Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 46
verður í kvöld í Stúdentakjallaranum og á morgun leika þeir félagar á Jóm- frúnni. „Hinn 31. júlí verður síðan „djamm-session“ á Hverfisbarnum en þar leikur Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á kontrabassa í stað Agn- ars á orgel og er djassmúsíköntum velkomið að grípa með sér hljóðfærin og spila með,“ segir Andrés. Síðan er ferðinni heitið norður í land þar sem spilað verður í Deigl- unni á Akureyri og á veitinga- og kaffihúsinu Gamla bænum við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. „Efnisskrá hljómsveitarinnar sam- anstendur af nokkrum lögum eftir mig auk fleiri laga héðan og þaðan úr djassheiminum í útsetningu tríósins,“ segir Andrés Þór. Þeir félagar segjast hafa hug á að halda samstarfinu áfram og þá jafn- vel í Hollandi. Þeir Rene og Andrés eru báðir búsettir þar en viðstaddir eru upplýstir um að gestaherbergi Andrésar standi Agnari til boða svo að þeim ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði … DJASSGEGGJARAR landsins geta glaðst næstu daga er Jazztríó Andr- ésar Þórs Gunnlaugssonar leikur á als oddi. Tríóið skipa, auk Andrésar gítarleikara, þeir Agnar Már Magn- ússon orgelleikari og Rene Winter trommuleikari. Þeir félagar eru hreint engir ný- græðingar þegar kemur að djass- tónlist og nægir að líta sem snöggvast á ferilskrár þeirra til að sannfærast. Andrés Þór lauk burtfarar prófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1999 og er nú við nám í djassgítarleik við kon- unglega listaskólann í Haag í Hollandi. Hann hefur leikið hérlendis með mörgum af helstu djasstónlist- armönnum Íslands og staðið fyrir tónleikum í eigin nafni víðs vegar á höfuðborg- arsvæðinu og utan þess. Agnar Már Magnússon lauk burtfararprófi frá Tón- listarskóla FÍH vorið 1995 og vorið 1999 lauk hann BA- gráðu frá listaskólanum í Amsterdam. Agnar var bú- settur í New York árin 2000 og 2001 og sótti einkatíma hjá píanistanum og org- elleikaranum Larry Gold- ings. Agnar gaf út sólódisk- inn sinn 01 í fyrra. Rene Winter er hol- lenskur og lauk meistaragráðu í trommuleik frá konunglega listaskól- anum í Haag árið 1999 og hóf þá að leika sem atvinnumaður í nágrenni Hollands. Hann hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum Hollands, til að mynda Ferdinand Povel saxófónleikara, Jesse van Rull- er gítarleikara og Hein van der Geijn bassaleikara. Rene segir það eingöngu vera fyrir kunningsskap sinn og þeirra Andrés- ar og Agnars að hann er staddur hér á landi. „Þeir hafa báðir verið við nám í Hollandi og ég kynntist þeim þar,“ segir Rene. Tríóið kemur til með að leika á nokkrum stöðum á landinu milli 26. júlí og 4. ágúst. Fyrsta uppákoman Agnar, Andrés og Rene stilla sér upp sem vanir menn. Djassfélagar sameinast birta@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ WORLD PRESS PHOTO S Ý N I N G Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2001 stendur yfir í Kringlunni frá 26. júlí til 6. ágúst. Samhliða sýningunni verður sýning á úrvali mynda ljósmyndara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN Verðlaunamynd ársins 2001, Erik Refner, Danmörk. Hverfisgata 26 - Tel.: 511 3240 Bjarni Tryggva spilar alla helgina sex fet undir Við erum best geymda um helgar Opið til kl. 5.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.