Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 31 Kefla- valtarar fiú sér› strax Er v inni ngu r í lo kinu ? Dieselvélar Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i DEUTZ iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is ENN hafa orðið deil- ur út af áliti dóm/stöðu- nefndar Háskóla Ís- lands um umsækjendur um kennarastöðu. Hér verður ekki tek- in afstaða til efnismeð- ferðar umræddrar nefndar en stóryrði og niðurstaða virðist hafa gengið fram af kennur- um viðkomandi deildar sem töldu álitið hlut- drægt. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að stinga niður penna eftir að hafa reynt álíka og fylgst með slíku í tæp 30 ár. Í byrjun síðasta árs á 90 ára af- mælisári háskólans kom talsmaður hans fram með þá yfirlýsingu að nú ætti að fara að innleiða gagnrýna hugsun í vinnubrögðum og kennslu til að efla vísindi og má þá jafnframt álykta að þetta hafi skort til þessa og HÍ hafi fyrst og fremst verið emb- ættismannaskóli (og þá án gagn- rýnnar hugsunar!). Þetta var mikil staðhæfing en gagnrýnin hugsun er forsenda vís- inda og framfara. Skortur á gagn- rýni hefur mörgum verið ljós, en hvergi verið þó eins áberandi og af- drifaríkur eins og í störfum dóm/ stöðunefnda innan háskólans. Stöðu- nefnd er einnig starfandi innan heil- brigðiskerfisins undir forystu landlæknis. Í henni situr fulltrúi há- skólans svo andi HÍ svífur þar einnig yfir. Viðbrögð stjórnenda við gagn- rýni innan heilbrigðiskerfisins hafa nokkrum sinnum orðið fréttaefni. Stöðunefndum er ætlað að fjalla um hæfni umsækjenda um kennara- eða sérfræð- ingsstöður og getur enginn fengið stöðu sem ekki stenst hæfn- ismat viðkomandi nefndar. Vald þeirra er því mikið. Oft hefur staðið styrr og deilur um viðkomandi álit og þó ekki alltaf orðið fréttaefni. Stöðunefndir hér- lendis hafa þá sérstöðu sem sennilega er eins- dæmi í nútíma réttarríkjum, að álit þeirra er endanlegt og verður jafn- vel ekki hnekkt af viðkomandi há- skóladeild þrátt fyrir stóryrði eða augljósa hlutdrægni. Í öðrum lönd- um er oft skilgreindur áfrýjunar- réttur við álit stöðunefnda og/eða dómstólaleið opin. Nefndirnar geta raðað einstak- lingum, sagt og úrskurðað nánast hvað sem er, án þess að umsækj- endur geti fengið rönd við reist eða fengið leiðréttingu á umsögn. Um- sækjandi sem er úrskurðaður óhæf- ur af hálfu stöðunefndar á sér litla viðreisnarvon á innlendum vett- vangi, hvað þá ef hann hefur leyft sér að mótmæla, jafnvel þótt hann hafi verið kennari við einn fremsta háskóla erlendis og eigi þar áfram kost kennarastöðu. Gildi rannsókna og annarrar vís- indavinnu getur í fyrstu verið mats- atriði en í meginatriðum geta allir áttað sig á því þegar frá líður. Stofn- unin The Institute for Scientific In- formation hefur frá því árið 1945 haldið yfirlit (gagnagrunn) yfir vís- indagreinar sem birtast í viður- kenndum ritrýndum tímaritum, hversu oft er vitnað í þær og af hverjum. Lengi vel voru þessar nið- urstöður eingöngu aðgengilegar í bókarformi á stórum bókasöfnum en hafa smám saman verið tölvuvæddar og eru nú aðgengilegar á netinu sem má t.d. sjá á vef Landsbókasafns- Háskólabókasafns. Ritstjórnir vísinda- og fræðatíma- rita fylgjast vel með því hversu oft er vitnað í greinar rita sinna og kall- ast þetta Impact factor. Vísinda- tímarit eru metin samkvæmt því og þykir eftirsóknarverðast að fá grein- ar birtar í hæst flokkuðu tímaritun- um. Á sama hátt er hægt að fylgjast með tilvitnanatíðni í greinar ein- stakra höfunda. Vísindamenn leitast við að senda niðurstöður rannsókna sinna í greinarformi til virtra, rit- rýndra tímarita. Telji ritstjórn að vísindavinnan hafi hugsanlegt gildi er greinin send til valins hóps sér- fræðinga sem lesa greinina á gagn- rýninn hátt, meta styrkleika og veik- leika og gefa síðan ritstjórn álit um birtingu að uppfylltum vissum kröf- um til umbóta eða þá höfnun. Eftir birtingu í tímariti er greinin síðan lesin af vísindamönnum í fag- inu og viðtökur þeirra og notkun efn- isins í eigin vísindavinnu og/eða til- vitnun í eigin ritverkum er mikilvægasti dómurinn um gildi við- komandi tímaritsgreinar. Öllum má vera ljóst að einhver munur má vera á vægi tímaritsgreinar sem sífellt er vitnað í svo hundruðum skiptir ára- tugum saman eða þeirrar sem aldrei er vitnað í. Niðurstöður stöðunefnda hafa oft verið í engu samræmi við þessa við- urkenndu viðmiðun og virst fara meira eftir „hollvinatengslum“ og mjög persónulegu mati nefndar- manna. Viðleitni stöðunefnda virðist jafnvel hafa beinst að því bægja sterkum umsækjendum frá þeim fyrirfram útvalda hollvini. Eitt skýrasta dæmið um þetta mátti fylgjast með í blaðafréttum ár- ið 1997 og 1998. Þá var auglýst pró- fessorsstaða við HÍ og meðal um- sækjenda var norrænn ríkisborgari giftur íslenskri konu, kennari við virtan norrænan háskóla. Hann átti langflestar birtar vísindagreinar og var mest vitnað í af öðrum vísinda- mönnum. Hann var samt úrskurð- aður óhæfur og útilokaður frá því að koma til greina. Sá umsækjandi sem minnst hafði birt af vísindavinnu og átti langfæstar tilvitnanir var úr- skurðaður hæfastur. Mótmæli innan viðkomandi háskóladeildar höfðu engin áhrif. Fleiri dæmi mætti nefna og færa rök fyrir því að margir mjög hæfir einstaklingar hafi þannig verið útilokaðir frá kennslu eða störfum þótt þeir eigi kost á stöðum við fremstu háskóla á alþjóðavettvangi og séu fyrirlesarar á alþjóðaþingum. Tilraunir hafa verið gerðar til að hnekkja áliti stöðunefnda með mál- sókn en hinir „gagnrýnislaust“ upp- öldu „lögspekingar“ dómskerfisins og umboðsmaður Alþingis hafa ekki getað séð neitt athugavert við að hjá sumum umsækjendum verða 2+2 í verðleikamati að 3, en hjá öðrum að 6. Þegar mótmælt hefur verið innan heilbrigðiskerfisins og málaferli ver- ið reynd og hefur það leitt til upp- sagnar. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð reynir Háskóli Íslands sífellt að telja þjóðinni trú um að hann sé einhver sá besti í heimi að flestu leyti. Álit stöðunefnda er lykilatriði í vali á kennurum og þar með gæðum háskóla. Ef Háskóli Íslands ætlar að verða trúverðug stofnun fremur en h(ollvina)skóli verður að tryggja stöðunefndum aðhald í vinnu svo niðurstaða verði faglega ótvíræð. Það verður eingöngu gert með því að hægt sé að áfrýja áliti stöðunefndar þegar umsækjendur setja fram vel rökstudd mótmæli. Álit og vald stöðunefnda Birgir Guðjónsson Höfundur er viðurkenndur sérfræð- ingur í lyflækningum og melting- arsjúkdómum í Bandaríkjunum og Bretlandi auk Íslands og félagi í mörgum sérgreina- og vísinda- félögum. Hann var assistant profess- or of medicine við Yale Læknahá- skólann 1972-73, 1977-78 og um tíma 1982 og hefur skrifað margar grein- ar í erlend læknatímarit. Stöðunefndir Ef Háskóli Íslands ætlar að verða trú- verðug stofnun, segir Birgir Guðjónsson, fremur en h(ollvina) skóli verður að tryggja stöðunefndum aðhald í vinnu svo niðurstaða verði faglega ótvíræð. Í TILEFNI af grein Arnar Svavarssonar, „Eitur í mat“, í Morg- unblaðinu 18. júlí vill Hollustuvernd ríkisins skýra stöðu mála varð- andi akrýlamíð í mat- vælum. Vísindamenn í Sví- þjóð hafa verið að rann- saka hvort akrýlamíð væri að finna í blóði fólks sem hugsanlega hafði neytt akrýlamíð- mengaðs vatns. Þegar leitað var að viðmiðun- arhópi tókst ekki að finna fólk sem ekki var með akrýlamíð í blóði. Leitað var að orsök þessa og þar sem efnið finnst ekki í dýrum bárust bönd- in að matvælum. Niðurstöður rann- sóknanna kynntu þeir í apríl sl. ásamt sænsku matvælastofnuninni, sem hafði mælt mismikið magn akrýlam- íðs í ýmsum matvælum. Rannsóknir m.a. bresku og norsku matvælastofn- ananna hafa staðfest sænsku niður- stöðurnar. Óhætt er að segja að þess- ar niðurstöður komu mjög á óvart. Árið 1994 flokkaði Alþjóðlega krabbameinsrannsóknastofnunin (International Agency for Research on Cancer) akrýlamíð sem hugsanleg- an krabbameinsvald í fólki. Ekki hef- ur þó verið mikið rannsakað hvort akrýlamíð veldur krabbameini í fólki en nefna má tvær tilraunir sem gerð- ar voru á starfsfólki í akrýlamíðverk- smiðjum í Bandaríkjunum og Hol- landi. Hvorug þeirra leiddi til marktækra niðurstaðna. Niðurstöður úr tveimur langtímarannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum akrý- lamíðs á rottur sýndu að minnsti skammtur sem hafði áhrif var 1–2 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Nýlega hafa Norðmenn, Svíar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) metið hve mikið magn af akrýlamíði fullorðið fólk fær í sig að meðaltali úr mat á dag miðað við þau matvæli sem mæld hafa verið og neyslukannanir. Niðurstöður voru frá 0,3–1,3g/kg lík- amsþunga. Börn og unglingar fá meira í sig daglega vegna þess að þessir hópar neyta meira af kartöflu- flögum og frönskum kartöflum en fullorðið fólk og eru auk þess léttari. Engin vitneskja er þó enn til um hvort óhætt er að fá í sig akrýlamíð úr mat án þess að eiga á hættu að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Hollustuvernd brást við fréttunum um akrýl- amíð í matvælum á svip- aðan hátt og aðrar mat- vælastofnanir, með því að upplýsa fólk um þær m.a. á heimasíðu sinni, á neytendasíðu Morgun- blaðsins og í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi. Á heimasíðu stofnunarinnar (http://www.hollustu- vernd.is) eru tenglar í allt sem fram kemur í þessu máli í nágrannalönd- unum. Hollustuvernd hefur einnig bent fólki á nauðsyn þess að borða fjölbreyttan mat og að suða sé æski- legri en steiking. Þegar ábendingar berast matvæla- stofnun um hættuleg efni í matvælum verður hún að ákvarða viðbrögð í ljósi áhættu fyrir fólk og þess hvað unnt er að gera til að draga úr þeirri áhættu. Munurinn á viðbrögðum Hollustu- verndar við fréttunum um akrýlamíð í matvælum annars vegar og aflatoxín, 3-MCPD og PAH hins vegar stafar af því að hægt er að koma í veg fyrir að síðarnefndu efnin séu í matvælum. Sveppir sem geta vaxið á og sýkt m.a. korn og hnetur mynda aflatoxín sem sýnt hefur verið fram á að er mjög öfl- ugur krabbameinsvaldur. Það er hægt að koma í veg fyrir að svepp- irnir nái að vaxa á þessum jurtum. Svipað gildir um 3-MCPD. Með góð- um framleiðsluháttum er hægt að koma í veg fyrir myndun efnisins um- fram það magn sem talið er óhætt að neyta. Með hitastýringu er hægt að koma í veg fyrir myndun PAH í ólíf- uhratsolíum og hægt er að koma í veg fyrir að hratolíu, sem inniheldur mik- ið af PAH, sé blandað í jómfrúrolíu og hún seld sem hrein jómfrúrolía eins og dæmi fundust um, m.a. í Noregi. Á hinn bóginn hefur enn ekki fund- ist leið til að koma í veg fyrir myndun akrýlamíðs í sterkjuríkum matvæl- um, enda skammt um liðið síðan vitn- eskjan um það var þekkt. Því má ekki heldur gleyma að akrýlamíð myndast einnig við matreiðslu í heimahúsum, t.d. þegar kartöflur eru steiktar eða bakaðar og þegar brauð er ristað. Viðbrögð alþjóðastofnana við frétt- um af myndun akrýlamíðs í sterkju- ríkum matvælum hafa verið að kalla saman sérfræðinga til að meta stöð- una. Hvorki sérfræðinganefnd WHO/ FAO né vísindanefnd Evrópusam- bandsins um matvæli hefur treyst sér til að ákvarða hver raunveruleg hætta er af akrýlamíði í matvælum. Í lok júní sl. gaf sérfræðinganefnd WHO/ FAO út eftirfarandi ráðleggingar sem m.a. vísindanefnd Evrópusambands- ins um matvæli hefur tekið undir í sinni niðurstöðu frá 3. júlí sl.:  Ekki á að elda mat umfram það sem nauðsynlegt er, þ.e. ekki of lengi og ekki við of hátt hitastig. Þrátt fyrir það skal gegnsteikja/ sjóða öll matvæli – sérstaklega kjöt og kjötvörur – til að útrýma sjúk- dómsvaldandi örverum.  Vegna þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir um akrýlamíð skal ítrekað að fólki er ráðlagt að borða hollan og fjölbreyttan mat sem fel- ur í sér að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum en draga úr neyslu á steiktum og feitum mat.  Rannsaka skal möguleika á að draga úr magni akrýlamíðs í mat- vælum með því að breyta um fram- leiðsluaðferðir.  Setja skal á stofn alþjóðlegt net um „akrýlamíð í matvælum“ þar sem skipst verður á upplýsingum og rannsóknaniðurstöðum. Engin matvælastofnun, hvorki Hollustuvernd né aðrar, hefur brugð- ist við með því að banna sölu á mat- vælum eins og frönskum og bökuðum kartöflum, kartöfluflögum, hrökk- brauði, brauði, kexi og öðrum þeim vörum sem akrýlamíð hefur mælst í. Á hinn bóginn taka allir þessa nýju vitneskju alvarlega. Nú er verið að safna upplýsingum með því að mæla akrýlamíð í sem flestum tegundum matvæla og hugsanlega verða sett há- marksgildi á grunni niðurstaðna þeirra mælinga. Þá er verið að hefja rannsóknir á áhrifum akrýlamíðs á fólk og því hvernig hægt er að draga úr eða koma í veg fyrir myndun þess í matvælum. Væntanlega leiða niður- stöður þessara rannsókna til þess að matvælaframleiðendur finni nýjar leiðir til að framleiða vöru sína, en það mun taka nokkurn tíma. Þótt Hollustuvernd kunni ekki ráð til þess, fremur en aðrir á þessari stundu, að koma í veg fyrir myndun akrýlamíðs í matvælum mun stofnun- in halda áfram að reyna að koma í veg fyrir að matvæli sem innihalda krabbameinsvaldandi efni séu á markaði í öllum þeim tilvikum þar sem það er hægt. Nánari umfjöllun um akrýlamíð í matvælum má finna á heimasíðu Holl- ustuverndar. Um „eitur í mat“ Elín Guðmundsdóttir Akrýlamíð Hvorki sérfræðinga- nefnd WHO/FAO né vísindanefnd Evrópu- sambandsins um mat- væli hefur treyst sér til að ákvarða, segir Elín Guðmundsdóttir, hver raunveruleg hætta er af akrýlamíði í matvælum. Höfundur er forstöðumaður mat- vælasviðs Hollustuverndar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.