Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 12
KARLMAÐUR og kona á þrí-
tugsaldri voru handtekin í
fyrrinótt grunuð um innbrot í
apótekið Lyf og heilsu í
Glæsibæ í Reykjavík. Stolið var
ávanabindandi lyfjum, kontalg-
íni og rítalíni, en síðdegis í gær
var vonast til að takast myndi
að hafa uppi á þýfinu.
Innbrotsþjófarnir brutu
rúðu í apótekinu en við það fór
viðvörunarkerfi þess í gang.
Lögreglan í Reykjavík hand-
samaði parið skammt frá þegar
þau reyndu að komast undan í
bifreið. Eitthvað af lyfjunum
hefur verið endurheimt og er
málið í rannsókn.
Lyfjum stolið
úr apóteki í
Glæsibæ
VERSLUNIN Nanoq í Kringl-
unni, sem var tekin til gjald-
þrotaskipta nýverið, verður
opnuð í dag á hefðbundnum
verslunartíma. Aðeins neðri
hæð búðarinnar verður þó op-
in.
Örn Gústafsson hjá Rekstr-
arfélagi Nanoq ehf., sem keypti
vörubirgðir og lausafé þrota-
búsins, segir að hluti varanna
verði á tilboði. Fyrst og fremst
verði til sölu götufatnaður og
vörur sem verslunin selji ekki í
framtíðinni, auk þess sem til-
boð verði á hjólum, línuskaut-
um og þess háttar varningi.
Nanoq
opnuð í dag
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÁTIN er í Banda-
ríkjunum Kristín Hall-
dórsdóttir Eyfells, list-
málari, myndhöggvari
og kaupkona, 84 ára að
aldri. Hún fæddist 17.
september 1917 í
Reykjarfirði á Strönd-
um. Foreldrar hennar
voru Halldór Kristins-
son, héraðslæknir á
Siglufirði, og kona
hans María Jenný
Jónasdóttir.
Kristín útskrifaðist
úr Verslunarskóla Ís-
lands 1935 og stofnaði
eftir það kjólaverslunina Fix í
Reykjavík sem hún rak í liðlega
þrjá áratugi. Hún stundaði nám í
Rudolph Schaefer School of Design
í San Francisco í lok fimmta áratug-
arins. Í San Francisco kynntist hún
efirlifandi eiginmanni sínum, Jó-
hanni K. Eyfells, myndhöggvara,
arkitekt og prófessor. Með honum
fluttist hún til New York og stund-
aði háskólanám í Hofstra Univers-
ity, Long Island. Hún lauk BS-prófi
í sálfræði 1962 og BFA-prófi í
myndlist 1964 frá Flo-
rida-háskóla í Gains-
ville. Þegar leið á sjö-
unda áratuginn lagði
Kristín viðskipti smám
saman á hilluna og
sneri sér óskipt að list-
sköpun. Eftir hana
liggur mikið safn mál-
verka og höggmynda.
Á listamannsferli sín-
um tók Kristín Eyfells
þátt í yfir 100 einka-
sýningum og samsýn-
ingum í Bandaríkjun-
um, Íslandi og víðar.
Árið 1998 var haldin
stór yfirlitssýning undir nafninu
„Famous Faces“ í sýningarsal Uni-
versity of Central Florida í Orlando
á yfir 80 málverkum Kristínar af
áberandi einstaklingum úr samtíma-
sögunni, þ.á m. Ronald Reagan,
Yasser Arafat, Jack Nicholson og
Salvador Dali, en stórar andlits-
myndir voru helstu viðfangsefni í
málverkum hennar síðustu tvo ára-
tugi. Útför Kristínar verður gerð
frá Kópavogskirkju mánudaginn 29.
júlí kl. 15.
KRISTÍN EYFELLS
Andlát
SALA á nýjum bílum hefur almennt
dregist saman, miðað við árið í fyrra.
Ef fram heldur sem horfir verður
samdrátturinn 16-17% miðað við síð-
asta ár. Tekjur bílaumboða af sölu
nýrra bifreiða í ár verða aðeins lítill
hluti af því sem þær voru árið 1999,
miðað við óbreytt ástand. Á milli ár-
anna 1999 og 2000 var 15% sam-
dráttur, u.þ.b. 46% milli 2000 og 2001
og stefnir í 16-17% á þessu ári, sem
fyrr segir.
Geir Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Bernhard ehf., sem selur
Honda- og Peugeot-bíla, segir að
staðan á markaðnum sé frekar döp-
ur. „Þó,“ segir hann, „hefur sala hjá
okkur aukist frá því í fyrra. En þetta
er náttúrulega engin sala.“ Hann
segir að nú stefni í 16-17% samdrátt í
sölu nýrra bíla á árinu. „Ef hann
verður undir 10% mega menn vel við
una.“
Óvenjulítil endurnýjun
Hann segir að tilhneigingin sé sú,
eins og eðlilegt sé í efnahagssam-
drætti, að fólk sæki frekar í ódýrari
bíla. „Þeir sem hafa ráð á dýrum bíl-
um hafa áfram ráð á dýrum bílum,
hvort sem sveiflan er mikil eða lítil,“
segir Geir. Hann segir að endurnýj-
unin sé óvenju lítil, en sala á not-
uðum bílum hafi aukist.
„Við vitum að á hverju ári eiga sér
stað um 55-60.000 eigendaskipti. Sú
tala breytist mjög lítið. Ef sala á nýj-
um bifreiðum minnkar eykst hún að
sama skapi á notuðum,“ segir hann.
Bílgreinin finnur hagsveifluna á
undan öðrum, að sögn Geirs. „Hún
er ein þeirra greina sem skynja yf-
irvofandi samdrátt. Við fundum það
strax árið 2000, eftir fyrstu þrjá
mánuðina, að það yrði samdráttur
það árið. Enda varð sú raunin.“
Geir segir að lægðin núna sé ívið
meiri en búist var við. „Við héldum
að botninum væri náð seinni hluta
síðasta árs, en samdrátturinn hefur
haldið áfram. Þó eru örlítil teikn á
lofti um að ástandið fari að batna,“
segir hann.
Emil Grímsson, framkvæmda-
stjóri P. Samúelssonar, sem hefur
umboð fyrir Toyota og Lexus, segir
að búast megi við því að sala fyr-
irtækisins verði aðeins minni en í
fyrra. „Ég reikna þó með því að
seinni hluti ársins verði skárri en
hinn fyrri,“ segir hann.
Notaðir bílar eftirsóttari
en áður
Emil segist ekki hafa orðið var við
að fólk sækist frekar eftir kaupum á
ódýrari gerðum bíla. „Mesta hlut-
fallslega aukningin hjá okkur hefur
verið í spurn eftir Landcruiser og
RAV4,“ segir hann, „en ástandið í
sölu á notuðum bílum er núna betra
en það hefur verið í mörg ár. Eft-
irspurnin er meiri en áður, enda hafa
afföll aukist og færi hafa gefist á
ágætis kaupum.“
Emil segist hafa trú á því að
ástandið fari að batna. „Ég vona að
það gerist rólega, ekki með
sprengju. Sígandi lukka er best,“
segir hann. Emil segir að sveiflur í
bílasölu séu oft á undan hagsveifl-
unni, „en bílasala hefur haft ansi
sterka fylgni við kaupmátt“.
Hann segist telja að eðlileg end-
urnýjun á bílflotanum, miðað við 10
ára „líftíma“ bíla, sé 15-16.000 bif-
reiðir á ári, enda séu um 150-160.000
bílar í umferð núna. Það að auki bæt-
ist um 5.000 nýir bílstjórar við ár-
lega. Síðasta ár nam bílasalan um
8.000 bifreiðum.
Meiri sala hjá Heklu en í fyrra
Sverrir Sigfússon, framkvæmda-
stjóri hjá Heklu, sem hefur umboð
fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og
Volkswagen, segir að salan sé róleg í
augnablikinu. „Þrátt fyrir samdrátt í
heildarsölu á árinu hefur sala hjá
okkur aukist. Því hefur hlutdeild
Heklu á markaðnum stækkað,“ segir
hann.
Sverrir segir að fyrst þegar sam-
dráttar hafi farið að gæta hafi ekki
verið jafn mikil minnkun í sölu dýr-
ari bifreiða og annarra. „Hins vegar
er það þannig að tegundir á borð við
Skoda hafa átt sífellt meira upp á
pallborðið hjá kaupendum og stór-
aukið markaðshlutdeild sína að und-
anförnu,“ segir Sverrir.
Að sögn Sverris hefur sala á nýj-
um bifreiðum til almennings ef til vill
dregist meira saman en tölur sýna.
„Það verður að taka með í reikning-
inn hvert bílarnir fara; það er ekki
nóg að líta bara á fjölda skráðra bif-
reiða. Þar ber sérstaklega að líta á
sölu til bílaleiga. Ef aukning er á
henni, og jafnvel þótt hún standi
bara í stað, þýðir það að samdráttur í
sölu á hinum „venjulega markaði“ er
meiri en tölurnar gefa til kynna,“
segir hann. Hann segir að sú sé
raunin núna. Kaup á bílaleigubílum
séu hagstæðari en áður, vegna
ákveðinnar niðurfellingar á gjöldum.
Þeim hafi því fjölgað að undanförnu.
Sverrir segir að aukning hafi verið
í sölu notaðra bíla undanfarið. „Enda
hefur verð á þeim batnað, hlutfalls-
lega.“
Ástandið getur ekki versnað
Að mati Sverris getur ástandið í
sölu nýrra bíla ekki nema batnað.
„Ég sé ekki að salan geti minnkað
mikið, einfaldlega vegna þess að þá
verður bílaflotinn í landinu of gam-
all,“ segir hann.
Mikill samdráttur í
sölu nýrra bifreiða
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra náms-
manna (LÍN) hefur í framhaldi af úr-
skurði málskotsnefndar endurmetið
beiðni Jóhannesar Davíðssonar um
undanþágu á endurgreiðslu námslána
vegna veikinda hans. Stjórnin sam-
þykkir að Jóhannes eigi rétt á und-
anþágu frá endurgreiðslum vegna
ársins 1999 vegna skyndilegra og
verulegra breytinga á högum Jó-
hannesar milli ára 1998 og 1999. Und-
anþágan er þó háð því að Jóhannes
komi námsláni sínu í skil og sendi
upplýsingar um tekjur áranna 2000
og 2001. Þá er Jóhannesi jafnframt
boðið að leita samninga við sjóðinn
um skuldbreytingu vanskilanna.
Jóhannes, sem er MS-sjúklingur
og búsettur í Danmörku, hefur kært
úrskurðinn aftur til málskotsnefndar
og vísar til laga LÍN, þar sem stendur
að fella megi niður námslán sjúklings
eða öryrkja, svo og álits umboðs-
manns Alþingis. „Ef sú grein laga
LÍN yrði notuð yrði það í fyrsta skipti
í sögunni og stór sigur fyrir öryrkja á
Íslandi og ekki síður fjölskyldur
þeirra.“
Jóhannes Davíðsson og LÍN
Kærir aftur til
málskotsnefndar
UPPLÝSINGASKILTI Vegagerð-
arinnar þótti grunsamlegt að mati
vegfaranda á leið um Snæfellsnes í
vikunni. Á skiltinu eiga að koma
fram upplýsingar um veðurhæð og
hitastig á heiðunum fram undan,
Fróðárheiði og Vatnaleið, nýju
leiðina sem leysti veginn um Kerl-
ingarskarð af hólmi. Á Fróðár-
heiði voru suðaustan 10 metrar á
sekúndu og átta stiga hiti, en á
Vatnaleið virtist einungis vera bil-
un, og þar að auki var hún númer
2506.
Eftirgrennslan Morgunblaðsins
leiddi í ljós, að bilunin á Vatnaleið
hefur ekkert með veginn að gera.
Birgir Antonsson, sem er umsjón-
armaður skilta af þessu tagi á veg-
um Vegagerðarinnar, útskýrði að
bilunin hefði átt sér stað hinn 25.
júní í ár og þess vegna stæði „bil-
un 2506“. „Þannig er mál með
vexti að við notumst við GSM-sendi
frá Símanum til þess að flytja upp-
lýsingarnar af heiðum niður að
skiltunum. Sendirinn er tengdur
ljósavél, og tel ég að hún sé orsök
sprengingar sem varð í sendinum í
lok júní. Við það rofnaði samband
við upplýsingaskiltið og það eina
sem eftir stendur er tilkynningin
um bilunina.“ Að sögn Birgis hefur
sendirinn verið í viðgerð síðan
óhappið átti sér stað.
Mörg skilti af þessu tagi eru í
vegakerfinu, og gagnast þau
ferðamönnum og flutningabíl-
stjórum við að meta aðstæður á
fjallvegum. „Mikilvægt er að öku-
menn taki mark á þeim upplýs-
ingum sem skiltin gefa og meti
hvort vænlegt sé að leggja á heið-
ar og skörð. Þessi tækni hefur
aukið öryggi manna svo um munar
og gefur mjög áreiðanlegar upp-
lýsingar, svo lengi sem tækin
standa sig sem skyldi,“ sagði
Birgir að lokum.
Bilun í
vega-
kerfinu?
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
BÍLSTJÓRARNIR biðu þolin-
móðir við stýrið eftir sínum
ferðalöngum við Hakið á Þing-
völlum á þriðjudag. Biðin getur
eflaust orðið löng fyrir rútubíl-
stjóra á stundum. Allt það sem
fyrir augu ber er nýtt fyrir
ferðamönnunum en bílstjórarnir
hafa líklegast farið „Gullna
hringinn“ svokallaða, með við-
komu við Gullfoss, Geysi og á
Þingvöllum, oftar en þeir kæra
sig um að muna. Fyrir þeim er
ekkert nýtt undir sólinni, þeir
hafa séð landið í öllum sínum
veðrabrigðum. Þeir geta þó verið
vissir um það að einir fara og
aðrir koma í dag, eins og segir í
ljóði Tómasar Guðmundssonar,
Hótel jörð, því alltaf bætast nýir
hópar í skörðin.
Einir fara
og aðrir
koma í dag
Morgunblaðið/Kristinn