Morgunblaðið - 26.07.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.07.2002, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 23 skipti síðan um skoðun eftir að hafa deilt við dómarann. „Sökum þeirra heita sem ég hef gefið Guði um að verja líf mitt hyggst ég draga játningu mína til baka,“ sagði Moussaoui en fyrir viku hafði hann lýst sig sekan vegna allra ákæruatriðanna. Dóm- ari skipaði honum þá að taka sér einnar viku umhugsunarfrest. „Sem múslimi get ég ekki geng- ist við neinu sem hefur dauðarefs- ingu í för með sér,“ sagði Moussa- oui í gær en dauðarefsing liggur ZACARIAS Moussaoui, eini mað- urinn sem ákærður hefur verið í tengslum við árásina á World Trade Center, lýsti sig saklausan fyrir alríkisrétti í Bandaríkjunum í gær af þeim ákærum, sem sak- sóknarar hafa lagt fram á hendur honum. Fyrr um daginn hafði hann lýst sig sekan vegna fjögurra af sex ákæruatriðum en hann við fjórum af sex ákæruatriðunum. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast í október. Moussaoui er 33 ára gamall franskur ríkisborgari en ættaður frá Marokkó. Hann var handtek- inn í Bandaríkjunum 14. ágúst vegna ábendinga frá flugskólanum, þar sem hann var í námi, en þar þótti mönnum undarlegt, að Mo- ussaoui vildi einungis læra að fljúga beint en hvorki flugtak né lendingu. Talið hefur verið, að Moussaoui sé hinn svonefndi 20. flugræningi og hafi átt að vera um borð í þot- unni sem hrapaði til jarðar í Penn- sylvaníu en í henni voru fjórir flugræningjar. Fimm ræningjar voru í hinum vélunum þremur sem rænt var 11. september. Moussaoui lýsir sig saklausan Vildi fyrst lýsa sig sekan vegna fjögurra af sex ákæruatriðum Zacarias Moussaoui Alexandríu í Virginíu-ríki. AP, AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur lagt til að gjöld á díselolíu fyrir flutningabíla verði samræmd í aðildarríkjum sam- bandsins fyrir árið 2010. Verði til- lagan samþykkt, sem er alls ekki víst, verða ríkissjóðir Bretlands og Þýskalands af milljörðum evra. Samkvæmt tillögu framkvæmda- stjórnarinnar þarf að lækka dísel- gjöldin um helming í Bretlandi og fjórðung í Þýskalandi. Þau þurfa hins vegar að hækka í öðrum löndum ESB, svo sem á Spáni, í Portúgal og Lúxemborg. Markmiðið með tillögunni er að jafna samkeppnisstöðu flutningafyr- irtækja og draga úr mengun. Öll aðildarríki ESB þurfa að sam- þykkja tillöguna til að hún nái fram að ganga. Ríkisstjórnir aðildarland- anna hafa verið mjög tregar til að gefa eftir völd sín í skattamálum og samþykkja ráðstafanir sem minnka tekjur þeirra. Framkvæmdastjórnin kveðst einnig vilja hækka lágmarksgjöld á díselolíu og blýlaust bensín fyrir fólksbíla um sjö sent á lítrann frá og með árinu 2006. Evrópusambandið Gjöld á díselolíu verði samræmd Brussel. AP. 48 ÁRA kúrdískur innflytjandi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Svíþjóð vegna gruns um að hann hafi myrt dóttur sína, Asrin Masifi, 21 árs sjónvarpskonu. Masifi fannst látin á heimili sínu í Märsta, norðan við Stokkhólm, 26. apríl. Lögreglan taldi í fyrstu að hún hefði fyrirfarið sér en krufning leiddi í ljós að hún var myrt. Faðir stúlkunnar var handtekinn á mánudag og úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna gruns um að hann hefði orðið dóttur sinni að bana, að því er virðist vegna þess að hann hafi talið sig þurfa að bjarga heiðri fjöl- skyldunnar. Nítján ára systir Masifi, sem er grunuð um aðild að morðinu, var einnig úrskurðuð í gæsluvarð- hald. Lögreglan telur að Masifi hafi ver- ið myrt vegna þess að hún hafi viljað giftast manni gegn vilja fjölskyldunn- ar. Fyrr á árinu var annar kúrdískur innflytjandi í Svíþjóð dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir að hafa myrt dótt- ur sína, Fadime. Málið vakti mikla at- hygli en Fadime var myrt vegna þess að hún var í sambúð með sænskum unnusta sínum og neitaði að eiga mann sem faðirinn valdi fyrir hana. Svíþjóð Grunaður um að hafa myrt dóttur sína ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.