Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 9 www.oo.is Opið alla laugard. frá kl. 11-16 Kerrur yfir 20 gerðir Teutonia 62.990 - 59.840 stgr.BRIO - ORA - BASSON Bílstólar yfir 20 gerðir T il b oð á b ar n ar ú m u m Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 15% aukaafsláttur ennþá glæsilegt úrval Bankastræti 14, sími 552 1555 Hver býður allt að 90% afslátt á útsölu og er að taka upp nýjar vörur? Verðhrun á útsölu Buxur - áður 6.900, nú 2.900 Gallajakkar - áður 10.800, nú 3.900 Kjólar - áður 8.900, nú 2.900                   LISTAHÁTÍÐ ungs fólks á Aust- urlandi, LungA, var haldin í þriðja sinn á Seyðisfirði dagana 17.–21. júlí síðastliðinn. Undirbún- ingur hafði staðið í langan tíma og var Aðalheiður L. Borgþórs- dóttir framkvæmdastjóri hátíð- arinnar. Hátíðin var byggð upp á þann veg að boðið var upp á fjölda námskeiða, til dæmis í leiklist, didgeridoo-smíði og -spili, frjáls- um dönsum, grafískri hönnun og stuttmyndagerð. Styrkur frá menningarráði Austurlands gerði aðstandendum kleift að halda kostnaði í lágmarki og var ein- valalið leiðbeinenda og lista- manna á námskeiðunum. Einnig voru haldnar samkeppnir, bæði að sviði lagasmíða og fatahönnunar. Í lagasamkeppninni var keppt um besta frumsamda lagið og einnig bestu útsetninguna á tit- illagi þáttaraðarinnar Vina. Í fatahönnunarkeppninni var keppt í þremur flokkum, hönnun brúð- arkjóls, bols og um frumlegustu samsetninguna. Steinrún Ótta Stefánsdóttir frá Egilsstöðum sigraði í fatahönnuninni og hljóm- sveitin Króm frá Eskifirði bar sig- ur úr býtum í lagasamkeppninni. Sigurvegarar í báðum keppnum hlutu flugferð til Reykjavíkur í vinning, og þátttökurétt í Unglist í haust. „Þátttakan var mjög góð, alls voru um 120 krakkar víða af Austurlandi sem tóku þátt í nám- skeiðum og keppnum á hátíðinni,“ sagði Aðalheiður L. Borgþórs- dóttir framkvæmdastjóri. „Við héldum uppskeruhátíð á sunnu- deginum þar sem afrakstur nám- skeiðanna var sýndur. Árang- urinn var töfrum líkastur og var ótrúlega góð stemning á hátíð- inni.“ Í blíðviðrinu á Austurlandi var ekki annað hægt en að færa lagasam- keppnina undir bert loft. Hér sjást ánægðir áhorfendur sleikja sólina. Líf og fjör á LungA Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Á listahátíðinni var ungu fólki kennt að smíða og skreyta eigið didg- eridoo, sem er ævafornt blásturshljóðfæri frumbyggja í Ástralíu. Hér má sjá nokkra þátttakendur í námskeiðinu með afraksturinn. ÍSLENSKT fyrirtæki, Altech JHM hf., hefur samið við stærsta álver Ástralíu, Tomago, um kaup á nýj- ustu vél fyrirtækisins en verðmæti sölusamningsins er um 20 milljónir króna, segir í tilkynningu frá Al- tech. Fram kemur að vélin er svo- kallaður tindajafnari og byggist á nýrri tækni sem Altech hefur þróað á undanförnum árum til þess að halda öllum tindum skautgaffla jafnlöngum, en tindajafnarinn sé sá eini í heiminum og hér sé um að ræða nýja tækni til að bæta rekstur álvera. Tomago er tuttugasta álverið sem kaupir tæki frá Altech, en fyr- irtækið, sem framleiðir 450.000 tonn á ári, gengst nú undir end- urnýjun þar sem verið er að auka framleiðni þess og bæta umhverf- ismál. Sölustjóri Altech, Barry Wood- row, sem nú er á söluferð í Ástralíu segir mikinn áhuga á tækjum frá Altech til að bæta rekstur álvera og innra umhverfi og öryggi starfs- manna þeirra. Salan á tindajafn- aranum til Tomago sé mikilvæg fyrir Altech, þar sem mörg álver hafi sýnt áhuga á tækinu en bíði eftir að fá að sjá það í notkun hjá öðru álveri. Jón Hjaltalín Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Altech JHM, seg- ir að 12 fastráðnir starfsmenn, verk- og tæknifræðimenntaðir, vinni hjá Altech en fyrirtækið sé 15 ára gamalt. Þessir starfsmenn vinni aðallega að hönnun á vélum, raf- búnaði og stýribúnaði en eiginleg framleiðsla á vélum og tækjum Al- tech fari fram hjá undirverktökum á sviði rafmagns-, véla-, vökva- og lofttækni hér heima og erlendis. Ástralskt álver kaupir íslenskan tæknibúnað Barnafatnaður í úrvali, skoðaðu verðið Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.