Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ perlur sem innihalda meira af Omega fitusýrum en aðrar fiskiolíur,ásamt EPA og DHA www.islandia.is/~heilsuhorn Laxalýsi Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. KVÆÐAKVÖLD þar sem flutt verða kvæði eftir Halldór Laxnes og Pablo Neruda verður í Deiglunni í kvöld og hefst kl. 21. „Á morgun ó og aska“ er yfirskrift þessa kvæða- kvölds. Dagskráin er í umsjá Þor- steins Gylfasonar og Tómasar R. Einarssonar. Þeir flytja ljóð Nóbels- skáldanna tveggja og kynna tónlist sem tengist þeim og verkum þeirra. Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clarke, Richard Simm og Tómas R. Einarsson annast tónlistarflutning. Ljóðadagskrá með yfirskriftinni „Heimur ljóðsins“ hóf göngu sína á Listasumri á Akureyri 1998. Arthur Björgvin Bollason hafði umsjón með fyrsta ljóðakvöldinu en Þorsteinn Gylfason hefur síðustu ár séð um að ljúka upp „heimi ljóðsins“. Sif, Mich- ael og Richard hafa öll árin séð um tónlistarflutning. Þessi hópur fær nú Tómas R. til liðs við sig. Hann hefur dvalið langdvölum í spænskumæl- andi löndum og þekkir spænskar og suðuramerískar bókmenntir flestum betur hér um slóðir, segir í tilkynn- ingu. Ekki á það hvað síst við um chi- leska skáldið Pablo Neruda en Tóm- as hefur þýtt nokkur af ljóðum hans. Neruda er mörgum kunnur sem skáldið í kvikmyndinni „Il Postino“ eða „Bréfberinn“ eins og sýningar- heiti hennar var hér á landi. Ljóð Laxness og Neruda á kvæðakvöldi LOKIÐ hefur verið við að stika gönguleiðir í Vaglaskógi en alls er um fjórar mismunandi leiðir að ræða. Þær eru allt frá tæpum kíló- metra að lengd og upp í tæpa fjóra kílómetra en alls hafa verið stik- aðir um tíu kílómetrar í sumar. Sigurður Skúlason, skógar- vörður í Vaglaskógi, verður leið- sögumaður í gönguferð eftir svo- nefndum Beitarhúsahring á morgun, laugardag, kl. 14. Hring- urinn er um 3,8 kílómetrar en m.a. er farið hjá gamla skógarvarðabú- staðnum að Vöglum þegar þessi leið er farin. Af öðrum leiðum má nefna Litla hringinn sem er hring- ur umhverfis þjónustumiðstöð, gönguleið meðfram vegi í Vagla- skóg sem nær eftir endilöngum skóginum og svonefndan Trjá- safnshring en göngufólki sem hann velur gefst kostur á að skoða fjölbreytt trjásafn skógarins. Sigurður sagði að síðustu vikur hefði tiltækur mannskapur verið í því að stika leiðirnar og laga stíga. „Fólk var hrætt um að villast ef það fór inn í skóginn en nú þegar búið er að stika gönguleiðir ætti fólk að þora af stað,“ sagði hann. Ferðafélag Fnjóskdæla hefur einnig gefið út kort þar sem merktar eru 15 gönguleiðir í Fnjóskadal og nágrenni. Vaglaskógur er um 650 ha. að stærð og hafa 627 þúsund plöntur verið gróðursettar þar á árunum 1909 til 2001. Alls hafa 26 trjáteg- undir verið reyndar í skóginum en að sögn Sigurður er honum nú einkum haldið sem birkiskógi. Hefur ekkert birkiskóglendi á Ís- landi verið hirt jafnmarkvisst á þessari öld. Árangurinn er sá að í Vaglaskógi er nú jafnbeinvaxnasti birkiskógur á landinu. Skógar- högg hefur verið stundað árlega allt frá árinu 1909 og meðal af- urða nú er einkum reykingar- og arinviður, en áður var eldiviður höggvinn þar og gerðir girð- ingastaurar. Á árunum frá 1942 til 1980 var töluvert um gróðursetningar er- lendra trjátegunda í Vaglaskógi en eftir það hefur þeim verið hætt og áhersla lögð á birkiskóginn. Gróðrarstöð hefur verið starfrækt í skóginum frá árinu 1909 og hefur hún hin síðari ár verið ein af fjórum aðalstöðvum Skógræktar ríkisins eða þar til á síðasta ári þegar framleiðslu var hætt. Tekin hafa verið í notkun fræræktarhús í gróðrarstöðinni þar sem hafnar eru kynbætur og frærækt á lerki. Hæstu trén í skóginum eru 15 metra há alaskaösp, 14 metra hátt rússalerki og náttúrulegt birki, 13,75 metrar að hæð. Gistinætur að meðaltali um 10 þúsund Nýting á tjaldstæðum í Vagla- skógi hefur verið í góðu meðallagi að sögn Sigurðar. Enn sem komið er hafa ekki verið mjög fjölmenn- ar helgar en aðsókn jöfn. „Veðrið hefur ekki verið neitt sérstakt, það hefur þó ekki verið kalt en sólarlítið,“ sagði hann og nefndi að Íslendingar ferðuðust gjarnan þangað sem sólar væri von. Að meðaltali eru gistinætur í Vagla- skógi um 10 þúsund talsins og fara upp í um 15 þúsund þegar vel viðr- ar. Hann sagði umferð fara seint af stað og að svo virtist sem fólk væri núorðið almennt í sumarfríi í júlí. Aðsóknin væri mest þann mánuð. Vonaðist hann þó til að ferðatímabilið lengdist meira fram í ágúst nú þegar flestir væru á ferð í fellihýsum og tjaldvögnum. „Það væsir ekki um fólk í þessum vögnum og ég held að fólk vilji nýta þá fjárfestingu sem það hefur lagt út í,“ sagði Sigurður. Stærsta helgin í Vaglaskógi hefur síðustu ár verið komandi helgi, þ.e. helgin á undan verslunarmannahelginni. Að sögn Sigurðar er gert ráð fyrir að 30–40 þúsund manns hafi á hverju sumri viðdvöl í skóginum án þess að tjalda. Hann sagði það færast í vöxt að fólk kæmi í fugla- skoðunar- og gönguferð í Vagla- skóg og ýmsir ferðahópar stöldr- uðu þar við. Búið að stika fjórar gönguleiðir, alls samtals um 10 km, í Vaglaskógi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurður Skúlason, skógarvörður í Vaglaskógi, býður fólki í gönguferð um skóginn. Leiðsögn um Beit- arhúsa- hring BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær með fjórum atkvæðum gegn at- kvæði Oktavíu Jóhannesdóttur, Sam- fylkingu, að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Guðrúnar Sigurðardótt- ur gegn Akureyrarbæ. Oktavía lét bóka að hún teldi nauðsynlegt að fá lögfræðiálit á dómi Héraðsdóms og forsendum hans áður en ákvörðun um frekari málarekstur yrði tekin. Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, tók ekki þátt í umræðu um málið í bæj- arráði þar sem hún kom að undirbún- ingi þess á fyrri stigum þegar hún gegndi starfi jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa Akureyrarbæjar. Í bókun sem Valgerður lagði fram á fundinum segir: „Nú hafa dómstólar úrskurðað í þremur málum gegn Ak- ureyrarbæ þar sem staðfest hefur verið að konur í stjórnunarstöðum fá lægri laun en karlar í sambærilegum stöðum. Það er sjálfsögð krafa að tryggt verði að slík staða komi ekki upp aftur, að þess sé vandlega gætt að konum og körlum sé aldrei mis- munað í launum hjá Akureyrarbæ.“ Dómur í máli deildarstjóra vegna jafnréttisbrota Áfrýjað til Hæstaréttar ♦ ♦ ♦ FÁTT bendir til að afkoma Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri lag- ist en á fyrstu fimm mánuðum árs- ins nam kostnaður umfram fjárheimildir um 70 milljónum króna. Allra leiða verður leitað til að halda kostnaði niðri og útgjöldum frestað svo sem hægt er. Þetta kemur fram í skýrslu Vignis Sveinssonar, framkvæmda- stjóra fjármála og reksturs FSA, sem birt er á vef sjúkrahússins. Fram kemur í rekstraryfirliti fyrir tímabilið janúar til maí að gert hafi verið ráð fyrir að halli á árinu yrði um 107 milljónir króna án áætlaðra viðbótarfjárveitinga sem nema 81,5 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld hafa hækkað um 18% á milli ára og í skýrslu Vignis segir að nýir kjara- samningar lækna hafi veruleg áhrif. Kostnaðarhækkun vegna þeirra nemur um 10,7 milljónum króna í apríl og maí. Samtals hafa laun hækkað um 24,4 milljónir króna. Töluverð hækkun hefur einnig orðið á almennum rekstrargjöldum frá síðasta ári, eða um rúm 13%, og munar þar mestu um hækkun á lyfjum og tengdum efnum sem samtals hafa hækkað um nær 25 milljónir króna milli ára. Sértekjur sjúkrahússins hafa hækkað mikið milli ára, einkum vegna kerfisbreytingar sem gerð var vegna almennra rannsókna og hækkunar á taxta vegna mynd- greininga. Engar niðurstöður liggja fyrir um viðbótarfjárveitingar til rekst- urs sjúkrahússins og segir Vignir í skýrslu sinni að þeirra sé vart að vænta fyrr en við afgreiðslu fjár- laga. Hann dregur í efa að í fjár- lögum þessa árs hafi nægilegt tillit verið tekið til áhrifa af breytingum á kjarasamningum. „Eigi að síður eru það nokkur vonbrigði að ekki skuli hafa tekist að halda rekstr- inum innan þeirrar áætlunar sem gerð var í upphafi ársins en hafa verður í huga að nokkur aukning hefur orðið í flestum þáttum starf- seminnar,“ segir í skýrslu fram- kvæmdastjóra fjármála og rekst- urs FSA. Lausafjárstaðan fer versnandi Hann segir fátt benda til að af- koman lagist á árinu og að allra leiða verði leitað til að halda niðri kostnaði og fresta útgjöldum. Lausafjárstaða sjúkrahússins fer ört versnandi eins og að líkum læt- ur miðað við aukinn hallarekstur þessa árs og uppsafnaðan halla í lok síðasta árs. Við það bætist að Akureyrarbær hefur enn ekki greitt framlag vegna stofnkostn- aðar, 4,4 milljónir króna frá árinu 1998 og vegna viðhalds áranna 2001 og 2002 5,2 milljónir króna eða samtals tæpar 10 milljónir króna. Kostnaði haldið niðri og út- gjöldum frestað Kostnaður umfram heimildir í rekstri FSA nemur um 70 milljónum Víða leynist hæfileikafólk á ýmsum sviðum. Þessi ungi piltur, sem sagð- ist vera tveggja ára, sýndi skemmtileg tilþrif þar sem hann lék sér í körfubolta á gæsluvellinum Eyrarvelli á horni Norðurgötu og Eiðsvallagötu í gær. Ef til vill fram- tíðarmaður í íþróttinni – hver veit? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Æfingin skapar meistarann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.