Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Guðni Jón-asson fæddist í Reykjarfirði við Arnarfjörð 4. sept- ember 1911. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eiri 19. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Jónas Ármundsson, búfræðingur og hreppstjóri, f. 3.9. 1865, d. 13.9. 1946, og Jóna Ásgeirsdótt- ir, f. 7.4. 1874, d. 30.9. 1938. Þau hjón eignuðust 14 börn og náðu 12 þeirra fullorðinsaldri. Þau voru, auk Gísla: Kristjana, f. 5.9. 1895, d. 7.3. 1961, Ásgeir, f. 18.9. 1896, d. 5.11. 1983, Sigríður, f. 24.12. 1897, d. 9.4. 1981, Ásmund- ur, f. 24.4. 1899, d. 5.3. 1995, Júl- íus, f. 18.8. 1900, d. 17.9. 1986, Matthías, f. 2.9. 1902, d. 13.3. 1990, Daðína, f. 3.1. 1904, d. 31.1. 1993, Björn, f. 20.4. 1905, d. 14.9. 1980, Jóhanna, f. 12.12. 1907, d. 18.6. 1996, Sigrún, f. 18.7. 1909, d. 28.9. 1988, og María, f. 28.9. 1913, d. Kristján Bjarnason verkfræðingur og eiga þau eina dóttur, Bryndísi, f. 6.2. 2001, 3) Guðríður, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, f. 23.8. 1949, gift Ragnari Halldóri Hall lögmanni. Synir þeirra eru a) Gísli Guðni lögmaður, f. 5.3. 1972, b) Steindór Ingi flugmaður, f. 22.4. 1977. Gísli ólst upp í foreldrahúsum í Reykjarfirði. Hann byrjaði að vinna við sjómennsku aðeins 13 ára gamall. Hann var á seglskút- um í þrjú sumur, en var í heima- húsum yfir vetrarmánuðina. Hann fór að heiman 17 ára gamall og þá fyrst á vertíð í Vestmannaeyjum, en síðan til Ísafjarðar á togara. Hann settist að í Reykjavík 1932. Þar fór hann í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi með skip- stjórnarréttindum. Eftir það var hann stýrimaður og síðar skip- stjóri á togurum frá Reykjavík, Hafnarfirði og Siglufirði. Gísli hætti störfum á sjó árið 1958. Skömmu síðar hóf hann störf hjá Tollgæslunni í Reykjavík og starf- aði þar til 73 ára aldurs, síðustu ár- in í afleysingavinnu. Gísli var virkur félagi í Odd- fellowreglunni meðan heilsa og kraftar entust. Útför Gísla fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 10.9. 1986. Hinn 23. júní 1940 kvæntist Gísli Aðal- heiði Halldórsdóttur, f. 10. nóvember 1911 í Hnífsdal. Foreldrar hennar voru Halldór Pálsson, formaður í Hnífsdal, f. 14.5. 1878, d. 28.3. 1933, og Guð- ríður Mósesdóttir, f. 6.7. 1876, d. 7.11. 1963. Aðalheiður lést 20. janúar síðastlið- inn. Börn Aðalheiðar og Gísla eru: 1) Hall- dór, framhaldsskóla- kennari, f. 8.1. 1943, kvæntur Lilli- an V. Åsmo. Börn þeirra eru a) Aðalheiður, líffræðingur, f. 24.4. 1968, maki Sigurjón Kristjánsson verkfræðingur og eiga þau tvo syni, Egil, f. 26.3. 1992, og Kára, f. 10.9. 1997, b) Kári Jóhann, vinnur hjá Flögu hf., f. 25.6. 1974. 2) Bára, hjúkrunarfræðingur, f. 13.12. 1945, gift Pétri Val Ólafssyni bif- vélavirkja. Dóttir þeirra er Ásdís hjúkrunarfræðingur, f. 23.12. 1971, sambýlismaður hennar er Tengdafaðir minn, Gísli Jónasson, er nú fallinn í valinn, níræður að aldri. Gísli var næstyngstur tólf systk- ina sem náðu fullorðinsaldri. Oft mun hafa verið þröngt í búi hjá for- eldrum hans vestur í Reykjarfirði en Gísli minntist bernskuára sinna allt- af frá öðru sjónarhorni – hann hefði aldrei þurft að kvarta yfir neinu. Þeir bræðurnir fóru á sjó um leið og þeir höfðu verið fermdir. Gísli fylgdi því fordæmi, og sjómennska varð síðan hans starf áram í nokkra ára- tugi. Nálægt þrítugu fór hann í Stýrimannaskólann og lauk prófi þaðan með skipsstjórnarréttindum. Eftir það starfaði hann sem stýri- maður og skipstjóri á ýmsum fiski- skipum og mun hafa þótt fylginn sér í þeim störfum. Hann hlífði sjálfum sér allra síst í þessum störfum og fór ekki alltaf vel með sig, enda fór það svo að um fimmtugt varð hann að fara í land. Til eru margar frásagnir af störfum Gísla á sjónum, en aðrir þekkja sjómannsferil hans betur en ég. Gísli gerði eftirminnilega grein fyrir sjómannsferli sínum í viðtali sem birtist í Sjómannablaðinu Vík- ingi fyrir u.þ.b. átta árum. Eftir að Gísli hætti á sjónum varð hann toll- vörður í Reykjavík og starfaði í toll- gæslunni fram yfir sjötugt. Hann varð fyrir alvarlegu slysi árið 1979 og var um tíma alveg lamaður, en með ótrúlegri þrautseigju tókst hon- um að komast á fætur aftur og til vinnu sinnar á nýjan leik. Hann mat afar mikils afstöðu yfirmanna sinna, Björns Hermannssonar tollstjóra og Kristins Ólafssonar tollgæslustjóra, sem hvöttu hann til að koma aftur til starfa og gáfu honum kost á vinnu í hlutastarfi í u.þ.b. þrjú ár eftir sjö- tugt. Gísli kvæntist Aðalheiði Halldórs- dóttur, Heiðu, ættaðri úr Hnífsdal, á Jónsmessu 1940. Ég kynntist þeim hjónum á árinu 1970. Heimili þeirra var þá á Háaleitisbraut 103 í Reykja- vík, afar fallegt og snyrtilegt. Mjög gestkvæmt var oft og tíðum á heim- ilinu, enda voru þau hjónin mjög gestrisin og nutu þess vel að fá til sín vini og ættingja, hvort heldur um var að ræða venjulegar heimsóknir eða dvöl til einhvers tíma. Það leyndi sér ekki að þau hjónin voru afar sam- rýnd og umgengust hvort annað nánast alla tíð eins og þau væru nýtrúlofuð. Gísli var glæsimenni á velli og mun hafa verið orðlagður kraftakarl á yngri árum. Hann var ljós yfirlit- um, teinréttur í baki, hendurnar stórar og kraftalegar. Það sópaði að honum þar sem hann kom, og hann naut sín vel í góðra vina hópi, hafði mjög gaman af hvers kyns rökræð- um, ekki síst um stjórnmál. Átti hann þá til að tala jafnvel þvert um hug sinn til að fá fram rökræður sem gátu orðið allsnarpar á köflum. Sér- staklega naut hann þess að ræða pólitík og fylgdist gaumgæfilega með því sem þar var að gerast allt til hinstu stundar. Gísli var mjög vel greindur og skarpskyggn maður. Hann var víð- lesinn og afar minnugur. Hann hafði góða frásagnarhæfileika og gott skopskyn. Hann hafði líka sterka trúarsannfæringu. Hann var einnig mjög viðkvæmur í lund og mátti ekk- ert aumt sjá. Eftir að líkamlegri heilsu Gísla fór að hraka, einkum í kjölfar slyssins 1979, komu persónu- legir eiginleikar hans betur og betur í ljós. Hann tók áföllum sínum með fádæma æðruleysi, hélt sinni still- ingu á hverju sem gekk, þakklátur fyrir að geta það sem hann gat. Hann hélt andlegum styrk sínum til síðasta dags, léttur í lund, rökfastur og minnugur. Hann var sjálfum sér samkvæmur, alltaf snyrtilegur og flottur, klæddi sig upp á hvern dag í skyrtu, jakkaföt og setti á sig háls- bindi, þó svo að fingurnir væru orðn- ir svo dofnir að það tæki hann klukkutíma að hnýta hnútinn. Ef það tók klukkutíma, þá notaði hann klukkutíma í það – það var ekki flóknara en það. Gísli var félagi í Oddfellowregl- unni og tók virkan þátt í störfum hennar meðan heilsan leyfði. Störfin í þeirri hreyfingu fullnægðu þörfum hans fyrir þátttöku í félagsmála- starfi. Gísli og Heiða fluttu að Hvassa- leiti 58 þegar Gísli gat ekki lengur gengið stigana á Háaleitisbrautinni. Þarna bjuggu þau þar til á árinu 1995, en þá varð Heiða fyrir alvar- legu heilsufarsáfalli. Í kjölfar þess urðu þau bæði vistmenn á hjúkrun- arheimilinu Eiri í Reykjavík. Á sama hátt og Heiða hafði annast Gísla eftir slysið 1979 var Gísli nú vakinn og sofinn yfir velferð hennar, en sjálf var hún ófær um að tjá sig eftir þetta áfall. Heiða lést 20. janúar síðastliðinn. Í kaffisamsæti að lok- inni útför hennar mætti mikill fjöldi ættingja og vina, og mjög marga þeirra hafði Gísli ekki séð um langt árabil. Ég mun seint gleyma fram- göngu Gísla í þessu samsæti, þar sem hann sat í rafknúna hjólastóln- um sínum og tók kveðju hvers ein- asta manns, virtist þekkja alla með nafni og spjallaði við þá eins og hann umgengist þá daglega. Ég þakka Gísla fyrir allar sam- verustundirnar, bæði fyrr og síðar. Þau hjónin voru okkur Gurrí sannar- lega traustir bakhjarlar alla tíð, sem og sonum okkar sem bókstaflega dýrkuðu þau bæði, hvort á sinn hátt. Gísli var mikill karakter og kynnin við hann höfðu mikil áhrif á mig. Blessuð sé minning hans. Ragnar Halldór Hall. Afi minn og einn albesti vinur, Gísli Guðni Jónasson, lést á föstu- dagsmorgni 19. þessa mánaðar, ní- ræður að aldri. Fráfall hans bar skjótt að, því á miðvikudagskvöldið í sömu vikunni hafði mamma talað við hann í síma og var hann þá hress, rétt eins og hann átti að sér að vera. Um nóttina veiktist hann skyndilega og sólarhring síðar var hann allur. Afi fæddist 4. september 1911 í Reykjafirði, sem er einn fjögurra svonefndra „Suðurfjarða“, og geng- ur inn úr Arnarfirði á Vestfjörðum. Reykjafjörðurinn hefur lengi verið í eyði. Afi var eitt fjórtán systkina, en af þeim náðu tólf fullorðinsaldri. Fjölskyldan lifði á búskap. Ekki fer á milli mála að lífsbaráttan var hörð og að fjölskyldan hafi á köflum lifað nærri hungurmörkum. Afi tók alltaf fram að æskuárin hafi verið ham- ingjurík og að þau systkinin hafi ekki verið í vandræðum með að finna sér eitthvað að gera. Ekki var um neina eiginlega skólagöngu að ræða hjá þeim, heldur sáu foreldrarnir og eldri systkinin um að kenna þeim yngri. Eiginleg bernskuár afa voru ekki mörg, því hann var víst ekki nema 11 ára er hann réð sig fyrst í sjómannsstörf. Þrettán ára og rétt fermdur réð hann sig í fullt starf sem hálfdrættingur á fiskiskipi. Þar var hann einn af 14–16 manna áhöfn. Frá og með þeim tíma stundaði hann ým- is sjómannsstörf og var alfarinn að heiman 17 ára. Hann flutti fyrst til Reykjavíkur árið 1933 til starfa á togara þar. Í Reykjavík kynntist hann ömmu og stofnuðu þau þar heimili. Þau gengu í hjónaband árið 1940. Einmitt á sama ári fór afi í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan með skipstjórnarréttindi vor- ið 1942. Margir hafa sagt mér af harðfylgni afa á sjónum og hve vel hann aflaði. Því get ég ekki annað en dáðst að honum fyrir að hafa þarna á fullorðinsaldri tekið upp á að setjast á skólabekk, í fyrsta skipti á lífsleið- inni, og verða sér úti um haldgóða menntun og starfsréttindi. Eftir út- skrift stundaði afi ýmis skipstjórn- arstörf og stýrði nafnkunnum tog- urum, m.a. Venusi, Jóni Þorlákssyni, Skúla Magnússyni, Marsinum og El- liða, sem gerður var út frá Siglufirði. Afi lauk skipstjórnarferlinum á El- liða á árinu 1958, 47 ára að aldri. Hann hefur sjálfur lýst því að þá hafi honum fundist nóg komið eftir 37 ár á sjó og að sérstaklega með tilliti til barnanna væri rétt af honum að koma alfarið í land. Hann fékk strax starf hjá Tollgæslunni í Reykjavík og vann sem tollvörður allt til 73 ára aldurs, síðustu árin í hlutastarfi. Með fráfalli afa hefur verið höggv- ið stórt skarð í fjölskylduna, því eig- inkona afa, Aðalheiður Halldórsdótt- ir, „amma Heiða“ eins og við barnabörnin kölluðum hana alltaf, lést í janúar á þessu ári. Afi og amma voru jafnaldra og hjúskapur þeirra hafði staðið í ríflega 61 ár. Svo sam- rýnd voru þau að ekki er um annað að ræða en að minnast þeirra beggja á þessari stundu. Ég á einstaklega ljúfar minningar um allar samverustundirnar með afa og ömmu. Foreldrar mínir bjuggu GÍSLI G. JÓNASSON ✝ Elín Jónasdóttirfæddist í Ólafsvík 28. júní 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónas Egilsson og El- ín Jónsdóttir, kennd við Brekkuhús í Ólafsvík. Systkini El- ínar voru Ágústa, f. 24. ágúst 1904, d. 5. maí 1981, og Þórjón, f. 11 maí 1908, d. 18. apríl 1979. Hinn 26. septem- ber 1936 giftist Elín Guðmundi Sigurvin Sigurðssyni, f. 21. mars 1913, d. 5 mars 1984. Börn þeirra eru: 1) Helga, maki Magnús Magn- ússon. Börn: a) Guðmundur Sig- urvin og á hann tvo syni;b) Rúnar Magnús, á einn son; og c) Elín Ragnheiður, á tvær dætur. 2) Sig- urður Guðmar, maki Helga Ragn- arsdóttir. Börn: a) Árdís Olga, gift Ármanni Sigurðs- syni og eiga þau tvö börn, b) Elín Ragna, gift Víði Stefánssyni og eiga þau þrjú börn, c) Guðmundur Elías, hann á eina dóttur og d) Ragnar. 3) Guðríður Júlíana, maki Hallgrímur Hallgrímsson. Börn: a) Elín, sambýlis- maður Steinn Guð- mundsson, b) Erla Sigríður, c) Berg- lind, d) Guðmundur Sigurvin. Elín og Guðmundur bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík, fyrst á Vífilsgötu 18 og síðan í Bólstað- arhlíð 35. Eftir lát Guðmundar flutti Elín í Bólstaðarhlíð 41 og í byrjun árs 2002 á hjúkrunarheim- ilið Sóltún. Útför Elínar fer fram frá Ás- kirkju og hefst athöfnin kl. 15:00 í dag. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja tengdamóður mína Elínu Jónasdóttur. Ella, eins og hún var alltaf kölluð, var heilsteypt og ákveðin kona enda mótuð af harðri lífsbaráttu þeirrar kynslóðar sem fæddist á fyrstu áratugum síðustu aldar. Ég kom fyrst inná heimili Ellu og Guðmundar sem tilvonandi tengdasonur snemma árs 1969. Þá strax fann ég fyrir þeirri hlýju og umhyggju sem þau hjón umvöfðu alla fjölskyldu sína og vini. Ella hafði yndi af mannamótum og að veita vinum sínum og vandamönn- um. Það var ekki síst eftir lát Guð- mundar 1984 að samskipti okkar jukust, þar sem ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hjálpa henni við mörg smá viðvik hins daglegs lífs. Ella, ég vil þakka sér- staklega ánægjulega kynningu og umhyggju þína fyrir okkur og börn- um og fjölmargar góðar stundir. Hallgrímur Hallgrímsson. Við viljum minnast í fáum orðum elskulegrar ömmu okkar sem lést 17. júlí sl., tæplega níræð að aldri. Hún var ákaflega merkileg kona, gædd sterkum persónuleika, sjálf- stæð, skemmtileg í tilsvörum og hreinskilin. Á kveðjustund minnumst við allra góðu stundanna í Bólstaðar- hlíðinni. Gaman var að koma í heimsókn til ömmu og okkur inni- lega fagnað og þá sérstaklega lang- ömmubörnunum, sem þau kölluðu „ömmu í lyftunni“. Hún gladdist mikið yfir að fá þau í heimsókn og settist jafnan með þeim fyrir fram- an dótakassann og lék við þau. Ekki verður getið þessara heim- sókna nema minnast kræsinganna, sama hvenær við komum, alltaf var hlaðborð hjá ömmu og hinar ýmsu sortir bornar fram. Amma og afi voru mjög samrýmd og var því missir hennar mikill þeg- ar hann lést. Þau ferðuðust mikið og minnumst við skemmtilegra veiði- og berjaferða, að ógleymdum kartöflugarðinum. Elsku amma, nú ert þú komin til afa, Guð blessi minningu þína og við kveðjum þig með þessum ljóð- línum. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Olga, Elín, Guðmundur og Ragnar. Elsku hjartans amma okkar. Núna ertu loksins komin til hans afa sem þú hefur saknað í 18 ár. Nú getur hann gefið þér blóm eins og þú varst alltaf að tala um. Þú varst alltaf svo mikið hjá okk- ur, fjölskyldunni í Mýrarásnum, leist eftir okkur þegar mamma og pabbi fóru í ferðalög og sást til þess að við borðuðum nóg. Það er svo skrítið að hafa þig ekki lengur hjá okkur og verða sérstaklega jólin tómleg án þín. Mesta hræðsla Erlu við það að fara alla leið til Ástralíu í nám var að hún myndi aldrei sjá þig aftur og nú hefur það gerst. Þú veist, þó hún sé í fjarlægu landi og komist ekki til að kveðja þig hinstu kveðju, að hún og við öll elskum þig og mun- um þig ætíð. Þín barnabörn Elín, Erla Sigríður, Berglind og Guðmundur Sigurvin. Elskuleg amma mín, nú ertu far- in og mikils að sakna. Ég vil senda þér kveðju. Alltaf varstu blíð og góð og hafðir góða nærveru. Af mörgu er að taka en ég ætla ekki að rekja það allt hér. Amma var mjög félagslynd og vinamörg og oft glatt á hjalla í „Bólstaðarhlíð“. Ég var mikið hjá ömmu og afa á yngri árum en afi minn dó 1984. Og eru þau mikilvæg í mínu lífi. Við amma spiluðum alltaf mikið, þá var amma í essinu sínu og mikið hlegið. Alltaf var amma góð við okkur barnabörnin sín. En nú er engin amma í „Bólstaðarhlíð.“ Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt gott sem þú gerðir fyrir mig. Mikið vildi ég hafa sinnt þér bet- ur sl. ár, eins og þú sinntir mér allt- af svo vel. Alltaf mun ég eiga góða minn- ingu um þig. En nú ertu á betri stað og hjá afa og þar veit ég að þér líður vel. „Í gærkveldi sendi ég tvo engla til að vaka yfir þér meðan þú varst sofandi, en þeir komu fljótlega aft- ur og ég spurði af hverju? og þeir svöruðu við englar vökum ekki yfir öðrum englum “ (E.R.M.) Þín Elín Ragnheiður Magnúsdóttir. ELÍN JÓNASDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.