Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. MÉR þykir af og frá að fá meindýraeyði til að fækka kanínunum í Fossvogs- kirkjugarði. Kanínur eru ljúf og yndisleg dýr en ekki meindýr og gera Öskjuhlíð- ina og svæðið þar í kring viðkunnanlegra. Ef nauð- synlegt þykir að losna við kanínurnar væri nær að fanga þær og flytja t.a.m. í Heiðmörk þar sem þær gætu verið til yndisauka. Mér þætti leitt að sjá endurtaka sig á kanínunum þá helför sem Reykjavíkur- borg stóð fyrir gegn kött- unum á sínum tíma. Vilhjálmur Sigurðsson. Loðna ógnin ÉG HEF orðið fyrir tjóni með blóm sem ég gróður- setti á fimm leiði í Foss- vogskirkjugarði og er mjög sár. Reykjavík getur eins veitt kanínurnar eins og kettina sem hún fór mikinn í að ná. Það verður að út- rýma kanínunum úr Öskju- hlíðinni og gengur ekki að láta þessi skaðræðisdýr vaða uppi í garðinum. Ekki er nóg að þær éti blómin heldur grafa þær holur út um allt. Í burtu með kan- ínurnar og það strax. Ein sár. Tapað/fundið Peningabudda týndist LÍTIL brún peningabudda týndist, sennilega við Virku í Mörkinni eða á því svæði. Sá sem kann að hafa fundið hana vinsamlega hringi í síma 863 1922. Sandali á Sprengisandi TEVA-útivistarsandali í kvenstærð tapaðist sunnu- daginn 14. júlí á Sprengi- sandsleið, nánar tiltekið á bílastæðinu við Eyvindar- kofaver. Sandalinn er vín- rauður og brúnn að lit. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband við Gyðu í síma 562 2885 eða 895 6646. Belti af rykfrakka saknað LJÓST belti með fallegri spennu glataðist af nýjum rykfrakka á höfuðborgar- svæðinu 22. júní sl. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Jóhönnu í síma 554 1199. Dúkka týnd BIRTA Björk saknar sáran „Baby born“-dúkkunnar sinnar sem hún týndi í Hagkaupum í Kringlunni sl. föstudag. Dúkkan var klædd í rauð og blá prjóna- föt og er hennar mjög sárt saknað. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 567 9880 eða 692 1226. Gleraugu glötuðust Karlmannsgleraugu í nettri umgjörð týndust á ferðalagi um Vestfirði 15. til 19. júlí sl. í ferð eldri borgara í Kópavogi. Þeir sem kunna að vita um gler- augun hafi samband í síma 564 1829 eða 866 1096. Gleraugu í hulstri GLERAUGU í svörtu hulstri týndust á leiðinni frá Mosfellsbæ að skipti- stöðinni Ártúni á strætóleið 25 eða frá Ártúni að Grjót- hálsi á strætóleið 7. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 664 4377. Dýrahald Kettlingur í óskilum UNDANFARNAR vikur hefur lítill ljósbrúnn og rauðleitur fressköttur með bláa hálsól sest að hjá fólki við Lækjarkinn í Hafnar- firði. Hann er afskaplega mikið „krútt“ og eflaust sárt saknað af eigendum sínum. Þeir sem kannast við kauða eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 565 4847. Birtu vantar gott heimili FIMM ára grá og hvít læða er að leita sér að nýju heim- ili vegna flutnings eiganda. Birta er afskaplega indæl og „pen“ og biður góðhjart- aða dýravini sem vilja taka hana að sér að hringja í síma 552 8612 eða 866 4056. Kanína fæst gefins EINS árs kanína fæst gef- ins með búri og öllu. Þeir sem hafa áhuga hafi sam- band við Sólveigu í síma 698 3502 eða 554 3448. Arnljótur Gellini er týndur HANN Arnljótur hljópst á brott úr pössun á Hellis- götu í Hafnarfirði í síðustu viku. Sést hef- ur til hans í nánd við miðbæinn. Hann er stór, loðinn, með ól en ekki merktur. Hann er afar gæfur og finnst mjög gott að láta klóra sér. Þeir sem vita af ferðum hans eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 869 5429. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Kanínur eru yndisleg dýr Víkverji skrifar... ÞAÐ komst illa upp um fjöl-skylduföðurinn Víkverja á dög- unum. Hann var á ferð í bílnum sínum með lítilli dóttur sinni þegar barnið spyr hvað þessi mynd af lúðri á stýrinu eigi að þýða. Vík- verji útskýrði föðurlega að lúðurinn gæfi til kynna að þarna ætti að ýta til að flauta og þeytti svo bílflaut- una til nánari útskýringar. „Ég skil – þetta er til að flauta. Og koma þá mömmurnar út?“ sagði dóttir Vík- verja. Eitt augnablik skildi skrifari ekkert hvað hún var að fara, en átt- aði sig svo á því að barnið hafði aldrei heyrt bílflautuna þeytta nema við þær kringumstæður að Víkverji og börnin hans sitja í bíln- um utan við heimili fjölskyldunnar og Víkverji liggur á flautunni til að reyna að reka á eftir konunni sinni sem er inni að hafa sig til. Svo kem- ur hún út og spyr með þjósti hvort Víkverji haldi að það sé eitthvað auðveldara að mála sig með gjall- anda bílflautunnar í eyrunum. Samt heldur Víkverji nú áfram að flauta. x x x KONUR taka ekkert mark á bíl-flauti pirraðra eiginmanna og lái þeim það hver sem vill. Þær hafa líka allt aðra sýn á gagnsemi farsíma en karlmenn. Reynsla Vík- verja er sú að konur vilji gjarnan eiga farsíma – til þess að geta hringt í fjölskyldu og vini þegar og þar sem þeim hentar. Þeim finnst hins vegar ekkert aðalatriði að fjölskylda og vinir nái í þær hve- nær og hvar sem er í þennan sama farsíma. A.m.k. hafa þær símann sjaldnast á sér, heldur liggur hann alla jafna í handtöskunni þar sem heyrist ekki í honum. Víkverji hef- ur stundum alveg verið að fara á límingunum, eins og sagt er, þegar honum hefur legið á að ná í konuna sína og fær bara að tala við talhólf- ið. Stundum hefur hann hótað að festa símann við eyrað á henni með límbandi á morgnana en reyndar aldrei gert alvöru úr því. Kona Vík- verja hefur líka útskýrt fyrir hon- um að kvenföt séu einfaldlega þannig hönnuð að konur geti ekki gengið með farsíma á sér nema í einhvers konar veski. Vasar á kven- fötum séu ekki hugsaðir til að hafa neitt í þeim og ekki gangi að hafa símann í beltinu, enda sé t.d. ekk- ert belti á mörgum kjólum og pils- um. Víkverji skorar á farsímahönn- uði að útbúa dömuleg farsímaveski sem ekki þykir púkó að láta sjá sig með. Annars bíðum við bara eftir að tækninni fleygi fram og fram- leiddur verði farsími fyrir konur sem kemst fyrir í smekklegum eyrnalokki. x x x REYNDAR heldur eiginkonaVíkverja dagsins því fram að hann og aðrir karlmenn séu sjúk- lega uppteknir af farsímunum sín- um og ævinlega að leika sér með þá og bera saman leikföngin sín. Því hefur verið haldið fram – gott ef það var ekki í sænskri bíómynd – að farsíminn hafi markað þau tíma- mót að nú séu karlmenn farnir að metast um hver sé með þann minnsta – þ.e. minnsta símann, en ekki stærsta jeppann, stærsta gas- grillið o.s.frv. Víkverja finnst ekki fallegt þegar gert er grín með þess- um hætti að mönnum, sem eru bara áhugasamir um samskiptabylt- inguna og umhugað um að nýta sér kosti hennar til hins ýtrasta, m.a. til að hafa meiri samskipti við kon- urnar sínar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 afdrep, 4 handarhald, 7 þýtur, 8 æri af drykkju, 9 guð, 11 óhreinka, 13 borðuð, 14 tóg, 15 hörfa, 17 óþétt, 20 knæpa, 22 málmblendingur, 23 sjúk- dómi, 24 korns, 25 skart- gripurinn. LÓÐRÉTT: 1 reyksúlu, 2 bættum við, 3 numið, 4 sverð, 5 ófag- urt, 6 forfaðirinn, 10 úf- inn, 12 keyra, 13 bókstaf- ur, 15 dylja, 16 hænan, 18 ökumaður, 19 fyrirboði, 20 þvingar, 21 tunnan. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 Reykjanes, 8 sulli, 9 aflar, 10 nær, 11 iðrun, 13 nýrun, 15 gjóla, 18 salur, 21 gát, 22 lamin, 23 urtan, 24 smíðatóls. Lóðrétt: 2 eðlur, 3 Káinn, 4 akarn, 5 eflir, 6 usli, 7 hrun, 12 ull, 14 ýsa, 15 gull, 16 ólmum, 17 agnið, 18 stutt, 19 lít- il, 20 röng. Skipin Reykjavíkurhöfn: Stella Pollux kemur í dag. Skandia Lagarfoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux og Flor- inda fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Bingó verð- ur næst spilað 9. ágúst kl. 13.30. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara íHafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sum- arleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferðir að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst, greiða þarf gíróseðlana sem fyrst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upp- lýsingar milli kl. 19 og 21, s. 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is.Hringferð um Norðausturland 17.– 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst. Ekið inn Dómadal niður hjá Signu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í þrjár vikur og til Tyrklands 1. október í tíu daga fyrir fé- lagsmenn FEB, tak- markaður fjöldi. Skrán- ing hafin á skrifstofunni í síma 588 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki. Hárgreiðslu- stofan er lokuð til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9– 12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13–14 pútt. Hvassaleiti 56–58. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Hárgreiðsla lok- uð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 13. ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 14.30 kaffi: Karl Jónatansson harmónikkuleikari leik- ur fyrir dansi. Góðar kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9.30 morgunstund, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti á Hverfisgötu 105, nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Op- ið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581, hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, s. 520-1300, og í blóma- búðinni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju, sími 520 1300, og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67, og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sól- túni 3, Reykjavík, í síma 561-6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er föstudagur 26. júlí, 207. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. (Sálm. 67, 2.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.