Úlfar Guð- Elskuleg amma mín sofnaði að kveldi 16. júlí sl. svefninum langa. Guð hefur tekið hana til sín en hún var orðin þreytt og lúin. Það voru aðeins tíu dagar að 90 ára afmæli hennar er hún kvaddi á afmælisdegi Vigfúsar föður síns. Amma fæddist tuttugu dögum eftir að faðir hennar lagði af stað í frægan vísindaleiðangur með J.P. Koch yfir þvert Grænland. Hún var orðin tveggja ára þegar hann kom aftur úr ferðinni. Frá því amma var lítil telpa var hún alltaf dugleg og ósérhlífin. Hún hjálpaði móður sinni að hugsa um heimilið og passa fjög- ur yngri systkini sín. Yngsta bróð- urinn, Jóhann P. Koch, fékk hún, þá aðeins ellefu ára, í fangið nýfæddan en móðir þeirra fékk barnsfararsótt. Hún varð eins og lítil mamma hans. Amma fékk litla barnæsku á nútíma mælikvarða. Tómas, elsti bróðir ömmu, kvænt- ist danskri konu, Katrínu, og urðu þær amma mestu mátar. Katrín að- stoðaði hana við að komast til Dan- merkur árið 1939. Hafði hún hug á að fara í lýðháskóla og læra sauma- skap. Seinni heimsstyrjöldin setti þó strik í reikninginn og það varð úr að hún fór að vinna á heimili fyrir mun- aðarlausa drengi. Ferðin varð líka styttri en amma ætlaði en hún kom til Íslands árið 1940 með Petsamo- ferðinni svokölluðu. Allir Íslending- ar á Norðurlöndum sem vildu ekki ílengjast á erlendri grund í stríðinu fóru með skipi sem lagði úr höfn í Petsamo sem þá var í Norður-Finn- landi og sigldi hættuför heim til Ís- lands. Amma var Katrínu ævinlega þakklát fyrir aðstoðina við að kom- ast til Danmerkur og talaði hún um að þar hefði hún fengið einstakt tækifæri til að finna sjálfa sig og standa á eigin fótum. Eftir að amma kom heim til Ís- lands hélt hún áfram heimili með Gunnþóru, systur sinni. Systurnar tóku að sér bróðurson sinn, Sigþór Jóhannsson, og ólu hann upp sem eigin son. Síðar tóku þær einnig annan dreng í fóstur vegna sér- stakra aðstæðna. Kristján Her- mannsson dvaldi hjá þeim frá tveggja ára aldri og fram undir fermingu. Amma eignaðist móður mína, Gunnþóru Freyju, árið 1944. Þá voru aðrir tímar og fordómafyllri en í dag. Í þá daga þótti mikil hneisa að eiga börn utan hjónabands og ein- stæðar mæður litnar hornauga. Á fæðingardeildinni var lagt hart að ömmu að gefa barnið til ættleiðing- ar. Það þurfti sterkar taugar til að bjóða samfélaginu byrginn og ákveða að eiga barnið sitt. Á efri árum sagði amma mér að læknirinn sem hún hefði talað við þegar hún var ófrísk hefði hvatt hana til að halda barninu og sagt það myndi verða án efa hennar mesta gleði. Hún sagði líka að sú hefði orðið raunin. Nú ætti hún ekki bara eina dóttur heldur líka dótt- urson og dótturdóttur sem bæri nafnið hennar. Í október síðastliðn- um fékk amma svo langömmudreng í hendurnar. Hún átti ekki marga af- komendur en alltaf talaði hún um hvað hún væri rík og Guð hefði greinilega ætlað henni tilgang með lífinu. Árið 1975 flytur amma til fjöl- skyldu minnar norður í Ólafsfjörð til að létta undir með heimilishald og annað. Hún passaði okkur systkinin þegar foreldrar okkar voru í vinnu. Amma hélt með okkur heimili þang- að til við systkinin fluttum að heim- an. Þá voru aðstæður breyttar. Amma komin yfir áttrætt og móðir mín farin að hugsa um hana. Amma var mér og bróður mínum sem önnur móðir. Hlýr faðmur hennar var alltaf opinn fyrir okkur systkinin. Við vorum afar nánar og til hennar gat ég leitað með alla mína gleði og sorgir allt fram undir það síðasta. Amma var vitur, úr- ræðagóð og afar minnug. Hún hafði gaman af ættfræði og gat rakið ætt- ir sínar. Hún fylgdist vel með þjóð- málum innanlands sem utan. Í mín- um huga var hún ótæmandi viskubrunnur sem mundi tímana tvenna. Hún hafði gaman af að fylgj- ast með íþróttum hvort sem það var enski boltinn eða íslenski, golf eða Formúla 1 kappakstur. Um tíma vann amma sem saumakona. Hún prjónaði ætíð mikið, heklaði, saum- aði og fórst það vel úr hendi. Amma kenndi okkur margt, til dæmis að gefast ekki upp þótt á móti blési. Við skyldum vera sjálf- stæð og ekki upp á aðra komin. Hún sagði alltaf að sig hefði langað til að læra en ekki fengið tækifæri til þess. Við skyldum nýta öll þau tækifæri sem okkur bærust og leggja okkur fram við það sem við tækjum okkur fyrir hendur. Hún hlúði sérlega vel að þeim sem voru í próflestri. Þá var öðrum sagt að hafa hljótt og oft bak- aði hún ýmis konar góðgæti til að verðlauna okkur. Síðustu árin lifði hún að því er virtist á viljastyrknum einum saman en líkaminn var farinn að gefa sig og undir lokin þurfti hún að líða mikið. Það var erfitt fyrir stolta konu með skýra hugsun sem hafði alltaf séð um sig og sína sjálf, að þurfa allt í einu aðstoð með flesta hluti. Amma var heima í Skaftahlíð þar til 9. desember 2001 er hún lagðist á spítala. Móðir mín gerði allt sem í hennar valdi stóð til að amma gæti verið sem lengst heima en þar leið henni best. Á heimilinu eru tvær kis- ur, Gústi og Malla, en þær voru ömmu mikil gleði síðustu árin. Henni fannst yndislegt að hafa malandi kisu í fanginu. Fyrst lá amma á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi en lengst var hún á Landakoti K-2. Síðustu tvo mánuð- ina lá hún á sjúkradeild V-2B á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún lést. Þökkum við starfsfólki þessara deilda fyrir góða umönnun. Amma hefur snert líf margra og gert okkur að betra fólki. Ég mun kenna börnum mínum þau lífsgildi sem hún kenndi mér. Ég mun segja þeim sögur af langömmu sem elsk- aði þau jafnvel þótt ófædd væru og prjónaði handa þeim föt og leikföng. Þau þurfi ekkert að óttast í lífi né dauða því Guð er með okkur. Ég bið góðan almáttugan Guð um að geyma ömmu og varðveita. Bless- uð sé minning hennar. Anna Kristín Úlfarsdóttir. Það eru full 60 ár síðan ég kynnt- ist og tengdist fjölskyldu Guðbjarg- ar Árnadóttur og Vigfúsar Sigurðs- sonar. Þau kynni hef ég alltaf talið mér til ávinnings. Nú er þessi fjölskylda öll. Svan- hildur, eiginkona mín, dó 14. mars sl. og nú Anna. Börnin voru átta talsins. Anna var fjórða í aldursröð- inni en Svanhildur sú fimmta. Anna náði hæstum aldri þeirra allra, var tæplega níræð þegar hún lést. Anna var fálát en svipmikil kona. ANNA VIGFÚSDÓTTIR ✝ Gunnar AxelDavíðsson fædd- ist í Reykjavík 1. maí 1921. Hann lést á Selfossi 13. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Davíð Björnsson og Kristjana Guð- brandsdóttir. Börn þeirra voru tvö og einnig átti Gunnar tvö hálfsystkini. Eftirlifandi eigin- kona Gunnars er Kristín Stefánsdótt- ir, f. 12.6. 1927 á Sauðárkróki. Börn Gunnars og Kristínar eru: 1) Rebekka, f. 19.2 1947, maki Hallgrímur Guð- mundsson og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Helgi Kristján, f. 2.3. 1949, maki Ásdís Bergþórsdóttir og eiga þau fjög- ur börn og tvö barnabörn. 3) Davíð Ómar, f. 11.5. 1951, sam- býliskona Bjarney Magnúsdóttir og á hann frá fyrra hjónabandi tvö börn og eitt barnabarn. 4) Óli Grétar, f. 14.9. 1956, d. 12.3. 1957. 5) Stefán Gunnar, f. 15.3. 1962, maki Birna Björnsdóttir og eiga þau þrjú börn. Gunnar lærði tré- smíði 1952 og vann við smíðar lengst af, meðal annars vann hann við Búr- fellsvirkjun, á Akranesi, í Straumsvík, á Seyð- isfirði og í Hveragerði. Einnig rak hann Byggingarvöruverslun Hveragerðis frá árinu 1983 til ársins 1997. Síðustu árin bjuggu þau í Ási og hafði hann aðstöðu þar til að renna í tré og gerði hann marga fallega hluti sem hann gaf afkomendum sínum. Gunnar verður borinn til graf- ar frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, nú ert þú horfinn frá okkur og komið að kveðju- stund. Ég bjóst ekki við að hún kæmi alveg strax. Mér finnst ekki svo langt síðan að ég stakk hend- inni minni í stóru höndina þína og þú áttir að leiða mig þegar við vor- um í göngutúr. Ég gleymi heldur aldrei litlu kommóðunum ásamt svo mörgu öðru sem þú smíðaðir handa okkur systkinunum, þegar við vorum lítil. Þú fylgdist vel með öllu sem við gerðum og það var gott að leita til þín ef vantaði eitt- hvað, hvort sem það voru ráð eða eitthvað annað. Eitt það síðasta sem þú færðir okkur voru spýt- urnar á sólpallinn og ætluðum við að vígja það í sumar með þér en það tókst ekki en ég vona að þú fylgist með okkur þaðan sem þú ert núna. Ég vil þakka þér allt sem þú varst mér og minni fjöl- skyldu. Guð veri með þér og hvíl þú í friði, elsku pabbi. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín dóttir Rebekka. Elsku afi minn. Minningarnar sem ég á um þig eru óteljandi og þær byrja snemma. Þegar þú hélst á mér þegar ég blés á fyrsta af- mæliskertið mitt, þegar þú sast undir mér og leyfðir mér að spila með þér á orgelið, þegar þú lékst jólasvein á jólaballinu á Breiðv- anginum og ég fór að leita að þér til að segja þér hvað jólasveinninn væri líkur þér, öll skiptin sem þú sast við orgelið og spilaðir Gutta- vísur og allir sungu með. Þegar ég var 11 ára fór ég að vera hjá ykk- ur ömmu að miklu leyti á sumrin og fékk að vera hjá ykkur í búð- inni og var þar næstu þrjú sumur, þar til ég var orðin 14 ára. Mér fannst það ofsalega gaman. Oft komu upp skondin atvik, t.d. þegar útlendingar komu, því enska var ekki alveg sterkasta hlið ykkar ömmu, og stundum varð skemmti- legur misskilningur. Þér fannst líka alltaf jafn fyndið, þegar ég, þú og amma keyrðum saman austur á Seyðisfjörð, síðasta sumarið mitt hjá ykkur, og ég, nýfermd, sat aft- ur í með kassettutæki og heyrn- artól og söng Frystikistulagið með Greifunum. Í 14 klukkutíma hlust- uðuð þið amma á mig syngja ojb- ara, ojbara, ojbara ullabjakk … Ég sem notaði einmitt heyrnartól svo þið þyrftuð ekki að hlusta á tón- listina mína. Þetta er það atvik sem við rifjuðum upp þegar ég hitti þig í næstsíðasta sinn. Þá varstu kominn á sjúkrahúsið á Sel- fossi en gast tjáð þig og við hlóg- um að þessu atviki þá eins og svo oft áður. Afi minn var mikill fjölskyldu- maður og um hver jól komu allir sem gátu til hans og ömmu í jóla- boð. Það var alltaf mjög gaman. Hann settist oft við orgelið og spil- aði og allir sungu saman hin og þessi lög. Ég man sérstaklega vel eftir þessum boðum eftir að þau amma fluttu í Hveragerði árið 1980. Jólaboðin voru á hverju ári þar til þau fluttust að Ási, en þá var íbúðin þeirra of lítil fyrir allan fjöldann sem kom því alltaf var fjölskyldan að stækka. Afi var líka mikill söngmaður. Hann hafði stóra og mikla rödd og hafði sungið í nokkrum kórum. Eitt af því sem hann sá mikið eftir var að hafa aldrei sungið inn á band því eins og annað eldist rödd- in líka og hann fann það. Enda spurði hann mig oft og iðulega hvort ég ætlaði ekki að fara að læra söng, búin að syngja í mörg ár í kórum og minni sönghópum. Ég veit ekki hvernig 1. maí verður á næsta ári. Sá dagur hefur verið næstum því eins og jólin fyr- ir mér, því það var fastur liður hjá mér og öðrum í fjölskyldunni að koma og hitta þig, enda 1. maí frí- dagur. Þegar ég var lítil tengdi ég hátíðahöldin alltaf við það að þú ættir afmæli. Í fyrra þegar þú varðst áttræður var haldin stór- veisla. Það var ofsalega gaman og mjög margt fólk sem heimsótti þig, enda hafðirðu komið víða við á ævinni og þekktir því marga. Og örugglega enginn sem þú hefur kynnst hugsað annað en vel til þín, því þú varst alveg sérlega góður maður. Ég held að ég muni ekki eftir þér reiðum, þótt örugglega hafirðu reiðst eins og aðrir. Í mín- um huga ertu alltaf syngjandi, spilandi, brosandi og hlæjandi. Elsku afi minn. Dagurinn sem ég er búin að kvíða í mörg ár er kominn. Þó gleðst ég yfir því að þú skulir hafa átt góða ævi. Þú varst alla tíð hraustur. Eignaðist góða konu, sem nú sér á eftir eigin- manni sínum til 56 ára. Saman eignuðust þið stóra og samrýnda fjölskyldu sem sameinaðist heima hjá þér og ömmu eftir að þú varst allur. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og tárum. Kristín. Nú hefur þú kvatt okkur, afi minn. Í hjarta mínu er nú skarð, en minningarnar eru ljóslifandi og munu þær fylla þetta skarð í fram- tíðinni. Ég mun ætíð minnast þess hversu duglegur þú varst að leika við okkur krakkana. Þú spilaðir á orgelið og söngst með eða fyrir okkur. Eitt af því minnisstæðasta úr bernsku minni var þegar þú fórst í hlutverk jólasveinsins og lékst okkur krakkana svo grátt því nær ómögulegt var að þekkja þig og í okkar huga varst þú hinn eini sanni jólasveinn. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Jólaboðin eru sérstaklega minnisstæð. Þar hittumst við öll, börnin þín og barnabörnin. Þegar árin urðu fleiri tóku við önnun áhugamál. Nú í seinni tíð var vinsælasta umræðuefnið póli- tík og þjóðmál. Bæjarmál í Hvera- gerði voru þér hugleikin og þess vegna reyndi ég að fylgjast vel með þeim í fréttum í blöðunum. Það var gaman að ræða þessi mál yfir kaffibolla þegar við hittumst. Eftir þig liggja margir fagrir hlutir sem þú gafst ættingjum og vinum. Þá munum við varðveita hjá okkur því þú varst listasmiður. Stórum hluta af þinni ævi eyddir þú við smíðar og á síðustu árum var það útskurður og rennismíði sem þú unnir. Þú komst því líka í gegn að sett var á laggirnar smíðastofa á dvalarheimilinu. Ég kveð þig nú og trúi því að þú sért á góðum stað og hafir hitt marga af þínum gömlu ættingjum og vinum. Og ég veit að þú vakir yfir okkur og verndar eins og þú GUNNAR AXEL DAVÍÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.