Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að sér lítist mjög vel á hvað það er mik- ill áhugi á Landsbankanum og Bún- aðarbankanum. Viðbrögð fjárfesta við auglýsingu framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem leitað var eftir tilkynningum frá áhugasömum fjárfestum um hugsanleg kaup á hlut ríkisins í bönkunum, séu vonum framar. Nú taki við vinna við það að fara í gegnum þau erindi sem borist hafi, ræða við viðkomandi aðila og fá fram hvað þeir hafi í huga. Um líkur á samningum um kaup fjárfesta á hlut í bönkunum segir hún ekki tímabært að segja til um á þessu stigi. Farið hafi verið af stað í þetta ferli með það í huga að selja hlut ríkisins í bönk- unum, en ekki sé hægt að fullyrða hvort af því verður. Valgerður segir að áður hafi verið gerð tilraun til að selja erlendum fjárfestum hlut í bönkunum, sem ekki hafi borið árangur. Nú hafi hins vegar fyrst og fremst verið leitað eft- ir áhugasömum fjárfestum á Íslandi og því hafi einungis verið auglýst eft- ir þeim hér. Valgerður Sverrisdóttir Áhugi á bönkunum vonum framar ÓLAFUR Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu, segir að nefndin muni ræða við þá sem sendu inn tilkynningar um áhuga á kaupum á hlut í Landsbank- anum og Búnaðarbankanum strax í næstu viku. Unnið verði úr því í framhaldinu og staðan metin. Hann segist ekki geta sagt til um hve lang- an tíma þessi vinna muni taka. Það verði að koma í ljós. Ólafur Davíðsson Rætt við fjárfesta í næstu viku FIMM aðilar sendu inn tilkynningu til framkvæmdanefndar um einka- væðingu vegna áhuga á mögulegum kaupum á a.m.k. fjórðungshlut rík- isins í Landsbankanum og Búnaðar- bankanum. Lögmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs Guð- mundssonar staðfesti með bréfi fyrri áhuga þremenninganna á viðræðum vegna kjölfestuhluta í Landsbankan- um og tekið fram að áhugi þeirra taki einnig til Búnaðarbankans. Þá sendi Þórður Magnússon inn tilkynningu fyrir hönd fjárfesta en í erindi Þórðar var ekki tilgreint nán- ar hvaða fjárfestar ættu þar í hlut að öðru leyti en því að þar væru meðal annars núverandi hluthafar í Bún- aðarbankanum. Þriðji aðilinn er Eignarhaldsfélag- ið Andvaka, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Ker hf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Samskip hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Fjórði aðilinn er Íslandsbanki og að lokum Fjárfestingarfélagið Kaldbakur. Í tilkynningu frá framkvæmda- nefndinni segir: „Með auglýsingu framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu 11. júlí sl. óskaði nefndin, f.h. viðskiptaráðherra, eftir tilkynning- um frá áhugasömum fjárfestum um kaup á a.m.k. 25% hlut í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Ís- lands. (–) Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun á næstu dögum ræða við þá sem sendu inn tilkynn- ingu.“ Fyrrverandi eigendur Gild- ingar á meðal fjárfestanna Valur Valsson, forstjóri Íslands- banka, segir að bankinn hafi sent inn tilkynningu þar sem óskað sé eftir viðræðum. „Að öðru leyti munum við gera frekari grein fyrir því á morgun (í dag) í hverju erindið er fólgið og á þessu stigi er engu við þetta að bæta.“ Þórður Magnússon segist að svo stöddu ekki vilja segja annað en að hann komi fram fyrir hönd fjárfesta sem óski eftir að koma að viðræðum um sölu á eignarhlut ríkisins í Bún- aðar- og Landsbanka Íslands og að á meðal hugsanlegra fjárfesta séu m.a. hluthafar í Búnaðarbanka Íslands sem eignuðust hlut í bankanum við sameiningu Gildingar fjárfestingar- félags og Búnaðarbankans. Spurður um að hvorum bankanum áhugi fjár- festanna beinist segir Þórður að formið á auglýsingunni hafi verið með þeim hætti að í erindinu sé það ekki tilgreint. Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður sendi inn til- kynningu fyrir hönd Eignarhalds- félagsins Andvara, Eignarhalds- félagsins Samvinnutryggingar, Fiskiðjunnar Skagfirðings, Kers hf., Kaupfélags Skagfirðinga svf., Sam- skipa hf. og Samvinnulífeyrissjóðs- ins. Hugsanlegt að fleiri komi að málinu síðar Aðspurður segir Kristinn að í er- indinu komi fram áhugi á báðum bönkunum. Spurður um erlent fjár- magn segist Kristinn vísa til þess að það sé hugsanlegt að fleiri aðilar komi að þessu seinna. „Menn líta á þessa banka sem spennandi fjárfest- ingarkost og vilja gjarna taka þátt í þeim umbreytingum sem fyrirsjáan- legar eru á íslenskum fjármálamark- aði.“ Eins og fram kom í Morgun- blaðinu veitti stjórn Fjárfestingar- félagsins Kaldbaks hf., sem er að mestu í eigu KEA, Samherja á Ak- ureyri og Lífeyrissjóðs Norðurlands, framkvæmdastjóra félagsins heimild til að leggja inn erindi. Eiríkur S. Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Kald- baks, hefur sagt að engin launung sé á því að félagið hafi rætt við aðra fjárfesta, innlenda sem erlenda, um mögulega þátttöku. Ef af slíku sam- starfi yrði myndi Kaldbakur þó eftir sem áður leiða þann hóp. Áhuginn tekur einnig til Búnaðarbankans Í bréfi lögmanns Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þor- steinssonar og Björgólfs Guðmunds- sonar sem sent var framkvæmda- nefndinni segir að með bréfi umbjóðenda hans frá 27. júní til Framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu hafi verið óskað eftir viðræðum við nefndina um kaup á kjölfestuhlut í Landsbanka Íslands hf. „Umbjóð- endur mínir telja að ofanritað bréf feli í sér tilkynningu frá þeim um áhuga á kaupum á eignarhlut í Landsbanka Íslands hf. Með bréfi þessu er staðfest ósk umbjóðenda minna um viðræður við Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu á grundvelli þeirra forsenda sem fram komu í bréfi þeirra dags. 27. júní 2002. Með vísan til auglýsingar Framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu lýsa umbjóðendur mínir því yfir að ofanritað bréf þeirra beri einnig að skoða sem tilkynningu um áhuga á kaupum í Búnaðarbanka Íslands hf. á grundvelli sömu forsenda.“ Morgunblaðið/Arnaldur Framkvæmdanefnd um einkavæðingu fór yfir bréf þeirra fimm sem lýst hafa áhuga á kaupum á hlut í Búnaðarbanka og Landsbanka. Fjárfestar lýsa áhuga á hlut í báðum bönkunum ♦ ♦ ♦ BORGARSTJÓRANUM í Reykjavík hefur borist bréf frá Hreggviði Jónssyni, þar sem skorað er á borgarstjóra að hafa forgöngu um að borgarlögmanni verði falið að gera kröfu til fjár- muna Reykvíkinga sem felist í SPRON. Í bréfinu segir að mikil átök hafi staðið um eignarhald á SPRON undanfarið og í máli beggja hópa, sem berjist um yf- irráðin, hafi komið skýrt fram að talið sé að um 2,8 milljarðar króna séu í sérstökum sjóði, sem verja eigi til menningar- og líknarmála. Nota á fjármunina í viðkomandi bæjarfélagi Samkvæmt nýjum lögum um sparisjóði jafnt sem eldri er hér um fjármuni að ræða sem nota á í viðkomandi bæjarfélagi, segir ennfremur í bréfinu og í þessu til- felli er það Reykjavík. Því til stuðnings er bent á að bæjar- stjórn og síðar borgarstjórn Reykjavíkur hafi í fjölda ára skip- að menn í stjórn SPRON. Hreggviður fer fram á það, sem borgari í Reykjavík, að gerð verði krafa til þessara fjármuna og einnig verði kannað hvort og hver réttur Reykvíkinga sé til þess hluta sem svokallaðir stofnfjár- festar telji sig eiga. Hreggviður hefur einnig ritað skattstjóranum í Reykjavík bréf þar sem óskað er eftir upplýsing- um um hvort SPRON hafi sent skattstjóra lista yfir stofnfjárfesta SPRON og hvort þeir hafi verið skattlagðir sem eigendur. Þá er spurt hvort þessir aðilar hafi talið þessa eign sína fram til skatts. Hafi það ekki verið gert fer Hreggviður fram á að skatt- stjóri kalli eftir þessum lista svo skattleggja megi eign þessara að- ila. Borgarlögmaður geri kröfu til fjármuna Reyk- víkinga í SPRON LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo 2002, þekktasta sam- keppni í heiminum á sviði frétta- ljósmyndunar, verður formlega opnuð í Kringlunni í dag. Í ár bárust tæplega 50.000 mynd- ir í keppnina frá rúmlega 4.000 ljós- myndurum frá 124 löndum. Alls eru nálægt 200 myndir á sýningunni, þar á meðal allar verðlaunamynd- irnar. Fréttaljósmynd ársins er eft- ir danska ljósmyndarann Erik Ref- ner á Berlingske Tidende. Samhliða sýningunni verður úrval ljósmynda ljósmyndara Morgun- blaðsins frá síðasta ári til sýnis í Kringlunni. Sýningin stendur til 6. ágúst. Morgunblaðið/Sverrir World Press Photo í Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.